Alþýðublaðið - 13.01.1963, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 13.01.1963, Blaðsíða 5
SAGAN kennir, að oft tvinnast saman örlög smalanda við þær að- stæður, að bæði eru á jöðrum stærri stjórnmálaheildar, þótt fjar lægðir skilji þau að. íslendingar mega minnast þess, hve barátta Jóns Sigurðssonar 1849-74 var ým- ist styrkt eða lömuð sökum þess, hvernig fór um Holtsetaland og Slésvík, syðst í veldi konungs vors, og farsæl úrbót 1918 í Slésvíkur- deilum var ein af gi'undvallará- stæðum Dana til að samþykkja ís- lenzkt fullveldi það ár. . íslenzk samúð með vesturþýzkri kröfu um landásameining og end- urheimt hertekinna austursvæða er náskyld samúð okkar með kröfu og nauðsyn Dana 1864-1918 að fá aft- ur Slésvík. Sterk voru rök til þess þá, og ekki eru þau þaö síður nú. Hvort tveggia eru þjóðir, sem við óttuðumst að Ijá vald yfir okk- ur, og rennur blóð til skyldunnar við báðar, því að hart voru þær leiknar. í þessari grein vil ég ekki gera ráð fyrir einum þýzkum mála- lokum öðrum fremur, þótt minnt sé á Slésvíkurskiptinguna 1920, sem betur hefði gerzt 1-2 manns- öldrum fyrr. Og samfléttun við ís- lenzk mál og sjónarmið næstu ár- in munum við langhelzt finna í Berlínarvandamálum, án þess að við blöndum þar alþýzkri sögu við. Annað landið er stór ey með tæp ar 200 þús. íbúa, umlukt gjöfulu hafi. Vestur-Berlín er 2 milljónum mannfleiri og er lítil ey, umlukt múr og rafstraumsgirðingu í miðju því frjóa landi, sem hún var lengi höfuðborg fyrir. Matvæli sín og hráefni þarf hún að sækja eigi skemmri veg en er frá Reykjavík til Norðurlands og selja iðnaðar- framleiðslu, sem hún lifir af, í enn fjarlægari byggðir og lönd. Um þetta ástand yrði engu breytt, þótt múrinn hyrfi. Hvorki mundi Austur-Þjóðverjum vaxa kaupgeta til að greiða Berlínar- framleiðslu né aukast svo búnaðar- afurðir þeirra, að þeir fæddu Ber- lín, — ástand búskapar eystra þarf eigi að ræða. En Póllandsverzlun við- Berlín gæti blómgazt við ný skilyrði, sem þó trauðla semst um. Svo örðug sem hagræn aðstaöa þessarar landgirtu, múrgirtu eyj- ar er, hefur atvinnulíf hennar blómgazt og ríkir ósigrandi bjart- sýni um það. En varnarstaðan gegn rússnesku leppríki og austurveldunum er slík, að nú er í Berlín feginleikur þrátt fýrir frost og reykjarkóf, sem bæði grúfir yfir borg og andár kalt að henni í óhlutrænni skiJnihgi, enn hóta Rússar henni í nýársboð- skap. Stórblaðið Die Zeit í Ham- borg skilgrcinir orsök feginleikans þannig: Viðræður Kennedys og Krústjovs báru þann árangur, að kaldur friður,, samtilverunnar" leysir kalda stríðið af hólmi, og eftir það er vopnuð árás á Beriín eitt hið ólíklegasta sem fyrir gæt.i komið í brösum Austurs og Vesturs- Atlantshafsbandalag litiff Jiýj- um augum. Það er feginsfregn í Hamborg, sem eins og ávallt þráir meiri verzlun í austurveg, að nú mun vera auðsannað, að NATO tokur kalda friðinn fram ýfir kalt stríð, hvað þá fram yfir verra strið. Eitt því til sönnunar er, að Fr. J. Strauss var látinn hverfa úr em- bætti várnarmálaráðherra í Bonn og hernaðarlegur skoðanabróðir hans, Norstad, úr sinni mikilvægu stöðu. Hingað til hefur mikill hluti þýzks almennings verið tortrygg- inn í garð NATO ekki síður en í garð Stráuss (og Adenauers), og muna margir, hve sósíaldemó- krataforinginn Kurt Schumacher barðist hart gegn inngöngu bangað og ýmsir smærri eftir lát hans. En þegar fylgismesti arftaki hans Willy Brandt, getur fullvissað þjóð sína um það, eftir Kúbudeilu, að engu nema friðarvopnum se hægt að beita í Berlínarmálum og órjúfandi vestræn samstaða muni lialdast og muni duga, er ekki hægt að gera veru í Atlantshafs- bandalagi að neinu ágreiningsefni. Hefur það ekki heldur verið ágrein ingsefni í sjálfri