Alþýðublaðið - 23.02.1963, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 23.02.1963, Blaðsíða 5
VERKEFN í TÍ3D núverandi ríkisstjórn- ar kefur Framsóknarflokk- urinn st-aðið með kommún- istum í öllum mikilvægustu málum. Framsókn hefur stutt utanríkismálastefnu kommúnista og staðið með þeim í kosningum í vcrka- lýðsfélögum. Þennan háska- lega leik hefur Framsókn leikið í því skyni að vinna atkvæði frá kommúnistum. Nú hafa þau tíðindi gerzt, að Framsóknarmenn í Iðju hafa lagt fram sérstakan framboðslista í stað þess að standa aö lista með komm- únistum, eins og undanfarin ár. Er greinilegt, að Fram- sóknarmenn óttast það nú mjög, að þeir hafi gengið of langt í kommúnistaþjónkun sinni og þess vegna sé bezt að láta líta svo út fyrir kosn ingar sem þeir séu ekki al- veg gengnir kominum á hönd. Ekkert bendir hins vegar tii þess, að um raunverulega stefnubreytingu Framsókn- ar í verkalýðsmálum sé að ræða. Ekki má á milli sjá, hvort blaðið gengur lengra í ábyrgðarlausum skrifum um verkalýðsmál, Tíminn eða Þjóðviljinn. Þar gegnur ekki hnifurinn á milli Framsókn- ar og komnninista. Það má því telja fullvíst, að sírax eftir þingkosningar muni Framsókn taka hönd- um saman við kommúnista í Iðju á ný. Iðju-fólk skyldi því ekki treysta um of hinu nýja andliti Framsóknar þar í félaginu. Framsókn setur þar aðeins upp sakleysissvip fyrir þingkosningar og seg- ir: Við viljum ekki vinna með kommúnistum. En á sama tíma stefnir Framsókn arflokkurinn að því að fá þingmeirililuta með komm- únistum til þess að geta myndað með þeim ríkis- stjórn. Þannig leikúr Fram- sókn alls staðar tveim skjöld um. Tvískinnungur einkennir allt starf Framsóknarflokks ins um þessar mundir, jafnt í verkalýðsmálum, utanrikis málum og bæjarmálum. í Hafnarfirði látast Framsókn armenn t. d. vera hættir sam starfi við Sjálfstæðisflokk- inn, en styðja samt bæjar- stjóra ihaldsins þar og sam þykkja fjárhagsáætlun með því. Hvernig eiga kjósend- ur að geta treyst flokki, sem þannig hagar sér? LÍTIL SÍLD Á FUNDI borgarstjórnar Reykja- víkur 20. september s.l. var sam- pykkt svohljóðandi tillaga: „Borgarstjórn samþykkir að kjósa fimm manna nefnd til þess að athuga og gera tillögur um sumaratvinnu unglinga. Hún tel- ur rétt til leiðbeiningar, að nefnd in láti í samráði við fræðslustjóra á hausti komanda afla upplýsinga meðal unglinga, hvernig háttað hafi verið störfum þeirra á þessu sumri. Nefndin getur kvatt sér til ráðu neytis starfsmenn borgarinnar eftir því, sem hún telur nauðsyn- legt. Borgarstjórn felur æskulýðs ráði að lcanna sérstaklega tóm- stundastarf unglinga 12 ára og eldri að sumri til. Nefndin leggi tillögur sínar fyrir borgarstjórn fyrir næstkomandi áramót“. í nefndina voru þessir kjörnir: Birgir ísl. Gunnarsson, Hörður Bergmann, Kristján Benediktsson, Kristján J. Gunnarsson og Þórir Kr. Þórðarson. Hélt nefndin 10 fundi og varð sammála um nefnd- arálit. Var það lagt fram á fundi borgars.tjórnar í fyrradag. í nefndarálitinu er í fyrsta lagi fjallað um Vinnuskóla Reykjavík- ur, sem hefur á undanförnurn ár- um veitt mörgum unglingum vinnu. 