Alþýðublaðið - 18.11.1962, Side 16

Alþýðublaðið - 18.11.1962, Side 16
AFLAKONGUR í SVÍÞJÓÐ tl EGGERT GÍSLASON skipstjóri ' á aflaskipinu Víði II. úr Garði, fór til Svíþjóðar á föstudagsmorg nn. Eggert mun dvelja úti um tima til þess að fylgjast með siiiíði nýs báts, sem Guðmundur á Rafnkelsstöðum, eigandi Víðis, er að láta smíða í Svíþjóð. Báturinn mun fara niður úr slipp innan skamms, og verður senni lega tilbúinn til afhendingar snemma á næsta ári. Ueilan leyst á Hellisandi Hellissandi í gær. TEKIZT hafa samningar í sfldveiðideilunni hér og var sam- ><£ um hið sama liér og á Akra- ipesi. Tveir bátar, Arnkell og Skarðsvík fóru á síld héðan í gær. Einn stór bátur rær héðan, afli T»efur verið heldur tregur en er ‘ BÚ að glæðast. Nokkrar trillur eru einnig á veið um. Talsverð vinna er í landi. Verið er að leggja jarðsíma um þorpið «g út að Rifi. 43. árg. — Sunnudagur 18. nóvember 1962 - 255. tbl. 4500 MÁL TIL AKRANESS í GÆR HALLVEIG MEÐ FÆRANLEGA BLÖKK !»V. HALLVEIG FRÓÐADÓTT- "iR kom inn til Reykjavíkur að- faranótt laugardagsins, en undan- fárna daga hefur skipið verið á síldveiðum undan Jökli. Blaðamað- «r og ljósmyndaði Alþýðublaðs- íns brugðu sér urn borð í Hall- reigu í gærmorgun og hittu þar oð máli Guðbjörn Þorsteinsson, skipstjóra. í sumar var Guðbjörn •neð Leif Eiríksson, sem Bæjar- útgerð Reykjavíkur á, en Leifur Wrð eitt af aflahæstu skipunum S sfldarvertiðinni í suniar. Gúðbjörn sagði, að þær breyt- Sngar, sem gerðar hefðu verið á Baflceigu væru án efa til mikilla bóta. Kraftblökkin er nú á renni- óraut, og verður það, til þess að laótin fer mikið aftar út, og er því winni hætta á að hún lendi í Bkrúfu eða stýri. Eitt skip islenzkt ftrrir utan Hallvegu Fróðadóttur, er búið slíkri færanlegri kraft- tolökk, Guðbjörn sagði, að þeir hefðu kastað nokkrum sinnum, og það •tefði allt saman gengið vel, mikið betur en í sumar, og væri það án efa þessum breytingum að þakka. Aflinn í þessum köstum hefði ekki orðið mikill, því síldin hefði staðið svo djúpt, að næstum ó- gerningur hefði verið að ná henni. Það er án efa hægt að veiða mik- ið af síld, með þessuin útbúnaðl, sagði Guðbjörn, en til þess verður veður að vera gott, og síldin verð- ur að vera fyrir hendi og má ekki standa of djúpt. — Við komum í land, vegna þess að nótin rifnaði lítillega, og eins átti eftir að gera ýmsar smá- lagfæringar á útbúnaði sklpsins, sagði Guðbjörn blaðamanninum. Guðbjörn bjóst við að þeir héldu úr höfn aftur strax í gærkveldi eða í nótt, þegar lagfæringunum væri Iokið. Við hér um borð erum allir mjög bjartsýnir á að þetta sé hægt, og munum gera okkar bezta til að svo verði, sagði Guð- björn að lokum. Myndin er af Guðbirni Þor- steinssyni skipstjóra á bv. Hall- veigu Fróðadóttur. Fyrir ofan hann hangir kraftblökkin, sem er færau leg, er hún þarna á enda renni- brautarinnar. — Ljósm. Rúnar. ÞING ASl VERÐUR SEn Á MORGUN ★ BRUSSEL: Formaður ráðherranefndar EBE segir, a'ó sanjningar um aðild Breta .' múni seunilega takast fyrir 1. janúar 1964. ÞING Alþýðusambands íslands, hið 28. í röðinni, hefst á morgun klukkan 4 í KR-húsinu við Kapla- skjólsveg. Á þinginu verða fyrst og fremst rædd kjaramál verka- Iýðsins, atvinnumál, lagabreyt- ingár og skipulagsmál samtak- anna. Alþýðublaðið ræddi í gær, við Hannibal Valdimarsson, forsetá A S í , og spurði