Alþýðublaðið - 03.01.1963, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 03.01.1963, Blaðsíða 3
HOMBE SÝND MISKUNN NEW YORK LEOPOLDVILLE ogr SALISBURY 2. janúar (NTR- Reuter) U Thant aöalframkvæmda- 'stjóri Sþ lýsti yfir þvf I dag, að hann myndi standa fast við þá úrslitakosti, sem hann hefur sett Moise Tshombe forseta, að nú vcrði að binda endi á aðskilnað Katanga frá öðrnm hlutum Kongó. Hann tók skýrt fram, að nýjar samn- ingaumleitanir um vopnahlésvið- ræður kæmu ekki til mála. Jafnframt þessu staðfesti T hombe í boðskap til erlendra stjórn ar^rindreka í Elisabethville, að hann styddi enn áætlun U Tliants um endursameiningu Katanga og Kongó. Er síðast fréttist lýsti hann yfir, að hann væri fús til að fail- ast á, aö tekjunum af námimum í Katanga yrði skipt jafnt á milli miðstjórnarinnar og Katangastjórn ar, og semja við Sþ, en ekki við þá fulltrúa samtakanna er tekið .hafa þátt í aðgerðunum í Katangai Haft var eftir góðum heimildum í aðalstöðvum Sþ í dag, að her- sveitir Sþ hefðu sótt fram til út- hverfa Jadotville og hafa Katanga- hermenn verið hvattir til að verja hvert fótmál innan bæjarins og utan. Óttazt er, að Katangamenn munu sprengja í loft upp raforku ver í norðausturhverfi bæjarins. Forsætisráðherra Kongó, Cyrille Adoula mun að sögn AFP hafa mót mælt því í skeyti til U Thants að Tshombe verði leyft að snúa aftur til Elisabethville, án þess að hafa fyrst fengið leyfi miðstjórnarinnar til þess. Yfirmaður Sþ í kongó, Robert Gardiner, mun samkvæmt góðum heimildum í Leopeldville láta af störfum ef Tshombe snýr aftur til Elisabethville ási þess að tryggja fyrst hersveitum Sþ fullkomið ferðafrelsi. U Thant sagði, er hann lýsti yfir að hann héldi fast við úrslitakosti sína, að ekki væri hægt að treysta Tshombe lengur, en þar að auki væri hann ekki viðræðuhæfur, þar sem hann hefði misst vald yfir mönnum sínum. Katangahermenn- U THANT — hvikar hvergi irnir, sem nú hefðu flúið inn í frum skóginn, væru stjórnlaus her. Samtímis þessu halda írskar og indverskar hersveitir áfram sókn sinni til Jadotville, þar seni T«- hombe hefur komið upp aðalbæki stöðvum. í gær stakk hann upp á vopnahléi í Katanga og nýjum samningaviðræðum um samein- ingu Katanga og annarra hluta Kongó. Hann væri fús til að halda til Elisabethville, svo fremi að hon um yrði tryggt fullkomið ferða- frelsL Fjórir menn úr llði Sþ hafa fall ið í sókninni til JadotvUle og Ib særzt. Hermenn Sþ hafa handteklð tvo málaliða. Katangahermenn hafa sprengt upp brýr og unnið spjöll á þjóðvegum til þess að hefta sóknina, og þeir hafa haldið uppi mikilli stórskotahríð. Brezkir ög fra|j*skir fulltrúar hafa komið til Jadotville í sam- bandi við hugsanlega för Tshombes til Elisabethville. Að sögn brezka ut anríkisráðuneytisins hefur brezka ræðismanninum í Elisabethville verið skipað að gera allar nauðsyn legar ráðstafanir til þess að auð- velda ferð Moise Tshombe til Elisa bethville. Námafélagið Union Miniére du Haute Katanga skýrði svo frá í Briissel í dag, að félagið hefði þeg ar í kvöld sent sérfræðinga til Leo poldville til að gera áætlun um, af miðstjórnin fái hluta tekna námá- félagsius. Fyrr í dag sagði formælandi Sþ í New York, að U Thant