Alþýðublaðið - 29.01.1963, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 29.01.1963, Qupperneq 4
RÆÐUR HATTA TÍZKU Þýzka leikkonan María Sch- ell er sög5 hafa mikil áhrif á liattatízkuna í Þýzkalandi. Ný- lega birtist hún með þennan glæsilega vorhatt á hattasýn- ingu í Kóln i Þýzkalandi, og \^kti þar að sjf 'ícgðu verð- slculdaSa aðctáun viðstaddra. María Schell «r einhver vin sælasta leikkonan í Þýzka- landi um þessar mundir, og fer vegur l’ennar æ vaxandi. ísleadingum er l;ún að góðu kunn því marcar kvikmyndir, sem hún hofur leikið í hafa verið sýndar í kvikmyndahús- um hér. 7. febrúar ER HAB-DAGUR ( .’. . og vinningurinn er Taunus FRYSTINGARTÆKJUM ÞRIÐJUDAGINN 15. 'janúar 1963 flutti Hákon Guðmundsson hæsta-; réttarritarl erindi um ættleiðingu ! á fundi Kvenréttindafélags íslands. Svo sem vænta mátti, var erindið mjöð fróðlegt, og f jallaði það bæði um sögulega og lagalega hlið máls; ins. Enn fremur um ættleiðingar í reynd og gaf hann upplýsingar um það, hversu mjög ættleiðingum hef ur fjölgað undanfarið. Að erindinu loknu urðu miklar umræður og mörgum fyrirspurn- um beint til fyrirlesara, sem gaf við þeim greið svör. Allar ræðu- konur voru á einu máli um það, að draga bæri mjög úr ættleiðing- um, þar sem þær væru varhuga- verðar af ýmsum ástæðum, en aft- ur á móti ætti að stuðla að því, að fósturforeldrum og fósturbörnum væri tryggður meiri réttur að lög- um. Brýn nauðsyn var talin að breyta ættleiðingarlögum og þá al- veg sérstaklega því ákvæði, að að- eins þyrfti samþ. annars foreldr- is tjl ættleiðingar, þess, sem for- ræði bamsins hefur. Eins og nú er, getur ógift móðir ráðstafað bami isínu eftir vild, þar sem hún hefur 1 foreldravaldið að lögum. Sama er að segja um það fráskilinna hjóna, sem forræði bamanna hefur fengið' við skilnaðinn. Stjúpfeður ættleiða þannig oft böm eiginkvenna alnna án samþykkis eða vilja föðursins. Töldu konur slíkt hina mestu ó- hæfu. Ömiur helztu atriðl, sem komu fram í umræðunum, voru þeasi: a) Óleyfilegt ætti að vera að ráð- stafa ófæddu barni til ættleið- ingar. b) Nauðsynlegt þarf að rera, að foreldrar geri sér fulla grein fyrir því, áður en þeir sam- þykkja ættleiðingu barns síns, liversu afdrifarík og alvarleg sú ákvörðun er. c) Setja þarf á stofn einhvers kon- ar nefnd eða stofnun, sem for- eldrum væri skylt að snúa sér til, áður en beiðni um ættleið- ingu fer fram, ef þeir vildu gefa barn sitt. d) Tryggja þarf, að félagslegar á- stæður eða fátækt verði ekki til þess að knýjá konu til að gefa bam sitt. e) Glögg ákvæði þarf að eetja um það, hvort erlendum ríkisborg- urum sé heimilt að ættleiða ís- lenzk böín og ílytja þau úr Iandi. f) ’Endurskoða þarf öll ættleiðing- arlögin og setja jafnframt ný lög um fósturrétt, er tryggi fósturforeldrum rétt til þess að þurfa ekki að láta af hendi fóst- urbam að geðþótta foreldra barnsins eða annarra ættingja. Fram kom einnig í umræðunum, að það ætti að vera siðferðileg skylda kjörforeldra að segja kjör- barnl sínu innan viss tíma, hverjir eru kynforeldrar þess, svo að barn- ið þurfi ekki að frétta það á annan og óþægilegri hátt. Þá þóttu þa'ð kynleg ákvæði í lögum um ættleið- ingu, að kjörforeldrar gætu skilað barni, eem þeir hafa ættleitt, e£ fram kæmu einhverjir vankantar 6 barninu. Engu síður þóttl það Framli. á 13. fiita GUÐMUNDUR Jörundsson, útgerð armaður, kallaði fréttamenn á sinn fund síðastliðinn sunnudag og skýrði frá umfangsmiklum breyt- ingum, sem nú mtmu gerðar á tog- aranum Narfa. Narfi hélt héðan aðfaranótt mánudagsins til Grimsby, en þar mun hann selja afla sinn, og taka um borð frystitæki, sem sett verða í hann í Þýzkalandi. Breytingin á Narfa er í því fólgin, að aflinn verð ur nú heilfrystur um borð í skip- inu, í sérstökum frystitækjum, síð- an gcymdur í fiskilestinni, sem nú verður breytt í frystilest. Aflinn