Alþýðublaðið - 18.11.1962, Blaðsíða 2
filtstjói'ari Glsll J. Astþórs-son (áb) og Benedikt Gröndal,—Aðstoðarrltstjön
Björgvin Guðmundsson. — Fréttaritstjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. — Simar:
14 900 — 14 902 — 14 903. A uglýsingasimi: 14 906 — ASsetur: AlþýOulnislO.
- Prentsmiðja AiþýOublaðsins, Hverfisgötu 8-10 — Áskriftargjald Jtr. C5.00
6 mánuði. 1 lauaasöiu kr. 4.00 eint. (Jtgefandi: Aiþýðuflokkurina — Fram-
kvæmdastjóri: Ásgeir Jóhannesson
Lán frá Lundúnum
RÍKISSTJÓRNIN hefur lagt fyrir Alþingi
frumvarp um heimild til að taka 220 milljón króna
lán á frjálsum peningamarkaði í Lundúnum, og .
er ætlunin að (verja fé þessu til margvíslegra fram
kvæmda á grundvelli þeirrar framkvæmdaáætlun
ar, sem verið er að ganga frá þessar vikur. Má
vænta þess, að nýjar hafnir, nýr fiskiðnaður og raf
orkuframkivæmdir fái bróðurpartinn af þessu fé,
]þótt fleira komi til greina.
Þessi lántaka er að ýmsu leyti merkileg. í
íyrsta lagi er nú ekki leitað til erlendrar ríkisstjórn
ar, eins og við höfum gert undanfarin ár. I þess
stað hefur viðreisnin styrkt fjárhagskerfi þjóðar-
ínnar svo mjög, að við getum gengið inn á lána-
markaðinn í City í Lundúnum og fengið stórfyrir-
íæki til að bjóða út íslenzkt lán. Þessi staðreynd
sýnir, hvernig viðreisnin hefur gert íslendinga
sjálfstæðari en þeir voru í skuldafeni og sukki fyrri
! sríkisstjórna.
Stj órnarandstaðan hefur þegar tekið þessu
' máli illa. þótt fulltrúar hennar 1 efri deild hafi ekki
getað borið fram neinar veigamiklar mótbárur.
1 Helzt finna þeir að því, að ríkisstjómin sé að taka
! íil sín vald, sem heyri til Alþingi’, er hún áskilur
sér rétt til að úthluta lánsfénu. Vinstri stjómin
' skapaði í þessu efni fordæmi, er hún úthlutaði tug-
iim milljóna af tekjuafgangi ríkisins sjálfs, og hef-
' 1ur þingið sýnilega meiri íhlutunarrétt um það fé en
1 Sánsfé. Færa má veigamikil rök fyrir því, að rík-
' i'sstjórnir eigi að taka slíkar ákvarðanir, enda stend
• ur þingmeirihluti á bak ivið hverja stjórn. Hins veg
ar mun þingið fjalla um framkvæmdaáætlunina
1 og þar geta haft þau áhrif, sem það óskar á notk-
1 rni þessa lánsfjár.
Efnahagskerfi þjóðarinnar er nú mjög hátt
spennt, mikill skortur á vinnuafli og lánsfé eftir-
' sótt sem fyrr. Þess vegna verður að fara með gætni,
þegar bætt er við stórlánum. En þetta verður að
gera, þvi lánin munu koma upp stórframkvæmdum
eins og höfnum, fiskiðnaði og raforku, og verður
að láta sííkt ganga fyrir öllu öðru. Með tilliti þessa
verður það helzt sett út á Iánið, að það sé alltof
Sítið, en vonandi skila innlendar lánastofnanir stór-
um iánum tíl viðbótar. Takist þessi lántaka vejl
ætti einnig að vera unnt að bjóða út fleiri slíkar
i sneð skömmu millibili á næstu árum fyrir seinni
áfanga fimm ára áætlunarinnar og næstu áætlun á
eftir.
'Augiýsingasíminn er 149 06
OTARYSTYRK
VEITTUR
VERKFRÆÐBNG
Einar Bjarnason, ríkisondursko'ð
andi, sem er umdæmissljóri Rot-
ary International hér á landi á
starfsárinu 1962-1963, hefur tjáð
blaðinu að í þessari viku, sé starf
semi Rotaryfélagsskaparins hélguð
námssjóðnum Rotary Foundation,
sem stofnaður hafi verið til efling
ar vináttu og kynningar þjóða á
milli árið 1947.