hefði alls ekki í hyggju að byrja nýjar viðræður í sambandi við ástandið í Katanga. Að áliti Thants er of seint að byrja viðræður nú, sagði hann. Afstaða Kín- verja óbreytt Peking og Nýju Delhi, 2. janúar. NTB-Reuter. Chou En-Lai, forsætisráð- herra Kína, lýsti því yfir í dag, að hann vonaði að Indverjar mundu fallast á að hefja viðræður við Kínverja um lausn landamæra- dellunnar. Chou En-Lai, sem talaði í veizlu er haldin var til heiðurs dr. Subandrio, utanríkisráðherra Indónesíu, viðhafði að öðru leyti engin ummæli, er benda til þess, að afstaða Kínverja i deilunni hafi breytzt. Hann þakkaðí á ný til- raunir sex Asiu- og Afríkuríkja til að leysa deiluna. Þau hafa gert tillögur um lausn deilunnar. Dr. Subandrio kom fyrr um daginn til Peking. Ásamt forsætisráðherra Ceylon, frú Sirimavo Bandaranaike, mun hann leggja tillögumar fyrir Pek- ing-stjómina. Ekki er vitað um innihald þeirra. Frú Bandaranaike, sem kom til Peking á mánudag, var ekki viðstödd veizluna. Peking-stjómin kom í dag fram með mótmæli gagnvart indversku stjórninni í sambandi við lokun aðalræðismannsskrifstofu Kín- verja í Kalkútta og Bombay. — Indversk yfirvöld hafi torveldað á ólögmætan hátt störf kínversku starfsmannanna og brotið í bága við viðurkenndar reglur í þjóða- rétti. Dr. Subandrio sagði við kom- una, að þau frú Bandaranaike mundu gera allt sem í þeirra valdi gtæði til að leysa landa- mæradeiluna. Ekki hefði verið auðvelt fyrir ríki Colombo-ráð- stefnunn£ir að ná samkomulagi um tillögumar, þar eð þau væru vin- ir bæði Indverja og Kínverja. Þeir Chou En-Lai og Nehru forsætisráðherra hafa enn skipzt á bréfum og endurtaka fyrri kxöf- ur sínar. í ræðu sem Nehru hélt í dag, líkti hann Kínverjum við stóran krókódíl er reyndi að gleypa ný landssvæði. En þjóð okkar hefur langar erfðavenjur að baki og getur varizt árásum Kínverja, sagði Nehru. Hann var- aði fólk við að halda, að vopna- hléð á lndamærunum merki það, að bardögum væri lokið. HÖRÐ ÁTÖK ViETNAM 140 farast í kuldunum Saigon, 2. janúar. NTB-Reuter. Skæruliðasveitir kommún- ista í Suður-Vietnam skutu í dag niður fimm bandarískar þyrlur. Einn bandarískur liðsforingi féll og þrír aðrir særðust alvarlega. Þrem öðrum þyrlum, sem einnig urðu fyrir skothríð, tókst að snúa aftur til bækistöðva sinna. Atburður þessi gerðist um 64 km. suðvestur af Saigon, en þar var heill herflokkur skæruliða. Enn geisa bardagar með stjórnar- hersveitum og hersveitum skæru- liða. Mikið mannfall hefur orðið í liði beggja. Bandarisku þyrl- úrnar, sem tókst að komast burtu frá orustusvæðinu, fluttu marga sferða. Um 500 fallhlífahermenn hafa verið sendar til svæðisins til þess að aðstoða stjórnarhersveitirnar. Á svæði einu, sem er um 104 km. norðaustur af Saigon, lögðu sveitir skæruliða einnig til atlögu í dag, að því er haft er eftir góð- um heimildum. í hersveitum stjórnarinnar munu vera um 15.000 menn, þar af um 1.000 fallhlífahermenn, sem hafa verið sendir til jarðar á svæðum þeim, þar sem skærulið- arnir eiga í bardögum. Um 5000 fallhlífahermenn hafa ennfremur verið fluttir með þyrlum til Kao- um-svæðisins, 3 km. suður af landamærum Kambodíu. Vitni segja, að stjómarhersveit irnar hafi brennt