Alþýðublaðið - 28.10.1962, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 28.10.1962, Blaðsíða 15
29 Baurri^ „Botsiber forstjóri býður yður að nota bílinn sinn heim, hann stendur í austari garðinum. en ég læt aka honum hingað. Þér lítið út fyrir að vera úrvinda af þreytu.“ „Það er ósköp heimskulegt, en ég varð að herða mig aivarlega upp meðal allra þessara iðnað- arstórmenna. Maður er orðinn eins konar hérvillingur af að vera öll þessi ár hjá Köbellin." „Þér hérvillingur?" svaraði Landhagen. Þér verðið að standa úti í anddyrinu og bíða. — Nei, þvert á móti. Eg get ekki annað en dáðst að yður fyrir það, með hve miklu öryggi þér leidduð samræðurnar. Eg var hræddur um, að þeir mundu stinga yður í vasa sinn, já, því að ég er auðvitað þeím megin í minni að- stöðu. Það var stórkostlegt þetta, að þér skylduð fá hlut í ágóðanum.'* „Já, það gekk vel," svaraði Helena. „Eg gasti öfundað yður, sjálf- ur er ég ekkert annað en venju- legur efnafræðingur sem þramma hinn beina veg og á að- eins skyldurækni minni að þakka mína góðu stöðu. Ég hef aldrei getað gert stóra hluti. Það hlýt- ur að hafa verið dásamlegt augna biik, þegar þér lögðuð síðustu liönd á verkið. Hve lengi unnuð þér að þessu?“- „Sjálf vann ég aðeins í sex ár, en Köbellin og Mitsúró meir en helmingi lengur. Dásamlegt augnablik, segið þér? Þér talið nærri því eins og leikmaður. Það var alls ekki um neitt augnablik að ræða, aðeins óendanieg bið, og svo kom síðasta tilraunin með geislunina. Tveggja tíma geislun — tilraun á dýrum — enginn ár- angur — tólf tímar — ekkert. Mitsúró í átján tíma, ég í þrjá • ast upp. Köbellin var kominn f rúmið, hafði fengið slag að nýju, en ég hélt ótrauð áfram. Eftir tuttugu og fjóra tíma gafst Mits úró upp. Eftir það sat ég ein í til raunastofunni heilan dag og heila nótt. Mitsúró kom aftur og byrj aði á tilraunum sínum. Allt í einu kom Köbellin skríðandi, lamað ur og að dauða kominn. Hann mátti ekki mæla, munnurinn var orðinn skakkur. En trúið þér því, að þessi hryggðarmynd gaf mér á ný hugrekki og þrótt. Við átum ekki, sváfum eklci, drukk- um ckki annað en svart kaffi og þömbuðum kók. Að tuttugu og fjórum tímum liðnum komu fyrstu áhrifin fram á tilraunadýr um. Það var gamalt og hrörlegt marsvín, það reisti sig á aftur- fæturna og leitaði eftir fæðu upp cftir veggjum búrsins. Það var fyrsta tilraun, sem heppnaðist með dýr eftir sex ár. Þá hnigum 1 iulKiitn t* nussiar hltiðsölu siiiA við útaf og sváfum og sváfum. Mitsúró í autján tíma, ég í þrjá- tlu og tvo. Drengurinn minn sagði á eftir, að það hefði verið Þyrnirósusvefn. Það, sem á eftir fór, var fjarska einfalt." „Já, þannig gerist þetta. Og þér eigið dreng, frú félagi?" „Já, yndislegan, lítinn strák, og nú vil ég líka fá einhvem tíma til að annast hann, það er mín mesta ánægja'*. „Hér er vagninn, sjáumst aft- ur! Ég hlákka til að vinna með yður“, sagði doktor Sandhagen og opnaði dyrnar fyrir henni. „Þakka yður fyrir, sömuleiðis, sjáumst aftur á morgun”. Hún hallar sér aftur á bak í , vagninum. Nei, sko sýrenur! hugsar hún og sogar að sér ang anina frá sýrenum gróðurhús- anna, sem vagga í kristalsvösum. Svo kemur hún auga á mynd sina í litlum spegli í vagninum. Ég er orðin gömul, en hvað ég er illileg að sjá. Það er langt síð- an ég hefi litið í spegil. Það er farið að bera á hrukkum, — mað ur má þó vera svolítið hégómleg ur. Hvitur lokkur í vanganum? En Tintin flnnst ég