Alþýðublaðið - 23.09.1962, Síða 15
ItWWWWWWMWWWVWWWMWMWWWWWWWWy
IÞIÐ hljótið að fylgjast með frá byrjun! Fram !|
haidssagan, sera hefst hérna á síðunni á þriðju- ;!
dag, heitir: UNNUSTA LÆKNISINS. j|
iMMMMMWMMMMVMMMVMMMMMWMMMtMMMMMMMW
GRANNARNIR
I>ú átt ekki einn poka í viðbót?
Neviiie Shute
Eg kinkaði kolli. ,,Hún hefur
heimsótt hann nokkrum sinn-
um, er það ekki?“
Hann játti því. Síðan hikaði
hann aðeins.
„Hún er ekki ósvipuð hon-
um.“
„Það er alveg rétt,“ sagði ég.
„En það kemur okkur ekkert
við. Hún segir þér sennilega
hvað á að verða um allt hér.“
„Hvernig er með vélina, sem
Johhnie var á?” spurði hann.
„Hún er ekki mikils virði. —
nema þá hreyAllinn. Það mætti
fara og sækja hann einn góðan
veðurdag."
Við ræddum um þetta nokkra
stund. Síðan sagði hapn; „Hvað
gerir þú nú?“
„Eg ætla að fara og fá mér
eitthvað í svanginn og sækja
bakpokann minn. Síðan fer ég
aftur til Melbourne. Hér hef ég.
ekkert meira að gera.“
„Það bíður matur eftir þér
heima hjá Johnnie," sagði hann.
„Eg bað konuna í næsta húsi
að finna eitthvað hana þér.“
„Sagðirðu henni frá Johnnie."
„Já, ég sagði henni það.“
Læknirinn kom nú til okkar
og ég sagði honum hvað ég ætl-
aði að gera og bauð honum að
koma og fá sér bita með mér.
Við fórum svo heim til Johnme
og þvoðum af okkur og settumst
síðan til borðs. Konan tók
barnið með sér heim til sín og
kvaðst koma aftur og vaska upp
þegar við værum búnir að borða.
Þegar við vorum búnir að borða
og vorum að fá okkur kaffisopa,
sagði læknirinn:
„Eg hef verið að hugsa um
þetta, sem þú sagðir mér með
hjúkrunarkonuna. Þegar ég er
búinn að fara með þig til Dav-
enport fer ég heim. í leiðinni
fer ég með litlu stúlkuna til föð-
ur síns í Hobart. Þegar þeir
koma til baka sem fóru landleið-
ina, get ég farið til Kallista og
sótt hjúkrunarkonuna og farið
með hana hingað.“ .
„Það mundi vissulega vera
gott,“ sagði ég. „Hún vill á-
reiðanlega koma hingað aftur.”
„Hún verður að gera það,“
sagði hann. „Ferðataskan henn-
ar er á prestsetrinu.“ Hann hugs
aði sig aðeins um. „Eg gæti
auðvitað tekið töskuna með mér
í b’inum.”
„Það mundi ég gera,“ sagði
ég. „Því þá veitir henni áreið-
anlega ekki af því að hafa fata-
skipti.“
„Auðvitað geri ég það,” sagði
hann.
„Eg held hún muni allavega
koma hingað aftur,“ sagði ég.
„Eg hugsa, að Johnnie hafi arf-
leitt hana að öilu hér. Hún sér
þá um það, sem þarf að gera.“
Hann kinkaði kolli hugsi. —
„Það hafði mér ekki dottið í
hug."
Eg leit á hann. „Þú átt eftir
að sjá töluvert af hertni."
Hann leit á mig á móti. „Það
er ekki ólíklegt."
„Sjáðu til,” sagði ég. „Hún
hefur sennilega ekki úr of miklu
að spiia. Hún þarf að seljá þess-
ar tvær flugvélar. Eg get flogið
þeim héðan hvenær sem hún
vill. Þá þarf hún ekki að kaupa
flugmann til þess. Eg hitti hana
ekki aftur, en vilt þú skila þessu
til hennar."
