Alþýðublaðið - 22.09.1962, Síða 15

Alþýðublaðið - 22.09.1962, Síða 15
Neville Shute hreyfillinn ekki gæfi sig þá mundi allt ganga vel núna. Það var ég handviss um. Við flugum í fimm þúsund feta hæð. Það var mjög kalt, því engin hurð var öðru megin, og vindurinn lék um okkur frjáls og óhindraður. Það myndaðist eng- in ísing, því þarna voru engin ský. En það myndaðist ís á trefl inum mínum af andardrætti mín ura. Ég fór að hafa áhyggjur af stökkinu ef þau yrðu bæði dof in af kulda. Ég yrði að lækka flugið eins fljótt og ég gæti svo að þeim hitnaði. Við urðum aö fara allra styttstu leið til þess ag benzínið dygði báðar leiðir. Ég sveigði þó aðeins af bein- ustu stefnunni til að geta lækk- að flugið fyrr, og síðasta hluta leiðarinnar flugum við í þúsund feta hæð. Brátt sáum við Lewis River framundan. Við sáum ekkert sem gaf til kynni vindáttina. Það var mikið brim við ströndina. Ég áleit að þetta væri vegna undir öldu fremur en af roki. Lengra frá ströndinni sá ég engar hvít- ar öldur. Það hlaut að vera dá- lítill andvari, en það var ekki gott að segja úr hvaða átt. Konan kom nú út úr húsinu. Hún hafði heyrt til vélarinnar. Hún fór inn aftur og kom með eitthvað í hendinni. Það hlaut að vera vindveifan. Hún flýtti sér upp á hæðina þar sem braut arstubburinn var. Þegar hún var búin að setja veifuna upp, sá ég að það var alveg blæja- logn. Ég starði á veifuna. Mér fannst þetta svo ótrúlegt, og beið eftir því að vindgustur feykti henni til. Það varð ekki. Ég sneri mér að farþegunum. „Ég ætla að prófa einu sinni. Svo lendum við næst. Hafið belt in spennt". Nú þurfti ég bara að setja lijólin niður alveg á bláendan- um, þá yrði þetta allt í lagi. — Auster vélar höfðu lent þarna áður. Mér leið vel. Þetta mundi allt ganga alveg eins og i sögu. Eg leit aftur á veifuna, hún hreyfðist ekki. Allt í einu sá ég að veifan var í hálfa stöng og konan veifaði, því var ég að búa mig undir æfingalendinguna. „Sjáið þið þetta?“ sagði ég. „Er hún að gefa okkur merki um að lenda ekki?“ „Það sýnist mér.“ Eg hækkaði flugið aftur og snéri mér að þeim. „Þetta lítur ekki vel út.“ sagði ég. Hún var orðin föl. „Þetta er allt í lagi,“ sagði hann. Við flugum einn hring. „Hvað vilt þú gera?“ spurði ég lækn- inn. „Eg get lent, en ekki stoppað •mjög lengi. Þessi stilla varir ekki nema í klukkutíma eða svo.“ „Eg held við ættum að líta á hann. Það tekur ekki langan tíma.“ Stúlkan hallaði sér yfir öxlina á mér og sagði: „Eg vil að við lendum." Eg kinkaði kolli. „Þá prófum við einu sinni og lendum svo. Eg gerði það og allt gekk vel. Síðan fórum við upp aftur og nú gilti það. Vélin stanzaði um 30 fet frá brautarendanum. Eg snéri mér að þeim. „Verið eins fljót og þið getið. Eg bíð ylikar.“ Frú Hopkins kom til okkar móð og másand'i. Eg reyndi að gefa ykkur merki um að lenda ekki,” sagði hún. „Er hann dáinn?“ spurði lækn irinn. „Því miður,“ sagði hún. „Þið fóruð áður en talstöðin opnaði, annars hefði ég látið ykkur vita.“ „Hvenær dó hann?“ „Rétt eftir klukkan fjögur, — held ég. Það var ekki gott að segja upp á mínútu hvenær hann skildi við.“ „Eg ætla að líta á hann,“ — sagði læknirinn. „Hafið þið heyrt eitthvað frá þeim, sem fóru landleiðina?” — spurði hjúkrunarkonan. „Þeir eru nýkomnir yfir God- donána,“ sagði konan. „Þeir verða hér á morgun. Eg hugsa jafnvel að þeir snúi við. En það þarf að gera ýmislegt hérna.“ „Er grafreitur hérna?” spurði stúlkan. Konan hikaði og sagði svo: „Við grófvun afa hérna. Það var ekki í vígðri mold, en það verður að duga.“ „Við gröfum hann hér,“ sagði stúlkan. Nú var það hún, sem stjórn- aði. Hún snéri sér að lækninum. „Eg ætla að koma með þér. Þú getur svo farið aftur með vél- inni, en ég verð hór eftir, og geri það sem gera þarf.“ Þau fóru til hússins, en ég varð eftir hjá vélinni. Eg fór og skoðaði flakið af Austervélinni. Hreyfillinn var það eina nýti- lega úr. því. Eg fór aftur að vélinni og snéri henni við og ók niður á hinn enda brautarinnar. Læknirinn kom nú út úr húsinu. Hann var með ferðatöskuna, sem við höfð- um kastað út daginn áður. „Brotnaði nokkuð?" spurði ég. „Ein flaska. En það skiptir engu máli nú.