Alþýðublaðið - 13.01.1963, Blaðsíða 8
é
ER LIFANDI SAM
FÉLAG EN
DAUTT GUÐSHUS
FYRIR þremur árum, var að
ráði biskups, samþykkt á alþingi,
að stofna skyldi nýtt embætti
undir umsjá biskups, er bæri
heitið æskulýðsfulltrúi þjóð-
kirkjunnar. Til þessa starfs var
valinn séra Ólafur Skúlason, enda
hafði hann þegar hafið störf í
þágu æskulýðsmála innan kirkj-
unnar, áður en bókstafurinn var
gerður að lögum á þingi.
Enn í dag er séra Ólafur æsku
lýðsfulltrúi þjóðkirkjunnar, og
þar sem hann hefur bezta yfir-
sýn yfir það, sem kirkjan er að
gera og ætlar að framkvæma í
málefnum æskulýðsins í landinu,
þótti okkur auðráðið að leita til
hans með nokkrar spurningar því
að lútandi.
— Hvert er hlutverk æskulýðs-
fulltrúi í aðalatriðum, séra ÓI-
afur?
— Hlutverk mitt er að mestu
leyti fólgið í að örva samstarf og
auka skilning unga fólksins á
hinni kristnu kirkju. Einnig að
tengja æskuna kirkjunni nánari
böndum, með því meðal annars
að auka hlutdeild hennar í lífi
hvers ungmennis. Eg er fulltrúi
íslenzku þjóðkirkjunnar út á við,
gagnvart svipuðum deildum inn-
an kirkjusamfélaga annarra landa.
Ferðalög eru nokkuð ríkur
þáttur í starfi mínu, ég ferðast á
milli presta og ræði við þá og
helztu áhugamenn hvers staðar
um nánari tengsl kirkju og ung-
menna og skipulegg ásamt þeirn
hvernig slíkt muni bezt gert. Á
sl. þrem árum fór ég t. d. næstum
alveg í kringum landið á ferðum
mínum.
Hvað snertir dreifingu og
gæzlu hjálpargagna við þetta
starf kirkjunnar, þá er það í mín-
um höndum, ég hefi myndir, bæk-
ur og bæklinga, sem notaðir eru.
Starfið heyrir að sjálfsögðu beint
undir biskup.
Séra Ólafur Skúlason.
— Telur þú séra Ólafur, að
starfið hafi borið mikinn ávöxt?
— Jú, það held ég að segja
megi, því a, það eru margir, sem 1
hafa lagt hönd í bagga í hjálpar-
skyni. Eg hef alls staðar fengið
| góðar móttökuh, hvergi vtarið
sýnt tómlæti, og flestir hafa ósk-
i að eftir því að ég kæmi aftur, þar
I sem ég hef farið um skóla, eða
! aðrar svipaðar stofnanir. Eg hef
j fundið á þessum þrem árum, sem
ég hef starfað sem æskulýðsfull-
trúi, hve áhugi manna á meðal
hefur aukizt á æskulýðsstarfsemi
kirkjunnar. Það er vegna þess að
hennar er brýn nauðsyn.
Kirkjan hefur alltaf verið sein
að semja sig að nýjum siðum, og
hún tapaði mjög því hlutverki,
sem hún hafði að gegna á árunum
um og fyrir aldamót, þegar iðn-
væðingin kom, og rót á manns-
hugina, sem höfðu legið í ró um
aldir. í gamla daga fóru allir til
kirkju, vegna guðrækni, og eins
vegna þess. að annað var ekki
að fara í þá daga til að sýna sig
og sjá aðra. En tímarnir breytt-
ust og mannfólkið með, en kirkj-
an stóð nokkuð í stað. Það er
fyrst nú á þessum árum, sem
kirkjan er að byrja að vinna aft-
ur þau ítök, sem hún átti í
hugum alls þorra almennings. Og
vegna þess, að nú er æskan
frjálsari og sjálfstæðari -en fyr-
ir sextíu árum, þá er bezt að
leita til hennar og hjálpa henni
til að skilja á ný, hvað kirkjan
á fyrst og fremst að vera. Kirkj-
an á fyrst og fremst að vera lif-
andi samfélag, en ekki dautt
tákn, sem menn minnast aðeins
einu sinni í viku. Nei, kirkjan er
meira og á að vera meira. Þess
vegna er sú stefna rétt, að byggja
guðshús, sem eru til þess gerð, að
þau geti komið að notum alla
daga vikunnar, en ekki aðeins
hluta úr einum. Ýmis konar heil-
brigð félagsstarfsemi og kennsla
getur orðið ívaf trúarinnar, og þá
um leið nær hún til unglinganna
og fólksins.
Hin nútíma kirkja kemur til
móts við fólkið, hún starfar með-
al þess og þannig verður trúin
eign fólksins.
| Að v'su eigum við mikið starf
fvrir höndum, en í vissu þess, að
kirkian megi verða meðal allra
bá getur okkur ekki vaxið það {
augum. Nú hafa margir prestar
1 tekið þessa stefnu, og hafa nokkr-
ir þeirra þegar komið upp méð
frábærum dugnaði kirkjurækn-
um söfnuðum og öflugu félagslífi
innan þeirra. Þessir pre^tar koma
á móts við fólkið og árangur
þeirra verður bezta kirkjusókn á
landinu.
Kjarni trúarinnar er ávallt
hinn sami, en með breyttum tím-
um hlýtur hún að laga sig eftir
aðstæðum, því aðeins þannig er
hún lifandi samfélag.
