Alþýðublaðið - 28.10.1962, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 28.10.1962, Blaðsíða 16
Aldrei fleiri ný- stúdentar en í ár HÁSKÓLAHÁTÍÐIN hófst klulck- an tvö í gaerdag: í samkomuhúsi Háskólans við Ilagatorg. Meðal gesta þar voru Forseti íslands, sendimenn erlendra ríkja og fjöi- tnargir stúdentar. Hátíðin liófst með því að fhittir voru þættir úr Háskólaljóðum Davíðs Stefánssonar við lög dr. |Pál» tsálfissonar. huríður Páls- dóttir söng cinsöng, og kór söng undir stjórn tónskáldsins. Háskólarektor, prófessor Ár- mahn Snævarr flutti síðan ræðu. Mihntist hann fyrst íslcifs Árna- sonar fyrrv. prófessors er lézt á árinu, og Brynjólfs Kjartansson- ar, umsjónarmanns í Háskólan- um er lézt í fyrra. Kektor rakti síðan ýmsar breyt- ingar, sem orðið hafa á kennara- liði skólans, og gat nýrra prófess- orsembætta, sem stofnuð hafa verið. Gat rektor því næst um ýmsa góða gesti, sem sótt hafa skólann heim, og haldið þar fyrir- lestra. Rektor vék að gjöfum, er skól- anum hafa borizt síðustu mánuði. Stofnaður hefur verið minningar- sjóður um Þorkel Jóhannesson. Skólanum hefur verið afhentur sjóður til minningar um Pál Mel- steð stúdent. Einnig hefur skól- Framh. á 7. síðu 43. árg. — Sunnudagur 28. október 1982 — 238. tbf. rtWWWWWWWWWMVMVMVMWUWMWWMMMWU Blaðamenn spyrja Friðarbænir í kirkjum í dag . Biskup íslands beinir þeim tilmælum til þjóðarinnar, að hún sameinist í bæn til Guðs um það, að þeirri hættu, sein nú ógnar heimsfriði og þar með lífi mannkyns, verði bægt frá. Mælist hann til þess. að þessa verði minnzt í gnðs- þjónustum kirkjunnar í dag. IWMWVVVVVVVVWVMWWVVWVW VILJA FORÐAST ATÖ KENNEDY Bandaríkjaforseti og Krústjov, forsætisrátfherra Sovétríkj- anna hafa orðið sammála um, að grípa til ráðstafana í því skyni, að forð- ast átök á Karíbahafi næstu daga. Krústjov hefur skipað sovézkum skipum að halda sér frá hafnbanns tsvæðinu umhverfis Kúbu og Kennedy hefur skipað bandarískum herskip- «m að forðast ögranir við sovézk skip. Þessar yfirlýsingar leiðtoganna eru taldar hafa dregið úr hinni aniklu spennu, sem komst í Kúbumálið á föstudag, en þá skýrðu banda- tísk yfirvöid frá því, að vinna við sovézkar eldflaugastöðvar á Kúbu héldi áfram. Nú hafa þær vonir vaknað innan SÞ, að ófriðaröldur þær, sem ris- ið hafa síðustu daga, muni lægja. f>eir Kennedy og Krústjov hafa báðir skrifað U Thant, aðalfram- kvæmdastjóra SÞ bréf, og var skýrt frá efni þeirra að loknum viðræðum U Thants við fulltrúa Bandaríkjanna, Sovétríkjanna og Kúbu á föstudag. Svar Krústjovs við þeim tilmæ; ium U Thants, að hann skipi so- vézkum skipum, sem eru á leið til Kúbu með vopn að breyta um 6tefnu, er á þá lund, að hann muni 6kipa þeim að halda sér frá hafn bannssvæðinu í nokkra daga með an reynt sé að ná samkomulagi. og Kennedy kvaðst mundi skipa bandarískum herskipum að forðast ögranir við sovézk skip. Báðir leiðtogarnir tóku skýrt- fram að þetta samkomulag mundi aðeins gilda í nokkra daga, eða meðan samningumleitanir fara fram. Kennedy sagði, að allt yrði gert til þess að koma í veg fyrir átök, og hann kvaðst vona að gerðar yrðu ráðstafanir til þess að fjar- lægja rússneskar eldfiaugastöðvar á Kúbu. Vinna við þær heldur á- fram, sagði hann í bréfinu til U Thant. „ . Fréttir frá Havana herma, að þar beri fjöldi manna vopn, og áskoranir hafi verið hengdar upp en þar er skorað á fólk að vera tíl taks ef verja þurfi landið. Sam- kvæmt fréttum á föstudag bendir ekkert til þess, að hætt hafi verið við að byggja sovézkar e’dflauga söðvar á Kúbu. Mikil leynd hvílir enn yfir við- I ardag bréfi, sem brezki heimspek búnaði Bandaríkjamanna, en mik- j jngurinn Bertrand^Rrussel sendi ill viðbúnaður er alls staðar, ekki sízl á Florída-skaga. Kennedy forseti svaraði á laug honum um kúbu-málið. Kennedy kvað Banndaríkin mundu reyna að forðast styrjöld Framhald á 15. síðu Þáttur, sem kallaður er „Blaðamenn spyrja“ hefst i útvarpinu annaö kvöld. Þætt- inum stjórnar Gunnar Schram ritstjóri. Ætlunin er að fá ýmsa ráöamenn í þjóð- félaginu til viðtals í þættin- um við hóp blaðamanna. í hinum fyrsta þætti, annað kvöld, spyrja blaöamennirn- ir Gylfa Þ. Gíslason ráðherra Á myndinni eru frá vinstri Indriði G. Þorsteinsson frá Tímanum, Gunnar Schram frá Vísi, Gylfi Þ. Gíslascn ráð herra, séra Emil Björnsson frá Fréttastofu útvarpsins og Matthías Jóhannessen frá Morgunblaðinu. Myndin var tekin í gærmorgun. wwwww%wwwwwwwwwwwwwwwwwwvwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwww Séra Sigurður Einarsson, skáld í Holfi Stríösótta gætir nú mjög í Evrópu Alþýðublaðið skýrði frá því fyrir nokkru, að séra Sigurður Einarsson skáld í Hoiti og kona hans væru farin til ísrael, þar sem skáldið mundi dvelja við fræðiiðkanir um eins árs skeið í boði ísraelsmanna. Blaðið hafði fregnir af því í gær, að séra Sigurður og kona lians væru komin aftur til ís- lands. Skáldið sagði í stuttu við tali við blaðið í gær, að hann liefði tekið þá ákvörðun suður í Rómaborg að snúa afiur heim og sjá hverju fram yndi í al- þjóðamálum um sinn. Séra Sigurður fór áieiðis til Rómaborgar fyrir um þaö bil þrem vikum, og kom kona hans til móts við hann þar fyrir fá- einum dögum, en hún var með al þátttakenda í Austurlanda- för Ferðaskrifstofunnar Útsýn. Kvaðst skáldið hat’a orðið vart við, að almenns stríðsótta hefði mjög gætt á Ítalíu, sem cg víð Framh. á 7. síðu WWMWMWMWMWWWWWMWMMWWWWMWVtWWMWMWWWWWMWWWWMWWWWWWWW

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.