borg Brandts, síðan loftbrúin fræga barg henni frá uppgjöf. Nýárshorfur 1963 taka ágrein- ingsmál liðins áratugs í NATO burt í flestum löndum þess, t.d. Alsír- stríðið og deilur um bandariskar vopnategundir staðsettar í evrópsk um herstöðvum. Enn má sitc sýnast hverjum um það, hvort ekki hcfði mátt (og e.t.v. fyrr) komast á sama stig sáttaumleitana og ptórveldin hafa nú náð, þótt minni hefðu ver- ið vígamannslætin og kjarnorku- sprengjuæðið. En hugleiðingar um það varða söguna, ráða ekki svo mjög framtíðarþróun tll 1970. Úr þeim vanda þarf að ráöa, sem er — ekki hinum, sem var. Þótt ég trúi enn, að á fyrstu 5 árum sínum eða lengur hafi NATO tæplega gagn gert umfram það, sem vest- rænu sigurherrarnir frá 1945 voru fullfærir um að gera án ;máþjóða- þátttöku og höfðu næga lagni til að gera hljóðalítið, þykir mér aiit öðru máli gegna um mikilsverða viðleitni þess til að „vinna friðinn“ með sem fjölþættustu ‘■•amstarfi smærri og stærri grannþjóða, og þar er ísland þátttakandi. Enda er svo, að bæði vegna innri þróunar síðari árin í Atlantshafsbandalag- inu og sterkari friðarvona litur mikill hluti íslendinga það vin- samlegri augum en fyrir iáum ár- um, og getur sú skoðanabreyting nú komið upp hvar í floicki, sem þeir kynnu að standa. Nú fær það nýja og tæpait hern- aðarlega merkingu, að eyja vor við íshaf og múrgirta eyjan í Berlín eru vandstödd jaðarsvæði NATO- heildar, og kynnu örlög beirra að tvinnast eitthvað, þó langt sé á milli. Sögulögmál réð, að Berlínar- átök verkuðu hingað líkt og ferð- um og Slésvíkurdeila. Þetta má ekki freista manns til að spá, heldur aðeins til að leita sér nauðsynilegrar þekkingar á Berlín, eins og hagur bennar og hugur er nú. „Dagstund, húms við hurðir tafin“. Skyldi ekki íslendingum þykja vænna um sjálfsákvörðunarrétt lands síns en öðrum? — Aldrei minna vænt. — Finna be:r ckki flestum meir til beizkju undir niðri, ef sterkt stjórnarvald beitír þá ofríki? — Svo mun reynast. Að sama skapi ættu okkur að skiljast kjör þjóða, sem komizt hafa í þær kröggur og við getum kynnzt við áþreifing. Á heitum sóldegi í júní renndi ég augum stórborgargötuna endi- langa, og auð var hún og bílalaus. Nú var hún kennd við Stalín og þokkakga hýst, hafði verið mikil umferðaræð og heitið Frankfurter Allee, beðið sprengjutjón og verið endurreist, en ekki hlotið fyrra líf Nýbúinn var ég að ganga hjá táknandi rústum hrunins stórveld- is þar í borg. Prússaernir á Krón- prinzhöllinni gnæfðu efstir enn, vængskotnir og hálsbrotnir stein- ernir með glenntar steypujárns- klær sínar enn'í dauðateyg.ium. Þetta vildu nýir valdhafar ekki láta taka frá augum manna, þó sancUlöt gul væri hið eina, sem eftir sóst nú þar, sem Hitlersbústaður Berlin- ar hafði verið. Mér kom forspá í hug, sem Svíinn Tegnér gerði, þeg- ar her og ernir á gunnfánum Nap- oleons voru fyrir 150 árum gð geys ast austur álfuna í Rússlandsför til sigurs: men nágon gáng brytes det vandr- ande svard öch örnarna fállas i flykten; vad váldet má skapa ar vanskligt och kort, det dör som en stormvind i öknen bort. Sigur brást, storminn iægði, og flæmi af borgarrústum ráiægt Stalinallee urðu auðnin dapra, sem ég stari yfir og stormsins orku gleypti 1945. Þótt nokkurra stunda ganga um miðbik Austur-Berlínar væri þá búin að sannfæra mig um, að vana- gangur alþýðulífs, harla vanabund- inn, kynni að reynast álíka bærilegur þarna 1959 og í daufustu vestrænum iðnbæjum, sem ég hef séð, fannst mér ónóg að skynja éngin merki (nema grænklæddu DDR-dátana, sem moraði af) um höfuðstaðarlíf. Frá tómri Stalíns- götu bar mig til hins auða Rauða- torgs, sem frétzt iiafði, að nýbúið var að missa risalíkneski aitt af Stalín. Kvöldið næstliðna höfðu verið þar mikil