Alþýðublaðið - 13.01.1963, Blaðsíða 12
Á JÓLADAGINN fæddist
Frakki nr. 1 milljarður. Þessi stað
hæfing er byggð á sögulegri rann-
sókn allt til ársins 843, þegar
Frakkland varð raunverulega til á
stjórnarárum Karls mikla. Er álit-
ið, að á þessu tímabili hafi fæðst
einn milljarður frakkneskra
manna.
Hinn hamingjusami, ungi, fran-
ski borgari er sonur iðnverka-
manns í Norður-Frakklandi og ber
nafnið Nichek Desmazleres. Guð-
feður hans voru leikstjörnurnar
Fernandel og Maurice Chevaljgr.
Auk þessa heiðurs fékk hahh-
margar verðmiklar iólagiafir. ^ ~
Duff og Mckay, komið hingað, — ég ætla . .Ég vil vita hvað Brow tekur sér fyrir hend — Og þegar Lemmy fer frá Brown banka
að tala við ykkur. ur — Duff, þú hlustar á símann hans, og þú '"stjóra einum t'íma síðar . . . .
já? MeKay njósnar um villuna hans.
fsland og Berlín
Frh. af 5. síðu.
sem Rússar hafa gert að Kalinit;-
grad. Það, sem bezt festi í minni
mér berlínsk meginauðkenni m:ð
tali sínu og viðbrögðum, var eir,-
mitt þetta landræka fólk af öllum
stéttum, skýrmælt, sköruiegt og
með enn stærri örlög framnndan
en að tíaki sér. Af fólki flúnu úr
DDR hlaut ég aftur á móti engin
kynni 1959.
Berlín andspænis Bonn og
andspænis íslandi?
Engi'nn Berlínarbúi vill sam-
sinna því, að líklega geri einangr-
un borgina seinast ófæra til að
flytja út iðnaðarvörur, þá verði
atvinnuskortur og borgin læmist
að mestu til Vestur-Þýzkalands eða
til landnáms enn fjær. Þetla er
þó víða talað meðal alþýðu í Vest-
ur-Þýzkalandi og einkum sagt, að
vonleysi munin grípa Berlín, ef úr-
skurður félli, að Bonn skuli um
aldur verða höfuðborg ríkisirifi,
ekki Berlín.
Austanflúin kona járnbrautar-
verkamanns í Göttingen vildi sem
flest vita um ísland og sagði við
mig: „Eins og er finnst mér vel
skipt, að Vestur-Berlín sé 2 millj-
ónum mannfleiri en ísland. En
ef Berlín, sjálf höfuðborgin, missir
trú á sig og sitt hlutverk, þá verður
útflutningur bæði þaðan og héðan;
þá getur ísland þurft að sætti sig
við að verða 2 milljónum mann-
fleira en Berlín gamla verður."
Mér hnykkti við orð þessarar
lífsreyndu konu, kæmi ekki á ó-
vart að hitta niðja liennar í starfi
á íslandi fyrir 1980 — og hefði
ekkert á móti því. Mér hnykkti að-
eins af því, hve nútíðarflutningar
eru hugsaðir í stórum stíl eftir
reynslu þessa flóttafólks, ekki í
fáeinum þúsundum, sem getur veJ-
ið æs.kilegur skammtur í margt
þróunarland, heldur í milljónum
á milljón ofan. En þarna er efni í
umræðu litt skylda grein minni.
Þótt um Evrópustríð sé ekki að
ræða né kreppulíkur neinar, geta
aðrar sveiflur gerzt fyrir aldamót,
sem stýra örlögum „eyjanna"
Berlínar og íslands, beggja í sama
kasti. „Örlög velta á hending
tveggja handa, hart slá nomir vef
og þræði blanda." Utan Norður-
landa mun varla nokkur smáþjóð
eða sjálfstjórnarborg koma ís-
lendingum jafnmikið við og þéssi,
unz samkomulag næst um hlut-
verk hennar í sameinuðu Þýzka-
landi. Og ávallt mun þar loga ar-
inn djúpstæðrar menningar.
Björn Sigfússon.
Viðvörun
'k New York. Bandaríkjamtnn
hafa tilkynnt ríkjum, sem þeir
veita aðstoð, að þau geti átt það
á hættu, að missa hana, ef skip
frá þeim flytja vöru til Kúbu.
Bandaríkjamenn hafa ráðgast við
bandamenn sína í NATO og lat-
nesku Ameríku um hömlur á
ferðir skipa til Kúbu. Þessar að-
gerðir hafa verið í undirbújiihgT
síðan fyrir Kúbu-deiluna í októ-
ber.
