Alþýðublaðið - 05.02.1963, Blaðsíða 16
ÞETTA SOGBU KIR
ÞAÐ VAR norðaustan strekkingur um allt land í gær. Fréttaritarar AI~
þýðublaðsins höfðu allír. sömu sögu að segja, — það var brunakuldi hjá
þeim, —- en sums staðár var bjart, —annars sfaðar éljaveður. Vindhæð
var mikil víða og undir Eyjafjöllum fuku rúður úr bílum og umferð lítilla
fólksbíla stöðvaðist vegna roks. Þótti mönnum nú mjög hafa skipzt um tíð-
arfar, — en að undanfömu hefur verið hið bezta veður um allt land. Bænd-
ur segjast ekki hafa getað beitt svo lengi fram eftir vetri svo lengi sem þeir
muna og segjast munu vera vel birgir með hey fram á vor, — ef vorið
verður ekki sérlega kalt, — en í haust var útlitið ekki eins glæsilegt, því
að heyskapur gekk víðast hvar fremur illa í sumar. Bændur bjuggust því við
að þurfa að fækka við sig, eða að setja á guð og gaddinn. Það hefur reynzt
vel — í vetur.
Patreksfirði í gær.
, .. . Patreksfirði' í gær.
í dagr er kalt, en hreinviðri.
Bátarnir eru komTlir heim, —
en þeir reru út að ísnuin, sem
hefur verið hér 50 — 60 sjó-
milur frá landi. En nú hefur
hann færzt eitthvað nær. Eng-
in snjókoma var hér um lielgr-
' iná. A.P.
BÍönduósi í gær.
Versta veður var hér á’
j j Blönduósi framan af í grær ogr
í nótt var hvasst og kalt. Held-
ur er veðrið farið að skána, en
- þö'hefur verið éljaveður í mest-
allan dag'. í morgun var 10
stiga frost, en ekki injög
hirássi. Vegasambönd eru ágæt
hér nyrðra og haf a ekkert
skemmzt, að því er ég veit.
G. H.
Sauðárkróki í gær,/-
, Hér er norðansteytingur, en
-.þúrrt.- Nokkuð frost, er á og
. haon. er talsvcrt hvass.
í i Það er að frétta af bátuu-
úsii, að Skagfirðingur er í
.J.icykjarík. Hann fór eina ferð
S tir Þýzkalands á dögunum, en
5 • muu kominn aftur. Ingvar hef-
■j ur verið seldur, Kristján Hálf-
dánarson er í slipp. Þrír litlir
dékkbátar róa héffan frá Sauð-
! arkróki 1-3-4 tonna.
; Eeikfélag Sauðárkróks á
merkisafmæli á þessu ári. Verð'
ur þess minnzt á sæluvikunni,
sem þegar er farið að skipu-
leggja. Hefur verið ákveðið, að
I.eikfélagið færi upp Fjalla-
Eyvind í tilefni afmælisins og
verður Eyþór Stefánsson leik-
stjóri. M. B.
; Husavík í gær.
Hét’ er leiðindaveður, — 5
stiga frost uin miðjan daginn
í gær öe úálítil fannkoma bæði
í gær og i dag. Hann er þó held
ur' að birta. — Vegir éru opnír
og í gær komu híiar frá Akur-
eyri hingað norður.
Það má þó ekki kvarta, þótt
haim hvessi, því að veturinn
hefnr verið með eindæmum
góður hér í Suður-Þingeyjar-
sýslu. Bændur voru svartsýnir í
haust, því að heyskapur hafði
gengið fremur erfiðlega, vor-
ið kalt, sprettan varð því lé-
leg og heyskapurinn ekki upp
á það bezta. — En veturinn
hefur verið svo góður, að þeir
hafa getað beitt sauðfé sínu
alveg fram til þessa dags, og
þykjast nú munu verða ofan á,
ef að vorið verffur ekki þeim
mun verra. E. J.
srilsstöðum í gær.