í byrjun vikunnar, 12. þ.m., var
tilkynnt liverjir hefðu hlotið hinn
reglulega námsstyrk fyrir árið
1963-1964 og var meðal þeirra ís-
lenzkUr námsmaður, sem Maut
styrkinn eftir tilmælum Rotary-
klúbbs Reykjavíkur.
Jón Birgir Jónsson, Reykjavík,
hefur fengið námsstyrk úr Rotary
Foundation sjóði, cftir því sem að
alritari Rotary International, Ge-
orge R. Means, hefur tilkynnt.
Jón fer til framhaldsnáms í
byggingarverkfræði í Californíuhá-
skóla í Berkeley í Californíu.
Til þessa hafa 1590 styrkþegar
úr Rotary Foundation numið í 54
Iöndum og hefur meðalársstyrkur
til hvers þeirra numið $2600.00 og
samanlagt hafa styrkirnir numið
yfir 4 milljónum dollara.
Á þessu ári munu 134 námsmenn
írá 27 þjóðum sækja nám í vegum
sjóðsins í 36 löndum
Jón B. Jónsson er fæddur 23.
apríl 1936, sonur hjónanna Jóns
Benjamínssonar, Freyjugötu 34,
Reykjavík og Kristinar Jónsdóttur.
Hann tók fyrri hluta próf í verk-
fræði frá Háskóla íslands 1959 og
lauk síðan námi í Danmarks tekn-
iske höjskole í Kaupmannahöfn.
Hann hefur áður hlotið námsstyrk
úr minningarsjóði Jóns Þorláksson
ar, auk ríkisstyrks. Hann hefur
undanfarið unnið hjá Vegagerð
ríkisins og hann er félagi í danska
verkfræðingaféjaginu og Verkfræð
ingafélagi íslands.
Rotaryklúbbur Reykjavíkur
mælti með styrkveitingunni til
Jóns. Af slíkum styrkjum veitir
Rotary Foundation sjóðurinn reglu
lega styrki og aukastyrki og hlaut
Jón liinn reglulega styrk 1963-1964
Frá og með skólaárinu 1964-1965
yerða reglulegir styrkir einvörð-
ungu veittir ógiftu fólki á aldrin-
um 20-28 ára að báðum árum með
töldum, en aukastyrkir eru ekki
bundnir aldursskilyrðum.
Hinir reglulegu styrkþegar þurfa
að vera vel að sér í tungu þess
lands, sem þeir ætla að nema í, en
skóla geta þeir valið sér í hverju
hinna 128 landa, sem Rotaryklúbb
ar eru í.
Aukastyrkirnir eru ekki bnndnir I
sömu kröfum til málakunnáttu, en |
þeir eru bundnir við ákveðin lönd
Umsókir um styrki úr Rotary Foun
dation þurfa að fara um liendur
einhvers Rotaryklúbbs.
Rotaryklúbbar og einstakir Rot
aryfélagar hafa lagt fram féð í
Rotary Foundation með frjálsum
samskotum.
Námsmenn á vegum Rotary Found
ation hafa sótt nám í 53 löndum
en með liinni nýju styrkveitingu,
fyrir árið 1963-1964 bætast 5 lönd
við, sem ekki hefur verið sótt nám
í fyrr, Ethiopia, Sudan, Marocco,
Talkennsla
fyrir börn
INGIBJÖRG Stephensen hefur
talkennslu í vetur fyrir böm inn-
an 7 ára aldurs og þau skólabörn,
sem skólaskyld eru utan Reykja-
víkur.
Undanfarin tvö ár hefur IngI-<
björg annazt þessa kennslu víða
vegar um landið, kenndi t. d. s. I,
septembermánuð á vegum bama-
skólanna á Akureyri. Hingað til
liefur þessi starfsemi miðast við
börn á fræðsluskyldualdri, en nú
er börnum innan 7 ára aldurs £
fyrsta skipti gefinn kostur á aS
verða þessarar sérkennslu aðnjót-
andi.
í vetur verður kennt í Laugar-
'nesskólanum.