1954-1960 voru til jafnaðar um 300 á ári í þeim skóla. Allir hafa þar fengið vinnu, er sótt hafa um hana og uppfyllt hafa aldursskil- yrði. 1961 voru 479 í Vinnuskólanum (’og 1962 644. Áætlar skólastjóri Vinnuskólans, að næsta sumar verði 720 unglingar í skólanum. | Ncfndin leggur mikla áherzlu á, að verkefhi Vinnuskólans verði undirbúin sem bezt. Leggur nefnd- in það til í áliti sínu, að sérstakur starfsmaður hafi það verkefni, a. m. k. síðari hluta vetrar eða frá áramótum ár hvert, að undirbúa í samvinnu við borgarverkfræðing þau verkefni, sem Vinnuskólinn gmundi vinna að sumarið eftir. -- Nefndin bendir á eftirfarandi verk efni, er húnt telur heppileg fyrir Vinnuskólann: a. Gróðursetningu í Heiðmörk fyrir 150—200 unglinga. b. Önnur verkefni við skógrækt, svo sem í Öskjuhlíð og við Golf- völlinn nýja. c. Hreinsun svæða í borgarlandlnu. d. Framræida og lagfæring svæða í Laugardal. e. Nýbyggingar leikvalla. f. Gerð leik svæða fyrir stálpuð börn. Nefndin leggur mikla áherzlu á það, að þjálfaðir verði sérstakir verkstjórar fyrir vinnuskólann. Nefndin leggur áherzlu á, að reynt verði að útvega unglingun- um sem mesta vinnu innan atvinnu veganna sjálfra. Leggur nefndin stöður athugana nefndarinnar, og þessum aðilum bent á, að mögu- leiki sé á vinnuafli, þar sem ungl- ingarnir séu. TIU SKIP tilkynntu í gær síldar- aHa sinn samtals 6900 tunnur. Síld- in er smá og vill ánetjast. Síldim veiddist á sömu miðum og venju- Iega, í Skeiðarárdjúpi. Þar var kominn kaldi í gær, og héldu allir bátarnir vestur. Afli einstakra báta var sem hér segir: Vonin 1500 tunnur, Helga 1000, Akraborg 900, Kristbjörg 650, Sólrún 200, Leo 100, Helgi Flóvents. son 800, Fjalar 700, Marz 400 og Ágústa 650. vifflugfélagið kaupir nýja vél SVIFFLUGMENN í Reykjavík eru í miklum vígahug' um þessar mund ir. Hyggja þeir á víðtæka endur- nýjun flota síns, og hafa þegar til, að samtökum iðnaðarmanna, j hafið hana að nokkru. Á fyrra FII og Landssambandi iðnaðar- manna verði skrifað um niður- Hrönrt fékk 20 tonn í fyrsta róðrinum Olafsvík í gær: HELDUR vertíðinni hefur verið hér. Fjórir dauft yfir bátar, af keypti Svifflugfélag íslands rej’nd- ar eina tveggja sæta kennsluflugu frá Þýzkalandi. Reyndist hún frá- bær við kennslu nýliða s.l. sumar. Er hún af gerðinni Rhönlerche, sem notuð er víða um heim. Nú skortir félagið hins vegar tilfinnan lega nýja svifflugu til þjálfunar fyrir þá, sem lokið hafa fyrsta stiginu. Úr þcssu vill félagið bæta með kaupum á nýrri svifflugu af gerðinni KA-8, en hún er smíðuð í stórum stíl í Þýzkalandi og seld um .allan heim. Er þessi sviffluga væntanleg til landsins í maí n.k. Hefur svifflugfélagið tryggt sér nokkurt fé til þessara kaupa, en vantar þó cnn allstóra upphæð. Enda hefur allt fé félagsins farið þeim stærri hafa verið með línu, en eru nú að hætta. Hrönn varð til að greiða niður kennslufluguna, aflahæst, fékk 187 tonn í 26 róðr- j sem keypt var