Eitt er það mál, sem kirkjan
mun á næstunni beita sér fyrir,
og gerir sér fyllilega ljóst hve
þarflegt er. Það er að hjálpa ung-
um hjónum til að ala upp böm
þeirra á góðan og kristilegan
hátt, og kenna þeim hvernig
svara beri fyrstu spurningum
þeirra, þegar þar að kemur. Með
því að lána ungum hjónum bæk-
ur til aflestrar um þessi efni má
koma miklu til leiðar, og svo
hefur einnig komið til mála, að
stofna hjónaklúbba ungra hjóna,
þar sem nokkur hjón myndu
koma saman tvisvar þrisvar í
mánuði og rætt yrði um barna-
uppeldi og ýmsar leiðbeiningar
gefnar í þeim efnum. Þetta mundi
koma sér vel. Þegar mæður fara
af fæðingardeildum fá þær lít-
inn pésa um hvemig skuli fæða
hið unga barn. En í þeim pésa er
aðeins rætt um hina líkamlegu
fæðu. Við viljum gjarna bæta við
öðram pésa þar sem yrði rætt
um hina andlegu fæðu, og hún er
uppvaxandi manni ekki síður
nauðsynleg,
— Menn eru sífellt að tönnl-
ast á því, hve æskan nú til dags
sé óvönduð og ósiðprúðari en áð-
ur gerðist; henni sé að fara aft-
ur. Hvað telur þú hæft í þessu?
— Unga fólkið í dag er að vísu
frjálslegra en áður tíðkaðist, en
ég veit, að það er þeim ekki til
skaða. Breytingin er í því fólgin,
að tækifærin, sem æskunni bjóð-
ast eru svo miklu fleiri nú en fyrr.
Eg er þess viss, að æskan getur
lært að nýta þessi tækifæri á
réttan hátt, og það á einmitt að
vera verkefni kirkjunnar að stuðla
að því, að hún geri það.
— En hefur ekki eitthvað nei-
kvætt komið í ljós í starfi þinu
sem æskulýðsfulltrúi þjóðkirkjunn
— Jú, vissulega. Þess eru nokk
ur dæmi. Nú fyrir nokkru lagði
ég litla spurningu fyrir rúmlega
100 börn í einum skóla hér í bæn
um. Eg spurði hve mörg þeirra
hefðu farið í kirkju yfir hátiðirn-
ar. Útkoman varð sú, að aðeins
35% barnanna höfðu farið til
kirkju um jólin. Þau höfðu ýms-
ar afsakanir: það var of þröngt
í kirkjunum, fór svo seint að
sofa kvöldið áður, áttaði mig
ekki á því fyrr en hátíðin var
liðin og allar messur um garð
gengnar, fékk svo margar jóla-
gjafir, að ég varð að sinna þeim
o.s. frv.! En, nota bene, í þessi
rilfelli er sökin að miklu leyti hjá
foreldrunum. Hvernig foreldrar
eru það, sem ekki fara með böm
sín til kirkju, svo að þau geti
hlýtt á fagnaðarboðskapinn? Enda
kom það í ljós við nánari eftir-
grennslan, að foreldrar þessarra
bama höfðu engin farið sjálf til
kirkju á jólunum! 65 fjölskyldur
af hundraði fóru ekki til kirkju
á jólahátíðinni. Þetta er hryggi-
leg tala og færi betur að hún
væri ekki sönn.
— Og börnin báru því við, að
það væri of þröngt í kirkjunum?
— Já, það gerðu þau. Nú er það
staðreynd, að kirkjusókn var ágæt
eftir því sem gerizt hér á íslandi
um þessi jól, meira að segja ó-
vanalega mikil. Allar kirkjur
voru troðfullar en samt sátu svo
margir heima. Þetta getur ekki
annað en þýtt það, að það vantar
enn fleiri kirkjur í Reykjavík,
fleiri samkomustaði fyrir kristið
fólk. Það er sárt til þess að vita,
að kirkjur skuli ekki reistar í útS-
hverfunum um leið og þau byggj-
ast. Þá, ef svo væri, yrði hægt
að starfrækja söfnuð frá grunni.
kyrra rótið í hugum fólksins og
bókstaflega venja það á að sækja
kirkjur.
Fyrir ekki löngu síðan ferðað-
ist ég um Suðurnes og lagði þá
ýmsar spurningar fyrir nemend-
ur í gagnfræðaskólum þar. Með-
al þeirra spuminga sem ég
spurði, var þessi: Hvers vegna
sækir þú ekki kirkjur? Svörin
voru ákaflega misjöfn. Sumum
þykir skemmtilegra að fara eitt-
hvað annað. sumir nenna ekki að
fara svo snemma á fætur á sunnu
dagsmorenum. hafa verið að
skemmta sér kvöldið áður, og svo
eru bað beir briðiu, sem segjast
ekki fara til kirkju, vegna þess
að það sé svo langt síðan þeir
hafi farið. beir kunni hálfpartinn
ekki við að vera að byrja á því
aftur. Nóg að fara bara einu
sinni á ári.
Það er táknræn dæmisagan,
sem sára .Takob sagði eitt sinn
um kirkiugöngu: í gamla daga
fóru menn einu sinni í bað á ári,
o" bað var iafnan heilmikið fyr-
irtæki. Nú fara flestir oft í bað
og þvkir ómöcnilegt að sleppa úr.
Eins er bað með kirkjusóknina.
Það er heilmikið fyrirtæki, að
fara til kirkiu einu sinni á ári,
en — ef bú ferð oftar, þá muntu
sjá, að bað er ómissandi og þér
sem hélzt big trúlítinn mann,
mun þvkia fyrir því er fellur ntð-
ur! Braudur.
RÆTT VIÐ ÆSKULÝÐS-
FULLTRÚA KIRKJUNNAR
8 13. jan. 1963 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