Eggert Stefánsson
Framh. af 2. bls.
bragð hans og ytra útlit, ásamt
þrautþjálfaðri rödd, færði öllum
viðstöddum, hvort sem þeir báru
kennsl á manninn eða ekki, heim
sönnun þess, að hér hafði enginn
meðalmaður riðið til þings. Ókunn-
ugir máttu gjörla sjá, að hér fór
miðaldra maður, sem allt sitt líf
hafði þráð að lifa þessa helgu
stund. Kunnugir vissu, að hér fór
,s,ánnur ættjarðarvinur og einn af
beztu sonum íslands. Á fullveldis-
öf! “stálfstæðismálin leit Eggert
Stefánsson ávallt sem heilög vé.
Eggert Stefánsson andaðist í
Échio á Ítalíu hinn 29. desember
sl. Þar verður hann jarðsettur, en
á morgun fer fram minningarat-
höfn um hann í Dómkirkjunni.
Ættjörð Eggerts Stefánssonar
fær ekki að geyma jarðneskar
leifar hans. En á ættjörð hans
verður geymd minning um hinn
mikilhæfa listamann, andríkan rit-
höfunch og háttprúðan mann. —
Merkið stendur, þótt maðurinn
falli.
J. P. E.
|2 13- ian- 1963 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Bourguiba
i þjóðþinginu
i T únis
ÞAÐ ER ákveðið, að málverki
af forseta Túnis, Bourguiba, verði
komið fyrir í fundasal túniska
þjóðþingsins.
Brezki málarinn, Graham Suther
land, hefur með ánægju fallizt á
að gera málverkið af forsetanum.
Áður en hann byrjar Verkið, vill
hann átta sig á viðfangsefninu
: heima í London. í sambandi við
þessar athuganir lagði hann þá
spurningu fyrir forsetann, í hvers
konar arabiskum búningi hann
vildi vera á málverkinu.
„Meistari", ■ svaraði Bourguiba,
„auðvitað vil ég vera í óaðfinnan-
legum dökkum fötum. E^ er alinn
upp í Frakklandi, og mér finnst ég
að öllu leyti tillieyra vestrænni
menningu. Af þessum ástæðum
væri það hlægilegt, ef ég léti gera
málverk af mér í Araba-búningi.“
Lof um
Framh. af 4. síðu
alveg rétt að segja, að hún sé
sérstaklega falleg, en liún hefur
bað, sem áður kallaðist „sálarfeg-
urð,“ sem speglast ekki hvað
minnst í hinum djúpu, hyldjúpu
rugum hennar með voldugum
iramatiskum þrótti og sterkri til-
finningalegri útgeislun. Það væri
illa farið, ef sænskir áhorfendur
fengju ekki tækifæri til þess að
kynnast Kristbjörgu Kjeld og „79
af stöðinni." Undir myndinni a£
Kristbjörgu Kjeld, sem fylgir
greininni, stendur: Nýtt andlit í
evrópskri kvikmynd. Stórfeng-
lega, íslenzka leikkonan Kristbjörg
Kjeld í hinni merku íslenzku kvik
mynd „79 af stöðinni.”
Stockholm Tidningen segir í
stórri fyrirsögn, sem nær yfir
alla síðuna: „ísland hefur aldrel
gert eina einustu lélega kvik-
mynd, því má þó bæta við, að ís-
lenzka kvikmyndafélagið Edda-
Film hefur aðeins gert eina kvik-
mynd og hún er góð.” Kvikmynd-
in er allt í gegn listræn og túlk-
ar það, sem er svo áberandi á ís-
landi nútímans, bilið milli hins
gamla og nýja tíma. Það er ís-
lenzkt drama, sem verkar ekta.
Gagnrýnandi Dagens Nyheter í
Stokkhólmi, segir, eftir að hafa
séð hana, án skýringartexta í kvik
myndaverinu í Kaupmannahöfn:
„Eg skildi tæpast nokkuð orð, en
leikurinn var svo skýr, að það
var auðvelt að fylgjast með að-
eins af myndunum. Leikararnir,
sem allir, allt niður í minnstu
hlutverk, eru frá Þjóðleikhúsinu
í Reykjavík, gera tæpast nokkur
mistök. af því sem leiksviðsleik-
arar gera gjarna í byrjun, frammi
fyrir kvikmyndinni. Þeir hafa
fullt vald yfir túlkun sinni og and-
lit þeirra vekja athygli. Víð kvik-
myndahúsin í Svíþjóð segir höf-
undurinn: Kaupið kvikmyndina til
sýninga í Svíþjóð !