Alþýðublaðið - 16.02.1963, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 16.02.1963, Blaðsíða 9
Beztu hermenn í heimi hér um ræðir, er herflokkur Gurkha-hermanna frá rík- inu Nepal í Himalaya-fjöll- um. Myndin sýnir Gurkha-her- menn á hersýningu á Ind- landi. Það voru einmitt Gurkha- licrmenn, sem bældu niður uppreisnina í Brunei í des- ember sl. auk brezkra her- manna, en þangað voru þeir sendir fiugleiðis frá Singa- pore. Malaysía athyglinni frá ástand- inu heima fyrir. Margir fréttamenn eru þeirrar skoðunar, að veita skuli Sukamo mikla fjárhagsaðstoð svo að hann verði ekki háður kommúnistum um of, og Bandaríkjamenn eru þeir einu, sem það geta gert. Hins vegar hafa Bandaríkjamenn lýst yfir eindregnum stuðningi við MáSayte.ía-hugmyndina. ★ FILIPPSEYINGAR FILIPPSEYINGAR . hafa einnig gert kröfu til Norður-Borneó og véfengt rétt Breta til þess að af- sala yfirráðum sínum yfir lands- svæðunum í hendur hinu nýja Malaysía-ríki. Sókn Indónesa gegn Malaysía hefur þannig eflzt við árásir Macapagal Filippseyjafor- seta á ríkjasambandið. Bretar hafa vísað röksemdum Filippseyinga á bug og brezkir sér fræðingar benda á að meðan Maca- pagal berjist gegn nýja ríkjasam- bandinu vegna þess að hann ótt- ast, að það verði kommúnistískt berjist Indónesar gegn því þar eð það sé „nýlendustefna í nýrri mynd”. Sagt er, að . afstaða Macapagals sé fyrst og fremst að kenna stjórn- máladeilum heima fyrir. Ástæð- urnar fyrir andúð Filippseyinga og Indónesa á stofnun Malaysía sé oft hreinn áróður, sem dylji vafa- söm markmið. Talið er hins vegar, að allir aðilar, sem hlut eiga að máli, séu hættulega bundnir við stefnuskráratriði sín. Afskiptum U Thants af málinu, sem áður er getið, hefur því verið fagnað. — Sheik Azahari, uppreisnarfor- inginn, hefur bækistöðvar í Man- ila, höfuðborg Filippseyja, og hafa Indónesar haldið uppi miklum á- róðri fyrir baráttu hans gegn Mal- aysía.' Hann hefur neitað því, að hann sé kommúnisti. ★ SINGAPORE Kínverjar hafa verið fjölmennir í Singapore frá fornu fari, en einn megintilgangurinn með stofn un Malaysía er að koma í veg fyr- ir það, að Singapore lendi á áhrifa Framh. á 11. síðu „MER hafði aldrei komið til hug- ar, hann myndi sækja um skilnað. Ég átti það til, ef okkur sinnað- ist, að hóta honum því að fara til prests og lögfræðings, en það var auðvitað ekki í neinni alvöru. Ég er alveg niðurbrotin manneskja". Það er sárt að þurfa að segja það, að eins og málum virðist nú komið, eru ekki miklar líkur til að allt geti orðið gott að nýju. Og þó er ekki útilokað, að maðurinn komi heim aftur, þó að skilnaðurinn hafi þegar farið fram. Það eru mörg dæmi til þess, að hjón hafi sætzt. þó að felldur hafi verið úrskurður um skilnað að borði og sæng, og komið hefur fyrir, að hjón, sem skilin voru fullum lögskilnaði, hófu sambúð á ný. Þetta er að sjálfsögðu mikið undir því komið, hvað gerzt hefur „í millitíðinni". En í þessu máli er eitt atriði, sem vert er athugunar. Hvaða áhrif hefur það í sambúð að annað hjón- anna eða bæði, séu stöðugt að hóta skilnaði, þó að það sé „auðvitað ekki í neinni alvöru”. Þá eru hót- anirnar settar fram í þeim tilgangi að særa á líðandi stund. Það er al- kunna að þegar fólki gremst hverju við annað, hvort sem er á heimil- um eða annars staðar, þá segja menn helzt það, sem særir, alveg án tillits til þess, hvort hugur fylg- ir máli eða ekki. Lítil börn eiga það til, ef þau reiðast, að 'hóta hvort öðru fullri tortímingu, „Ég skal o. s. frv“. Þannig geta hjón líka vanið sig á að hóta tortímingu heimilisins, jafnvel út af mestu smámunum, ef þéim rennur í skap. Þessu fylgir alvarleg hætta, miklu alva-rlegri en flestir gera sér grein fyrir. Að mínum dómi getur það beinlínis valdið eins konar „sefj- un“, sem felst í því, að hugsun- inni er svo að segja þrýst inn í hinn aðilann. Við sífellda endur- tekningu festir hún rætur, og þó að engin alvara hafi verið í slíkum hótunum í fyrstu, getur