Alþýðublaðið - 23.02.1963, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 23.02.1963, Blaðsíða 13
GUÐMUNDSSON Fyrrv. skólastjóri NÚ, þegar „Björn á Núpi” er lagð- ur til hinztu hvílu í dýrfirzkri ást- mold, staldrar hugur minn við og hvarflar til liðins tíma vestur þar, sem hann í dag er kvaddur klökk- um og þakklátum huga margra fjær og nær. Og kannist ég nokk- uð við kenndir gamalla nemenda og vina hans, mun nú á mörgum sjást „harmdögg á brá“ sem sýni- legt tákn þeirra tilfinninga, sem í brjósti bærast. Mér stendur Bjöm lifandi fyrir hugskotssjónum — þessi áhrifa- ríki æskulýðsleiðtogi, sem átti svo auðvclt með að hræra hug og hjarta til fylgis við háleit hug- sjónamál. Ég sé hann nú fyrir mér í anda: við kennarapúltið á Núþi — i söngtímunum — við bænar- stundina á morgnana — með fiðl- una sína úti og innl — í frost- kaidri kvöldkyrrðinnl úti undir skólavegg, umkringdan hrifnum aðdáendum, syngjandi í há- stemmdri lotningu „Heiðstimd bláa hvelfing nætur“ . . Það voru oft sinnis unaðslegar og ógleyman- legar stundir! Það er af of mörgu að taka úr sjóði minninganna í sambandi við Björn til þess, að það allt verði tíundað. Honum var sú list léð flestum mönnum fremur að vekja og hrífa svo ekki — aldrei — varð gleymt. Hann bjó í rikum mæli yf- ir þeim „heita blæ, sem til hjart- ans nær”. Það fundum við nem- endur hans vel dögum oftar. — Maður fékk aldrei nóg af Samvist- unum við Björn. Svo töfrandi per- sónuleiki var hann — með öllu ó- gleymanlegur á sínum beztu stund um. Enginn maður vakti mér í æsku slíkar hrifningar- og upphafning- arstundir sem Björn. Ég man, hversu oft ég stóð með „társtirnda brá”, þegar honum tókst upp í túlkun hugnæmra áhugaefna eða útmálun lærdómsríkrar lífsreynslu sjálfs sín eða annarra — eða í söng og bæn. Það var áhrifarík innlifun, postulleg prédikun þrungin tilfinningarikri einlægni, auðmýkt og guðstrú. Ég get ekki hugsað mér öllu æskilegri mann til þess að móta sálir æskufólks og sveigja í sólarátt. Þeir, sem vilja, mega gera lítið úr tilfinningatali og áhrifum þess. Sjálfur hef ég notið æfilangt uppljómunar og töfra þeirra möguleika mannssál- arinnar, og fæ aldrei fullþakkað. Og meistarinn þar — flestum fremri — var Björn á Núpi. í þessum fáu og fótæklegu minn ingarorðum mínum um Björn Guð- mundsson, vildi ég endurspegla örlítið brot djúpstæðrar þakkláts- semi fyrir allt það góða og ógleym anlega, sem ég tel mig eigá honum upp að unna frá æskudögum mín- um í Núpsskóla — þessum ein- læga og hjartahlýja hugsjóna- manni, sem lengstaf után við al- faraveg undi því hlutskipti rækt- unarmannsins að gróðursetja fræ lífs og trúar í hjörtu umkomu- lítilla ungmenna. Ég gleymi aldrei glóandi mælsku hans á hátíðleg- um stundum, né heldur meitluð- um orðum hans í sögu og bók- menntum. En ætti ég að nefna eina hrifningarstund öðrum frem- ur, held ég það yrði vetrarkvöldið heiðríka og stjörnubjarta, þar sem þessi einstæði kennari og félagi lék á fiðluna sína og söng af ein- lægri trúartilfinningu með okkur lofgerðaróðinn fagra, þar sem þessar hendingar eru: „Heill sé þér, sem helgast lætur himinfúsa ljóssins vini til að lyfta hug sem hæst”. Björn á Núpi var einn slíkur vinur. Hann hóf snemma sína „von til sólarlanda”. Stjörnubelti vetrarnæturinnar hefur nú brúað honum sjálfum „breiðast djúp á milli stranda lífsins þar og lífs- ins hér”. Ég bið honum farar- heilla. Baldvin Þ. Kristjánsson. Örslif í 2. umferð ÖNNUR umferð í skákkeppni stofn ana í Reykjavík var tefld í fyrra- kvöld. Nú fór keppnin ekki fram á einum stað, eins og í fyrstu um- ferð, heldur var hún dreifð um ýmsa samkomusali stofnana, eink- urn bankanna, Eimskip o. fl. 1 þessari umferð urðu úrslitin þessi: A-FLOKKUR: Veðurstofan — Almenna bygginga félagið 31á:lá. Stjórnarráðið .