hann frétta af væntanlegu þingi. Hann kvaðst ekki geta sagt, hvað þingfulltrúar yrðu margir, en taldi að kjörbréf yrðu 320-330. Hann sagðist hafa skipað kjör- nefnd, eins og lög mæla fyrir um, og átti hún að taka til starfa í gær. í henni eru Snorri Jónsson Sigurður Stefánsson og Öskar Hallgrímsson. Hann sagði, að aðal verkefni þingsins yrði að ræða um kjaramál svo og atvinnumál, laga Framh. á 2. síðu SÆMILEG síldveiði var í nótt 45-50 mílur nndan Jökli og eins var nokkur veiði út af Reykja- nesi. Búizt var við nm 4500 mál- um síldar til Akraness í gær, var þar bæði um að ræða síld í sölt- un, frystingu og í bræðslu. Batnar samhúðin ? * GLASGOW: Home lá- varður, utanríkisráðherra Breta, sagði í ræðu á föstu- dag, að hann væri sannfærð- ur um, að sambúð vesturs og austurs mundi batna úr þessu. Kúbudeilan muni hafa orðið til þess, að leiðtogar Rússa sjái nauðsyn þess, að friðsam legri Iausn verði náð í alþjóða deilum. MHHMHMMVHHHWWUHV Hæstu bátarnir sem í gær lönd I uðu á Akranesi í gær voru þessir: ’ Haraldur 900 mál, Höfrungur 900, , Keilir 700, Höfrungur II. 55, og j Keilir 500 mál. Höfrungur, Keilir |og Skipaskagi fengu síldina út a£ jReykjanesi, er hún mjög blönd- luð, mikið er af smásíld í henni, j og fer hún öll í bræðslu. Þar stóð síldin töluvert grynnra en á svæð j inu út af Jökli. Nokkur brögð voru að því að hún ánetjaðist í nótun- um, og munu skipverjar á sum- um bátanna, sem þarna voru, — hafa lent í nokkrum erfiðleikum þess vegna. Síldin, sem veiddist undan Jökli var hins vegar öll stór og góð, og vel fallin til söltunar eða frystingar. A þeim slóðum stóð síldin hins vegar mjög djúpt, þeir bátar, sem þama fengu síld munu hafa fengið hana fljótlega eftir að dimmt var orðið á föstudagskvöld áður en tunglið kom upp. 2 spennistöðvar í Kringlumýri BORGARSTJORI svaraði á borg arstjórnarfundi sl. fimmtudag fyr irspurn frá Óskari Hallgrímssyui varðandi byggingu spennistöðva í Kringlumýrarhverfi.. Sagði borg- arstjóri, að um næstu mánaðarmót yrðu í notkun tvær spennistöðvar í umræddu hverfi. - Borgarstjóri sagði, að undanfar- ið hefðu verið talsverðir erfiðleik- ar í hverfinu vegna þess, að verk takar þeir, er tekið hefðu að sér hyggingu spennistöðvanna hefðu ekki staðið við gerða samninga og hefði Rafmagnsveita Reykjavíkur að lokum orðið að taka verkið að sér. Umræddar spennistöðvar eru að Álftamýri 8 og Háaleitisbraut 36. Borgarstjóri sagði, að 101 — 15. desember yrði þriðja spennistöðin byggð í hverfinu en hún verður að Álftamýri 36. En ráðgert er að í framtíðinni verði 7 spennistöðvar í svokölluðu Kringlumýrahverfi, þ. e., hverfi því sem er í byggingu norðaustan af gatnamótum Miklubraútar og Kringlumýrar við Álftamýri, Safa mýri, Starmýri og Háaleitisbraut. Óskar Hallgrímsson borgarfúll- trúi Alþðuflokksins þakkaði borg arstjóra greið og góð svör. DANSK-ÍSLENZKA félagið heldur kvöldskemmtun sunnudag- inn 18. nóv. (í KVÖLD) kl. 9 e. h. í Glaumbæ. Byrjar félagið vetrardagskrá sína með þessarl skemmtun, en í maí í vor hélt' fé- lagið síðast samkomu, þar sem efnahagsmálaráðherra Dana, dr. Kjeld Philip, talaði. > FUJ-félagar F.U.J. félagar! Munið mál- fund Félags ungra jafnaðar- manna í Reykjavík n.k. mánu dagskvöld í Burst, Stórholti 1 kl. 20.30 MMUMMMMMMMMMMMMH

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.