vera falleg. Elsku litli Tintin! Hann skal fá nýja skó. Hann skal fá að Iæra á skautum, og um jólin skal hann fá stóran kubbakassa. Malí kaup ir allt. Sko, þama situr Malí f bíl og þefar af sýrenum úr vermi húsi, komið fram á vetur. Til ham ingju, frú doktor, forstjóri efna fræðideildar. Verkstæðið mitt skal verða fyrsta flokks, þó það kosti milljón marka. Verðleggja! verðleggja! Malí getur keypt lakk skó og svartan kjól úr cheffon, — og ef til vill loðfeld? Malí fer ó söngskemmtanir, les bækur og ferðast. Okkur skal líða vel Tint in. íbúð með baði. Hjólhest handa Tintin. Snjóhvítan dúk úr damaski. Kristalsvasa með blóm um — ný blóm á hverjum degi. Ótal óskir skulu nú rætast. draumaland fullt af hlutum, sem vantað hefur. Mikil og dásamleg vinna — og mikill tími handa Tintin. Bíllinn er nú kominn út úr verksmiðjuhverfinu og þræðir yfir hina löngu hrú áleiðis til borgarinnar. Hann syngur ljóð, sem Helena Willfuer þekkir og hefur alltaf þekkt. Gegnum; gegnum; komist í gegn! komist í gegn! Hún þrýstir hanzkaklæddum höndunum fast saman, hallar höfðinu aftur, og sitjandi alein í bílnum gefur hún frá sér eitt langdregið að nokkru niSurbælt hróp, fagnaðaróp eins og fugl- ina, sem hefur sig til flugs. —0— Það var síðla dags, að Ambrós- íus fór út úr lestinni á litlu braut arstöðinni á strönd Sígúríu. Hann staðnæmdist nokkrar mínútur á hinni háttstæðu brautarstöð og leit yfir flöt þögin, blómagarð- ana, stigaprepin og trén, sem öllu hallaði niður að hafinu. Hann tók af sér hattinn og andaði létt- ar, þegar mildur blær eins og boðberi liafs og kvölds straukst um enni hans. Svo lagði hann af stað niður í bæinn. Hárið var mjög tekið að grána en þykkara en meðan hann lá á sjúkrahús- inu, og hann hafði látið sér spretta ofurlítið stutt skegg. Hann var líka orðinn magrari og það var meiri stæling í fram komu hans, svo hann sýndist enn hærri og sterklegri en hann var. Hann hafði gleraugu. Hægra megin var svart gler til að hlífa blinda auganu. Hinu megin var stækkunargler til að bæta sjón hæfni vinstra augans, er skemmst hafði, og með því beindi hann athygli sinni að umhverfinu með rólegri íhugun. Gistihúsið, sem Ambrósíus hafði valið sér, stóð langt niðri í bænum. Það var hvítur vingjarn legur ferhymingur með svölum við gluggana. Bak við húsið kall aði garðinum lengra og lengra niður á við, síðan tóku við bað- húsin og þaðan teygði landið sig með gráleitar klappir út í hafið. Þegar hann gekk út á svalimar hjá sér, veitti hann athygli hin- um mjúku línum standlegjunnar og þaðan kvað við eyrum hans niður öldunnar, sem lék um klappirnar. Svo sneri hann sér við og leit brosandi yfir her- bergið og rúmið undir flugna- netinu — þetta var snoturt, hvítt og lítið hús. Hann þvoði sér — hendurnar voru rólegar og fumlausar — og hann varð gagn- tekinn af djúpri hamingjukennd. Þegar hann var búinn að taka upp dót sitt og raða nokkrum bók um á borðið, til þess að gera her bergið heimilislegra kveikti hann sér í vindli og gekk út í blámagarðinn, og þegar hann loks náði neðsta lijallanum, eftir að hafa farið marga stiga og króku stíga, var sólin í þann veginn að hverfa í hafið. Mávamir flugu stóra hringa yfir haffletinum. Fiskibátur með ryðrauðum segl- um var að koma að og var dökk ur undir sól að sjá. Það dimmdi óðum og allt varð hljótt. Niður- inn frá hafinu, sem skolaði klapp irnar, varð hærri og fyllti út í kyrrðina. Ambrósíus settist