ræðuhöld yfir lýðn- um, talað ofan af órifnum fótstalli líkneskisins. Nú sá ég þar ekkert tilkomumeira en auðan ræðustól Ulbrichts vcsalings, sem aliir spyrja, livað Rússar nenni lengi að styðja sem lepp. Vinnuklæddur marxisti gengur hjá, sér það á hátterni mínu, að landshornaflækingur sé ég vestan úr álfu, og segir með góðlegu ^spotti: „Þú sérð, góðurinn, að hér er ekkert að sjá, — ekkert að frétta." „Jú, eitthvað er þetta,“ segi ég til að anza nokkru og bendi á úl- brigtskar skrumtilkynningar, sem fokið höfðu af fundarstað í gótu- rennuna nær okkur. Enn hann hristir höfuðið í al- vöru, og augu okkar mætast, ég þykist finna, að sammála gætum við orðið um margt, ef e-kki væri þarna fjarstýrt land. Ég gekk það- an til Vestur-Berlínar. Örlög aff baki, stærri örlög fram undan. Ótvíræðasta óbeina lýsingin á Vestur-Berlín er í fám orðum sú, að það er borgin, sem flesta íbúa austurhlutans langar til, ef frjáis- ir væru. Hvers vegna þá langar, er annað mál og fjölbreytilegra, enda varðar meir austurástandið. Einföld staðreynd er, að milljónir horfa í löngun og ást á hamingju hætt staddrar Berlínar í umsátr- inu. Hvergi kemurðu þar í borgir, að þér mæti meira af glaðlegri festu og öryggi í framkomu fólksins en í Veátur-Bérlín. Við úflén'ding cr Berlín orðhvöt og gestrisin, líkust reyndum heimrborgara, sem ein- angrazt hefur á afdalabýii og íær gesti að garði öðru hverju, tekur þeim djarft, stórmannlega og vel. Þannig hefur miðbik 20. aldar gert hina umgirtu Berlínarbúa minms- stæðasta þjóðarbrot Þýzkalands, a. m.k. fyrir margan gest frá fáfömu eylandi voru. Að öðru leyti er Vestur-Beriíln stórborgarlegust allra staða þýzkra, hvort sem litið er á umferðarhrað • ann á stórgötum, verzlunarlífið eð.t, reisn hins nýja miðbæjar í Tiei - gartdn. Eitt metið, sem hún hefuv sett, er í framhaldsskólanúmi oi; aðsókn að háskólum i bænum Síðustu ár hafa eigi færri en 10» hver piltur og allt að því 12. hvc:t* stúlka lokið þar stúdentsprófi (eð i samsvarandi) í árgangi þess prófe • aldurs (18-19 ára). Hamborg C;T nokkrir fleiri þýzkir bæir sækj’v fram í átt að þessu marki, en lanc j- er, þar til Norðmenn og íslenúine - ar þora að setja mark svo iiáf'. Það er ekki sízt hin vaxandi sé) - hæfing í iðju og öllum atvinnu- stjórnarháttum í Berlín, sem velc - ur, að langflestir þessir stúdenta r geta fengið atvinnu sér við bæ: l" að loknu námi. Lífsformið stÓJ • borg tekur hvergi fyrr á sig i97G • svip en þarna. íbúarnir segja, aif framfaraandinn hafi styrkzt ótrú - lega við þá mannraun, þegar borg • in stóðzt sitt þyngsta próf i um— sátri cjg loftbrúin var. Þá tókst sam stilling allra krafta, kvíði var upp - rættur og sú kenning at’sönnuð,, að stórborg afberi það vart að*- vera króuð áratug og svipt öllur náttúrlegu upplandi. Það talt þeirra minnir á Róm, meðan húr.i þoldi ósigra fyrir Hannibal og varðt- við það borgin ósigrandi. Ég kallaði Berlínarbúa eitt atf þjóðbrotum síns'' kynstofnamargat lands og átti við samkenni, sem* þeir á fám árum hafa eignast, ert eru vart fæddir með. Mig gruna’r að einungis minnihluti þeirra sé- berlínskur að uppruna, allir, seint ég spurði menn, hvaðan væru, reyndust aðfluttir og ’.angfiestií þeirra frá svæðum, 6em lúta nú Pólverjum, eða frá Königsberg,. Fraihh. á 12. síffu TILKYNNING frá Bæjarsímanum ; í Hafnarflrði Vegna undirbúnings nýrrar símaskrár, eruf þeir sem eiga óafgreiddar símapantanir 'viðf stöðina, beðnir að endurnýja þær fyrir 20« janúar 1963, ella skoðast pantanirnar úr gildit fallnar. Endurnýjun fer fram alla virka daga kl. 8—1 21 í afgreiðslu símastöðvarinnar, Strancl-j götu 24. Stöðvarstjórí. ALÞÝÐUBLAÐÍÐ - 13. jan. 1963 Jgkj yz

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.