Alþýðublaðið - 20.12.1962, Side 7

Alþýðublaðið - 20.12.1962, Side 7
MERKIR ISLENDINGAR MERKIH ÍSLEXDINGAR. NÝRsonar Jórsalafara eftir séra Jan- FLOKKUR I. Jón Guðnason bjó i us Jónsson. Jóni Aðils lætur naum- til prentunar. Bókfellsútgáfan last að fjalla um Pétur Havstein Prentsmiðjan Oddi. Reykjavík 1 amtmann, og ég varð fyrir von- 1962. RITSAFNIÐ „Merkir íslend- ingar“ kom út í sex bindum árin 1947-1957 undir umsjá dr. Þor- kels sáluga Jóhannessonar. Flutti það um eitt hundrað ævi sögur merkra manna, en þær liöfðu flestar birzt áður á prenti, einkum í Andvara. Nokkrar voru þó teknar eftir gömlum handritum og höfðu ekki áður komið fyrir almenningssjónir. Nú hefur nýr flokkur þessa ritsafns göngu sína, og býr séra Jón Guðnason fyrrver- andi skjalavörður hann til prent- unar. Ég hef einhvern tima sagt, að svona bækur yrðu til með skærum, en samt hafa endurprentanir úr gömlum og fágætum blöðum og tímaritum ærið gildi, þegar vel og skipulega er valið. Fáir aðrir en fræðimenn myndu leita uppi sum ar þessar ævisögur, en þær eiga sannarlega erindi við íslenzka lesendur eins og ráða má af vin- sældum þeim, sem „Merkir íslend ingar“ hafa notið. Hins vegar ættu forráðamenn útgáfunnar að lhuga, hvort ekki muni unnt að fá frumsamdar ævisögur f tilefni þessarar útgáfu — tvær eða þrjár í bindi. Andvari og Skírnir hafa ekki haft undan að minnast merkra manna látinna síðustu ára tugina, svo að af nógu er að taka. Hér er því fyrir hendi það verk- efni að fylla skarð, sem ella stend- ur opið. Nýja bindið af „Merkum ís- lendingum" flytur tólf ævisögur, en þar af eru tíu endurprentanir. Allar eru þær mjög fróðlegar og eiga meira en skilið að komast á bók. Aftur á móti munu skoðanir verða skiptar um ritsnilli og mann lýsingar höfundanna. Mér þykja beztar ævisögur Þorle'fs Guð- mundssonar Repp eftir Pál Eggert Ólason, Péturs Jónssonar á Gaut- löndum eftir Sigfús Bjarnarson, Jóns Borgfirðings eftir Jón Aðils og Magnúsar Guðmundssonar ráðh. eftir Jón Sigurðsson á Reynistað. Einnig er góður fengur að æv-isög- um Jóns Áx-nasonar biskups eftir Grím Thomsen og Guðmundar Magnússonar prófessors eftir Sæ mund Bjarnhéðinsson, svo og báðum ævisögunum eftir Sighvat Gr. Borgfirðing, þar eð þær birt ast hér fyrsta sinni á prenti 05 lýsa dável þeim svipmiklu mönn um, séra Snorra Björnssyni á Húsafelli og Hannesi Stephensen prófasti á Ytra-Hólmi. Hins veg- ar kann ég ekki að meta svokall- aðar ævisögur Skafta Þórodds- sonar lögmanns og Björns Einars brigðum af grein Þórólfs Sigurðs- sonar um Þorgils gjallanda. Hún er sýnu líkari minningarorðum í dagblaði en vandaðri tímarits- grein. Hér kemur auðvitað til sög unnar sú staðreynd, að annar hef- ur gert ævi og starfi Þorgils gjallanda ólíkt meiri og betri skil, en þar á ég við frábæran hlut Arriórs Sigurjónssonar. Kannski er hér mestur við- burður að ævisögu Péturs á Gautlöndum eftir Sigfús Bjarnar- son. Höfundur hennar kann tii verks í líkingu við Guðmunc. á Sandi og Indriða