á steinbekk, og hann skynjaði með djúpri gleði, hvernig húmið færðist yf- ir. Þegar liann hafði setið um stund, heyrði hann gegn um ölduhljóðið óm af röddum, önn- ur var skær barnsrödd, hin var beygði sig út yfir handriðið og beyði sig út yfir handriðið og kom auga á litla mannveru þar niðri, sem stökk í dimmunni af einum steini á annan í áttina til lands. Annað slagið sneri hún sér við og hrópaði, og potaði með höndunum. Síðast náði hún með löngu stökki hafnargarðinum við baðliúsin, ruddist í gegnum runn ana og spratt allt í einu upp rétt framan við Ambrósíus. Hún sveiflaði sér yfir handriðið, hik- aði sem snöggvast, er hún sá hinn svartklædda hreyfingar- lausa og óþekkta mann, en heils aði svo kurteislega á ítölsku og hélt svo áfram. Það var eins og hin litla mannvera hefði látið eft ir sig rakan hressandi blæ frá hafinu. Ambrósíus horfði bros- andi á eftir drengnum og sneri sér svo aftur að hafinu, sem nú var orðið enn dekkra og í þann veginn að hylja klappirnar. Að- eins ein snarbrött klettauös all- langt úti gnæfði enn upp yfir hinn síkvika flöt, sterkan bjarma lagði á hana frá skýi, er endur- lcastaði geislum hnigandi sólar. Á klöppinni sat kona Hún sat hreyfingarlaus í flöktandi kvöld skininu, það var sem lfkami henn ar hefði vaxið upp úr hinnl myrku klöpp. Hún sat þarna þög- ul, hugsandi með greipar spennt ar um hné sér og andlitjð snerl ■ mót hafinu. Allt látbragð henn- ar lýsti svo mikilli ró og jafn- framt þrá, að Ambrósíus varp öndinni djúpt, eftir að hafa at- hugað hana um stund. Það var ekki fyrr en orðið var alveg dimmt, að konan á klöppinni stóð á fætur og óð til lands gegnum Forðast átök Framh. af If'. síðn og gera sitt til þess að friður mundi haldast. Foi-setinn kvað Russel líta of ein hliða á málin, og teldi aðalatriðið vera hættu þá, sem stafaði af hafnbanninu, en ekki hættuna sem stafaði af vopnasendingum Rússa. Hann kvað Russel ekki gagnrýna framferði Rússa og sagði, að hann fordæmi ekki innbrotsþjófinn held ur þann, sem kom upp um hann. Tilkynnt var í Washington, að Kennedy hefði hætt við heimsókn sína til Brazlíu hinn 12. oóv. n.k. Brezka blaðið „The Guardian" ræðir Kúbumálið í forystugrein á laugardag og segir, að eldflaugar Rússa á Kúbu sé aðalatriðið í þessu máli en ekki hafnbann Bandaríkjamanna. Blaðið segir, að margt bendi til þess, að sprengjuárásir eða inn rás í Kúbu séu hugsanlegar. Þeg ar „hervélin" hafi verið sett í gang sé oft erfitt að snúa við. Bandaríkjamenn kynnu að bíða í tvær til þrjár vikur, segir blað ið ,en ekki lengi. Ástandið sé ugg vænlegt og ef Rússar fari ekkl burt með eldflaugastöðvar sínar geti afleiðingin orðið sprengjuár ásir eða innrás. Afleiðingarnar gætu orðið mikl ar og alvarlegar, segir blaðið og bendir á að ef innrás verði gerS í Kúbu mundi það minna á árás Breta við Súez. Þá hefði Banda- ríkin lagzt gegn Bretum, og eina yrðu Bretar að leggjast gegn Banda ríkjamönnum ef innrás yrði gerð, enda kæmi stundum fyrir, að fylk ingarnar yrðu að riðlast. Danskar ullarpeysur Verð kr. 95.00. ■- !;.v; ivSsk nVimViVmIiViiVI l VlVu hmViu.iÍ 'iViViViVmViViiV^S^^^^S ^4‘VmmmmiiVim? HliHiMaiMHIIIIIIIllllMimilllllllllliuiMlKiVffiÚ"” Miklatorgi. GRANNARNIR ;".r, \ 1 v ©PIB CC»A€ NMKF11* Við erum barna að leika okkur, við erum í „drive-in“ bíó. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 28. október 1962 *|5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.