Alþýðublaðið - 13.02.1963, Side 8
\
ALLT
D
LAGT
D Ö N S K U sundin eru öll
lögð. Ferjunum, sem annast
samgöngur á milli eyjanna,
gengur illa að komast leið-
ar sinnar og sums staðar er
ekki reynandi. ísbrjótarnir
reyna að halda færum leiðum
og með hjálp þeirra gengur
skipaumferðin sæmilega.
Mikil eftirspurn
eftir lóðum í
Kópavogi
MIKIL eftirspurn er eftir
lóðum í Kópavogi, og hefur
mikill fjöldi umsókna um
lóðir borizt bæjarskrifstof-
um Kópavogs. Blaðið átti í
gær tal við Pál Hanncsson
bæjarverkfræðing og innti
hann eftir hvemig horfurn-
ar í byggingarmálum væru
í Kópavogi. Hann sagði, að
ekki væri lóðum úthlutað
annars staðar nú heldur en
á þcim stöðum, sem. skipu-
lagðir væru og búið að
byggja að miklu leyti á. —
Væri því aðeins um cinstak-
ar lóðir að ræða, þar sem
óbyggt væri milli húsa, en
ekki skipulögð nýbygginga-
hverfi.
■■■ .
HIN ÁKVEÐNA og óvænta af-
staða de Gaulles á Briissel-fundin-
um fræga gegn inngöngu Breta í
Efnahagsbandalagið er ennþá aðal
umræðuefni heimsblaðanna.
Bretar og Bandaríkjamenn hafa
sérstaklega bent á, að þessi nei-
kvæða afstaða de Gaulles hafi fyrst
komið fram, þegar ætla mátti, að
málið væri að leysast.
Þetta atriði hafa Frakkar ekki
sérstaklega rætt í blöðum sínum.
Hitt er greinilegt, að hvorki emb-
ættismenn né stjórnmálamenn í
Frakklandi hafa sýnt neina and-
stöðu við stefnu de Gaulles í þessu
máli. Svo er að sjá, sem afstaða
forsetans njóti skilnings franskra
stjómmálamanna úr ólíkustu
flokkum. •
Meðal franskra borgara, sem
ekki hafa neinn áhuga á stjórn-
málum er viðhorfið þetta: De
Gaulle hefur á réttu að standa.
Hvers vegna eiga Bretar ekki
að ganga að sömu skilyrðum og
aðrir? Hins vegar hafa aðferðir
de Gaulle í málinu sætt gagnrýni.
Bent hefur verið á, að enda þótt
ekkert sérstakt hefði gerzt á Brús-
selfundinum, hefðu sennilega sex
mánuðir liðið, þar til málið hefði
aftur komið til umræðna. Líklegt
hefði verið, að á þessum tíma
hefðu Bretar bókstaflega þreytzt.
Þannig liefði niðurstaðan orðið sú
sama, án þess að Frakkar þyrftu
að taka afdrifaríkar ákvarðanir til
málsins. Bent hefur verið á, að
andstaðan gegn inngöngu Breta í
bandalagið hefur stöðugt farið
vaxandi hjá þeim heima fyrir.
Sumir hafa haldið því fram, að
Bahama-fundur þeirra Macmill-
ans og Kennedy hafi verið orsök-
in til framkomu de Gaulles í Brús-
sel. Innan 48 klukkustunda féllust
Bretar á það sjónarmið, að Banda
ríkjamenn hefðu eftirlit með
brezkum landvörnum, en í fimm
mánuði hafa þeir haldið uppi vörn-
um fyrir kjötið sitt og aðrar land-
búnaðarafurðir. Er hægt að krefj-
ast betri sönnunar fyrir því, að
„umsköpun” Evrópu var alls ekki
alvarlega meint af þeirra hálfu?
Flestir eru þeirrar skoðunar, að
hér sé ekki rétta skýringin á ferð-
inni. Menn hallast fremur að þeirri
skýringu, sém fram hefur komið
hjá sjálfum de Gaulle. Hann hef-
ur afdráttarlaust haldið því fram,
að Bretar væru ekki nógu þrosk-
aðir til að vera meðlimir í Efna-
hagsbandalaginu.