á Fjalli. Manni finnst gamla þingeyska alþýðu- menningin rísa hátt við slíka grein. Sigfús viðar að sér efn- inu að hætti þjálfaðra fræði- manna og vinnur úr þvi eins og þrautriayndur rithöfundur. Bókin er gúllfalleg af hálfu prentsmiðju, bókbands og útgeí- anda, en hér reynist ekki aðeins völ á vönduðum ytri búningi. Efni bókarinnar gerir hana dýra. Ilelgi Sæmundsson. Tækifærisgjafir Og jólagjafir hinna vandlátu er original mál- verk. — Höfum myndir og málverk eftir marga listamenn Málverkasalan Týsgötu 1. Sími 17602. Opið frá kl. 1. RAFMAGNSVERÐIÐ Framh. úr opnu HEIMILISRAFMAGN DÝR- ARA í REYKJAVÍK Hér að framan hafa verið færð rök að því, að rafmagn til heimilis- nota þurfi ekki að hækka. Þessu til viðbótar má svo geta þess, að Raf- magnsveita R.víkur selur heimilis rafmagn hærra verði en ýmsar aðrar rafveitur. svo sem fram kein ur í eftirfarandi yfirliti: Er mið- að við verð á rafmagni eins og það var eftir síðustu hœkkun í R.vík þ.e. 1. ágúst 1961. pr. kwst. Reykjavík 0.79 Hafnarfjörður 0,701) Keflavík 0.75 Akranes 0.65 Akureyri 0.50 i) Hafnarfjörður hækkaði í sama og Rvík 1/10. 1961. Á þessu ári hafa Akranes og Akureyri hækkað verðið, sá fyrri í kr. 0,73 frá 1. jan. ’62, en hin síð- ari í kr. 0.65 frá 21. febr. ’62. Þrátt fyrir þessar hækkanir er verð á rafmagni til heimilisnota dýrara i Reykjavík án hækkunar nú, hvað þá ef tillögur R. R. yrðu samþykktar. Sama verður uppi á teningn- um ef gerður er samanburður við borgir á Norðurlöndum, en rúms- ins vegna skal því skeppt hér. ÁBTJRÐAR- VERKSMIDJAN Ekki verður svo skilist við raf- magnsverðið í Reykjavík, að ekki sé minnst nokkuð á orkusölu til Áburðarverksmiðjunnar hf. í Gufu nesi. Þetta ágæta fyrirtæki hefur frá upphafi vega sinna keypt raforku í heildsölu af Sogsvirkjuninni, sem eins og kunnugt er, er sam- eign Reykjavíkurborgar og ríkis- . JOHNSON &KAABER B/r: Palínolive rak-krem og raksápa SÆTÚNI 8 ins. Við stofnun verksmiðjunnar var gerður samningur milli herrn- ar annarsvegar og Sog-.virkjuriar- innar hins vegar um orkukaupin og gildir sá samningur til ársins 1968. Uppsagnarfrestur er 5 ár og þarf uppsögn að eiga sér stað fyr- ir 1. september 1963, ef af upp- sögn á að verða. Samkvæmt samningi þessum kaupir Áburðarverksmiðjan svo- nefnda forgangsorku (3100 kw) á sama verði og Rafmagnsveitan, þ. e. 4.25 aura kílówattstund, en af gangsorku á 2.025 aura sömu ein- ingu. Árið 1961 keypti verksmiðjan 141.751 MWh, eða 31.6% af allri orkusölu Sogsvirkjunarinnar. — Fyrir þetta greiddi verksmiðjan ca. 5.5 millj. króna, eða um 3 aura að meðaltali fyrir kílówattið! Þetta samsvarar því, að verk- smiðjan, sem notar 31.6% ork- unnar, greiði um 10% af tekjum Sogsvirkjunar í heild. Reykjavíkurborg (RR) keypti 1961 samtals 157.7 MWh., eða 36,2%, en greiddi fyrir þetta magn kr. um 35 millj kr., sem nemur um 70% af öllum tekjum Sogsvirkjunar af orkusölu! Með þessari einstæðu orkusölu eru Reykvíkingar í raun og veru að greiða niður verð á