á fyrra ári og til að um. Margir liinna stærri bátanna standa straum af viðhaldi ýmis kon voru á síldveiðum. Nú eru bátarn-1 ar flugtækja, dráttarvindu, bíls og ir almennt farnir að búa sig á net,1 húsa, en bæði tækin sjálf og allur og verða fjórir bátar farnir af stað rekstur þeirra er mjög dýr. Fjár- í kvöld. Hrönn er byrjuð, og fékk góðan afla í fyrsta róðrinum, 20 tonn. Aðeins einn bátur er eftir á línu. Þr£r af srnærri bátunum hafa. ró- festing sú í nýjum tækjum, sem afla þarf á þcssu ári, er nærri 300 þúsund krónur. Auk þessara tækja vantar fé- lagið súrefnistæki í svifflugurnar ið. undanfarið með línu og fengið og ennfremur taltæki svo að svif- sæmilegan afla. Hér er mikil vinna 1 flugmenn geti notfært sér hin oft í landi, og. nú vantar fólk í frysíi- ágætu flugskilyrði hér. Vöntun á Imsin. — Ottó Árnason. | taltækjunum hefur haldið mjög PÉTUR PÁBBI VERÐUR Hafnarfjarðarbíó hefur síðan annan í jólum sýnt dönsku myndina „Pétur verður pabbi’’ við mikla aðsókn. Þeir, sem ekki hafa séð þessa vinsælu mynd ættu ekki að draga það öllu lengur, þar sem sýningum fer að fækka. mikið aftur af íslenzkum svifflug- mönnum á undanförnum árum, því ekki þykir fýsilegt að leggja til flugs yfir svo strjálbýlt land og erfitt yfirferðar, án þess að geta greint frá ferðum sínum jafnóðum. til félaganna á jörðu niðri, sem sækja þurfa mann og flugtæki til þeirra staða, sery lent er á. Al- gjör vöntun súrefnistækja hefur þráfaldlega neyðst til að hverfa frá cinstæðum skilyrðum til hæð- arflugs. Ótvírætt má telja, að ef félag- inu tekst að afla sér hinna nýju. flugtækja, ásamt hjálpar- og ör- yggistækjum, megi vænta stórkost legs árangurs og afreka hjá þessr | um íþróttamönnum lofts og veðra. j Svifflugfélag íslands vill ekki þurfa að una því, að íslenzkir svif- flugmenn setji hjá mikið lengur, þegar svifflugmenn frá öllum heimshlutum mætast til keppni, og . það aðeins vegna þess að þá skorti æfingu í þeim greinum svifflugs- ins, sem- krefst góðra flugtækja og öryggisútbúnaðar. Árangur sá, -sem íslenzkir svif- flugmenn sitji hjá mikið lengur, veítvangi sýnir ótvírætt, að þeir eru fuilkomlega hlutgengir, ef þeir fá að búa við sömu aðstæður og hinir erlendu bræður þeirra. Svifflugmenn hafa ákveðið a<5 stofna til happdrættis, í því skyni að afla frekara fjár til kaupanna á öllum þessum nauðsynjum sín- um. Binda þeir miklar vonir vitf árangur þess, sérstaklega vegna þess, að þeir hafa mikinn fjölda vinninga, eða alls um 20. Eru þar á meðal flugfarseðlar til útlanda með bóðum íslenzku flugfélögun- um, skjpsfarseðlar til Evrópu, vél- flugkennsla hjá flugskólum Þyts og Flugsýnar, 25 kennsluflug í svifflugu, öræfaferðir, flug innan lands og vöruúttektir hjá fjölda fyrirtækja. Svifflugfélagið mun selja happ- drættismiða sina við eina a£ svif- flugum sínum, sem komið verður fyrir á almannafæri í miðbænuna nokkrar næsíu helgar. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 23, febrúar 1963 5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.