Alþýðublaðið - 05.12.1962, Blaðsíða 8
2. Jumada II, 1382
Já, það munar tæpum 600 árum
á tímabili kristinna manna og mú-
hameðstrúarmanna og kannski er
það að sumu leyti þannig, að margt
sem ber fyrir augu, er eíns og það
var að okkar tímatali árið' 1382.
Dagurinn í dag 2. Jumada II,
1382, er að okkar tímatali 30. októ-
ber, 1962. Nýársdagur hér í Arabiu
í ár var sunnudagurinn 3. júní. í
árinu eru 12 mánuðir og miðast
þeir við tunglið. Mánuðurinn hefst
með nýju tungli og endar þegar
næsta nýtt tungl kemur upp. Þar
sem tungimánuðurinn er h. u. b.
29% dagur, verður árið 354 dag-
ar, og því til viðbótar, er bætt við
11 dögum, sem jafnað er niður á
hver 30 ár og verða þannig 11
hlaupár með 355 dögum, fyrir hver
19 meðalár. 100 ár þeirra sam-
svara 97 árum okkar. Þeirra mán-
uoir skiptast í"29 og 30 daga og
þar, sem árið er 11 dögum styttra,
færist það alltaf aftur og er ó-
bundið árstíðum og þannig nær
það í skottið á sjálfu sér hver 33
ár að okkar tímatali. Níundi mán-
uðurinn heitir Ramadhan og er
mánuður föstunnar. Það sem gerir
byrjun hans frábrugðna öðrum
mánuðum er, að þá verður tungl-
ið að sjást á himni. Og getur þá
skipt máli, hvort himinn er skýj-
aður. Strax þegar nýja tunglið
sést, er send tilkynning um það
rnn allt kóngsrikið. Sjálfsagt gleð-
ur það Arabana, ef koma hans
dregst, því að allan þann mánuð
mega þeir ekki éta, drekka né
reykja frá sólarupprás til sólar-
lags og má nærri geta, hvað erfitt
það er í þeim hita sem hér ríkir
sérstaklega þegar þennan mánuð
ber upp á hásumarið, en eins og
er, þá ber hann upp á janúar, febr-
úar, að okkar tímatali og því svöl-
ustu mánuðina. Hér hefst dagur-
inn, þegar sólin sezt, þannig að
klukkutíma eftir sólarlag er kl.
01.00. Má því segja, að nóttin sé
undanfari dagsins, þannig er
sunnudagskvöld okkar þeirra
mánudagskvöld og nótt. Helztu
helgidagar þeirra eru, föstudagur-
inn, sem er þeirra hvíldardagur,
1 Muharram, sem er nýjársdagur,
12 Rabi, fæðingardagur spámanns-
þeirra, 27. Rajab, sem þeir telja
að sé dagurinn, sem spámaður
þeirra var hrifinn til Jerúsalem
og siðan til himna, fórnarhátiðin,
sem þeir halda upp á í 4 daga
3 daga frí er gefið að enduðum
föstumánuðinum og svo á afmælis
degi konungs. Hér virðist tím-
inn ekki skipta eins miklu og hjá
okkur, t. d. vita margir Arabar
ekki aldur sinn. Fannst mér það
skrítið, þegar ég fyrst var að
spyrja þá um það og þeir sögðust
ekki vita það, hvaða máli skiptir
það og ypptu öxlum. Hvílíkur létt-
ir yrði það ekki margri konu, sem
búin er að halda upp á afmælis-
daginn sinn þann 29. í fimm ár í
röð, að geta bara sagt ég veit ekki
hvað gömul ég er og hvaða máli
skiptir það? Enda segja Arabarn-
ir: ,,Allur hraði er frá djöflinum“.
Kurteisi og hæverska Araba er
áreiðanlega, eitt það fyrsta, sem
vekur eftirtekt manns í sambúð
við þá og virðist ekki vera nein
látalæti. Margir siðir þeirra eru
sérstæðir eins og flestar þjóðir
eiga sínar siðvenjur. Segja má, að
staða konunnar sé mjög ólík því,
sem á sér stað í vetrænum löndum.
