Alþýðublaðið - 01.02.1963, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 01.02.1963, Blaðsíða 13
Fréttamöimum var í fyrradag boðið að vera viðstaddir er Col- ombus h.f. opnaði sölusýningu á Renault-bifreiðum í Lækjargötu 4. Þetta er fyrsta sýning sinnar tegundar hér á íslandi í 30 ár. Sýndar eru þrjár bifreiðar frá Kenault-verksmiðjunum frönsku, og eru þær allar fyrirliggjandi til afgreiðslu nú þegar. Sýnd er í fyrsta sinn hér á landi Renault R 8, sem er ný bifreið frá hendi verksmiðjunnar. Bifreið þessi er fimm manna, mjög vönduð að allri gerð og rúmgóð. Kaupverö hennar er 144 þúsund krónur. Auk þess að þessi bifreið er einkar falleg, hefur hún upp á margar nýjungar í bílasmíði að bjóða og er mönn- um ráðlagt að skoða hana þar sem hún er til sýnis í Lækjargötu 4 ásamt Renault Dauphine og Ren- ault sendiferðabifreið. Meðal gesta var ambassador Frakklands á íslandi. Framkvæmdastjóri Colombus, Reinhardt Lárusson, opnaði sölu- sýninguna og fer hér útdráttur úr ávarpi hans: „Sýning þessi verður opin eftir- leiðis á venjulegum verzlunartíma til kynningar og sölu á bifreiðum. Bifreiðar þessar, sem hér til sýnis eru allar fyrirlig|j- andi og tilbúnar til afhendingþr væntanlegum kaupendum nú þeg ar. Auk þess er fyrirliggjarlji Var heimsþekktu frönsku Renault bifreiðar, sem fyrirtækið hefur ' umboð fyrir. Umboðinu hefur tekist á und- anförnum mánuðum að koma héa* UPP góðum varahlutalager, sem stærri gerðin af sendiferðabíf- alltaf er að aukast og er í undir- reiðum, svonefnd „Estafette" eðá búningi að koma á fót eigin verk franskbrauð eins og við höfuip stæði og viðgerðarþjónustu á næst nefnt þessa gerð, en hún ber 800 kg unni, og munu Renault-verksmiðj- Colombus h.f. vill með þessaéi urnar senda hingað sérmenntaða sýningu fyrst og fremst kynna hij- \menn til leiðbeiningar, Milano, 31. janúar. NTB-Reuter. Milano-blaðið „H Giornio” — hermdi í dag, að József kardínáli Mindzenty mundi bráðlega geta farið úr bandaríska sendiráðinu í Búdapest, þar sem hann baðst hælis í byltingunni 1956, samkv. samningi, sem bráðlega mun verða SENN LAUS gerður milli Vatikansins og ung- versku stjórnarinnar. ' Minzenty, sem er sjötugur og yfirmaðiu- rómverk-kaþólskra í Ungverjalandi mun fá að velja um, að halda til Rómar eða í ung verskt klaustur með því skilyrði, að hann hafi ekki afskipti af stjórnmálum og láti af störfum yfirmanns kaþólskra manna í landinu. Meredith heldur áfram Jackson, Missisippi, 30. janúar. NTB-Reuter. Negrastúdentinn James Meredith tilkynnti í dag í Missisippi, að hann mundi snúa aftur til Missisippi- liáskóla í Oxford og halda á- fram námi að fríi loknu. Meredith, sem er 29 ára hefur orðið fyrir alls kyns á- reitni síðan hann innritaði sig í háskólann í liaust, en eins og kunnugt er, olli þetta miklum óeirðum og urðu i bandarískar hersveitir að skerast í leikinn. Áður liafði hann sagt, að hann efaðist: um að hann mundi snúa aftur til háskólans þegar næsta' kennslumisseri hæfist, enda f aðstæður allar þannig, að erfitt væri um nám. Á blaðamannafundi í heimabæ sínum kvaðst hann hafa liaft nokkra daga til þess að liugsa rólega um mállð og ákveðið að snúa aftur til skólans, enda væri það vilji margra í Banda- ríkjunum og öðrum löndum. Því mundi hann ekki láta til- finningar sínar sitja í fyrir- rúmi. Félag ungra jafnaSarmanna ; í Keflavík ntíuí verður haldinn í Tjarnarlundi næstkomandi sunnudag, 3. febrúar, kl. 2 e. h. Fundarefni: Utanríkismálin í dag: Benedikt Gröndal alþingismaður. Kvikmyndasýning: Blaðamannafundir Johri F. Kennedy Bandaríkjaforseta og Walter Ulbri'cht einivalda Austur-Þýzkap.ands. Félagar og aðrir alþýðuflokksmenn eru hvatt^ ir til að f jöhnenna. ) Stjórnin. hættir á morgun. ■ iT] * j NÝ VERÐLÆKKUN. :v| Bernhard Laxdal Kjörgarði. • í f A (JTBOÐ Tilboð óskast í 2 hafnarskemmur við Hafnar- fjarðarhöfn. 1. Skemmumar eiga að standa 25 m. vestan við hús Bæjar- útgerðar Hafnarfjarðar, og snúa göflum að Vesturgötu. 2. Stærð þeirra skal vera 30 x 60 m„ hvor skemma, súlu- laus og frjáls hæð undir bita eða sperrur minnst 6 m. 3. Skemmumar mega hafa sameinginlegan langvegg, þó verður að vera mögulegt að ljúka fyrri skemmunni áður en byrjað verður á þeirri seinni. 4. Gólf verður að gera úr 15 cm. þykkri jámbentri stein- steypu. Sökklar reiknist 120 cm. niður fyrir gólf, lögun þeirra fer eftir gerð hússins. 5. Gröftur fyrir sökklum, fyllingar og jöfnun undir gólf er ekki með í útboði þessu. 6. Skemmurnar mega vera úr hvers konar "óeldfimum bygginarefnum. Gera skal ráð fyrir 180 ferm. ljósflötum í þaki og veggjum úr óbrothættu efni. Hurðir skulu vera 2 á hverjum gafli 4.5 x 5.0 m. alls 8 hurðir .af gerð sem auðvelt er að opna og loka, 4 loftræstitúður skulu vera upp úr þaki hvors húss. 7. Gert skal sértilboð í að ganga frá veggjum og þaki með einangrun, þannig að k gildi sé = 1. Nánari upplýsingar veitir Skrifstofa hæjarverkfræðings. Áskriftarsíminn er 14901 ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 1. febrúar 1963 f.3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.