Alþýðublaðið - 16.02.1963, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 16.02.1963, Blaðsíða 3
Svo segir í Hungurvöku: „Hann hafði eigi allt land í Skálaholti til ábúðar fyrst nokkra stund, af því að Dalla móðir hans vildi búa á sínum hluta lands- ins, meðan hún lifði. En, er hún var önduð og biskup hlaut allt Vnm land, bá lagði hann það allt til kirkju þeirrar, sem þar er í Skála- holti, og hann sjálfur hafði gera látið, þrítuga að lengd, og vígði HOjX. Pétri postula. Og mörg gæði önnur lagði Gissur hiskup til þeirrar kirkju, bæði í löndum og lausafé, og kvað á síðan, að bar skyldi ávallt biskupsstóll vera, meðan ísland er byggt og kristni má (l'.. JBjfÍ haldast.“ í TILEFNJ af frumvarpi því, sem nú liggur fyrir aiþingi, þess efnis, að ríkiS fái heimild til þess aó afhenda þjóðkirkjunni Skálholt til eignar og umráða, snéri Alhýðublaðið sér til nokk- urra kirkjunnar rnanna og lagði fyrir þá þessa spurningu: Á bisk* up íslands að sifja í Skálhoiti, ef ekki, hvernjg á þá að haga endurreisn Skálholtsstaðar í kirkjulegu tiliiti? Biskupinn yfir íslandi, herra Sigurbjörn Einarsson, svarað'i spurningunni á þessa Ieið: Sjálfur hef ég á sínum tíma flutt og stutt þá hugmynd, að með tímanum yrðu þrjú bisk- upsdæmi í landinu, — og ég lief eldki vikið frá þeirri skoð- un. Hitt er annað mál, hvort þetta er aðkallandi. Skálholt hlýtur að fá biskup fyrr eða síðar. Það hafa vei'ið og eru uppi margvíslcgar skoð- anir á því, með hvaða hætti það verður. Okkar tímar eru miklir breytingaúmar, og það er skynsamlegast að hugsa málin til hlítar, áður en teknar eru stórfelídar ákvarðanir. Með -frumvarpinu, sem nú er rætt á alþingi, hefur það unn- izt, sem mestu máli skiptlr. Það er tryggt, að kirkjan miss- ir ekki af Skálholti. Kirkjunn- ar menn ættu því að geta hugs- að mn það í ró og næði, hvern- ig og hvenær næsta skref verð- ur stigið. Að óbreyttu fyrirkomulagi væri það til mikils óhagræðis embættislega séð fyrir biskup íslands að flytjast til Skálholts, en ef að sú aðstaöa breyttist, ætti það alls eliki að vera ó- hugsandi. ¥ ¥ h* Herra Ásmundur Guðmunds- son, fyrrverandi biskup, svar- aði spumingunni á þessa Ieið: Eg hefi jafnan haft þá skoð- un, að biskupinn yfir íslandi eigi að sitja í Reykjavík.* Ef að ég ætti að rökstyðja >að, mundi ég segja, að biskuplnn hafi bezta aðstöðu til að vera í nánu sambandi við presta landsins, ef að hann er þar, sem slagæö þjóðarinnar slær hrað- ast. Eg tel eðlilegt, að stefnt sé að því, að vígslubiskupar sltji Skálholt og Ilólastól, og bisk- upinn yfir íslandi feli þeim fjöl þættari biskupsstörf eftir því sem tímar líða. En mér virðist ekkert liggja á. * * * 1 Sr. Birgir Snæbjörnsson, prestur á Akureyri, svai*aði spurningunni á þessa leið: Eg tel það hafa mikla ókosti að flytja biskupinn yfir íslandi til Skálholts. Mín skoðun er sú, að æskilegast værí að: fá einn biskup til Skálholts, ann- an til Hóla og hinn þriðji sæti Framh. á 13. síðu f Kvenfélag Alþýöu- flokksins 25 