Alþýðublaðið - 05.12.1962, Page 16

Alþýðublaðið - 05.12.1962, Page 16
Vernd sendir öllum föngum jólagjafir Það eru stöðugt miklar annir hjá fólki því, sem vinnur að fangahjálp á vegum „Verndar“ Oft koma konur í bækistöð fé- lagsins seinnipart daga og vinna í sjálfboðavinnu fyrir fé lagið, og stundum cr unnið langt fram á kvöld. .Myndin hér að ofan var tekin í gær í stofunni í vistheimili Verndar við' Stýrimannastíg. Þar eru frú Þóra Einarsdóttir formaður félagsins (til vinstri) og. frú Sigurlaug Sigurðardótt ' ir áð starfi. Sigurlaug er að saunia, en Vernd fær alltaf mik ið af fatnaði gefins handa föng uju og aðstandendum þeivra. Allt er nýtt. En til þess sað það sé unnt, koma konurnar á heim ilið til að breyta og laga fatnað inn. Það er Sigurlaug að gera. Vernd stendur fyrir því, að föngum er útvegað efni í alls konar smíði og föndur og síð an tekur félagið gripina og ann ast sölu á þeim, því að föngun um vcitir ekki af að koma vinnu sinni í verð. Flestir eiga lítið skotsilfur, er þeir koma úr fang elsinu. Á myndinni sjást kirkja og bóndabær, jólagripir, sem fangar hafa smíðað og liggur nú fyrir að koma þeim á markaðinn Það er mikil eftirspurn eftir hjálp Verndar. Félagið sinnir hvers konar hjálp til þeirra manna, sem hlotið hala dóm, og einnig fjölskyldum þcirra, og á vistheimilinu á Stýrimanna- stíg dveljast menn, sem ýmist eiga eftir að taka út fangelsis dóm eða eru nýlega komnir úr fangelsi. Heimilið rúmar með góðu móti níu manns, en þar er oftast 14-15 manns. Svo mikil er þörfin. Nú stendur fyrir dyrum söfn un í jólagjafir. Vernd gefur öllum islenzkum föngurn jóla- gjafir og einnig ýmsum aðstand endum manna, sem hlotið hafa fangelsisdóma. Er hvers kyns gjafir í því skyni vel þegnar. twwmwwwwwMwtMwwwwwMiWMMwwwHMMiiwmmwtmmimtmimi aMDÖD 43. árg. — Miðvikudagur 5. desember 1962 - 269. tbl. Alþingi ræbir ráðstafanir gegn geislum Frumvarp ríkisstjórnarinnar um öryggisráðstafanir gegn jónandi geislum. fá geislavirkum efnum eða geislatækjum var til 2. umræðu í neðri deild alþingis í gær. Heilbrigðis- og félagsmálanefnd deildarinnar hfaði fjallað um frum varpið og orðið sammála um að mæla með samþykkt þess með lítils háttar breytingu. Gerði Guðlaugur Gí.slason framsögumaður nefndar- innar grein íyrir áliti nefndarinnar FumvarpiS er flutt eamkvæmt bciðni Kjarnfræðinefndar íslands. Þykir orðið svo mikið um notkun röntgentækja lækna tannlækna og á öðrum sviðum svo sem í málm- iðnaði, að hættan á misnotkun hafi stóraukizt. Gerir frumvarpið ráð fyi’ir, að bannað verði að farmleiða flytja til landsins eða láta af hendi geislavirk efni nema fengizt hafi til þess lcyfi ráðherra. Blanda flæddi yfir þjóðveginn Á mánudag flæddi Blanda yfir þjóðveginn hjá Æsustöðum í Langa dal og varð vegurinn ófær öllurn bifreiðum vegna vatnselgs og jaka hröngls. í gærdag hafði flóðið tölu vert sjatnað og var þá hafizt handa um að ryðja íshröngli af veginum. Þegar Blanda flæddi yfir veginn hjá Æsustöðum, var leysing og ÞRJÚ SLYS Á FIMM TfMUM Á STUTTUM tíma í gærmorg- un. eða frá klukkan 7 til klukkan II, urðu þrjú slys í Reykjavík. WMtMMMtMWMWMMWWW Fundur i kjor- dæma- ráði Fundur verður haldinn í Kjördæmaráði Alþýðuflokks ins í Reykjaneskjördæmi, laugardaginn 8. desember, kl. 2 e.h. í Alþýðuhúsinu Hafnarfirði. Þingmenn flokksins í