Alþýðublaðið - 12.02.1963, Page 8

Alþýðublaðið - 12.02.1963, Page 8
AFKÖSTU í EFNAHAGSERFIÐ- L E I K U M þjóðarinnar undan- fama áratugi' hefur fjárfesting til langs tíma ávallt verið þyrnir í augum þeirra, sem mest erfiði hafa á sig lagt við lausn þess vanda. Fjárfesting til langs tíma er m. a. bygging íbúðarhúsa og byggingar almennt. Með framangreindan þanka í huga hafa svo ýmsir dæmt bygg- ingarmenn (iðnlærða sem óiðn- lærða) í flokk þeirra, sem mest stæðu í vegi fyrir endurbótum á efnahagsöngþveiti og drýgstir væru í eyðslu dýrmæts gjaldeyris (þ. e. vegna erlendra efniskaupa til bygginganna). Á hinn bóginn er svo mikið rætt um nauðsyn þess, að almenningur eignist mannsæmandi íbúðir, — að erlendir gestir dæmi menningar- stöðu þjóðarinnar eftir þeim húsa- kynnum, sem þjóðin býr við. Allar þessar staðreyndir stang- ast nokkuð á, en hafa sjálfsagt hver um sig nokkuð til síns máls, þótt þeim sé á stundum misþyrmt af þeim, sem túlkar hverju sinni, og fer þá oft þapn veg, sem mál- flytjandi telur bezt henta sínum málstað. Síðasta atriðið ber þó öllum saman um, — en það er, að ein- mitt íslendingum, flestum þjóð- um fremur, sé nauðsyn í góðum og i aðlaðandi húsakynnum, vegna þess að fáar eða engar þjóðir, munu almennt eyða meira frístundum sínum innl á heimilum sínum en þeir, m. ö. o. þrátt fyrir allar um- j ræður um svall og býlífi á skemmti . stöðum, — munu þeir vera heima- Ikærastir allra. — Þessa staðreynd verður að telja okkur sem þjóð til tekna. — Og þetta ættu. allir að geta orðið sammála um, að nauðsyn væri að efla, ekki sízt með tilliti til hinnar uppvaxandi kynslóðar. Þeir, sem héðan fara til ná- grannalandanna, sannfærast fljót- lega um'það, að við byggjum vönd uðust íbúðarhús flestra þjóða, se'm sjálfsagt á aftur rót sína að rek.ja til ;veðráttu og mikilla krafna, sem til húsakynna eru gerðar. Með þessa staðreynd í huga á- samt því að aðeins 3—4 áratugir eru liðnir síðan íslendingar sjálf ir tóku byggingamálin á nútíma- vísu í sínar hendur, þá dylst eng- um, að á þessu sviði hafa verið unnin stór afrek. — Eins og um margt annað í þjóðlífi okkar mun framtíðin þó verða dómbærari um þessa hluti, en samtíðin reynist vera. Breytingin frá torf og grjót- bæjum til fullkomnustu og varan- legustu steinsteyptra íbúðarhúsa, er einn merkasti þáttur í þjóðlífs- sögu okkar. Það hefur oft áður gætt öfund- ar og skammsýni, þegar rætt hefur verið um störf byggingarmanna, végna þess að sumar starfsgrein- ar þeirra hafa haft á hendi for- ystuhlutverk um nýjar kaup- greiðsluaðferðir. Hér á ég við á- kvæðisvinnuna, — laun eftir af- köstum. Nú stendur hins vegar hver spek ingurinn upp á fætur öðrum og telur, að einmitt þessi kaup- greiðsluaðferð, geti fært verka- fólkinu hinar langþráðu „raun- hæfu kjarabætur”. Ákvæðisvinnu- fyrirkomulagið er nú talið fljót- virkasta og haldbezta leiðin, til að gera 8 stunda vinnudaginn raun- hæfan. Æskulýðsvika KFUM. og K SI. sunnud.ky. hófst á Amtmannsst. 