„Eg skal gera það,“ sagði
hann. „Þetta er vel boðið.“
Eg roðnaði lítið eitt.
„Við vorum miklir vinir ég og
faðir hennar. Hann kenndi mér
að fljúga á sínum tíma. Mér
lizt líka vel á stúlkuna.“
„Mér finnst hún hetja," sagði
hann hljóðlega.
„Hún verður einmana," sagði
ég. „Hún á held ég ekki nema
einhverja fáa fjarskylda ætt-
ingja á lífi.“ Eg glotti til hans.
„Gangi þér vel.“ Hann brosti.
„Þakka þér fyrir.“
Eg stóð upp. „Eg hringi í þig
eftir nokkra daga. Og þá geturðu
sagt mér hvernig allt gengur."
Hann keyrði mig svo út á flug
völlinn í Devonport, þar beið
ég síðan eftir vélinni til Mcl-
boume. Eg kom til Essendon um
hálf tvö leytið og lét vita af mér
á skrifstofu félagsins og sagði
þeim frá ferðinni. Það var búið
að ákveða að aðrir færu fyrir
mig til Sydney um kvöldið svo
ég get farið heim og átt frí.
Eg fékk mér að borða á flug-
vellinum og gekk síðan út að bíl
mínum. Það voru ekki nema 36
stundir síðan ég hafði lagt hon-
um þarna, en þegar ég opnaði
hurðina og' settist inn fannst
mér eins og það væri mörg ár.
Það var enginn heima þegar ég
kom heim. Sheila hafði farið út
að verzla og sækja krakkana í
skólann. Hún hlaut að hafa farið
gangandi því ég var á bílnum.
Það þótti mér leitt. Ég fór úr
leðurjakkanum og lagði frá mér
bakpokann. Síðan fór ég að
ganga um húsið og bíða eftir
henni. Johnie Pasco hafði kann
ski verið betri maður en ég
en hann hafði ekki verið ham-
ingjusamur. Ég vonaði að dóttir
hans yrði það þó. Hún mundi á
reiðanlega verða það, ef læknir
inn fengi einhverju að ráða. Ég
náði mér nú í garðklippumar og
fór að jafna kantana á blettinum
við húsið okkar.
Sheila kom með börnin áður
en ég var búinn að því. Þau voru
öll undrandi og glöð að sjá mig
og komu hlaupandi til mín. Við
sendum krakkana inn til að fara
úr yfirhöfnunum, þá sagði
Sheila við mig. „Hann dó, var
það ekki? Ég heyrði það í út-
varpinu".
Ég kinkaði kolli. „Við kom-
umst ekki til hans í gær. Ég
fór með lækni og hjúkrunar-
konu þangað í morgun, en þá
var það orðið of seint“.
„Það þykir mér leitt að heyra“,
sagði hún. Pétur kom nú hlaup
andi til okkar innan úr hús-
inu. „Segðu mér frá þessu, þeg
ar þau eru háttuð“.
Við fórum inn, því að það var
orðið of kalt úti fyrir börnin.
Ég kveikti upp eld á arninum
og við fengum okkur tesopa. Dí-
ana sýndi mér myndir .sem hún
hafði verið að teikna og Pétur
sýndi mér örvar, sem hann var
að smíða í bogann sinn. Ég hjálp
aði honum dálítið við að ná
þeim beinum. Svo var kominn
háttatími og ég fór og las fyr-
ir þau svolitla stund áður en
þau fóru í baðið. Þegar þau
voru komin í rúmið lagði ég á
borðið og náði svo í tvö sherry
glös handa okkur og fór fram í
eldhúsið þar sem Sheila var að
útbúa mat handa mér.
Mér hafði aldrei fundizt eins
gott að eiga heimili eins og
núna. Við borðuðum svo bæði
og þvoðum upp í sameiningu á
eftir. Ég sagði henni allt um það
sem skeði á Tasmaníu. Ég sagði
henni ekki það sem mig dreymdi.
