Alþýðublaðið - 29.01.1963, Side 2

Alþýðublaðið - 29.01.1963, Side 2
 Qtinjorar: (• 'Jx J. Astþórsson (áb) og Benedikt Gröndal,— Aðstoðarritstjóri CJfrgvln G 'ðmundbson. -- Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmansson. — Símar: E j900 — 14 Í02 — 14 903 Auglýslngasími: 14 906 — Aðsetur: Alþýðuhúsiö. — Prents" iíja AlþýðublaöFms, Hverfisgötu 8-10 — Askrlftargjald kr. 65.00 C zuánuði. >. iausasóiu kr. 4 00 eint. Otgefandl: Alþýðuflokkurinn t b l Háöung / Hafnarfirði í 3 KH4FA ALÞÝÐUFLOKKSINS í Hafnarfirði um nvjar kosningar til að greiða úr flækju bæjar- t nálaitna hefur sýnilega haft snögg áhrif.-Hinir ó- samlyndu herrar í Framsóknar og Sjálfstæðisflokk 'a^tuna eru augljóslega hræddir við dóm kjósenda ym orf sín. Þeir brjóta fyrr odd af offlæti sínu en að 'láta fram fara nýjar kosningar. Þess vegna hafa jþeír skriðið saman enn einu sinni, í þriðja sinn á fátirn mánuðum, og standa nú saman um að forða sé;. : rá dómi bæjarbúa. Þetta er háðuleg saga, sem er að gerast í Hafn- arírrði, og sýnir harla einkennilegt pólitískt ástand $Hnan Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar. Þarf PfcUiiar ekki að efast um, að öll áhrif framsóknar- P EUaiina á bæjarmálum í Hafnarfirði hafa orðið til f vdxidræða í seinni tíð. f J '7onandi verður þetta órólega ástand stjórn- f Budanna ekki bænum til tjóns, þótt mikil hætta sé | { <o svo reynist. ; Tæknimennfun í GYLFI Þ. GÍSLASON menntamálaráðherra €i«kiur í grein hér í blaðinu rætt um nauðsyn þess, aö tæknikennsla verði efld. Hefur hann þar hreyft feinu alvarlegasta hagsmunamáli, því án tækninn- oi' mun þjóðin aldrei geta lyft Jífskjörum sínum c-ins og hún hefur hug til. Þýðir ekki að treysta á ■ úskara og gerfimenn, eins og gert hefur verið í allf of ríkum mæli, enda hefur það valdið tjóni, sem i kynt verður fullmetið. i Hér er ekki aðeins nauðsyn verkfræðinga, fúeldur er skortur á tæknifræðingum mun meiri og i yvður að leggja mikla áherzlu á fjölgun þeirra, l h&ði með aukninni menntun innan lands og utan. Þtt þarf að gefa verkafólki í hinum ýmsu greinum þjóðlífsins kost á að afla sér sérþekkingar, sem krafizt er í vaxandi mæli til hinna ólíkustu starfa. tvfaður án einhverrar sérþekkingar hefur mjög • •4<markað vinnuval. Til þess að gera slíkt val Junhæft, sérstaklega fyrir ungt fólk, er nauðsyn Uii halda sem flestum leiðum opnum til tækni- ynntunar. ' Auk þessarar almennu þarfar er skortur hinna iginlegu tæknifræðinga brýnasta vandamálið á ■ssu sviði — vandamál sem finna verður á skjóta Vanrækt börn - og almenning íusn. ■ C. ÉG ÓTTAST að við séum of tóm íát um þau mál, sem snerta aðbún- að að börnum, að það fari fram hjá okkur ef fólk verður uppvíst að misþyrmingum eða/og vanrækslu á börnum. Þetta er mjög hættulegt, því að þó að lög ákveði hegningar, þá er það þýðingarmikill þáttur í uppeldi þjóðarinnar, að misfellur og vanræksla sé rætt um opinber- lega, dregnir af ví lærdómar, en síðan taki dómararnir við og dæmi samkvæmt landslögum. ÉG GEBI ÞETTA að umtalsefni í dag vegna tveggja mála, sem bæði eru í fersku minni: Lögregl- an fann dreng seint um kvöld með kisu sína í poka. Faðir hans liafði skipað honum að fara með liana, setja stein í pokann hjá henni og henda síðan í sjóinn. Kona vakn- aði við barnsgrát um nótt og leit út um glugga sinn, sá hún þá um tveggja ára barn á götunni, sem grét og kallaði á mömmu sína. , FÁTT HEFUB VEEIÐ sagt um þessi mál. Engin skýring hefur ver ið gefin á því seinna önnur en sú, að móðirin hafði farið frá barninu sofandi um miðnætti, beðið mann í kjallaranum að „hlusta“ eftir barninu, og síðan verið burtu í fjóra tíma. í raun og veru hefði þurft að rannsaka þessi mál ná- kvæmlega, skýra opinberlega frá aðstæðum öllum og atburðum, draga ekkert undan og birta máls Dætur alveg eins og sök, ef um málsbætur hefur verið að ræða. VITANLEGA LÝSIB það tak- markalausu ábyrgðarleysi að yfir- gefa tveggja ára sofandi barn og biðja mann í kjallara að „hlusta“ eftir því, en dvelja svo af lieimili sínu um nftðja nótt tímum saman. Hvar var íbúð konunnar í húsinu? Hvernig var læsingin að íbúðinni? Hvar var konan? Svaf kjallarabú- inn og sofnaði hann út frá „hlust- uninni?