Alþýðublaðið - 29.01.1963, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 29.01.1963, Qupperneq 5
i EINN af dómurum við dómstól Efnahagsbandalagsins í Luxem- burg skýrir frá því í Arbeiderblad- et fyrir nokkru, að dómstólliiyi hafi þegar haft til meðferðar nokk- ur mál, br snerta ólöglega starf- semi fyrirtækjasamtaka á markaðs svæði Efnahagsbandalagsins. Dóm- arinn, A .M. Donner, sagði að kola- framleiðendur í Þýzkalandi hefðu haft sameiginlega söluskrifstofu fyrir kolasölu og kola- og stálsam- Steypan hefði talið að þar hefði verið um samtök að ræða, er stríddu gegn Rómarsáttmálanum. Málið hefði komið fyrir dómstól EBE og dómstóllinn komizt að 'þeirri niðurstöðu, að söluskrifstof- an væri ólögleg og kolaframleið- endum fyrirskipað að leggja hana niður.Annað dæmi nefndi hann, er snerti þýzku járnbrautirnar. Þær höfðu um langt skeið flutt Ruhr kol til þýzkra iðnfyrirtækja fyrir lægra verð en gilti við kolaflutn- inga í Frakkland. Hafði þetta í langan tíma stórlega bætt aðstöðu þýzka iðnaðarins í samkeppninni við þánn franska. Þýzku járnbraut- irnar Héldu þessum ódýru kolaflutn ingum fyrir þýzka iðnaðinn áfram eftir að EBE var stofnað og málið kom fyrir dómstól bandalagsins. Taldi dómstóllinn að þarna væri um verðmismun að ræða er bryti í bága við ákvæði Rómarsáttmál- ans og þýzku járnbrautirnar urðu að setja upp sama verð fyrir kola- flutninga hvar sem var á markaðs- svæði EBE. Ýmsir eru í vafa um það, að unnt verði að koma í veg fyrir samtök stórfyrirtækja á hinum sameigin- lega markaði og telja að erfitt muni verða að hefta ólöglegar að- gerðir hinna voldugu hringa. En dómararnir við dómstól EBE eru á öðru máli. A. M. Donner segir í viðtalinu við Arbeiderbladet, að það séu meiri líkur til þess að Efnahagsbandalaginu muni takast að hefta ólöglega starfseml stórfyr- irtækjanna, heldur en ríkisstjóm- um einstakra landa. Donner kveðst þess t. d. fullviss, að vestur-þýzka ríkisstjórnin hefði aldrei bannað hina eameiginlegu söluskrifstofu kolaframleiðenda í Ruhr á sama hátt og Efnahagsbandalagið gerði, þar er atvinnuveitendumir í Ruhr hefðu svo mikil pólitísk áhrif í Vestur-Þýzkalandi. Einstakar ríkis stjórnir óttast pólitískar afleiðing- ar ráðstafana, sem stefnt er gegn stórfyrirtækjunum, en engin slík pólitísk sjónarmið komast að hjá dómstól EBE, segir Donner í við- talinu. Hins vegar víðurkennir dóm arinn það, að enn sé erfitt fyrir Efnahagsbandalagið að beita sér gegn hinum stóru alþjóðlegu olíu- hringum. En dómarinn bætir því við, að ætlun EBE sé að gera sam- komulag við Bandaríkin, sem gera muni dómstól EBE kleift að taka fyrir mál, er snerta starfsemi hinna stóru olíuhringa Ameríku. Mörg ríki hafa sett lög, sem koma eiga í veg fyrir að fyrirtækja samtök misnoti aðstöðu sína á rparkaðnum. Það gengur misjafn- lega vel að framfylgja slíkum lög- um. Hollenzki dómarinn, sem sæti Framh. á 14. síðu Mynd af Llyod George Það hefur verið ákveðiiS j að setja upp stóra líknoskju j| al David Lloyd George, seip j var forsætisráðherra Breta j, 1916-1922 í anddyri brez^a j þingsins. Mvndhöggvarinn i; Dii Nimtsch er að ganfea trá | líkneskjunni