plantekrur, sem skæraliðar hafa á valdi sínu. LONDON 2. janúar (NTB-Reut- er) Ekkert lát er á „heimsskauta- vetrinum“ í stórum hlutum Evrópu í dag var búizt við áframhaldandi kulda í flestum löndum álfunnar og jafnframt búa Bretar sig undir nýja snjókomu. Fjöldi þeirra, sem farizt hafa af völdum kulda og snjóa var í dag orðinn 140. Sagt er frá snjósköfl- LEMNITZER TEKUR VIÐ AF NORSTAD PARÍS 2. janúar (NTB-Reuter). Lyman Lemnitzer hershöfðingi tók í dag við störfnm yfirhershörðingja VATO af Norstad hershöfðingja við hátíðlega athöfn í aðalstöðvum SIIAPE skammt frá París. Lemnitzer sagði í ræðu, að hann gerðn sér ljósa grein fyrir hinni miklu ábyrgð, sem hann tæki sér á herðar og þakkaði hið mikla traust, sem samtökin sýndu hon- um. — Sextíu menn úr her, flota og flugher NATO-rikjanna 15 stöðu heiðursvörð við athöfnina. um, sem eru á stærð við hús. í Suður-Englandi eru átta metra háir snjóskaflar. Einnig hafal borizt fréttir af miklum erfiðleikum í sambalndi við útvegun matar í einangruðum sveitaþorpum. í Bretlandi hafa þyrlur hvarvetna verið teknar í notkun og flugherinn skýrir svo frá, að hann hafi bjargað mörgu fólki, sem var hálffrosið í hel víðs vegar um landið. Miklir erfiðleikar eru í sam- göngumálum og lífsnauðsynlegum greinum birgðakerfis landsins. Þetta hefur leitt til skorts á kjöti og mikillar verðhækkunar. Á morg un er óttazt að rafmagnsbirgðir þverri vegna mikils álags. Á mörgum stöðum á megin- landi Evrópu urðu hermenn að bjarga því, að samgdngur rofnuðu ekki með öllu. Fréttir hafa borizt um einangruð sveitaþorp, hafís með ströndinni og ís í ám, en þetta veldur miklum siglingaerfiðleikum Á strönd Frakklands reyna ýtur að brjótast í gegnum þriggja metra háa skafla til þess að ná samband' ;við þorp eitt, sem hefur verið ein angrað síðan á laugardag. Um 50 mranns hafa favizt í Frakklandi undanfarna daga af völdum kulda. Óskir um frið í austri og vesfri MOSKVA 2. janúar (NTB-Rent- er) Forseti Sovétríkjanna Leonid Bresjnev og Nikita Krjústov for- sætisráðherra hafa haldið því fram í nýársboðskap til Kennedys Banda ríkjaforseta, að vinna verði að al- efli að því að koma í veg fyrir ný deilumál að sögn „Izvestia." í svari sínu, sagði Konnedy að sögn blaðsins, að bandaríska þjóð in byrjaði nýja árið með inmlegri ósk um framfarir í þágu friðarins. Af okkar hálfu get ég fulvissað yð ur um það, að við munum ekki láta neina möguleika úr greipum okkar ganga til þess að vinna í þágu friðar í heiminum og auka skilning milli allra þjóða, sagði hanh. VltMMMMMMMMtMMMMMM De Gaulle tekur illa í Polaristil- boð U.S.A. i PARIS 2. janúar (NTB- Reutgr) De Gaulle forseti sagði í nýársveizlu í Paris í kvöld, að tilboð Bandarikj anna um að útvega Frökkum Polaris-flugskeyti yrði að rannsaka frekar. Þetta er eitt af þeim vanda málum, sem venjulega eru rædd eftir diplómatískum leiðum í allt að tíu ár, sagði hann. Seinna sagði hann að stjórn málamenn yrðu að vera heim spekiþgarl og har^ heim- speki væri sú, að ekki væri hægt að finna neina endan- Iega lausn á neinu pólitísku vandamáli. WMWMWMMMVMMMMHWí ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 3. janúar 1963 i

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.