— Landsbankinn 2 W-V/í. Búnaðarbankinn — HreyfiU 2:2. Útvegsbankinn sat hjá, B-FLOKKUR: Pósturinn — Áhaldahús Reykja- víkur 3:1. Raforkumál — Gutenberg 3:1. Laugarnesskólinn — Hreyfill 2:2. Samvinnutrýggingar sátu hjá. C-FLOKKUR: Aðalverktakar — Rafmagnsveita Reykjavíkur 2¥t:VÆ. Landssíminn — Miðbæjarskólinn 2Vé:l%. Hótel á Keflavíkurflugvelli — Stjórnarráðið 4:0. Ríkisútvarpið sat hjá. D-FLOKKUR: ^ ; Borgarbilastöðin — Landsbankinn zw.m... Hreyfill — Þjóðviljinn 3:1. Eimskip — V'erðgæzlan 3:1. E-FLOKKUR: Búnaðarbankinn — Bæjarleiðir 3:1. Vélsmiðjan Héðinn — KRON Hreyfill — Landssíminn 2:2. E-FLOKKUR: Eimskip — Vitamál 3V^:1%. Sig. Sveinbjörnsson— Flugfélagið 3:1. Borgarbílastöðin — Rafmagnsveita Reykjavíkur 2:2. G-FLOKKUR: Strætisvagnamir — Prentsmiðjan Edda 4:0. Búnaðarbankinn — Alþýðublaðið 2w.m. Vélsmiðjan Héðinn — Rafmagns- veita Reykjavíkur 2¥r.m. Keppni þessi fer fram einu sinni í viku, jafnan á miðvikudögum. BJÖRN GUÐMUNDSSON. í dag verða likamsleifar Bjöms heitins Guðmundssonar fyrrver- andi kennara og skólastjóra að Núpi í Dýrafirði moldu orpnar að Mýrum í Dýrafirði, en hann and- aðist á Akureyrarspítala efíir stutta légu hinn 17. þ.m. Hér verður hans aðeins minnst með nokkrum orðum. Það fer ekki ámilli mála að Björn Guðmundsson var einn hinn merkasti fræðari og kennari sinn- ar samtíðar, enda þótt starfssviðið væri bundið við sveitina, sem fæddi hann og ól. Hann byrjaði bama- kennslu við unglingaskólann að Núpi 1909 og var það óslitið í 40 ár, nema þau tvö ár, sem skólinn starfaði ekki. Skólastjóri var hann við sama skóla frá 1929 til 1942, en eftir það til 1949 kennari við skólann eða þar til hann lét af störfum fyrir aldurssákir. Eins og kunnugt er, stofnaði séra Sigtryggur Guðlaugsson skólann, þá prestur að Núpi, unglingaskóla sem öll árin hefir vaxið jafnt og þétt og er nú með virðulegustu héraðsskólum þessa lands. En því er ekki að leyna, að skóli þessi var byggður hið ytra af vanefnum og fátækt, en því betri hinir and- legu innviðir, sem þeir séra Sig tryggur og Björn lögðu skólanum til. Má með sahhi segja að þarna skapaðist fyrir forgöngu og ósér- plægni þessara vestfirzku mennta frömuða, skóli sem sáði menntun- arfrækornum vitt um land, en þó ekki sizt í heimabyggðinni. Ég átti þess kost ungúr að ár- um að dvelja einn vetur við nám í Núpsskóla og þá sem nemandi þessara tveg$Xi lærimeistara. Og nú eftú hálfa öld get ég með góðri samvizku sagt, að þessi eini vet- ur mótaði líf mitt meira um öll þau ókomnu ár ævi minnar, en skólaverur annars staðar, þó að þeim alveg ólöstuðum. Ártöl og ýmis atriði úr námsbókunum vilja oft gleymast furðu fljótt, en áhrif frá góðum skóla vara því lengur, þar sem góðir fræðarar sá fræ- kornunum. Svo hefir mér fundizt um þau áhrif og þann anda, sem þessi þá ungi skóli lagði mér og eflaust fleirum til veganestis út í lífið. Samstarf þessara vestfirzku skólafrömuða var alla tíð hið á- gætasta og eru mér ennþá ógleym- anlegar margar kennslustundir hjá þessum mætu mönnum. Ég vil segja að báðir þeir hafi verið fræðarar af Guðs náð, samfara al- hliðamenntun og einstakri fram- komu við nemendur sína. En þar sem Björn GuÖmunds- son, átti lengst af ævinnar heima í sinni sveit, komst hann eigi hjá því að taka við ýmsum trúnaðar- störfum fyrir sveit sína. Hann var hreppstjóri þar um mörg ár, í hreppsnefnd lengi, og gegndi mörgum Éfefri tþúnáðarstörfum, sem ekki verða greind frekar hér. En hins má geta að öll störf Björns heitins ennkenndust af samvizku- semi og alltaf