Viðtalstími Ingibjargar er þriðju
daga og föstudaga kl. 17 — 19
í síma 1 42 38. /
Siglufirði 12. nóv. j
Leiðrétting
~I FRÉTT um bókina „100 ár í
1 þjóðminjasafni”, sem birtist í
blaðinu fyrir skömmu, var það mis
sagt, að Prentmyndir h.f. hefðu
gert myndamót að myndunum í
bókinni. Það var fyrirtækið Prent
mót h.f., sem gerði myndamótin.
Hlutaðeigandi eru beðnir velvirð-
ingar á þessum mistökum.
Helgafell
Framhald af 3. síðu.
undanfarið starfað sem auglýsinga
teiknari í Hamborg.
Ragnar Jónsson kvað Helgafell
hafa fleiri listaverkabækur í und-
irbúningi og á næsta ári ætti að
gefa út bækur um Kjarval, Sigur-
jón Ölafsson og Gunnlaug Schev-
ing.
Meðfylgjandi mynd er af einnl
af myndum Asgríms, en er ac!
sjálfsögðu aðeins svipur hjá sjón
þar sem litaauðgina vantar og er
hún héðan úr Vesturbænum.
A.S.Í.
Framh. af 16 síðu
breytingar og einnig yrðu rædd
skipulagsmál ASI.
Um Landssamband íslenzkra
verzlunarmanna, sagði Hannibal,
að mál þeirra yrði afgreitt á venju
legan hátt, þ. e. að umræður færu
fram og síðan gengið til atkvæða
BÖKAÚTGÁFAN Heims-
kringla hefur gefið út bók, er
nefnist Sovétríkin. Höfundur
bókarinnar er Nikolaj N. Mik-
haílov, en þýðinguna hefur
Gísli Ólafsson gert.
Bókin skiptist í nokkra aðal
kafla, sem nefnast: Náttúrufar,
Atvinnuvegir, Lýðveldi Sovét-
ríkjanna, þar sem hvert lýð-
veldanna er tekið fyrir sig.
Þjóðskipulag og lifnaðarhættir
og stærstu borgir Sovétríkj-
anna.
I bókinni eru margar mvndir
bæði af mannvirkjum og lands
lagsmyndum, m. a. frá hinum
fjarlægari hlutum Sovétríkj-
anna.
Arni Böðvarsson ritar for-
mála. Bókin er 180 blaðsíður
að stærð, prentuð í Prent-
smiðjunni Ilólum.
FlFLDJARFIR flugræningj-
ar er fyrsla bókin í bókaflokki
um Hauk flugkappa - lögreglu
loftsins. - Höfundur bókanna
eru hinn þekkti rithöfundur
Eric Leyland og T. E. Scott
Chard, sem er yfirflugstjóri
BOAC. Þekking og reynsla T.
E. Scott Chard á-flugi, og hin
spennandi frásögn um flug, á
sinn drjúga þátt í þeim miklu
vinsældum, sem þessar bækur
hafa lilotið víða um heim með-
al unglinga.
Gísli Ölafson þýddl bókina.
Hún er prentuð í Prentverki
Akraness h.f. Utgefandi er
Hörpuútgáfan.
Asgrimur...
Framh. af 3. síðu
of oft eru skrýdd sálarsljóvgandi
myndarusli.“
Ætlunin er að þeir sem fá
myndirnar að gjöf, nefnilega börn-
in og unglingarnir komi eftir Z
rnánuði, ef þeir kæra sig um og
fái þá aðra mynd í skiptum fyrir
þá, sem þeim var gefin. „Þetta
er hugsað sem leið til að fá ungl-
ingana til að festa sér myndimar
í minni, Iíkt og menn læra lö*
eða kvæði, hafa raunverulega til-
einkað sér list þeirra og fengið ást
á þeim,“ sagði Ragnar.
Áður en lýkur ættu ungling-
arnir þá að hafa kynnst allmörg-
um vcrkum hins ágæta málara.
Hér er um mjög merka nýjung
að ræða og vonandi er, að æsku-
fólk kunni að meta þetta og not-
færi sér það. Myndirnar kosta kr,
350 og 475 og fást í Unuhúsi.
Aðalfundur
Framhald af 3. siðu.
ópólitísku menningarefni, atkvæða
tölurnar, sem listar félagsins fengu
í þeim kosningum urðu jafnaðar
mönnum í röðum stúdenta mikil
hvatning um að vinna vel í vctur,
og mun hin nýkjörna stjórn gera
sitt bezta til að starf félagsins megl
verða sem fjölþættast og blómleg
ast í vetur. , ^
2 18. nóv. 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