Alþýðublaðið - 16.02.1963, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 16.02.1963, Blaðsíða 2
1 ,.N •Itvtjotn-. unu J. AutþórBMto (áb) og Benedlkt Grðndal.— AOstoOarrltstJóri BJörgviD GuBmundbSon. • Fréttastjórl: Stgvaldl HJálmareson. — Bímar: 14 900 14 902 — 14 903 Auglýslngasíml: 14 906 — ABsetur: AlþýBuhúsið. — Prentwnlðja AlþýBublaðsms, Hverfisgötu 8-10 — Askxiítargjald Jtr. 65Æ0 4 'aaánuSl t laususblu kr. 400 eint. tJtgefandl: Alþýöuflokkuiina i Ákærði sýknaður t . i ÞAÐ LEYNIR SÉR EKKI, hvemig Framsókn erflokkurinn lítur ó þá kosningabaráttu, sem er framundan. Tíminn segir, að kosið iverði um, hvað igert verði í EBE-málinu eftir kosningar. Þessi yfirlýsing er í fullu samræmi við hina þórarinsku áróðurtrú, að hentugast sé fyrir fram- ÆÓknarmenn að bala sem minnst um veruleikann, heldur einblína á það, sem ríkisstjórnin hafi ætlað að gera í fortíðinni og kunni að gera einhvern tíma seinna. Tíminn treystir sér ekki til að heyja kosn- ingabaráttu á grundvelli þess, sem ríkisstjómin hefur gert, heldur talar blaðið um, hvað stjórnin hafi ætlað að gera. Blaðið vill ekki ræða, hvert nú- Verandi stefna ríkisetjórnarinnar muni leiða þjóð- ina, heldur verður að ræða um, hvað hugsanlegt sé að stjórain kunni að gera í framtíðinni. Að sjálfsögðu er þetta flótti frá veruleikanum. Þetta er viðurkenning á þeirri staðreynd, að stjórn drandstaðan telur ekki vænlegt til fylgisaukning'-. ar að hafa hátt um það, sem ríkisstjómin hefur gert. Þess vegna iverður að beina athyglinni að því, sem stjórnin ef til vill ætlaði að gera, en gerði ekki, og því sem hún ef til vill gerir í framtíðinni, þótt öllt bendi til annarar stefnu. Stjórnmál eiga að byggjast á staðreyndum. Sumir stjórnmálamenn falla í þá gildru að telja almenna kjósendur skynlausa og áhugalausa og gera allt of lítið úr þeim. Slík mistök hefna sín. Við skulum taka málflutning þórarinskunnar og prófa hann fyrir rétti. Framsóknarmenn standa frammi fyrir dómaranum og segja, að ríkisstjórn in hafi ætlað að taka ranga stefnu í efnahagsbanda ljagsmálinu. Þeir geta auðvitað ekki sannað það, en gamt heimta þeir, að stjórnin verði dæmd. Dómarinn er enginn annar en almenningur á islandi. Getur hann dæmt stjórnina seka eða ekki? í öðru lagi segir Framsóknarflokkurinn, að Stjórnin ætli að gera skyssu eftir rúmlega eitt ár, þcgar landhelgismálið endar með lokasigri íslend inga. Sannanir eru engar, aðeins ímyndun Tíma- ritstjórans. Hvað segir dómarinn? ■ ’ Þessi mál eru augljós. Það getur enginn mað- ur unnið slíka málssókn, sem framsóknarmenn nú hafa uppi gegn stjórninni. Hver sanngjarn og rétt sýnn maður hlýtur að sýkna stjórnina og hafna á- kærum stjórnarandstöðunnar, ! Það munu kjósendur gera í vor. Allt I einni verzlun SNYRTIVÚRUÐCILD HREINLÆTISVÖRU DEILD HJÚKRUNARVÖRUDEILD Seljum eingöngu þekkt vörumerki. Opnum að nýju í dag að BANKASTRÆTI 6 •■■■■■■■■*■•■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■-■■ •■■•■■M■■■■■■•■■■■■■■«■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■a■•?