Því fólk sem endilega vill segja
manni drauma sína er alltaf svo
leiðinlegt. Það er hvort sem er
ekkert að marka drauma.
Þegar ég var búinn að segja
henni allt og við höfðum rætt
þetta allt saman nokkra stund,
sagði ég. „Ég verð sennilega ao
fara þangað aftur og fljúga vél-
unum til Moorabbin, þar sem
þær verða seldar. Mig langar til
að gera þetta fyrir hann. Þess
vegna bauðst ég til þess“.
. Hún kinkaði kolli. „Þið höfð-
uð þekkst lengi var það ekki?“
„Næstum þrjátíu ár“, sagði
ég. „En ég vissi ekki fyrr en nú
hvað við vorum nánir vinir".
ENDIR.
Bílar
Framhald af 1. síðu.
arnir eru leigðir fyrir 730 krón-
ur með sömu kjörum. Hver kíló-
meter, sem er ekinn fram yfir
það, kostar rúmar 2 kr. Það má
segja, að allar þessar leigur, séu
vel reknar og þær bjóða aðeins
upp á bíla. sem eru nýir og í góðu
lagi.
Þó að um rúmlega 50 bíla sé að
ræða, sem eru þannig til leigu, þá
hefur verið nóg að gera hjá þeim
í allt sumar og bílarnir allir yfir-
leitt i leigu.
Blaðið ræddi í gær við Hákon
Daníelsson, sem rekur Bílaleiguna
FAL, en hún mun vera sú elzta á
landinu. Hann sagði, að nóg hefði ^
verið að gera í sumar, en aftur i
á móti væri heldur lítið um bíla-
leigur yfir vetrartímann. Útlend-
ingar nota þessa þjónustu mjög
mikið.
Síldarsjóðari
Framh. af 16. síðu
tengt var mallaranum ukust iir
1800 málum í 3800 mál.
Vélsmiðjan Hamar smíðaði
þennan mallara og er búizt við, að
þar verði fleiri slíkir smíðaðir
innan skamms eftir fyrirsögn
Gísla.
Gísli hefur sótt um einkaleyfi á
mallaranum í mörgum löndum.
Eiga slík tæki áreiðanlega eftir
að koma í flestar síldarverk-
smiðjur hér á landi og ef til vill
víða erlendis, því hér er um að
ræða merka nýjung.
★ Fasteignasala
★ Bátasala
★ Sklpasala
★ Veröbréfa-
viðskipti.
Jón Ó. Hjörleifsson,
viðskiptafræðingur. <
Fastcignasala. — Hmboðssaia.
Trygvagötu 8, 3. hæð.
Viðtalstími kl. 11 — 12 f. h.
og 5 - 6 e. h. Sími 20610.
Heimasími 32869.
Hermann Ragnafc
Framh. af 5. síðu
Hermann Ragnar dvaldi í Bapda
ríkjunum um fjögurra mánaða
skeið á sl. sumri í boði Bandar§cja
stjórnar til að kynna sér uppeldis-
og skólamál. í Chicago áttu þau
hjónin Unnur og Hermann Ragpar
þess kost að stunda nám hjá Arth-
ur Murray. og nutu þar kenqslu
tveggja færustu kennara skól^ns,
Mr. Hunter og Mr. Van-Straaten.
Skóli Hermanns Ragnars verbur
til húsa í Skátaheimilinu viS
Snorrabraut eins og undanfaVna
vetur og verður kennt alla daga
vikunnar nema sunnudaga.
•4
Kennarar verða auk Hermanns
Ragnars, Unnur Arngrímsdóttir
kona Hermanns, Ingibjörg iló-
hannsdóttir og Rannveig Ólafs-
dóttir en þær hafa allar starfað
við skólann frá byrjun. )
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 23. sept. 1962 |,5