og sýnir mynd- in hann að starfi Þetta er stór ííkneskja, hálft áttuuda fet á hæð og gerð úr eir. ALÞYÐUBLAÐIÐ - 29. ianúar 1963 Q Að ná árangri í astum FRANSKA leikkonan Dany Saval kom nýlega til frumsýningar á nýjustu kvikmynd sinni, „Hvern íig á að ná árangri í ástum“ á dálítið ný- stárlegan hátt. Hún kom sem sagt í „salatfati“, þ. e. a. s. lögreglubíl, til sýningarinnar og með tvo fíleflda lögregluþjóna að fygldarmönnum. Hlíf fær i 5% hækkun VERKAMANNAFELAGIÐ HLIF í Hafnarfirði hélt mjög fjölmennan fund fimmtudaginn 24. janúar I Góðtemplarahúsinu. Á fund þennan höfðu verið boðn ir allir bæjarfulltrúar í Hafnarfirði og bæjarstjóri til umræðu um at- vinnumáíin í bænum. Er það fastur liður í starfi Verka mannafélagsins Hlífar að fyrsti fundur félagsins á nýbyrjuðu ári sé helgaður atvinnumálum staðar- ins og bæjarstjóm og bæjarstjóra boðið íil umræðna. Á fundinum skýrði formaður frá því,að Vinnuveitendafélag Ilafnar- fjarðar hefði gert Verkamannafé- laginu Hlíf tilboð um að hækka allt kaup verkamanna frá og með 24. janúar s.l. (tímakaupsmenn) um 5% og í, frystihúsum og við höfn- ina verði greitt helgidagakaup eft- ir hádegi á laugardögum. Voru fundarmenn allir sammála um að taka þessu tilboði, enda ekki um samning að ræða og Hlíf óbundin til aðgerða, ef þörf krefur. í fundarlokin var samþykkt til- laga um að athuga möguleika á sameiningu verkalýðsfélaganna í Hafnarfirði. Framsögn af hálfu stjórnar Hlíc- ar hafði Hermann Guðmundsson og lagði að máli sínu loknu fram eftirfarandi tillögur frá stjórninni, er að umræðum loknum voru sam- þykktar einróma: „Fundur haldinn í Verkamanna- félaginu Hlíf fimmtudaginn 24. jan. 1963, telur að leggja beri áherzlu á eftirfarandi atriði til aukningar atvinnulífinu í bænum: 1. Hafnargarðarnr verði fullgerð'* ir. Gerð verði smábátahöfh, aU» .hafnasvæði og bryggjur, er hæía smábátaútveginum. 2. Öll skilyrði til löndunar og los - unar vélbáta sem stærri skipa verði stórbætt og beitt aitkinnil tækni og fullkomnari tækj ím. 3. Byggðar verði stórar yöru - geymsluskemmur við höfn na. 4. Vélbátaflotinn verði aukini mefí bátum af hentugri stærð il atf afla hráefnis fyrir frystihú; in 0£C til síldveiða. 5. Hráefni sjávarútvegsins verðl gernýtt, bætt skipulag á vmnu :i frystihúsum, aukinn verksmiði < u kostur, og bætt við nýjum Jverí unaráðferðum. 6. Gatnagerð verði stóraukin gö ■ ur byggðar úr steinsteypi i ef .i malbikaðar. Bærinn kom upp fullkominni steypustc ð of grjótnámi. 7. Kannaðir verði allir möguleikí.'l, á lagningu hitaveitu til H< fnai - fjarðar frá Krísuvík. Þá veröl hafizt handa um að nýta »uii - orku þá, sem Hafnarf jarð; rbæ;c* á í Krísuvík til framleiðsh ra magns og iðnaðar alls konf r“ ejar- frív ræð • stini.i. Hafsteinn Baldvinsson, b stjóri, var fyrsti ræðumaðu bæjarstjórn, auk hans fluttu ur: Bæjarfulltrúarnir Kr Gunnarsson, Kristján Andr^sson. Jón Pálmason og Stefán Jó: auk þeirra tóku margir lagar til máls. Að afgreiðs: vinnumála loknum viku bæjéá'f'ulf trúar af fundi ásamt bæjarstjpra, 'án Jónsson^ ’ir Hlítarftt* :greiðsl|i at:»

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.