Alþýðublaðið - 16.02.1963, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 16.02.1963, Blaðsíða 16
44. árg. — Laugardagur 16. febrúar 1963 — 38. tbl. í GÆRMORGUN hélt íslenzka landslíðið í handknattleik áleiðis til Parísar með flugvél Flugfélags. íslands. Laridsliðsmennirnir voru all ir hinir kátustu við brottförina og hlökkuðu til viðureignarinnar við þá frönsku, sem verður í París í kvöld kl. 8,30 eftir ísl. tíma. Þetta er ann- ar landsleikur þjóðanna í handknattleik, í þeim fyrsta sigraði íslands 20—-13. _ Bremerhaven, 15. febrúar. NTB-Reuter. Nálega 500 farþegar og skip- rerjar af hollenska lystiskipinu „Maasdam’’ björguSust, • þegar •fikipid' rakst á tvö skipsflök í Wes- Munið um- ræðukvöldið í BURST, — mánudag kl. 20,30. Á þess um fundi mætir Egg- ert G. Þor- steinsson al- þingismaður. Umræðuefni: Alþýðuflokk- urinn og liús næðismál. KEPPAl PARfS I KVÖLD eðveikur með háska egt vop Sjúklingur af Kleppi, sem hafði fengið bæjarleyfi, réðst fyrir nokkru á mann og barði hann í rot. Til þess notaði hann gríðar- mikið barefli, og sá sem fyrir ár- ásinni varð, hlaut mikla áverka á höfuð. Forsaga þessa máls er sú, að laugardaginn 2. þessa mánaðar, voru tveir menn .staddir í gangi húss nokkurs við Hverfisgötuna Annar þeirra var að fylgja gesti sínum til dyra. Er þeir voru stadd- ir þarna, urðu þeir varir við mannaferðir í húsinu, og skömmu síðar komu tveir menn niður stig- ann. Hélt annar þeirra á ljósa- kúlu, sem var hálffull af vatni. Mennirnir tóku ljósakúluna af manninum, §em fór út ásamt fé- laga sínum. Hinir tveir stóðu nokkra stund í stiganum eftir að mennirnir voru farnir út, en skyndi lega birtist sá, sem hafði vérið með ljósakúluna. Hljóp hann upp í stigann þar sem mennirnir stóðu, og reiddi til höggs hluta af stiga- handriði, sem var gert úr tré. Barði hann annan manninn í höf- uðið og hljóp svo út. Sá sem fyrir árásinni varð, rotaðist og var flutt ur á Slysavarðstofuna, þar sem gert var að sárum hans. Á stigahandrið- inu, sem maðurinn barði með, var stór járnfleinn, og var það hrein mildi að hann gekk ekki inn í höfuð mannsins, og er þá ekki að vita hvað hefði orðið. Lögreglan tók árásarmanninn, og hefur hann nú viðurkennt brot sitt. Var þetta sjúklingur af Kleppi, sem hafði fengið bæjar- leyfi, en átti að vera kominn á sjúkrahúsið fyrr um daginn. Þetta er í þriðja sinn á .skömmum tíma, að geðsjúklingar, sem hvergi eiga að vera nema á sjúkrahúsi, valda slysum á mönnum eða erfiðleik- um. Fyrr í vetur varð geðveikur maður. óður í húsi einu hér í bæ, Framh. á 14. síðu eránni skammt frá Bremerhaven í dagr. Þétt þoka var á. „Maasdam”, sem er 15.024 brúttólestir, fékk á sig mikinn haila, og aðeins var hægt að nota helming björguharbátanna. — Þó fórst enginn eða slasaðist. Skipið rétti sig seinna við, og héldu skip stjórinn, Anthonie Hendrik La- gaay, og lítil áhöfn áfram ferð- inni til Bremerhaven. Talið er, að „Maasdam“ hafi rekizt á flak brezka skipsins „Harborough" sem sökk 1959, en það skip hafði aftur á móti siglt á flak sovézka flutningaskipsins „Kholmogiry”. Fréttaritari Reuters, sem var |meðal farþega, segir að þoka hafi á verið og sléttur sjór, þegar slysið varð. Farþegarnir, 230 tals- ins, vöknuðu, og skipið fékk á ; sig mikinn halla. Skipstjórinn fyr- irskipaði, að skipið skyldi yfirgef- ið. Hverjum björgunarbátnum af öðrum var rennt niður í sjóinn, Framhald á 5. síðu. GHANAMENN KVARTA YF- SR MISRÉTTI S BÚLGARIU VÍN 15. febr. (NTB-Reuteri 18 af 25 Ghanamönnum, sem voru viðriðnir óeirðirnar í Sofia; á þriðjudag, komu til Vínar I dag með flugvél á leið sinni til Vesttir- Þýzkalands. í fylgd með þeim var Appan Rampong, sendihejra Gliana í Sofia. Sendiherrann skýrði frá því, að sjö aðrir stúdentar frá Ghana og langflestir þeirra rúmlega 300 Afríkumanna, sem stunda nám f Búlgaríu, mundu reyna að komast burtu úr landinu. Óeirðirnar urðu vegna þess, að sam-afrískt stúdentafélag var bannað og kom til mikilla upp- þota og áfloga með stúdentum og lögreglu í Sofia á þriðjudaginn. Sjö sitja enn í fangelsi, segiil'sendi- herrann. Nokkrir stúdentanna kvörtuðu sáran yfix því kynþáttamísrétti, Framhald á 5. síðu. Sá grænklæddi áður sjúklingur á kleppi Grænklæddi maðurinn var cnn yfirheyrður í gær, og kvaðst hann hann fyrst hafa játað sig sekan a£ hræðslu. Segir hann nú, að hann hafi að vísu elt konur, en aldrei snert við þeim. Er hann þá tvívegis búinn að gerbreyta framburði sínum. Þegar hann var tekinn, ját aði liann þegar, en á leiðinni upp í Fangahús, breytti hann framburð inum. og kvaðst aldrei hafa komið nálægt þessu. Maðurinn kveðst hafa haft mik inn hug á kvenfólki, en vegna kjark leysis og óframfærni hefði hann aldrei þorað að koma nálægt því, öðruvísi en að elta það í fjarlægð. Þess má geta, að maður þessi er langt frá því að vera heill á geðs munum, og hefur hann til dæmis verið sjúklingur á Kleppi nokkurn tíma. Mál' hans vcrður líklega sent Saksóknara.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.