Alþýðublaðið - 22.09.1962, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 22.09.1962, Blaðsíða 13
WHWWM*WW*WW*MWWWWWWHWWWWWWmmWMWMmWWIWWWimw»imiW»IWWM*W%W*%%*IHWWWWmWM»M%»MMW»M»WM«M A BLAÐAMANNA- FUNDI með Kurt Zier, skólastjóra Handíða- og myndlistarskólans barst talið — eins og líklegt má þykja — að myndlist nútímans Skólastjórinn lét ólit sitt skýrt og skorin- ort í Ijós. Hann sagði þar AO TEIKNA HEST ME ÞREM STRIKUM m. a.: „Á kvöldumræðufundum lief ég hugsað mér að láta sér- fræðinga á hinum ýmsu sviðum lista og bókmennta halda stutt erindi, en láta síðan fólkið ræða saman undir stjórn kennara eða leiðbeinanda. Það, er úr mörgu að velja, sem ræða mætti á svona kvöldi. Við getum tekið fyrir leikrit, sem verið' er að leika eða kvikmynd, sem um er rætt, og við getum reynt að gera okkur ljóst, hvernig við dæmum hlutina, hvaða mæli- kvarða við notum og með livern ig mælistiku á að mæla. Við getum tekið fyrir hrynjandina í málaralistinni. Hvernig ljósið og skuggarnir hafa öld fram af öld verið notuð í mismunandi myndum og sem mismunandi tákn. Við getum tekið það fyrir hvers vegna efnið hefur náð svo miklum vinsældum. Er það vegna hinnar elektronísku smá- sjár, sem við rýnum svo í efnið. Nú líma málararnir steina og sandpappír á fjöl eða spjald og þetta er kallað abstrakt, en í rauninni mætti segja að einmitt það væri hánatúralistiskt. Það kann að líta út fyrir að við sé- um að tapa forminu. En þegar við erum orðnir leiðir á þessu, þá kemur formið kannski fram í nákvæmari mynd en nokkru sinni fyrr. Það má t.d. taka Jiið allra einfaldasta. Það, sem allir þykjast skilja, LITI. Goethe var ákaflega mikið á móti Newton og Newton var ákaflega mikið á móti Goethe. En nú hallast margir að skilningi Goethe, því að ahnn sá með augum lista- mannsins. Við getum tekiö höggmyndalist. Hvað er það, sem við höfum gaman af í mynd inni? -o-o — Listnám hér á Iandi er eins og háð tilviljunum. Þetta á að reyna að bæta í framtíðinni. En það gengur erfiðlega að útskýra það fyrir fólki, að listnám er nám eins og hvert annað nám í lækþisfræði eða verkfræði. Það ltoma ungir menn til mín og segja: „Ég ætla að verða mál ari, og ég mála abstrakt." En ég segi við þá. Þið byrjið á endin um. Fyrst þurfið þið að Iæra. Að teikna könnu, að teikna manneskju. En þeir segja: „Við höfum engan áhuga á því að læra að teikna manneskju". Þetta er eins og læknisfræði- nemi sagði: „Ég ætla mér að verða læknir en ég hef engan á- huga á að kryfja fólk, og þess vegna geri ég það ekki.“ Eða að hann segði, að hann vildi ekki skoða gamlar konur bara ungar stúlkur. En þetta skilur fólk ekki. Það vill ljúka þessu af á einum vetri eða svo. Það kom til mín ungur piltur og sagðist hafa stundað nám hér á Hand- íðaskólanum í einn vetur. Síðan hefði hann farið til Danmerkur og stundað þar nám í þekktum skóla. Loks hafði hann numið málaralist í París, og liann viidi fá mig til að skrifa upp á vott orð fyrir sig. En svo kom það upp úr kafinu að pilturinn hafði að vísu verið innritaður í Hand íða- og myndlistarskólann, en ekki sótt tíma nema í svo sem sex vikur, hafði einnig verið innritaður í einhvern lítt þekkt an skóla í Danmörku og fór svo að lokum einhverskonar skemmtiferð til Parísar. Það kemur til mín stúlka utan af landi og vill læra að verða mál- ari. Hún hefur ekkert lært. Þetta fólk þarf að byrja á byrj- uninni og góöur barnaskólakcnn ari er ef til vill bezti uppfræð arinn. Okkur Iiggur ekkert á að fá hingað fræga menn utan úr