hún grafið um sig. „Ég skil bara við þig“. — „Ég fer bara til lögfræðings strax í dag“. „Ég hringi í prestinn á morgun“. „Ég er bara farin af heimilinu". „Þú getur bara farið þína leið, og þá er ég í friði fyrir þér og þínum líkum“. — Og áður en varir getur farið eins og í dæm- inu, sem nefnt er að ofan. And- svarið getur orðið eitthvað á þessa leið: Gott og vel. Það er þá bezt að gera alvöru úr þessu, úr því að þú ert alltaf að staglast á því“. Þetta dæmi úr hjúskaparlífi er j í rauninni sama eðlis og svo margt, 1 sem gerist í daglegu lífi á öðrum sviðum. Hugsun, sem alltaf er alið á, festir rætur og verður að alvöru, fyrr en varir. Gott dæmi um þetta er skemmtanalífið. Allir þurfa að skemmta sér, bæði börn og full- orðnir. Af því leiðir að í marg- menni verða einhverjir til að stunda störf, sem eru i því fólgin að skemmta öðrum. Þeir, sem lifa á skemmtanaþörf fólksins, fara síð an að auglýsa vöru sína, fylla blöð og útvarp með auglýsingum, ýta þeirri hugsun að fólkinu, að það þurfi að skemmta sér þar og þar Almenningur sefjast við að stöðugt er alið á þessu, svo að endirinn verður sá, að fjöldi manna stundar skemmtanir langt fram yfir það, sem þörfin krefur. Annað dæmi er áfengisnautn þjóðarinnar. Fjöldi manna drekk- ur af því að hugsuninni um drykkju skap er stöðugt haldið vakandi. Þeir eru teljandi þeir dagar, er ekki kemur út blað, þar sem talað er um áfengisnautn, annað hvort að einhverjir hafi drukkið eða ætli að drekka. Ef blaðamenn eiga við- töl við fjallkónga, sjómenn, eða aðra heiðursmenn þjóðfélagsins, er sjálfsagt að taka það rækilega fram, að maðurinn drekki eða hafi drukkið. Þegar hópmyndir koma af framámönnum þjóðfélagsins, eru þeir oftast með staupið á lofti. í einu orði sagt: Það er alltaf verið að tala um drykkjuskaf^ og sýna drykkjuskap, og afleiðingin er sefj un, — sem gerir það að verkum, að það er lífsins ómögulegt fyrir þá menn, sem þurfa að gleyma á- fengi, að gleyma því. Hugsanir, sem stöðugt er klifað á, hafa sín áhrif. Konan, sem seg- ist stöðugt hafa hótað manninum sínum skilnaði, er sennilega sjálf orðin háð þeirri sef jun, sem er ein- kenni tíðarandans, að því er hjóna- skilnaði snertir. Það er stöðugt ^verið að tala um hjónaskilnaði, — jafnvel í eins konar gamantón, „auðvitað ekki í neinni alvöru“, — eins og hér sé um að ræða smá- vegis æfintýri, — eða tiltölulega meinlausan hlut í þjóðfélaginu. Að lokum: Gamlir vatnamenn gefa það ráð, að ef þig svimi í ánni, sé um að gera að horfa ekki alltaf ofan í iðuna, heldur yfir ána, á bakkann hinum megin. Ég held, að það sama eigi við í hjúskapn- um, og raunar mannlífinu yfirleitt. Jakob Jónsson. ppgangur EBE verður minni BRÚSSEL (Frá fréttaritara NTB): Horfurnar árið 1963 eru góðar, en vart verðúr þess, að vöxturinn í efnahagsmálum fer minnkandi, seg ir í ársskýrslu Efnahagsbandalags- nefndarinnar, sem nýlega var birt. Miðað við 1961 jókst iðnaðar- framleiðslan um 6% á síðasta ári. Brúttóþjóðarframleiðslan hefur aukizt um 27% á þeim fimm árum, sem liðin eru síðan Efnahagsbanda lagið var stofnað, og iðnaðarfram- leiðslan hefur aukizt um 40% á sama tíma. Hins vegar má sjá greinileg merki þess, að efnahagsvöxturinn er hægfarari nú, og þess var líka vænzt eftir hinar miklu fjárfest- ingar í fyrra, sem grundvölluðu viðgang. Árið 1963 verður um dálitla aft- urför að ræða hvað varðar aukn- ingu eftirspurnar. Jafnframt má búast við að fjárfesting minnki. Hins vegar er sennilegt, að brúttó- þjóðartekjur alls EBE muni auk- ast um 4,5%, sem er sama aukn- ing og í fyrra. Innflutningur mun halda áfram að aukast 1963, en aukningin verð- ur minni en í fyrra, m. a. vegna miklu betri uppskeru. Útflutning- urinn mun aukast aðeins lítið eitt, þannig að verzlunarjöfnuðurinn versnar enn. ígt verð Axminster Skipholti 21, sími 24676 ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 16. febrúar 1963 ®

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.