Alþýðublaðið - 13.01.1963, Blaðsíða 2
Eltstjóvar: Gisli J. Ástþórs'ion (áb) og Benedikt Gröndal,—ASstoðarritstjóri
njorgvin Guðmundsson. -- Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. — Símar:
14 900 — 14 902 — i.4 903 Auglýsingasími: 14 906 — Aðsetur: Alþýðuhúsið.
— Prentsmiöja Aiþýðubial'S.'ns, Hverfisgötu 8-10 — Askriftargjald kr. 65.00
C mánuöi. 1 lausasöiu kr. 4.00 eint. tJtgefandi: Alþýðuflokkurinn
Frelsi fil að velja
TJM ÁRAMÓTIN var enn bætt vörum á svo-
nefndan frílista. sem þýðir, að flytja megi þær til
ilandsins ótakmarikað frá hvaða landi sem er. Þessi
fregn vakti ekki rneiri athygli en svo, að hún fór
íramhjá öllum blöðum nema Lögbirtingi í hálfan
mánuð. Svo sjálfsagt þykir verzlunarfrelsið nú
1 vera.
Þó mega íslendingar muna tvenna tímana í
þeim efnum. Áður en viðreisnin kom til sögunnar
hafði í 2—3 áratugi ríkt margvíslegt haftafyrir-
Ikomulag á innflutningi til landsins, þótt stundum
væri meira og stundum minna. Allan þennan tíma
f sátu ýmis konar nefndir eða ráð og kváðu upp úr-
skurði um það, hvað flytja mætti inn og hivaðan.
! Þarf ekki að lýsa þeim óþægindum, sem þetta kerfi
! olli, eða þeirri margvís'legu spillingu, sem fygldi
! ’því.
Þegar lagt er mat á núVerandi ríkisstjóm og
! viðreisnarstefnu hennar, hlýtur hið stórbætta á-
stand verzlunarmála að ivega þungt á metunum.
! Það er ærið afrek að afnema tæplega 30 ára verzl
l unarhoft, þótt ein stjórn gerði ekkert annað. Og
! vert er að minnast þess, að þetta var aðeins hugs
1 anlegc af því að ríkisstjómin lét-safna gjaldeyris-
! forða, en forðinn gat aðeins orðið til af því að spari
f Æé fór vaxandi og hluti þess var frystur í Seðlabank
I anum. Sparifjáraukningin hefði aldrei orðið eins
f mikil, ef stjómin hefði ekki' fylgt þeirri umdeildu
K vaxtapólitík, sem hún hefur framkivæmt. Þannig
1 hangir margt saman. Þetta kerfi var þegar farið að
sýna ahrif sín 1960 og fram á 1961, þrátt fyrir afla
1 leysi' og léleg viðskiptakjör. Góðfærið síðan hefur
1 eflt kerfið og aukið vemlega.
Álgengt er, að menn telji ríkisafskipti og höft
1 vera eítt og hið sama. Sivo þarf þó ekki að vera.
[ Jafnaðarmenn vilja jákvæð ríkisafskipti, þannig að
! sú stjórn, sem fólkið kýs yfir sig, hafi úrslitavald
[ 'ýfh einahagsþróuninni og geti tryggt fulla atvinnu
' og batnandi kjör. Höftin þurfa ekki að vera hluti af
1Slíkri stefnu, eins og núverandi ríkisstjórn hefur
' glöggiega sýnt. Hún hefur afnumið mikið af höft-
um, en hún hefur stóraukið ríkisafskipti af efna-
nafsmálum með þvi að beita sterkum seðlabanka,
nota vaxta-, útlána- og skattapólitík og undirbúa
liramkvæmdaáætlun.
Munurinn á núverandi ástandi og því sem áður
var er þessi: Nú geta íslenzk yfirvöld valið um
stefnur og aðgerðir og fólkið valið um vörur. Áður
vom stjómirnar alitaf rígbundnar og gátu lítið
gert nema bjarga eilífum vandræðum, en fólkið
-laföi lítið vöruival. Getur nokkmm blandazt hugur
um, hvort betra er?
2 13. ian. 1963 - ALÞÝÐUBLADIÐ
Eggert Stefáns-
son songv
ÞAÐ var táknræn 'tilviljun, að
ísland varð fullvalda ríki á afmæl-
isdegi Eggerts Stefánssonar. Þessi
víðförli heimsborgari hélt því
sameiginlega upp á eigið afmæli
sitt og fullveldisafmælið. Þetta
var táknrænt vegna þsas, eð vart
var táknrænn vegna þess að vart
einlægari ættjarðarvin en einmitt
Eggert Stefánsson, enda þótt hann
hefði hlotið það hlutskipti að
dvelja langtímum á erlendri grund.
Eggert heitinn fæddist í
Reykjavík hinn 1. degember 1890.
Hæfileikar hans á sviði tónlistar-
innar komu snemma í ljós. Þessa
hæfileika vildi hann efla. Leitaði
hann sér því þekkingar í þessum
efnum í Musikkonservatorium í
Kaupmannahöfn á árunum 1911-
’14. Við svo búið lét hann ekki
standa, því að áfram hélt hann
tónlistarnáminu í Stokkhólmi, í
London og í Milano.