heimi, sem tala mál, sem eng inn skilur. Fyrst þarf þetta fólk að læra undirstöðuna, læra eins mikið og unnt er hér heima, svo er ágætt að styrkja það til útlanda eða fá hingað fræg nöfn. Þetta væri miklu ó- dýrara fyrir þjóðina. Þetta má ekki misskilja á þann veg, að ég sé að gagnrýna skólastjórnina. Hér hefur verið unnið gott starf. Ég er að tala um fólkið sjálft. En þessir ungu menn ætla sér að hyrja, þar sem Kjarval og Þorvaldur enda. Hér hafa ýms- ir byrjendur verið að fást við mosaík. En að láta byrjendnr fara út f mosaik er eins og skóla stjóri tónlistarskólans segði við byrjanda, sem ætlaði sér að nema píanóleik: „Það er ekkert píanó handa þér eins og stendur Gjörðu svo vel og skrifaðu sin- fóníu á meðan.“ Til þess að búa til mosaikmyndir þarf að kunna ótal marg.t, þekkja myndfletina vita sögu mosaiklistarinnar, vita hvað á að gera. Mosaik varð þannig i hinni byzönsku list, að fyrst máluðu þeir.helgimynd ir á veggi. En svo uppgötvuðu þeir, að það gat komið jarð- skjálfti eða raki í vegginn og þá skemmdist myndin. Þá fóru þeir að Jiugsa, hvort ekki mætti finna einhverja aðferð til að gera mynd i vegginn sem hvorki ryð, mölur, saggi né jarðskjálft ar fengju grandað. Þá fundu þeir það upp að setja þessa litlu steina inn í vegginn. Og þessi list var aðeins viðhöfð í þvi allra helgasta. Þar voru gerðar myndir af Jesú Kristi sjálfum og Maríu guðsmóðir í mosaik. Aðeins í því allra helgasta, — þar sem það átti að standa um alla eilífð, og það stóð í 2000 ár. En nú eru byrjendur aö fást við mosaik, og þeir setja tréramma utan um mosaikmynd ir! Þaö er fáránlegt. Mosaik er efnið sjálft og á að falla inn í steininn en ekki hanga utan á honum. Það er álíka gáfulegt að hengja mosaikmynd upp á vegg og að sauma út í silki og negla það utan á húsgaflinn hjá sér. Mosaik þarf að vera svo á- kveðið í byggingu, því að það stendur um alla eilífð, það er sígilt, því að það er efnið sjálft. Aö hengja það utan á vegg í tréramma er eins og að skrifa gullaldarbökmenntir í glugg-, ann hjá Síld og fisk! -o-o— ABSTRAKTMÁLVERK? Margir mála abstrakt af því að þcir geta ekki annað. Þegar ung ur maður kemur til min og seg ist ekki hafa áhuga á að teikna kerlingu, hann vilji bara MÁLA MÁLA, þá vaknar hjá mér tor- tryggni á getu hans. Þessir ungu menn skllja það ekki, að abstraktlistin er hjá hinum miklu málurum aðeins tilraun til að túlka blutinn & sem ein- faldasta hátt, en ekki úrlausn af því að þeir geti ekki túlkað hann öðrn vísi. Áður var ég hissa á því, hvað fólk hér keypti mikið af málverkum. Það var málverk í hverju húsi. Nú hefur þetta minnkað. Fólkið þorir ekki að kaupa abstrakt- málverkin. Það veit ekki hvað það á að halda um þau. Er þetta nú einhvers virði eða ekki? Með þessari aöferð hefur verlð rofið sambandið á milli fólksins og listarinnar. Ungu mennimir, sem koma hingað og hafa ekki áhuga á að teikna módel þeir gleyma þvi, að Pi- casso og þessir karlar hafa sýnt og sannað, að þeir geta sýnt hlutinn eins og hann er. Pi- casso málar hámákvæmar mynd ir öðru hvoru, þar sem ekkert fer fram hjá penslinum af svip móti þess, sem hann er að mála, hitt kastið málar hann abstrakt mynd. Meistararnir leita að einfaldleikanum í abstraktform inu, og stundum þykjast þeir hafa náð fram að einu eða tveim strikum eða bláum depli sem er settur einhvers staðar í mynd- ina, en með hárnákvæmni hius sprenglærða og þrautæfða lista manns. Það er mikill munur á þessu eða unglingnum, sem set ur bláan blett í mynd sína