innlendri áburðarframleiðslu, ofan á það að greiða niður verð á innfluttum á- burði! Enginn má skilja orð mín svo, að ég sé andvígur orkusölu til Á- burðarverksmið j unnar; síður en svo. Ég tel ekki óeðlilegt að slíkur iðnaður njóti nokkurra forrétt- inda. En hér er að mínum dómi allt- of langt gengið. Reykvískir raf- magnsnotendur hljóta að krefjast þess að gildandi samningi við Á- burðarverksmiðjuna verði sagt upp strax og uppsagnarákvæði leyfa og verksmiðjan látin greiða eðlilegt verð, sem vart mætti vera Iægra en 12—15 aurar pr. kwst. Myndu þá tekjur Sogsvirkjunar- innar aukast um 10—17 millj. kr„ og ætti raforkuverð hennar að lækka að sama skapi. Eðlilegast væri ennfremur að Rafmagnsveita Reykjavíkur seldi Áburðarverk- smiðjunni orkuna, þar sem verk- smiðjan er á orkuveitusvæði R. R„ en ekki Sogsvirkjunarinnar. Þau rök eru færð fram fyrir þessari einkennilegu orkusölu, að magn það, sem Áburðarverksmiðj- an kaupir sé að nokkrum hluta af- gangsorka, sem ekki hafi verið unnt að selja ella. Þetta er ekki nema að nokkru leyti rétt, sem sé það, að hér sé um afgangsorku að ræða. Hitt, að ekkl hafi verið unnt að selja þessa orku með öðrum hætti, er umdeil- ánlegra. Öll þau ár, sem Áburðarverk- smiðjan hefur starfað, hefur Raf- magnsveita Reykjavikur svo til al- veg neitað að selja afgangsorku (nætuirafmagn) til hitunar. Þessi neitun hefur leitt til þess, að þær þúsundir Reykvíkinga, sem ekki hafa átt kost á hitaveitu til upphitunar húsa sinna, hafa orð- ið að kynda hús sín með oliu. Það er því með öllu ósannað mál, hvort ekki hefði mátt selja afgangsorkuna a. m. k. að veru- legu leyti til upphitunar húsa á því tímabili, sem verksmiðjan hefur starfað. Ef þetta hefði ver- ið gert í stað þess að selja orkuna til Áburðarverksmiðjunnar, hefði vafalaust fengizt mun hærra verð fyrir orkuna, öll nýting Rafmagns- veitunnar orðið hagstæðari og það sem meira er, orkuverð til al- mennra notenda hefði vafalítið getað lækkað. Nægir í þessu efni að benda á Rafmagnsveitu Akureyrar, sem hefur nokkuð mikla sölu á nætur- rafmagni til hitunar, þar er raf- magn til heimilisnota lægst á landi hér. Ég hef gert rafmagnsverðinu svo ýtarleg skil, vegna þess hve viðkvæmur liður það er í afkomu hverrar fjölskyldu í borginni. Að lokum endurtek ég það sem raun- ar er áður sagt: heimilisrafmagn iff á ekki og xná « kki hækka Þeir sem nú greiða óeðlilega lágt orku- verð eiga að bera hækkunina. Að öðru leyti vísa ég til tillagna minna í sambandi við þessi mál, undir meðferð þess í borgarstjórn, sem birtar hafa verið hér í blað- inu. Óskar Hallgrímsson. Auglýsið í Aiþýðublaðinu Auglýsingasíminn 14906 Áskriffasíminn er 14901 Kuldaúlpur Estrella skyrtur Herrahanzkar Náttföt Nærföt Sokkar Frakkar Blússur Sloppar Old Spice snyrtikassar Drengjahanzkar Drengjanáttföt Drengjasokkar Drengjaskyrtur Verðandi Tryggvagötu. ALÞÝÐUBLAÐIÐ 'fctKJé t U'MjA 20. des. 1962 y Sóti .rtb ti ;t

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.