“ „Kemur hjúkrunarkonan með okkur aftur?“ „Nei, við förum með bamið á spítalann. Henni líður ágætlega núua, en það er betra að athuga hana. Móðir hennar er að klæða liana í hlý föt.“ „Hún verður að flýta sér, því ég get ekki verið hér öllu leng- ur.“ Um leið og ég hafði sagt þetta, sá ég hana koma ásamt móður sinni. „Hvemig ætlar hjúkrunarkon- an að komast héðan?" „Sennilega með þeim, sem fóru landleiðina, eða hún verður að fara með bát. Hún ætlar að sjá um að jarða hann,“ sagði hann. „Er hún nokkuð skyld hon- um?“ Eg leit á hann. „Hún var óskilgetin dóttir hans,“ sagði ég. „Þú skalt samt ekki hafa orð á því.“ „Ertu viss um það,“ sagði hann, alveg steinhissa. „Alveg.“ „Hvernig komstu að því. Þið hittust ekki fyrr en í morgun." „Eg þekkti móður hennar,“ sagði ég. „Eg man eftir því, þeg- ar stúlkan fæddist. Lánið lék ekki við þau.“ Eg þagnaði við. „Við Johnnie vorum búnir að vera vinir lengi.“ Eg sriéri mér að vélinni. — „Jæja, hérna koma þær. Nú skulum við koma okkur af stað, áður en það hvessir aftur.“ Eg setti vélina í gang aftur. Læknirinn hélt á baminu. Það var vafið innan í teppi. Flugtakið gekk vel og ég tók stefnuna til Buxton. Þar lentum við svo um hálf níu leytið. Eg ók upp að flugskýlinu og þar kom Billy Monkhouse í ljós. „Þú hefur fengið fréttimar?" spurði ég. Hann kinkaði kolli. „Þetta var slæmt. Við fengum fréttirnar i talstöðinni rétt eftir að þið fóruð.“ Hvað varð um Proctorvélina, sem var hérna með hinn lækn- inn?“ spurði ég. „Þeir fóru í morgun, og frú Forbes fór með þeim.“ „Það var alveg prýðilegt." „Varð hjúkrunarkonan eftir?" Eg kinkaði kolli. Strákarnirj stóðu þarna hjá okkur, svo ég tók Monkhouse aðeins til hliðar. „Eg veit ekki hvað verður um þetta hér,“ sagði ég við hann. „Eg veit ekki einu sinni hvort Johnnie gerði nokkra erfðaskrá, og ekki hvar hún er “ „Dodson lögfræðingur mundi i vita um það allt saman.“ „Þú ættir að spyrja hann að > þessu. Eg mundi ekki verða hissa, þótt hann hefði arfleitt hjúkrunarkonuna að öllu.“ Hann starði á mig. „Meinarðu hjúkmnarkonuna, sem kom hér f gær?“ GRA ■ • • - . •■ ■ ■ . 3H3ŒRI ■ i' \\ff, uZ ' ^ /Sj X £ 2 =»£»* p Þetta er síðasta spilið í dag — svo förum við heim. Ég get ekki þolað öskrin í honum litla bróður þínum lengur. Sjálfkjörið i Keflavík VERKALÝÐSFÉLAG Keflavíkur auglýsti allsherjaratkvæða- greiðslu til fulltrúakjörs til Al- þýðusambandsþings. í fyrrakvöld var framboðsfrestur útrunninn, og kom aðeins fram einn listi, listi stjórnar og trúnaðarmannaráðs og var hann sjálfkjörinn. Kjörnir voru sem fulltrúar Ragnar Guð- leifsson, Guðmundur Gíslason, Guðni Þorvaldsson og Helgi Helga son. Varamenn. Eiríkur Friðriks- son, Guðmundur Pálsson, Einar Ólafsson og Óskar Jósepsson. Félagsmál Framh. af 16. síðu teini í hagnýtum félagsmálum", að náminu loknu. Á vegum Félagsmálastofnunar- innar, fór fram í fyrra allvíðtæk athugun á ýmsum þáttum verka- lýðs- og efnahagsmála. Voru nið- urstöður rannsóknarinnar birtar í erindaflokki um þessi efni s. 1. vor, en úrval erindanna er nú 5 prent- un, og mun koma á markaðinn i bókarformi í byrjun október undír nafninu „Verkalýðurinn og þjóð- félagið". Hliðstæð rannsókn fer nú fram á verkefninu: „Fjölskyldan og hjónabandið". Verða niðurstöður þeirrar rannsóknar birtar í er- indaflokki stofnunarinnar um þetta efni í vor. Önnur rannsókn. sem stofnunin vinnur nú að, er að safna gögnum um sögu, þróun og umfang íslenzku launþegasamtak- Sænskir Sfcábítar og járnklippur (E. A. Berg). -•n Hftseigendafélag Revkiavtkiir Á rr . . - r Fúlkiri ú nn-s blnðwii "X t a lu 'Á-stnð w anna. Sú ransókn mun taka a. m. k. 2 ár. Innritunarspjöld fyrir námskeið Félagsmálastofnunarinnar fást í Bókabúð Kron í Bankastræti. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 22. sept. 1962 J5

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.