■■«■ '*•■■•■■•■■•■•■■••■•■■■■■■■■■■••••■■■■■■••■•••■■■«*« Bankastræti 6 ■■■■:::::::»■■■::■::::■: HANNES Á HORNINU ★ Furðuskip á veiðum ★ Ekki haffærisskírteini. ★ Ekki lögskráð á það. ★ Samt dæmt tvisvar. SJÓMADUR SKRIFAR: „IVIargt er skrítið í kýrhöfðinu, varð mér að orði, þcgar ég las fréttirnar af landhelgisbrotum vélbátsiná Sæ- valds frá Vestmannaeyjum. Tvisv- ar sinnum hafði báturinn verið tek- inn fyrir landhelgisbrot og dæmd- ur að sjálfsögðu í bæði ekiptin lög- um samkvæmt og röggsamlega. Svo bar það' við, að báturinn var tek- inn í þriðja sinn fyrir sama laga- brot — og þcgar ■ þetta er ritað, er ekki búið að kveða upp loka- dóma. EV ALLT í EINU virðast yfir- völdin hafa uppgötvað það, að bát- ur þessi hefur ekki haffærisskír- teini, að það liefur ekki verið lög- skráð á bátinn — og að í raun og veru er hann ekki til lögum sam- kvæmt. Þetta eru einhver hin furðulegustu tíðindi, sem ég hef heyrt af sjónum á ævi minni, og ég fullyrði það, að þessi saga yfir- stígur allar sjóferðasögur, sannar og ósannar, sem gamlir sjómenn eru frægir fyrir. HVERNIG MÁ ÞAÐ VERA, að yfirvöldin í Vestmannaeyjum skuli láta það fram hjá sér fara, að skip stundi veiðar þar án þess að þau séu á skrá, að ekki sé munstrað á báta og að haffærisskírteini vanti með öllu? — Ábyrgðarleysi ráða- manna bátsins er mikið og skað- vænlegt, en yfirsjón yfirvaldanna tekur þó út yfir allan þjófabálk. Hvernig færi ef bátar, sem svona er ástatt fyrir, færust og skips- höfnin léti lífið? í RAUN OG VERU væri hægt að neita að borga allar trygging- ar, vegna þess að ekkert lagalegt lægi fyrir um það, að mennirnir Jhefðu verið á bátnum. Það lægi jafnvel ekkert fyrir um það, að báturinn hefði verið til. — Þetta yrði að minnsta kosti undarlegt mál og erfitt viðfangs. Ekkert gæti komið í stað lögleysanna annað en sú algilda regla íslendinga, að túlka öll lög alltaf eins mikið í hag þess, sem þarf að njóta verndar laga og unnt er. ÉG ÁLÍT að um svo alvarlegt mál sé hér að ræða í opinberri embættisfærslu, að nauðsynlegt sé að fyrirskipa rannsókn á því. Mað- ur spyr: Eru jafnvel fleiri bátar við veiðar frá Vestmannaeyjum en þessi, sem ekki hefur haffærisskír- teini og skipshöfnin er ekki lög- skráð á? Og önnur spurning vakn- ar við þessa: Á þetta sér stað víð- ar um land? Hér er um að ræða margþætt mál. Þetta er líka brýnt öryggismál fyrir sjómenn og fjö-I skyldur þeirra. ÉG VERÐ að segja það, að þa3 er dæmafátt tómlæti þeirra sjó- Framh. á 11. síffu K.F.U.M. A morgun: Kl. 10,30 f. h. Sunnudagaskó: inn og barnasamkoma að Borga holtsbraut 6, Kópavogi. Kl. 1,30 e. h. Drengjadeildirr ar . Amtmannsstíg, Holtaveg Kirkjuteigi og Langagerði. Kl, 8,30 e. h. Síðasta samkom æskulýðsvikunnar. Síra Sigurjó Þ. Árnason o. fl. Einsöngu: Blandaður kór. Allir velkomnir. mð TiS AEþýHsilbiaSsires, Reykjavík Ég óska aS gerast áskrifandi að AlþýSublaSimi Nafn ............................................. Heimilisfang .................................. % 16. febrúar 1963 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.