af því, að hann getur ekki málað mannsmynd. Abstraktion er að draga frá, leita að einfaldari formum. Hvernig er ekki með leikarann, sem kemur ósviðs- vanur fram á leiksviðið og baö ar út öllum öngum og lætur dólgslega til að vekja athygli á sér? Hann kann enga aðra að ferð. En hinn mikli leikari þarf ef til vUl ekki annað en hreyfa höndina allra snöggvast eða segja eitt einasta orð til þess að eftir honum sé tekið. Hann gerði þetta eina á réttum stað og réttri stundu. Það er dáðst að Kínverjanum sem teiknar liest með þrem strik um. En Kínverjinn teiknar ekki hest með þrem strikum í fyrstu tilraun. Hann er búinn að teikna hest tíu þúsund sinnum eða oftar, hann er búinn að æfa sig, læra og leita, þar til loks að hann getur gert þetta: að teikna hest með þrem strikum. Eða þá trúðurinn, sem leikur listir sínar með marga bolta. Hann byrjar fyrst með einn bolta, svo æfir hann sig með tvo, svo með þrjá, loks verður hann svo leikinn í list sinni að hann geiur leikið sér rr.eð alla boltana. Tökum til dæmis Matisse. Hann sagði, að, ef hatm væri lengi að vinna að ettuii mynd, þá yrði hún vönduð í alla staði, en þá vantaði þetta ferska, sem sú mynd, sem hann gerði á skammri stundu hefði til að bera. En hvað gerói Matisse? Ilann málaði og málaði dag eftir dag en aldrei nema klukkutíma í einu. Hann mál- aði vatnslitamynd með bláum litum og leitaði að þessu ferska sem hann gat verið ánægður með. En hann málaði ekki eina, ekki tvær, heldur hverja mynd- ina eftir aðra, og þegar honum líkaði ekki verkið henti liann myndinni í ruslakörfuna og byrjaði að nýju að leitu fyrir sér með sömu lituir. á nýjum pappír. Picasso er orðinn svo frægur, að hann getur gert hvað sem honum sýnist, og það er gleypt við því. Hann leikur sér eins og þeir, sem draga naktar konur um liti á lércfti. Og selja vel! Ég spyr unga fólkið, sem til mín kemur. Hvað ætlarðu að gera? „Mála“ er svarið. En þá segi ég: „Nei, hvað ætlarðu að gera? Þú verður að gera þér ljóst, hvað þú raunverulega vilt Hvað þú vilt hafa atvinnu af.“ Oft kgmur í ljós, að þetta fólk hefur ekki einu sinni ánægju af því, sem það er að bögglast við. Hluturinn er ekki enn þá tæmdur. Það eru þúsundir að- ferða til að túlka allt, sem er. Cézanne, hann þurfti ekki að mála Jesús éða guðsmóður bara að skoða eplið. Þar sá hann kos mos (alheiminn). Það er drama, hvernig hann málaði Ijós og skugga. Cézanne sá Ijós og líf í gula og rauða litnum en myrk ur og dauða í binum bláa og græna. Það er eins og sagt er á íslenzku lífrautt og helblátt. En svo fór hann að mála eplið og allt lífið gat speglazt í þessu litla epli. Hann sá nefnilega, þegar hann fór að athuga það, að eplinu er haldið bæði af grænu og rauðu, bæði af dauð anum og lifinu. Og svo málaði hann nokkur epli í skál, xneiva þurfti ekki. Við eigum margt eftir. Við eigum til dæmis alveg eftir að komast að því, hvað hlutirnir eru.. Ungu mönnunum er alveg nóg að athuga formin, Ef ég segi, teiknaðu kaffikönnu, eiga þeir til með að segja: „Æi, ég er ekkert gefinn fyrir kaffi- könnur.“ En þeir ættu samt að láta sér nægja að byrja á því að teikna kaffikönnu — alveg eins og hún er. — En þetta cr náttúrulega mikið vandamál, því að hvernig er hún?“ — H. %%%%%%%%%Wi%WK.%*»W%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%V%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%t%%%%%%%%%%%%%%%%l ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 22. sept. 1962 |,3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.