Hér er versta veður. Síðari
hluta dagsins I gær breyttist
veðurlagið og gekk hann upp í
norðan og norðaustan hríðar-
veður. Ilríðin varð' svo dimm,
að ekki sá út úr augum, — en
snjó festi þó ekki að ráði, enda
var mjög hvasst. — Fram til
þessa hefúr verið eindæma-
blíða liér eystra, og má það
til tíðinda teljast, að héðán
var farið ffallveg frá Egils-
stoðum tll Möðrudals á Fjöll-
um á föstudaginn á tveim bfl-
um, Land-Rover og Volkswa-
gen. Fólksvagninn komst þetta
keðjulaust og tók ferffin aff
Möðrudal ekki nema ZVi tíma,
— en þaff er hér um bil eins og
um hásumariff. Þaffan héldu
mennirnir á fólksvagninum til
Akureyrar og voru komnir þang
aff eftir tæpa 7 tíma, frá því aff
þeir lögffu af staff- frá Egils-
stöðum. En þeir, sem voru á
jeppanum óku aftur til Egils-
staffa % 2Vt klukkutíma. Má af
þessu sjá, hve færff hefur veriff
hér góff og er þaff einstakt á
þessum tíma árs. ,
í gær breyttist þetta og var
farið héffan frá Egilsstöffum til
affstoffar við bíl, sem var teppt-
ur á Fjarðarlieiffi. Þar var veð-
urhæð geysimikil og hafði
fennt inn í bílinn. Nú eru 8
vindstig liér á Egilsstööum og
þykir það mikiff, því að hér er
jafnan fremur lygnt.
Fiugáætlun er á morgun, en
ekki er enn vitað, hvort veður
leyfir flug. Aðstæður hér
eystra eru þó ekki spilltar,
þrátt fyrir snjókomuna, —
snjórinn fauk af brautinni, svo
að hún er hrein sem fyrr. - G.B.
Eskifirði í gær.
• Oddskarð tcpptist strax í
gær, þegar tók að snjóa aff
norð'austan. Á miðuninn er
versta veður og hingaö inn eru
komnir tveir bátar með síldar-
afla, Víöir II., meff 900 tunnur,
Gullfaxi meff 1200 tunnur. Síld-
arbræffsla hófst hér í morgun,
en komnar eru alls á land 3000
túnnur, því aff Gullfaxi kom hér
áffur meff 3000 tunnur. Ólafur
bekkur ætlaði austur yfir, en
treysti sér ekki — og fór til
Vestmannaeyja.
Hér er rífandi atvinna og
mikill skortur á fólki einkum
karlmönnum eftir aff bræffsl-
an er byrjuff. Talsvert af kven-
fólki er hingaff komiff til
vinnu, en þó ekki nóg.
Hér er enn éljagangur og
norðaustan-strekkingur. - Á. J.
Haga, Hornafirði í gær.
Sjónleikurinn Fjalla-Ey-
vindur var frumsýndur hér í
félagsheimllinu Mánagarffi á
Iáugardagskvöídiff. Leikurinn
Hefur nú veriff sýndur þrem
sinnum viff ítiikla hrifningu á-
horfenda, en jafnan hefur ver-
ið húsfyllir.
Stjórnandi leiksins og jafn-
framt leiktjaldasmiður er Rafn
Eiríksson, en hann leikur jafn-
franit aðalhlutverkið, sjálfan
Fjalla-Eyvind. Eiginkona Rafns
Ásta Karlsdóttir leikur Höllu,
en Sigurjón Bjarnason í
Brekkubæ leikur Arnes. Tóta
er leikin af sex ára telpu, Sig-
urbjörgu Siguröardóttur á
Stapa.
Tveir menn eru í eftirlits-
ferð inni á Kollumúla til aff
leita kinda, sem urðu þar eftir
í vetur. Þeir fóru af stað í blíð-
skaparveðri á laugardaginn og
ætluðu sér að vera fjóra daga,
— en vera má að' þeir verði
lengur, því að í gær skall á
versta veður og hefur það ef
til vill tafiff ferð þeirra.
Næstkomandi laugardag verð
ur nýja félagsheimilið í Höfn
vígt. T. Þ.
Kramhald á 3 síffu.
44. árg. - ÞriSjudag'ir 5. febrúar 1983 — 29. tbl.