Árið 1920 kvæntist Eggert eftir-
lifandi konu sinni, Lelíu Gazzola-
Crespé frá bænum Schio á Ítalíu,
en þar var faðir hennar iðju-
höldur.
Fullyrða má, að söngur einskis
íslendings hafi hljómað jafnvíða
og söngur Eggerts. Hann hélt
söngskemmtanir á öllum Norður-
löndum, í London, Berlín, París,
Ítalíu, Hollandi, Póllandi, Banda-
ríkjunum og í Kanada. Með söng
sínum í þessum stórborgum kynnti
hann land sitt og list þess. Spor
Eggerts lágu víða, og voru þau
íslandi góð landkynning.
En þrátt fyrir góðar viðtökur í
hinum erlendu hljómlistarhöllum,
mun hann hvergi betur hafa kunn-
að við sig, en á ferðalögum um
íslenzkar byggðir, þar sem hann
töfraði samlanda sína með söng-
snilli sinni. Vegna hinna tíðu og
löngu ferðalaga erlendis kunni
hann betur en aðrir að meta ætt-
land sitt, enda fannst honum sem
landið og þjóðin opna faðminn á
móti sér, meðan hann naut sam-
veru landa sinria.
Margt af elda fólki minnist
enn með mikilli ánægju þeirra
stunda, þegar þeir bræðurnir,
Eggert Stefánsson og Sigvaldi
Kaldalóns, ferðuðust um landið
og héldu söngskemmtanir. Tón-
fróðir menn telja mjög vafasamt,
að íslenzka þjóðin hefði eins
fljótt og eins vel lært að meta
hinar ljúfu og stórfenglegu tón-
smíðar Kaldalóns, ef Eggerts
hefði eigi notið til túlkunar á
lögum bróður síns.
Eggert Stefánsson var ekki ein-
ungis listamaður á sviði tónlistar-
innar. Hann var afburðarithöfund-
ur. Andríki hans kemur mjög
greinilega fram í ævisögu hans,
sem út hefur verið gefin í fjórum
bindum. Verður sú ævisaga jafnan
talin í fremstu röð slíkra bók-
mennta. Óðurinn til ársins 1944 er
einnig sérstætt og athyglisvert
verk. Þá ritaði hann mikinn fjölda
greina í blöð og tímarit hérlendis
og erlendis. Þróttmikil útvarpser-
indi flutti hann um ýmis menn-
ingarmál, þar sem bæði efnismeð-
ferð og flutningur var til sóma.
Listamaðurinn og rithöfundur-
inn Eggert Stefánsson mun lifa í
minningu þjóðarinnar á ókomnum
tímum. Ekki síður mun minning-
in um manninn Eggert Stefáns-
son geymast meðal þeirra, er þess
áttu kost að kynnast honum. —
Hann var mikill að vallarsýn, svip
mikill og sviphreinn. Framgang-
an mótaðist af háttprýði, sem í
senn var höfðingleg og lítillát.
Viðmótið var hlýtt og einkenndist
af barnslegri einlægni. Skapein-
kenni Eggerts voru með þeim
hætti, að hann hlaut að eignast
marga vini, en óvini enga.
Sá, sem þessar línur ritar, mun
ekki gleyma einni mynd af Eggert
Stefánssyni. Sú mynd var tekin að
Lögbergi hinn 17. júní 1944. Al-
þingi var að ganga frá síðustu
formsatriðum í sambandi við lýð-
veldisstofnunina. Þótt veður væri
nokkuð þungbúið, ríkti heiðríkja
í hugum manna. Margra alda
draumur var að rætast. Mikill
mannfjöldi var þar saman kominn
á þessum fornfræga stað í þeim
tilgangi að sjá og heyra söguna
móta kaflaskipti. Þegar alþingis-
forseti hafði með áhrifaríkri en
látlausri yfirlýsingu formlega
kunngjört stofnun lýðveldis á ís-
landi, söng mannfjöldinn þjóð-
Eggert Stefánsson
sönginn af djúpri tilfinningu, eri
| hinar gömlu hamrahallir tókuj
| undir.
Mitt í þessu mannhafi stóð
Eggert Stefánsson, hár og karl-
mannlegur, og beitti hljómfagri
rödd sinni. Hið tignarlega yfir-
Framh. á 12. síðu
Útsalan heldur áfram
Mikið af nýjum vörum kemur fram á morgun.
ULLARKAPUR
VETRARKÁPUR
með loðskinnskrögum
POPLINKÁPUR
DRAGTIR
KJÓLAR
PEYSUR
ÚLPUR
PILS
TELPNAPEYSUR
TELPNASÍÐBUXUR
Fyrir karlmenn og drengi:
vetrarfrakkar
BLÚSSUR
PEYSUSKYRTUR
Alls konar meíravara í síröngum og bútum með miklum afslætti.
afsláttur
Aldrei b@tri kaup
aS 70%
ASdrei meira úrval
★
EYGLÓ Laugaveg 116