var honum efst í huga að vinna verkið vel og halia aldrei á neinn, hvorki í samskipt- tun fyrir hönd þess opinbera eða í einkaviðskiptum við menn. Fyrir nokkru fékk ég bréf frá Birni heitnum og kom þar greini- lega fram ást hans á sveitinni okk- ar beggja, sem fæddi hann og ól. Og nú á þessum degi hefir sama sveitin hulið hinar jarðnesku líkamsleifar hans í skauti sínu. Við gamlir nemendur frá Núps- skóla, munum eflaust allir minn- ast hins látna kennimanns og fræðara með þakklæti í huga og biðja um leið þann, sem öllu ræð- ur, að búa honum góða heimkomu, á nýjum tilverusviðum, þar sem verkefnin halda áfram að veita þróttmiklum anda tækifæri til meiri þroska og meiri fræðslu, — meira að starfa Guðs um geim. Slíkra manna er jafnan gott að minnast. Óskar Jónsson Afstaða USA Framhald úr opnu ekki verið annað en dálítið áfall, að vísu nokkuð alvarlegt áfall. í viðhorfi ráðamannanna í Washington má það sjónarmið sín mjög mikils að stöðva nánari tengsl milli Bonn og París. Það er ætlun Kennedys forseta að gera hvorki Adenauer né eftirmanni hans það auðvelt, að taka París fram yfir Washington. Framan- greindar hugleiðingar um viðhorf bandarískra stjómmálamanna til de Gaulles og Evrópumálanha í heild hafa sumir viljað sameina í þessa einu setningu: „Hugmyndir de Gaulles eiga að staðbindast við franska grund.“ HETJULEIÐIR Framhald úr opnu. smek ákveður og skjalfcst er. 1 bréfi, sem varðveitzt hefur. Én hins vegár er augljóst af bréfinu, að ráðamenn á Norðurlöndum, vissu þá enn gjörla, áð Íslenðíngar höfðu fundið Vesturheim, og jafn- vel, að Magnús konungur smek hafi talið hann tilheyra sér. Einn- ig tel ég, að Vilhjálmur dragi of- skarpar ályktanir af Grænlands- lýsingu ívars Þórðarsonar. En hins vegar eru kenningar Vilhjálms um kynni Columbusar af landaþekkingu íslendinga hár- réttar. Columbus var kunnugur Bristol-kaupmönnum og í þjónustu þeirra um t.i'ma, en þeir höfðu mik- il skipti við íslendinga, og hafa því hlotið að heyra á íslandi hinar fornu sagnir um fund álfunnar miklu, Vesturheim. Af þessum spurnum ályktaði Columbus, að hægt væri, að finna ný lönd með því að sigla yfir þvert Atlantshaf — sem hann og gerði. Hetjuleiðir ög landáfundlr er fróðleg og skemmtileg bók. Vil- hjálmur lætur gjarnan hinar fornu heimildir tala sínu máli og fer mjög vel á því. Bókin er skemmti- leg aflestrar — og ég held — að margir muni hafa yndi af að lesa hana, sérstaklega ungt fólk. Nú á tímum er það yndi flestra lingra manna og kvenna, að kynnast' f jar- lægum löndum og þjóðum, bæði af lestri góðra bóka og ferðalög- um. í þessari bók er einmltt mikið af staðgóðum fróðleik, sem gáman er að kunna skil á, þegar síðar er lagt upp í ferð til fjarlægra lánda. Einnig eru sagðar þar skemmti- legar ferðasögur frá ævintýraleg- um ferðum, eins og t. d. ferð Ma- gellans, þegar hann sigldi kring- um jörðina. Sama er að segja um frásögnina af ferð Columbusar um þvert Atlantshaf, er hann fann Ameríku. - Bræðumir Ársæll og Magnús Árnasynir þýddu bókina og er þýð- ing þeirra lipur og skemmtileg. Bókin er vel útgefin, frágangur vandaður. Bókin á erindi til allra, en sérstaklega æskufólks, er yndi hefur af lestri góðrar bókar um frásagnir af ferðalögum og lýsing- um á fjarlægum löndum. Jón Gíslason. ENSKA Löggiltur dómtúlkur skjalaþýðandL EIÐUR GUÐNASON, BrNO.IL) Tif AlþýtSublaBsins, Reykjavik fg ðska atf gerast áskrifandi a® AlþýSublaSiriu Nafn............................................................ Heimilisfang ................................. .............•.................—-r- ' AIÞÝÐUBLAÐIÐ - 23. febrúar 1963

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.