Alþýðublaðið - 01.02.1963, Blaðsíða 1
TUNNUR TIL VE
Til Vestraannaeyja komu í gær
26 bátar meS samtals 17.500 tunn
ur síldar, sem þeir hiifðu veitt í
4 JÁTA
Skipstjórar fjögurra þeirra
báSta, sem teknir voru að
veiðum innan Iandhelgistak
markanna nýlega játuðu í
dag brot sitt fyrir rétti sett-
um í Vcstmannaeyjum. Einn
skipstjórinn, á bátnum Unni
sem í vetur er gerður út frá
Eyrarbakka, hefur þó ekki
enn viðurkennt að hafa verið
að ólöglegum veiðum. Dómur
i! málinu hefur enu ekki ver-
iö kveðinn upp, en líklega
verður það gert fyrrihluta-
dags í dag.
Skeiðarárdjúpi. Hœstu bátar voru
Fákur með 1400 tunnur og Haf-
rún með sama magn. Löndun úr
þessum bátum mun standa yíir í
alla nótt, en svo er búizt við að
flestir þeirra haldi á söunu mið
aftur. 10 tíma stím cr 'fri Vest-
mannaeyjum og á síldarmiðin fyr
ir utan Skeiðarársand.
Mikil þröng er nú í höfninni i
Vestmannaeyjum vegna þess að
þar eru staddir þessa dagana 7
togarar, sem lesta síld fcil sölu á
erlendum markaði. Er talið að 10-
12 þúsund tunnur aflans, sem barst
á land í gær fari i togarana, megn-
ið af aflanum verði ísað og saltað
um borð. Fimintíu bátar erii nú á
línuveiðum frá Vestmannaeyjum
og leggja þeir þar upp afla sinn.
Mikið er því að gera, og var unnið
í fiski alla sl. nótt.
.'V.
REYKJAVÍK - María GuíJ-
mundsdóttir er farin með Loft
leiðavéi til New York, þar sem
hún mun starfa næstu mán-
uðína hjá Ford Modelling
Agency. Á myndinni rabbar
María við flugstjóra Loítleíða,
Olaf Olsen.
★
PARÍS — Brigitte Bardot
er laus við eiginmann nr. 2,
leikarann Jacques Charrier.
Skllnaðarathöfnin fór fram f
fyrradag. Brigitte kynntist
Jacues garminn þegar hau
láku saman í „Babette fer i
strfðið". Og er myndin hér
neðra af henni í Bahette-hlut
verkinu, þar sem hún gekk
með stálhjáím.
HV0RT VIUA HLUSTENDUR GREIÐA ...
VLÆRBUR f
ÞRIÐJA SINN
UNG stúlka hér í Reykjavík ur staðið yfir vegna þessara
hefur kært mann nokkurn fyr- mála, en enginn dómur gengið.
ir nauðgun. Kvað hún mann- Eru það þrjár stúlkur, sem hafa
inn hafa ráðizt inn í herbergi kært manninn fyrir sama verkn
til sín aðfaranótt sl. þriðju- aðinn, en ekkert hefur sannast
dags. Stúlka þessi er 18 ára á hann. Það mun hafa liðið
gömul. Maðurinn hefur neitað fremur skammur tími á milli
kærunni. ákæranna.
Blaðið hefur frétt, að þetta Maður þessi mun oftast búa
5é ekki í fyrsta sinn, sem mað- í Reykjavík, en hann er skráð-
ur þessi er kærður fyrir nauðg ur búsettur í Hafnarfirði og
un, og er þetta þriðja kæran á hefur því bæjarfógetaembættið
hendur honum. Rannsókn lief- þar með mál hans að gera.
Ríkisútvarpið hefur hafið sókn
til að skrá útvarpstæki sem í notk-
un eru án þess að greitt sé af
þeim lögboðið afnotagjald. Hafa
hlustendur heyrt tilkynningar, þar
sem þeir eru hvattir til að láta
skrá slík tæki, en jafnframt hafa
verið lesnir kaflar úr lögum og
reglugerðum, þar sem Útvarpinu
er veittur allmikill réttur til að
ganga eftir afnotagjöldum. Ekki
er þó ætlunin að beita þessum á-
kvæðúm, og innheimtuskrifstofa
Útvarpsins gerir ekkert nema
skrá þau tæki, sem tilkynnt er um,
og taka við greiðslu síðasta árs,
þegar um það er að ræða.
Ástæðan til þessarar sóknar er
sú, að innheimtukerfi ÚtvarpsiBs
hefur í vaxandi mæli misst útvarps-
tæki framhjá sér og stofnunm
þar með tapað miklum tekjum.
Eru þessi mál raunar komin á það
stig, að alvarlegar umræður fara
frarn um það, hvort rétt sé að af-
nema afnotagjaldið, en taka í stað
inn upp fastan nefskatt á alia í-
búa Iandsins, til dæmis frá 20-65
ára.
Mörgum þykir rétt að gera af-
notagjaldið að nefskatti, bar sem
útvarp er þjónusta, sem allir lands
menn njóta á einhvern hátt. Hins
vegar eru rök á móti því kerfi, og
þykir vafasamt að heimila borg-
urum ekki að hafna þessari þjón-
ustu, ef þeim sýnist svo.
Áður en tekin verður ákvörðun
f þessu máli, þótti Ríkisútvarp-
inu óhjákvæmilegt að gera sókn
til að skrá þau mörgu tæki, sem
eru óskráð og ekki greitt af. Þeg-
ar árangur af þeirri skráningu
liggur fyrir, verður hægara að
taka afstöðu um framtíðarskipan
málsins. Þegar hafa hundruð
manna snúið sér til innheimtu-
skrifstofunnar við Skúlagötu og
látið skrá tæki. Ef um 3000 tæki
verða skráð, fær Útvarpið rúma
milljón króna í tekjur, sem það
hefur misst af hingað til.
Ýmsar ástæður valda því, að
tæki eru ekki skráð, og dettur
engum í hug, að þar sé um vís-
vitandi svik að ræða hjá almenn-
ingi. Málsatvik geta t.d. veriS
þessi:
1) Hin nýju transistor-tæki eru
fyrirferðarlítil. Flytja margir þau
inn í Iandið óskráð, og þau ganga
kaupum og sölum.
Framhald á 5. síðu.
MYNDIN: Sigurður Sigurðsson
innheimtustjóri Útvarpssins.
Blaðið h«fur hlerað
AÐ Flugfélag íslands hafi sótt
um Ieyfi til IATA, um aS
fá að fljúga á lægri far-
gjöldum milli íslands og
Evrópu — og leyfi háff
jafnvel verið veitt.