SÆVALDUR SU 2:
Tekinn aftur
í landhelgi
TVEIR bátar voru teknir að ólög-
Iegnm togveiffum síðastliðinn laug-
ardag. Voru þeir að veiðum á bann-
svæði út af Ingólfshöfða. Bátarnir
eru Sævaldur SU 2 og Björn ridd-
ari RE 127. Er þetta í annað skipt-
ið á vikulöngum tíma, sem Sævald-
ur SU 2 er tekinn að ólöglegum
veiðum á sama svæði. í fyrra skipti
hlaut hann 20 þús. kr. sekt.
Gæzluflugvél, sem var á yfirlits-
flugi á laugardaginn meðfram suð-
urströndinni, sá bátana að togveið-
um á þessu ólöglega svæði, og til-
kynnti hún næsta varðskipi, sem
var Óðinn. ÓSinn fór þegar á stað-
inn, og fór meff bátana til Vest-
mannaeyja. Ekki verffur dæmt í
máli skipstjóranna fyrr en í dag.
Washington, 4 febr.
(NTB-Reutér).
SENNILEGA verður tilkynnt í
Hvíta húsinu ó morjun um nýjar '
aðgerðir, sem miða eiga að því að ,
takmarka siglingar hins frjálsa :
heims, að því er tilkynnt var í
Washington í dag.
Bonn, 4. febrúar.
KONRAD Adenauer, kanzlafi Vest-
ur-Þýzkalands, hélt því fram i dag,
að hættan sem hinum jvestræna
heimi stafaði af kommúnismanum,
væri eins mikil og áður. ’ra
Kanzlarinn sagði, að hættan aT
kommúnismannm væri eins mikil
og áffur, þó aff Rússar hefðu flutt
burtu árásarvopn sín frá Kúbu. — I
Vestur-Þjóffverjar mundu gera allt,!
sem í þeirra valdi staffi, til þess aff |
efla NATO og samvinnuna viff
Bandaríkin til þess aff mæta hætt-
unni.
Daar-es-Saiaam, 4. febr (NTB-
Reuter) — Rúmlega 400, sendi-
menn frá 60 löndum mættu £ dag
á afrísk-asísku einingaiýáðstefn-
unni í Moshi í Tanganyika. Fjöl-
mennasta sendinefndin er frá
Rauða-Kína.
★ Kiel 4. febiúar: — Mennta-
málaráðuneyti í fylkinu Schles-
wig-Holstein hefur skýrt mennta-
skóla nokkrum svo frá, aff eftir-
maður Ilitlers sé óhæfur fyrirles-
ari í menntaskólum. Sama máli
gildi um að'ra háttsetta nazista.
Tilefniff er þaff, aff Karl Dönitz
aðmíráll hélt fyrirlestur í
mcnntaskólanum í Gesstliacht an
der Ela 22. janúar í boði nemcnda
ráðs skólans og tók þátt í spurn-
ingatíma tveggja efstu bekkjanna.
Hann var spurður um þróun her-
og stjórnmála fyrir heiinsstyrj-
öldina, í heimsstyrjöldinni og
eftir liana, fangavist hans í Span-
dau o. m. fl.
Sex ára
drengur
hrapar
Siglufiröi í gær.
LÍTILL drengur lirapaði hér
í fjallinu fyrir ofan bæinn í
gærdag. Hann rotaðist og lá
lengi meðvitundarlaus, en líff
an hans er nú betri eftir at-
vikum.
Drengurinn heitir Sigur jón
Gunnlaugsson og er aðeins
sex ' ára. Með honum voru
tveir kunningjar hans á sama
aldri og voru þeir að príla í
svokölluðum Gimbraklettum
hér ofan við bæinn.
Hljóðin í drengjunum heyrð
ust alla leiff niður í bæ, þeg-
ar Sigurjón hrapaði og var
þá farið að sækja þá. Sigur-
jón var þegar fluttur á sjúkra
húsið og þar rankaði hann við
sér nokkru seinna. — Hann
er ekki neins staðar brotinn,
og er vonazt til, að' hann nái
sér brátt. — J. M.
MMMMMUMMMMIMMMHtW
Á FIMMTUDAGSKVOLDIÐ
verður fjöltefli í Burst. Þar
teflir hinn kunni skákmaður
Arinbjörn Guðmundsson, og
eru allir velkomnir. Fjöltefl-
ið liefst kl. 8,30, stundvís-
lega og eru þáttakeiujiir beðn
ir að hafa með sér töfl.
nwwwwwwmtwttwiMW