2B hin árlega æskulýðsvika KFUM og K. Hafa félögin lialdið slíkar samkomur ár hvert nú um alllangt skeið, og hafa þær mælzt vel fyr- ir og verið vel sóttar. Að þessu sinni munu ræðumenn vikunnar verða bæði úr hópi unga fólksin? og fullorðinna, og má t.d. geta þess, að nokkrir nemendur Mennta skólans munu taka til máls. Af öðrum ræðumönnum má nefna kristniboðana Benedikt Jas- onarson og Felix Ólafsson, Árna Sigurjónsson bankafulltrúa og sr. Bjarna Jónsson vígslubiskup, sem talar á fyrstu samkomunni í kvöld Hópur ungra stúlkna leikur undir söng á gítar. Almennur söngur hefur jafnan verið mikill á sam- komum æskulýðsvikunnar og mun j svo einnig verða nú. Þá munu kór- ar félaganna láta til sín heyra eins og áður, t.d. mun kvennakór KFUK syngja í kvöld. Einsöngur verður og sum kvöldin. Allir eru velkomnir á samkom- ur þessar, og hefjast þær hvert kvöld ki. 8.30 Norræna hús- ib hjá háskála? Ekki hefur enn verið ákveðið hvar Norræna húsið svokallaða á að standa, að því er borgarverk- fræðingur, Gústaf A. Pálsson tjáði blaðinu í gær. Umsókn um lóð und ir húsið hefur borizt, en þar var ekki beiðst neins ákveðins staðar. Þó taldi borgarverkfræðingur, að Norræna húsið yrði reist einhvers- staðar í grennd við Háskólann, og taldi hann það æskileífista staðinn fyrir byggingu sem þessa. Aðalfundur Þróttar Þrá.tt fyrir að þessarar skamm- sýni hafi gætt alla leið inn í sjálft „forystulið” verkalýðssamtakanna, verða þeir hinir sömu aðilar nú að beygja sig fyrir þeim staðreynd- um, að hér er komin af stað skriða, sem ékki verður stöðvuð, — skriða sem verkafólkið sjálft mun fylgja eftir, og losa sig við þá „foringja" sem í vegi standa. Hróp þessara manna um „uppmælinga-aðalinn i verkalýðssamtökunum” o. s. frv. eru nú óðum að dvína um bygg- ingamenn, af því að öðrum starfs- greinum hefur tekizt að „slá þá út” í launum. Öfundar- og skammsýnis tónninn hefur nú beinzt að öðrum. — Að hverjum sem þessum „spjót um verður beint í framtíðinni, þá munu hin vönduðu íbúðarhús og nýjar leiðir í kaupgreiðslum og verðmati vinnunnar, vitna um framsýni og kjark íslenzkra bygg- ingamanna, langan tíma eftir, að hinir neikvðu eru allir. Fjárfesting til íbúðarhúsa mxm og halda áfram — ibúðarhúsin eru byggð fyrir fólkið sem í þeim á að búa, en ekki þá sem að bygging- unum vinna. Það er því alrangt, að byggingarmennirnir sjálfir öðr- um fremur séu þeir, sem gjald- eyrinn soga til sín. íslenzkir byggingarmenn munu' því enn sem fyrr halda sitt strik | óhikað, íslenzku þjóðinni og sér í lagi íslenzkum verkalýðssamtök- um til heilla. Eggert G. Þorsteinsson. Sunnudaginn 3. feb. sl. var hald inn aðalfundur V. B. S. F. Þróttar í Reykjavík. Formaður félagsins, Einar Ög- mundsson flutti skýrslu stjórnar- innar og kom þar fram m.a. að á árinu hafði félaginu verið úthlutað lóð undir framtíðar aðsetur fyrír starfsemi sína við Borgartún. Byrjunarframkvæmdir eru fyrir- hugaðar á vori komanda. Stjórnar- kjöri var lýst á fundinum. En stjórn arkosning hafði farið fram dagana 26.