Alþýðublaðið - 23.02.1963, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 23.02.1963, Blaðsíða 1
t, SKUGGAVERK í BERLIN Mun hetri afli í net en á línu AFLI LÍNUBÁTA sunnan- lands hefur vcriö frekar tregur frá áramótum, og eru bátar smám- saman að tínast á netin. Þeir bátar, sem nú þegar róa með net, veiða mun betur en línubátarnir. Þrír bátar frá Akranesi, Skírnir, Ilöfr- ungur og Sæfari, eru nú komnir á liringnót, og hcfur einn þeirra, Skírnir, veitt ágætlega. Þeir bát- ar, sem geröir hafa verið út á loðnuveiðar frá Sandgerði og Keflavík, hafa undanfarið veitt ó- liemjuvel. Hafa þessir bátar á undanförnum tveimur sólarhring- um lagt upp 400 tunnur af loönu í Sandgerði. Loðnan hefur ýmizt farið til beitu cða í bræðslu. Bát- arnir, sem stunda loðnuveiði frá Keflavík heita: Tjaldur, Ver og Lundi, en frá Sandgerði veiða loðnu þeir Freyja og Ingólfur. Aftur á móti liafa Vestmanna- eyjabátar á loðnu aflað sáralítið. Afli línubáta frá Vestmannaeyj- um hcfur verið mjög misjafn það sem af er vertíðinni, og allt í allt mun afli þeirra lélegur frá ára- mótum. Gæftir hafa verið sæmileg ar undanfarna daga, en rysjóttar nær áramótum, og liðu þá fleiri sólarhringar svo ekki gaf á sjó. — Vestmannaeyjabátar sem veiða síld, hafa veitt ágætlega. Stigandi VE 77 er farinn á net fyrir tveimur dögum, og hefur hann aflað ágætlega. kom t. d. að landi í gær með 15 tonn, en hæsti línubátur þá veiddi 6 tonn. Fjórir bátar eru á loðnu frá Eyjum. Sandgerðisbátar munu ekki fara Framh. á 14. siðu. ÞAfl, sem hér blasir viS augum, er hvorki eftir jarSskjálfta né.stríS. Þetta er skipulögS eySilegging. Kommúnistar í Austur-Berlín halda sem sagt áfram aS gera múrinn mannheldan, og einn liSur í þeirri framkvæmd er aS rífa þau hús aS grunni, sem skýlt gætu fólki á flótta. Myndin er tekin á mótum Zimmer- og Markgrafenstræta. ÞAÐ mátti ekki á milii sjá, hver var hrifnastur af hverju: Sophia Loren af kjólnum í tízkuhúsi Diors í París eða stúlkurnar, sem sýna kjólana af Sophiu Loren. Myndin er tekin bak viS tjöldin, í búningsherbergi þeirra. Kari- maSurinn er Marc Bohan, aSal ,höfundur“ tízkuhússins. |Þrír unglingar sekir um 11 inn- brot á Akureyri AKUREYRI í gær. Á TÍMABILINU frá því í ektóber -1962, og þar til í janúar á þessu ári, voru framdir allmargir inn- brotsþjófnaðir hér í bæ. Lögregl- unni hefur tekizt að upplýsa flesta þeirra, eða 10 talsins. Fjórir þess- ara þjófnaða upplýstust fljótlega eftir að þeir voru framdir, en 11 upplýstust nú fyrir skömmu, og voru þar að verki þrír unglingar. Verðmæti þýfisins, peningar og ýmsir hlutir, úr þessum 11 innbrot- um, nema ca. 37 þúsund krónum. Auk þess unnu unglingarnir spell- virki á ýmsum innbrotsstööunum. — Gunnar. Moskvu 22. febr. * NTB-REUTER ’• VARNARMÁLARÁÐHERA Sovét- ríkjanna, Rodion Malinovskij hélt ræðu í Kreml í gær í tilefni 45 ára afmælis hins sovézka sjó- og landhers. Hann aðvaraði þar Bandaríkin, og sagði, að ef ráðizt yrði á Kúbu, kostaði það heims- styrjöld, og þá yrði Bandaríkjun- um gersamlega eytt. Þá yrði þeim löndum einnig eytt, þar sem Bandaríkin hafa herbæki- stöðvar. Malinovskij sagði jafn- framt, að Sovétríkin gætu eyði-! lagt allar kjarnorkueldflaugar, sem Bandaríkjamenn eiga, bæði á sjó og landi. Talaði hann einnig um Polaris—eldflaugar í þessu sambandi. í Kreml var samankominn mik- ill mannfjöldi, er vamarmálaráð- herrann hélt ræðu. Hann sagði, að Sovétríkin ættu mikið fullkomn- j ari og stærri kjarnorkuvopn en Bandaríkin. „Ný heimstyrjöld mun jafnframt verða sú síðasta”, sagði. hann. „Þá mun hinn kapítalískil heimur hverfa fyrir fuilt og allt”, hélt hann áfram. Hann kvaðst vilja minna hinn vestræna heim enn einu sinni á það, að Sovétrík- in létu ekki hræða sig. „Við ráðum yfir svo sterkum vamarvopnum, að árásaraðilarair myndu hverfa í eldsloga um leið og stríð brytist út”, sagði hann. „Þess vegna getum við aðeins gef- ið þeim það ráð, að „halda höfð- inu köldu” og höndunum langt frá hnöppunum, og ef ýtt verður á þá, Framh. á 3. síðu. TIL MALLORCA - ÓKEYPIS ÚR FISKINUM IIAMMERFEST — Findus fisk- vinnslustöðin í Hammerfest ætlar að senda tíu af starfsliði sínu í skemmtiferð til Mal- lorca. Ferðin verður farin um mán- aöamótin september—október og ferðalangarnir fá fullt kaup meðan á henni stendur. Þá borgar Fiiðtus að sjálfsögðu ferðakostnað, og að auki allan kostnað af tveggja vikna lió- tcldvöl. Skemmtiferðin til Mallorca er í senn hugsuð sem viður- kenning og hvatning til starfs- fólks Findus-stöðvarinnar í Hammerfest. Allt verkafólk fyrirtækisins á jafnan rétt til hnossins og verða þátttakend- ur valdir með hlutkesti.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.