kjör dæminu mæta á fundinum, Fulltrúar eru hvattir til að mæta vel og stundvíslcga. mmmmmmmmmwwmmmmm Tvö þeirra urðu í umferðinni og eitt um borð í Tungufossi. Fyrsta slysið varð um kl. 7 í gærmorgun um borð í Tungufossi. Sjúki-abifreið sótti þangað mann, sem hafði hlotið mikið sár á and- liti. Ekki var kunnugt með hvaða hætti maðurinn hefði meiðst, en talið, að lionum hafi orðið fóta- skortur og haim fallið svo illa á andlitið. Hann var fluttur á Slysa- varðstofuna, þar sem gert var að meiðslum hans. Annað slysið varð um klukkan 8. Þá var ekið á fullorðin mann í Borgartúni á móts við Höfðaborg, (Varð hann þar fyrjr bifhjóli og kastaðist f götuna. Maöur þessl. Slökkvibifreiðin óhreyfö í 3 mánuöi FYRIR um það bil þrem mánuð- um kom hingað til lands ný slökkvi bifreið. Síðan hefur hún staðið á geymslusvæði Eimskipafélagsins við Borgartún, og enn hefur ekk- ert verið gert, sem bent gæti til þess að viðkomandi yfirvöld ætli sér að leysa hana út. Bifreið þessi mun hafa kostað nær milljón, en nú virðist vanta peninga til að greiða af henni inn- flutningsgjöld og flutningskostnað Bifreiðin er með háþrýstidælum og mjög góðum stigum, og er mun fullkomnari en þær slökkvibif- reiðar, sem Slökkvilið Reykjavík- ur hefur nú yfir að ráða. Frh. á 5. síðu. sem heitir Ámi Guðmundsson, Rauðarárstíg 9, var fluttur á slysa varðstofuna, en síðan á Landa- kotsspítala. Honum mun hafa lið- ið eftir atvikum í gærkvöldi. Þriðja slysið varð rétt fyrir kl. 11 á mótum Laugarnesvegar og Sundlaugavegar. Þar varð lítil telpa, Gunnhildur Hálfdánardótt- ir, Hrísateig 17, fyrir bifreið. Mun hún hafa hlaupið skyndilega út á götuna og á bifreið, sem þarna átti leið um. Mun hún hafa hlotið ein- hver meiðsli. kom því talsverður ruöningur úr Svartá og við það mynduðust nokkr. ar stíflur á eyrunum úti í Langa dalnum. Utan við Æsustaði hagar svo til að vegurinn liggur eftir lágum eýr um, sem eru litlu hærri en yfir- borð vatnsins í ánni. Þegar flóð er og jakaburður á veturm, hefur það kömið tvisvar til þrisvar sinnum fyrir á ári að undanfömu að áin hefur flætt yfir eyrina, þar sem vegurinn er lægstur. í gær hafði flóðið sjatnað að miklum mun og var tekið til við að reyna að gera veginn færan að nýju. Meðan ófært er þama fava bílar um efri Blöndubrú og Ása. Frost er nú að hverfa með öllu úr vegum í byggð og hefur það í för með sér að víða hefur myndazt slæm hvörf í veginn, sérstaklega mun vera brögð að þessu á leið inni inn í Iívalfjörð og á Krýsu- víkurvegi. Stofnuð deild Norræna félagsins Haldinn verður í Gagnfr.sk. Kópa vogs í kvold stofnfundur að félagsdeild Norræna félagsins í Kópavogi. Fundurinn hefst kl. 20,30. Magnús Gíslason námsstjóri framkvæmdastjóri Norræna fé- lagsins heldur erindi á fundinum og sýnir litkvikmynd frá Nor- egi. Allir em velkomnir á fundinn. Danskt sjúkra- hús í Kongó Kaupmannahöfn, 4. des. (NTB-RB). Ríkisstjórn Danmerkur hefur ákveðið að snúa sér til Thant, að- alforstjóra Samcinuðu þjóðanna vegna ákvörðunar um að byggja danskt sjúkrahús í Kongó, sagði Jens Ottó Krag í dag. Kostnaður af framkvæmd þessari verður bor inn af Rauða Krossi Danmerkur og aðstoð Dana við vanþróuð lönd. Forsætisráðlicrrann kvaðst búast við, að ákvörðun þessi yrði stað« fest mcð lagasctningu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.