Alþýðublaðið - 13.02.1963, Side 1

Alþýðublaðið - 13.02.1963, Side 1
SÆVALDUR SU 2: ÞAÐ mun láta nærri, að Reykvíkingar einir fari með tæpar tíu milljónir króna í leigubifreiðir á ári. Mestur liluti þessarar miklu f járhæðar er fé, er Ieigubifreiðastjórar vinna sér inn um helgar, við að aka fólki, ungu og gömlu, um borgina á skemmtistaði og af. Nærri 600 menn hafa réttindi til þess að aka á bifreiðastöð, en þó eru ekki svo margir, sem hafa leiguakstur að aðalatvinnu. Þeir munu vera rúmlega 400 talsins. Eftir því sem bezt er vit- að, ekur duglegur leigubifreið- arstjóri allt að því 16-18 tíma á sólarhring, og þykir ekld gott nema að fá 25 þúsund krónur brúttó fyrir slíkan vinnudag, enda er þá tvennt sem kemur til greina: mikil næturvinna og talsverður rekstrarkostnaður. Leigubifreiðarstjóri, sem far- Framh. á 13. síðu Myndin: Austurstræti — partur af „Rúntinum.” — Hér renna penrngarn- ir örast gegnum leigubílana. VÉLBÁTURINN Sævaldur SU 2 var tekinn að ólöglegum veiðum í þrlðja sinn á þremur vikum 1.7 sjómflu innan landhelgistakmark- anna undan Hjörleifshöfða. Einn-j ig var tekinn að ólöglegum veið- um 2.5 sjómílur innan landhelg- istakmarkanna undan Meðallands sandi vélbáturinn Frigg, VE 316.' Það var varðskipið Þór, sem kom að báðum bátunum að ólöglegum veiðum um kl. 11,30 aðfaranótt þriðjudags, og fór hann með þá til Vestmannaeyja, þar sem rétt- ur var settur í máli þeirra í gær. Þegar í gær var skipstjórinn á Frigg dæmdur í 20 þús. kr. sekt, en ekki hefur enn verið kveðinn upp dómur yfir Sævaldi SU 2. Þegar báturinn var skoðaður, kom í Ijós, að talstöð hans var ínnsigluð, en bátum af þessari stærð er óheimilt að róa án tal- stöðvar. Einnig munu skoðunar- pappírar bátsins hafa verið í ó- lagi. Einhver vafi virðist leika á því hver hafi verið skipstjóri skips- ins í þessari veiðiferð, þar sem cnginn var munstraður sem slík- ur. Þó hafði ekki sami maður stjórn skipsins á hendi og þegar það var tekið í hin tvö skiptin, heldur var það bróðir þess manns. Sævaldur SU 2 er gerður út frá Framh. á 14. siðu YFIR MÚRINN ÞEGAR Harry Seidel var dæmdur í ævilangt fangelsi í Austur-Þýzkalandi fyrir að hjálpa löndum sínum að flýja til V-Berlínar, tók konan hans við af honum. Hér er hún í ræðustól í V-Berlin, en i baksýn er stækkuð frétta- mynd af ungri stúlku, sem nýkomin er á flótta vestur fyrir tjald. Hún syntl yfir skurð, sem skilur borgarhluta Vesturs og Austurs. 44. áFg.—MiSvikudagur 13. febrúar 1963 - 35. tbl. ViS viljum vekja athygli á þvf, að nýi dálkurffin okkar, BÍLAR f UMFERÐ er í Opnu SNN Bjartari horfur ★ Washington, 12. febrúar. (NTB-Reuter). Kcnnedy forseti sagði í dag, að horfurnar á því að gera sam- komulag um bann við tilraunum roeð kjarnorkuvopn væru bjart- ari nú en áður, enda þótt eftir væri að leysa erfið vandamál. Horf urnar hefðu batnað er Krústjov forsætisráðherrá viðurkenndi í des. grundvallaratriðið um eftirlit á staðnum. Yfirlýsing Kenncdys var gefin út í sambandi við setn- ingu afvopnimarráðstefnunnar í Genf.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.