-27. janúar sl. og tóku þátt í þeim kosningum 98,4% félags- manna. Stjóm félagsins skipa nú eftir- taldir menn: Formaður, Einar Ög- mundsson, varaformaður, Ásgrím- ur Gíslason, ritari, Gunnar S. Guð mundsson, gjaldkeri, Bragi Krist- jánsson, meðstjórnandi, Ari Agn- arsson. Varastjórn: Guðmundur Kr.Mós efsson og Baldur Karlsson. Skuldlaus eign félagsins var um sl. áramót kr. 1.263.792,98 og hafði eignaaukning á árinu orðið kr. 246.696,08. VINNUBÓK I TÓNLIST Þetta er sólstormur. Mynd- in er tekin í gegnum stjömu- kíki í Colorado í Bandaríkj- unum. í slíkum sólstormum verður eldsúlan stúndum allt að hálf milljón kílómetrar, og hraði gastegundanna sem brenna, er um 500 mílur á sekúndu. Þessir sólstormar hafa áhrif á veðurfarið hér á jörðu og vinna gervihnettir nú að því að safna vitneskju um þá. VEÐRIÐ er ráðgáta, sem hund- ruð visindamanna um allan heim glíma nú við að ráða. Sér til að- stoðar við að finna lögmál veður- fars og loftslagsbreytinga hafa þeir meðal annars rafeindaheila, og gervihnetti, sem mæla sólar- hitann utan gufuhvolfs jarðar. Á vegum Unesco var nýlega haldín mikil ráðstefna um lofts- lagsbreytingar og áhrif þeirra á gróðursnauð lönd. Ráðstefnu þessa sóttu rúmlega 100 vísindamenn frá 35 þjóðlöndum. Eftirfarandi grein iim veðrið er lauslega þýdd og endursögð úr málgagni Unesio. Vísindamenn geta nú sagt okkur nákvæmlega hver verður afstaða Mars til jarð- arinnar að fimm hundruð árum liðnum, en ennþá geta þeir aðeins gefið vísbendingar um. hvernig veðrið verður í næstu viku. Ómögu degt er með öllu að segja fyrir um veður langt fram í tímahn, gefur það þó auga leið, hvílíkt feikna gildi slikt mundi hafa fyrir land- búnaðinn. '• ’ Margar kenningar hafa verið á kreiki á síðustu árum um breyt- Ríkisútgáfa námsbóka hefur ný- lega gefið út bókina „Við syngjum og leikum,” sem er vinnubók í tón list. Þetta er 1. hefti af þremur. Þriðja hefti kom út í fyrra. Bókin er ætluð til að kenna börnum að syngja eftir nótum og byrja því á lögum, sem byggjast á fáum tóniun, en tónsviðið er auk- ið smátt og smátt. í bókinni eru 24 lög og kvæði. Söngkennararnir Guðrún Pálsdóttir og Kristján Sig- tryggsson völdu efnið. Þórir Sig- urðsson myndlistarkennari teikn- aði nótur og myndir. ingar á loftslagi á síðastliðnum árum. Flestar þessara kenninga verða kveðnar í kútinn á fyrr- nefndri ráðstefnu. Frá því um 1850 og þar til um 1940 hækkaði meðalhitinn í heim- inum lítið eitt. Fyrir tilverknað þessarar breytingar hafa margar hafnir í heimskautalöndunum opn ast, það hefur orðið mögulegt, að rækta hveiti á íslandi, og vegna hitaaukningarinnar hefur þorsk- veiði aukist mjög við strendur Grænlands. Sumir hafa freistast til að halda að þessi hitaaukn- ing eigi rætur sínar að rekja til þess, að miklu er nú brennt af ol- íum og á hverju ári streyma millj- ónir lesta af koldíoxið út í and- rúrosloftið. Til allrar óhamingju fyrir þá, sem aðhyllast þessa skoðun, hefur komið í ljós síðan 1940, að meðal- á teppabútum, GÓÐ vara, lágt ve »- g 12. febrúar 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.