“ — Það er nauðsynlegt að fá að vitæ þetta, ekki til þess að seðja forvitni fólks, heldur til þess að kenna okkur öllum hvernig við eigum að lifa. ÉG HEF á liðnum áratugum les- ið fjölda greina í erlendum blöðum einmitt um svona mál. Ég vil til dæmis geta þess, að dönsk blöð skilja ekki við neitt slikt mál fyrr en þau eru að fullu og öl)u upp- lýst. Það er til dæmis hugsanlegt, að barn fari úr íbúð sinni og frá foreldrum sínum um nætui' án þess að nokkur verði var yið. Það rangl ar út, jafnvel sofandi — og þó að segja mégi að það eigi að ganga frá iæsingum þannig, að börn geti ekki, jafnvel sofandi, komist út, þá tel ég töluverðar málsbætur fyrir hendi, ef atvik eru þannig. EN UM ALGEBA SOK er að ræða, ef foreldrar yfirgefa börn sín kornung um miðjar nætur og dvelja lengi burtu, jafnvel þó að þau biðji einhvern í kjallaranum að „hlusta“. — Ég veit ekki ná- kvæmlega hvernig lagaákvæði eru í slíkum málum, en þung viðurlög eru fyrir misþyrmingar eða van- rækslu. Mig furðar á því, að blöð skuli ekki fylgja betur eftir rann- sókn þessara mála. Það er nauðsyn- legt að þau geri það — vegna al- mennings. Hanncs á horninu. ÖVEDURSKÝ YFIR NORDUR-AFRlKU Sambúð Túnis og Alsírs er, stirð um þessar mundir og hefur Hassan II. Marokkókonungur ákveðið að bæta samskipti ríkjanna.Samskipt in hafa versnað vegna þeirrar stað hæfingar Habib Bourguiba, for- seta Túnis, að Serkir hafi verið við riðnir samsæri þáð, sem honum var sýnt nýlega. Það er utanríkisráðherra Hass- ans Marokkókonungs, Ahmed Belafrej, sem á að reyna að kema á sáttum, en það var honum faiið að gera eftir að Hassan konungur hafði komizt að þeirri niðurstöðu, að fara yrði þessa leið vegna innar spennu í sambúð Alsir og Tújnis. í stjórn;arskrá Marokkó sem nýlega var lýst yfir, hefur konungurinn heitið að vinna að sameiningu Norður-Afríku („Magh reb“) Istiqial-flokkurinn í Marokkó, sem er íhaldssamur, hvatti konuug nýlega til að stíga þetta skref til þess að bjarga hugsjón um ein- ingu Norður-Afríku úr þeim alvar legu ógöngum, sem hún er nú kom in í. _ Nýlega var f ulltrúum flokks ins vikið úr ráðuneyti konungsias, Blað Istiqial-flokksins heldur því fram, að ekki miði áfram í rétta átt til einingar Maghreb og leið- togar þjóðarinnar breyti ekki i samræmi við óskir þjóðarinnar og sameiginlega hagsmuni hennar í framtíðinni. Ýmis önnur óveðurský eru.yfir Norður-Afríku um þessar mundir. M.a. styður Túnis sjálfstæði Mári- taníu en það land gera Marokkó menn kröfu til. Serkir neita að við urkenna „eðlileg og söguleg landa mæri Marokkó." Þá ríkir enn ólga vegna árásar alsírskra hermanna á Marokkómenn í hinni umdeildu miðstöð Tindouf í Sahara í sumar. Loks hafa Serkir nýlega tekið fjandmönnum Túnisstjórnar opn- um örmum. Það veldur stjórninin í Rabat miklum áhyggjum, að samskipti stjórnar Alsír og vinstri sinna í stjórnarandtöðu í Marokkó gerast æ nánari, og til þessa vandamáls verður hún að taka afstöðu áður en langt um líður. Nýlega fór sendinefnd foringja lir stjóinar- andstöðu, þar á meðal kommúnista til Algeirsbofgar að taka þátt í námskeiði um „iðnvæðingu Magh- reb.“ Alsírska stúdentasambandið efn ir til námskeiðsins, og í marokko- önsku sendinefndinni var enginn háttsettur fulltrúi stjórnarinnar. ÁNGLIA Á næstunni verður stofnaður bridgeklúbbur innan félagsins Anglia. Þeir meðlimir félagsins, sem áhuga haía á þátttöku, eru beðnir að' hafa samband við frú Doris Briem á morgun milli kl. 1 og 2 éftir liádegi í síma 38226. z , 29. janúar 1963 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.