í franska blaðinu „La Monde”
birtist nýlega athyglisverð grein,
þar sem fullyrt er, að de Gaulle
hafi þá skoðun, að hrörnun Bret-
lands sem heimsveldis taki mjög
SIGGA VIGGA OG TILVERAN
Nýjar kenningar um upp-
runa grískrar heimspeki
KOMIN er út sjöunda bókin í bálki I
Gunnars Dal, „Úr sögu heimspek- J
innar. Þessi bók nefnist „Grískir j
heimspekingur”. Er þar gefið stutt
yfirlit yfir kenningar ellefu hinna
eldri grísku heimspekinganna, og
er um að ræða þá: Anaximander,
Anaximenes, Pyþagpras, Xenofan-
es, Parmenides, Zenó, Herakleidos,
Anaxagoras, Empedokles, Ðemó-
kritos og Protagoras.
Um bókina stendur eftirfarandi
á kápusíðu til skýringar á efni
hennar og viðhorfum höfundar:
„Þessi bók er árás á hina hefð-
bundnu söguritun um uppruna
grískrar heimspeki. Hér er gerð
tilraun til að leiðrétta tvö þúsund
og þrjú hundruð ára gamlan mis-
skilning, sem hefst með söguföls-
un Aristótelesar, og fræðimenn
hafa apað hver eftir öðrum alveg
fram á þennari dag, eins og sjá má
í kennslubókum okkar og heim-
spekiritum íslenzkum og erlendum.
Heimspekin stekkur ekki, eins
og gyðjan Pallas Aþena, fullsköp-
uð út úr höfði þeirra manna, sem
taldir eru fyrstu heimspekingar
Vesturlanda. Hún á' sér sína for-
tíð, og þar hefur hún sums staðar
risið jafnhátt eða hærra. Þess
vegna er ástæðulaust að líta á upp
haf grískrar heimspeki, sem ein-
hverja stökkbreytingu í sögu
mannsandans, þar er aðeins um að
ræða tiltölulega hægfara þróun
menningar á vesturleið. Söguritar-
ar framtíðarinnar gerðu því rétt 1
að hefja heimspekisögu sína að
minnsta kosti ■ 3000 árum fyrr en
nú tíðkast og hefja hana með heim
speki hinna fornu menningarþjóða
austursins. — Viðfangsefni hinna
fyrstu heimspekinga Grikkja var:
Hvað var fyrst? Hvað er það, sem
allir hlutir eru komnir frá og er
í öllum hlutum, þar sem tilveran
er ein heild? Hér verður reynt að
sýna fram á að þeir sem ritað hafa
sögu heimspekinnar og fullyrða að
heimspekingarnir í Miletos hafi
svarað: 1) vatnið, 2) óskilgreind
efnisblanda, 3) loftið, — hafi farið
villir vegar og útskýrt kenningar
þessara fornu heimspekinga í ljósi
hugmyndakerfis, sem varð sérkenn
andi fyrir Vesturlönd frá Aristó-
telesi til okkar tíma, en ekki var
til í tíð heimspekinganna þriggja í
Miletos.
Að sjálfsögðu eru fræðimenn að
byrja áð vakna til skilnings á þess-
ari mistúlkun. Kirk og Raven telja
t. d. í bók sinni „The Presocatic
Philosophers" (Cambridge 1957),
að Aristoteles rangtúlki skoðanir
hinna fy.rstu grísku héimspekinga.
Höfundur þessarar bókar (Grískir
heimspekingar) er samt einn ábyrg
ur fyrir sjónarmiðum hennar, enda
eru þau fyrst sett fram í dagblað-
inu ,,Vísi“ í maí 1956, eða ári áður
en bók þeirra Kirk og Raven kem-
ur út“.
„Auðvitað held óg að ég sé að villast. Haldið þið ai
$ 13. febrúar 1963 - ALÞYÐUBLAÐIÐ