ára Kvenfélag Alþýðuflokksins er 25 ára um þessar mundir. í til- efni þessa afmælis samtaka jafnaðarkvcnna, leitaði blaðið upplýsinga hjá frú Soffíu Ingv- arsdóttur, en lmn er formaður Kvenfélags Alþýðuflokksins, og hefur verið það síðustu tvo ára- tugina, en fyrsti formaöur fé- lagsins var hin merka kona frú Jónína Jónatansdóttir. Fyrir 25 árum reis upp öflug hreyfing meðal stjórnmála- flokkanna um stofnun kvenfé- laga innan hvers einstaks flokks. Bar þar einkum tvennt til: Þörfin fyrir félags- og bar- áttusamtök íslenzkra kvenna, og þá vissu manna, af hvaða flokki sem þeir voru, að kvenfólkið reynist oft vel, þegar á hólminn er komið og í því góður liðs- styrkur, Þessi eiginleiki kvenna kom glöggt í ljós slrax viö fæðingu félagsins. Á siofnári Kvenfé- lagsins sagði Héðinn Valdi- marsson sig úr Alþýðuflokknum og kom af staö innan flokksins miklum sundrungi. Þessi sundrung kom ekki sízt niður á hinu nýstofnaða og ó- mótaða félagi kvennanna, og margar fóru með honum. En þá naut sín bezt hinn sanni kjarni félagsins, hinar íslenzku alþýðukonur. Þær sáu hættuna af öfgum kommúnismans þeg- ar í stað og héldu einingu sinni eftir sem áður. Þessari glögg- skyggni forystukvenna Kvenfé- lags Alþýðuflokksins á fyrstu árum þess, geta þær konur, sem standa að því nú, þakkað það hversu vel félaginu hefur tekizí að gegna lilutverki sínu. Þegar litið er yfir farinn veg, sést, að félagið hefur haft af- skipti af fjöldamörgum hags- muna- og menningarmálum al- þýðu. Það hefur stutt einarð- lega helztu baráttu- og fram- faramál Alþýðuflokksins á þessu tímabili. Má þar til nefna tryggingamál, húsnæðis- máh skþí|ulöggjöf og launa- jafnrétti karla og kvenna. En þessar konur hafa einn- ig í fleiri horn litið, en þau pólitísku. Þær hafa komið á fót vinsælum námskeiðum _ í liandavinnu kvenna, matreiðslu o.fl. Komið upp bókasýningu á ritverkum kvenna, haldið skemmtanir árlega fyrir aldr- að fólk og fleira. Þær hafa einnig reynzt Al- þýöuflokknum haukur í horni hvað snertir fjáröflun.og til dæmis með höfðinglegum gjöf- um til Alþýðublaðsins. Nú hafa þær í tilefni afmælis félagsins ákveðið að gefa tiu þúsund krónur í kosningasjóð fulltrúa- ráðs Alþýðuflokksins. Kvenfélag Alþýðuflokksins á sér mörg áhugamál. Meðal ann ars má nefna heimavistarskóla her í bæ fyrir telpur á skóla- skyldualdri, sem eru umkomu- litlar og búa við slæmar heim- ilisaðstæður. Fleiri málefni varð andi æskulýð og uppeldi hefur það látið sig miklu varða. Kramn. a 14 síðu MYNDIN: Núverandi stjórn Kvenfélags Alþýðuflokksins. Fremri röð talið frá vinstri: Guðný Ilelga- dóttir ritari, Soffía Ingvars- dóttir formaður, Þóra Einars' dóttir varaformaöur. Aftari röð talið frá vinstri: Sigríður Ein- arsdóttir meðstjórnandi, Berg- þóra Guðmundsdóttir fjármála ritari, Svanhvít Thorlacius gjaldkeri, Oddfríður Jóhanns- dóttir meðstjórnandi. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 16. febrúar 1963

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.