Alþýðublaðið - 23.02.1963, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 23.02.1963, Blaðsíða 3
 2 nýjar bækur á markaðnum UT ERU KOMNAR hjá Bókaverzl- un Sigfúsar Eymundssonar bæk- urnar Á SAUTJÁNDA BEKK, ljóff eftir Pál H. Jónsson frá Laug- um og RÉTTUR ER SETTUR, skáldsaga eftir ungan rússneskan liöfund, er nefnir sig Abraham Tertz, en þýðandi er Jökull Jak- obsson. Á SAUTJÁNDA BEKK er önnur ljóðabók Páls H. Jónssonar. Hin fyrri, Nótt fyrir norðan, kom út 1955 og var sérlega vel tekið og lilaut lof fyrir fáguð ljóð, þar sem „skynsemin og skáldgáfan eru hvór annarri góðar systur”, eins og Karl Kristjánsson alþingismað- Þorrahlót á Akranesi ALÞÝÐUFLOKKSFÉLÖGIN á Akranesi efna til Þorra- blóts í félagsheimili flokks- ins þar í bæ í kvöld. Skemmti atriffi verffa fjölbreytt og dans á eftir. Þátttaka tilkynn ist til Guffjóns Finnbogason- ar effa Helga Daníelssonar. TÓNLHKAR TÓNLEIKAR Sinfóníuhljóm- sveitarinnar í gærkvöldi mega vafalaust tcljast einhverjir hinir beztu, sem hún hefur haldið frá stofnun sinni og eiga þau hjónin Irmgard Seefricd og Wolfgang Sclineiderhan sinn mikla þátt í því, auk þess sem stjórnáhdanum Gu- stav König, hefur tekizt að ná ó- trúlega góðu valdi á sveitinni á stuttum tíma. Allt frá fyrsta tóni í forleiknum að „Brúðkaupi Figaros” fann maff ur á sér hvað í vændum var og varð ekki fyrir vonbrigðum. Frúin söng aríur Mozarts af mikilli snilld og ekki tókst henni síður með Respighi og Strauss. Schnei- derlian lék A-dúr konsert Mozarts með ágætri tækni og yndislegum tón, miklum og fallegum. Án efa. beztu tónleikar vetrarins. G. G. ur komst að orði um hana í rit- dómi. Á SAUTJÁNDA BEKK er 63 bls. að stærð og hefur að geyma 22 ljóð. Bókin er prentuð í Prentsmiðju Jóns Iíelgasonar og er hin snotr- asta í öllum frágangi. Skáldsagsn RÉTTUR ER SETT- UR er 127 bls. að stærð. Um hana og höfund hennar segir m. a. í formálsorðum: „Abraham Tertz er óþekktur rússneskur höfundur, búsettur í Sovétríkjunum. Um hann er ekk- ert vitað annað en það sem ráðið vcrður af verkum hans; þau eru gefin út í París, en handritum þeirra smyglað þangað eftir ó- þokktum leiðum frá Sovétríkjun- um. Höfundarnafn hans, Abraham Tertz er dulnefni, hið rétta nafn hans er að sjálfsögðu óþekkt. — Þrjár bækur hafa til þessa birzt eftir Abraham Tertz, skáldsasan Réttur er settur, sem birtist 1959, og ritgerðin Um sósíalrealisma, hæðin ádeila á ráðandi bókmennta stefnu í Sovétríkjunum, sem út kom sama ár. Árið 1961 birtist svo í París safn fimm „furðu- sagna”. Réttur er settur gerist á síðustu ! stjórnarárum Stálíns, þegar ein- ræði hans hafði náð hámarki og sjúkleg tortryggni hans og ótti við andstöðu og „óvini“ setti svip sinn á allt líf í Sovétríkjunum. Sagan er nöpur og hæðin lýsing þessa tíma. Verð:86,000,000 STYKKIÐ kostar s«m samsvar- ar 86 milljónum íslenzkra króna, og bandaríski flugherinn pant- aSi fyrir skemmstu þúsund stykki. Þetta er orustuflugvél af svokallaðri Phantom-tegund. Disosway hershöfðingi, sem á myndinni sýnir fréttamönnum vélina og vopnabúnað hennar, hélt því fram við þá, að hún væri „bezta orustuflugvél ver- aldar". REYNSLAN í BANDARÍKJUNUM VEILIR SKYLDU VARA SIG í VIKURITINU „Time”, sem kom út í gær, segir nokkuð frá inflúenzufaraldrinum í Banda- ríkjunum, sem nú er reyndar eftir öllum sólarmerkjum aff dæma kominn hingaff. „Time” upplýsir