1 Þær lifa algerlega út af fyrir sig
og engir sjá þær aðrir en eigin-
menn þeirra og skyldfólk. Hjá rík-
um og fátækum og eins hjá hirð-
ingjum, hafa þær sínar eigin vist-
arverur, ■ þar sem aðeins nánustu
skyldmenni komu inn í. Utan dyra
eru þær með þykkar slæður fyrir
andliti og klæðast alltaf svörtum
sjölum, kjólum eða kápum. Þess-
vegna er aldrei um nein gestaboð
eða matarveizlur að ræða, þar sem
menn og konur koma saman. Ef
um giftingarveizlur eða þessháttar
athafnir koma til, þá koma karl-
mennirnir saman sér og svo kon-
urnar kannski kvöldið eftir. í sam-
ræðum manna þykir ókurteisi að
minnast á konurnar í fjölskyldunni.
nema um sé að ræða góða vini eða
ættingja. Hver maður má eiga 4
konur og skilnaður er þeim mjög
auðveldur, en samt verður mað-
urinn að sjá fyrir konu og börnum
ákveðinn tíma. Annars munu
skilnaðir og fjölkvæni fara ört
minnkandi og staða konunnar önn-
gestum er helzt borinn. Fyrst eru
kaffibaunirnar brenndar, síðan
eru þær muldar í morteli með
staut og blandað saman við karde-
' ur og meiri en áður var. Lauslæti | mommuduft. Kaffið er síðan bor-
og vændi er óþekkt og aldrei hef ! ið í koparkönnum með löngum
ég séð nokkurn af þeim amerísku j stút. Bollarnir eru litlir og hanka-
hermönnum, sem hér eru, með ara- lausir og aðeins hellt í hálfan boll-
biskri stúlku og um giftingu er-1 ann. Gestgjafinn gengur um og
lendra kvenna og arabiskra manna ' hellir í bollana eftir stöðu gest-
| hef ég ekki heyrt um þrátt fyrir anna. Það mun vera kurteisi, að
I eftirgrennslan. Á mörgum heimil- | þiggja aðeins 1 bolla eða 3, aldr-
| um búa saman foreldrar með upp- j ei tvo og ekki fleiri en þrjá. Búk-
j komnum börnum og afar og ömm-j hljóð þykja engin ókurteisi en
ur, frændur og frænkur og þá eig i gefa gestgjafanum til kynna, að
j inmenn og eiginkonur þessara | vel líki gestinum það, sem fram er
fjölskyldumeðlima. Það þykir borið. í Kóbar, borginni hér ná-
æskilegt, að menn giftist dætrum ; lægt, eru nokkrar kaffisölur, þar
föðurbræðra sinna. Gestrisni koma menn saman og ræða mál-
Arabanna er víðfræg og eins og j
heima er kaffið sá drykkur, sem '
Jóhann Guðmundsson1
greinarhöfundur, er á efri
myndinni. Hann og fjöl-
skylda hans dvelja nú í
Saudi-Arahíu, en þar er
Jóhann flugumferðar-
stjóri á vegum SÞ.
Neðri myndin er af úlf-
alda, skipi eyðimerkurinn-
ar í Saudi-Arahíu.
efni dagsins yfir kaffibolla eða
coke. Kaffisölurnar eru flestar und
ir berum himni og þar eru leigðar
„Hubble bubble“ en það eru
reykjapípur, þar sem reykurinn er
sogaður í gegnum vatn en í stað
tóbaks er blandað saman hunangi
og ýmsum jurtarótum og jurtum
og kryddi. í giftingaveizlum er
venjulega slátrað kind og hún soð-
in eða steikt í heilu lagi, er hún
þá fyllt upp með grjónum, heilum
hænsnum, harðsoðnum eggjum og
möndlum. Gestirnir nota hendurn-
ar tU þess að rífa sér bita úr kind-
inni, reyndar ekki hendurnar, held-
ur aðeins þá hægri, því að við mat-
borðið er það álitinn mikill dóna-
skapur að nota vinstri hendina.
' f
3 5. des. 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