verður svo seldur tveim fisklðnað- arfyrirtækjum í Englandi, en ekki á uppboðsmarkaði, eins og tíðkast hefur til þessa. Guðmundur Jörundsson sagði, áð síðustu togaramir, sem byggðir voru fyrir íslendinga, hafi verið smíðaðir sérstaklega fyrir mikið aflamagn af fjarlægum miðum, enda voru þeir byggðir meðan land burður var af karfa af miðunum við Nýfundnaland. Aflinn á þeim slóðum brást síðar, og þá var að athuga, hvernig hægt væri að nýta það litla aiflamagn, sem fyrir hendi er. Guðmundur kvað reynslu Breta af j,Fairtry“-verksmiðjutogurunum ekki vera sem bezta. Vörugæðin hefðu ekki reynzt eins mikil og búizt hefði verið við, og væri þró- unin nú í þá átt, að aflinn væri heilfrystur um borð í skipunum, og gæ.fi það mjög góða raun. Á síðastliðnu ári var tekin í notkun erlendis ný gerð af elek- tróniskum þýðingatækjum, sem þýða þykkar fiskblokkir á skömm- um tíma. Þungatap með þessari að- ferð er aðeins 1—2%, en fari þíð- ingin fram í lofti eða vatni, verður þungatapið 8—10%. Breytingin á Narfa verður sú, að byggt verður yfir alla bakborðs- hliðina frá hvalbak og aftur á báta pall. Undir þessari yfirbyggingu verður síðan komið fyrir 6 frysti- tækjum (11 plötur í hverju). Hvert frystitæki tekur 500 kíló af fiski 1 og tekur frystingin 2 klukkustund- :ir og 40 mínútur. Fiskblokkirnar munu vega 48 kíló fullfrystar. Þeg- ar fiskurinn er fullfrosinn í tækj- unum er heitu gasi hleypt inn á þau til að losa blokkirnar. Með olíu- þrýstingi er botn tækjanna síðan látinn síga niður í frystilestina, þar sem stöðugt verður 28 stiga frost. Frystilestin á að taka 300— 320 tonn af fiski, og afköst tækj- anna eiga að vera 11 tonn á sólar- hring. Ef nægilega aflast, þá á að vera hægt að frysta í skipið á 16 dögum. Ráðgert er að öll veiði- ferðin taki 34 daga, er þá einnig reiknað með sölu erlendis og sigl- ingum að og frá landinu. Ætti því að vera hægt að fara 10 ferðir á ári. Ráðgert er að helmingur áhafn- arinnar verði eftlr hér í Reykjavík í hvert skipti. sem siglt er með afl- ann. Guðmundur skýrði fréttamönn- um frá því, að hann hefði gert jsamning um sölu afla skipsins í eitt ár fyrir verð, sem er 2,5 sinn- um hærri en það verð, sem fæst ' á íslenzkum markaði fyrir fiskinn. Aflann kaupa fyrirtækin Ross og Birdseye. Gert er ráð fyrir að byrjað verði á breytingunum 4. febrúar og ann- ast þær fyrirtækið Max Sieghold í Bremenhaven. Á þeim að verða lokið innan tveggja mánaða. Guð- mundur gerir ráð fyrir, að breyt- ingarnar muni kosta um 11 millj- ónir íslenzkra króna, og hefur hann fengið ríkisábyrgð fyrir láni úti í Þýzkalandi að upphæð 970 þúsund mörk. Ekki taldi Guðmund- ur ólíklegt að ef þessar breytingar gæfu góða raun, yrði fleiri islenzk- um toguruin breytt á sama hátt. Ýmislegt er talið að muni spar- ast við þessar breytingar. Veiði- dagar munu verða fleiri, olíukostn aður sennilega minni, og einnig sparast veiðarfæri ,því nú verður aðeins annað trollið notað. Guðmúndur taldi, að nú værl ekkert því til fyrirstöðn, að hægt væri ag sækja á mið í heitari sjó, þar sem fisksæld er mikil, en við íslendingar höfum ekki getaff nýtt þau nema til veiða í salt. Þess má geta að lokum, að áhöfn Narfa verður jafnfjölmenn fyrir og eftir breytinguna, 31 maðnr Skip* stjóri á Narfa er Helgi Kjartans- son. 28,5 millj. tonn Notkun tilbúins áburðar í heiminum hefur fjórtánfald- azt frá því um síðustn alda- mót, segir í skýrslu frá Mat- væla- og landbúanðarstofn- un Sþ (FAO). Árið 1904-05 voru notuð bringum 2 milljón tonn af tilbúnum áburði, en 1960-61 var magnið komii upp í 28,5 milljón toan. Aukningin hefur orðið lang- mest í löndum með ttltölu- lega Iítið magn af tilbúnnm áburði t.d. Indlandi, Pakist- an, Brasilíu og Arabíska sa*a- bandslýðveldinu. NARFI BÚINN HE 4 29. janúar 1963 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.