meffal ann- ars: Bandaríska heilbrigffisstjórn- in hefur ráðlagt barnshafandi konum, hjarta- og lungnasjúk- um og rosknu fólki að láta bólusetja sig. Reynslan í far- % aldrinum 1957 sýndi, aff Asíu- inflúenzah kom harðast niffur á þessu fólki. Veikin hefur í þetta skipti eins og „stokkið” á milli staffa, stungiff sér niður hér og þar og veriff bráffsmitandi þar sem hún hefur boriff niður — en heil héruff á sýkta svæffinu hinsvegar sloppið meff öllu. Dæmi: í Baltimore veiktust 300 af 3,700 lögreglumönnum borgarinnar; en í Philadelphiu, sem er í affeins 100 mílna fjar- ■ lægff, var ekki vitaff mn eitt einasta inflúenzutilfelli. Dauffsföllum hefur fjölgaff í New York og er „flensunni" kennt um, en faraldurinn er samt mun vægari en 1957. Þá er þess aff geta, aff lækn- ar í New York þykjast hafa tek ið eftir því, aff þar sem börn taka inflúenzu fyrst, er al- gengt að foreldrarnir fái væga inflúenzu svo sem sex dögum seinna. > 3285 ÖRYRKJAR FENGU 43,2 MILLJ. 3285 ÍSLENDINGAR hafa’ vegna slysa effa s.júkdóma skerta getu til vinnu og hafa fengiff örorkulífeyri almanna- trygginganna, að því er segír í skýrslu um lífeyristryggingar 1961, sem nýlega hefur veriff birt. Þetta fólk hlaut siðastlið- iff ár samtals 43,2 milljónir króna. Sú meginregla gildir, að missi maður 75% af starfsgetu sinni eða meira, fær liann full- an örorkulífeyri, sem er hinn sami og ellilífeyrir að upp- hæð. Sé um minni örorku að ræða minnkar lífeyrinn. Þessu til viðbótar veitir Tryggingastofnunin sérstakan örorkustyrk og hlutu hann 658 manns á öllu landinu 1961, sam tals 1,2 milljónir. Alls hlutu 3007 einstakling- ar örorkulifeyri, þar af 1270 í Reykjavík. Þar við bættust 139 hjón. Þriðjungur einstakling- anna og tæpur helmingur hjón anna voru á 2. verðlagssvæði og fengu því fjórðungi lægri lífeyri en hinir, sem töldust búa á 1. verðlagssvæði. Síðan hafa þessi verðlagssvæði verið af- numin og er lífeyrinn nú jafn um allt landið hcar sem fólk býr. Fullur örorkulífeyrir verður á þessu ári, 1963, 18.235 krón- ur fyrir einstaklinga og 32.824 fyrir "hjón. SEEFRIED - SNHEIDERHAN FYLLA HÁSKÓLAÍÓ AFTUR HÁSKÖLABÍÓ var trofffullt á hljómleikum Sinfóníuhljómsveitar innar í gærkvöldi, er þau komu fram meff sveitinni hjónin Irmgard Seefried óperusöngkona og Wolf- gang Sneiderhan fifflusnillingur, en stjórnandi var Dr. Gustav König. Létu áhorfendur í ljós mikla lirifningu yfir hljómleikunum og fögnuðu öllum þrem ákaft. Að þessu sinni hefur Ríkisút- varpið ákveðið að endurtaka sin- fóníuhljómleika. í gærdag var búið að selja mikinn hluta aðgöngumið- anna að aukahljómleikunum, sem verða í kvöld. Þegar þess er gætt, að söngkonan hefur þegar nálega fyllt Háskólabíó á ljóðasöngleik fyrr í vikunni, hlýtur hún að hafa slegið öll met livað vinsældir og aðsókn að klassiskum hljómleik- um snertir hér í borg. Er sérstak- lega áberandi, hve unga fólkið flykkist á hljómleika í vetur. KÚBAENN... Framh. af 1. síffu getur það leitt til algjörra enda- loka”, sagði Malinovskij. Að lokum sagði hann: „Ef ráð- izt verður á Kúbu þá mun Sovét- ríkin vera að finna meðal þeirra, er koma landinu fyrst til hjálpar”. Meðal áheyrenda á 45 ára af- mælinu, var Krústjov, klæddur á hermanna vísu. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 23. febrúar 1963, J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.