Alþýðublaðið - 23.02.1963, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 23.02.1963, Blaðsíða 4
 GYLFÍ Þ GÍSLASON SKRIFAR UM i NÚTÍMA þjóðfélagi er nauð- syn á aukinni sérmcnntun á öUum sviðum. Sívaxandi fjöldi ungra nianna verður því að stunda sérnám í fjölda greina. Námiö er smám saman að lengjast, af því að þekkingin vex og sérhæfingin eykst. — Undir þessum kringumstæðum er það bein þjóðfélagsnauð- syn, að enginn þurfi að láta af fyrirætlunum um nám vegna fjárskorts. Alþingi hefur um langt skeið veitt fé til styrktar stódentum við Háskóla íslands og ís- lenzkum námsmönnum erlend- is. Lengi vel var hér eingöngu um styrki að ræða. Samkvæmt ósk stúdenta við Háskólann var þó aðstoðinni við þá breytt í það horf árið 1952, að ein- göngu væru veitt námslán með hagstæðum kjörum, og er svo enn. Menntamálaráð íslands hefur frá upphafi úthlutað fjár veitingum Alþingis til ís- lenzkra námsmanna erlendis. Árið 1952 tók það einnig að nota nokkurn hluta fjárveit- ingarinnar til námslána. Mikil aukning hefur orðið á þessum fjárveitingum á síðari árum, einkum hinum síðustu. Árið 1950 var f járveitingin 1,1 millj. kr., tvö næstu ár var hún 1,3 millj. kr., 1953 1,6 millj. kr„ 1954-55 1,8 millj. kr. og 1956-58 1,9 millj. kr. Árið 1959 er fjárveitingin síðan hækkuð verulega eða í 3,0 millj. kr., m. a. til uppbótar á 30% yfirfærslugjaldi, sem lög- tckið hafði verið. Á árinu 1960, þegar gengi krónunnar' er lækk að, er fjárveitingin meira en tvöfölduð eða hækkuð í 6,6 millj. lcr. Jafnframt eru þá sett lög um lánasjóð íslenzkra námsmanna erlendis. En langstærsta sporið, sem stigið hefur verið til styrktar íslenzkum námsmönnum, heima og erlendis, er þó lagasetning- in um lánasjóð íslenzkra náms- manna, sem samþykkt var 1961. Með þeim lögum voru lána- sjóðirnir sameinaðir í eina stofnun, sem þó greinist í 2 deildir, og skal önnur Iána stúdentum við Háskólann hér, en hin íslenzkum námsmönn- um erlendis. Skyldi stofnfram- lag Alþingis vera 4,65 millj. kr., en það hefur síðan verið auk- ið og er á fjárlögum þess árs 5,9 millj. kr. En auk þess var samið við viðskiptabankana, svo og Seðlabanka íslands, Framkvæmdabanka íslands og Tryggingastofnun ríkisins um lántöku afborgunarlausa í næstu 10 ár, og er það fé end- urlánað námsmönnum. Hafa lántökur sjóðsins handa náms- mönnum numið 4,2—4,5 millj. kr. á ári undanfarin þrjú ár. Námslánin eru með góðum kjörum, afborgana- og vaxta- laus, meðan á námi stendur og í þrjú ár eftir aff námi lýkur. Þau skulu endurgreiðast á 15 árum með 3,5% ársvöxtum. Á þessu ári er gert ráð fyrir, aff veitt námslán nemi 11,2 millj. kr. Lán til einstakra námsmanna erlendis munu í ár verða frá 26-35.000 kr., eftir dvalarkostn- aði í einstökxun löndum, en um 29,000 kr. eru hámarkslán til stúdenta við Háskólann hér Auk þess eru námsmönnunt veittir styrkir, og nemur upp- hæð þeirra í ár um 3 millj. kr. Árið 1958 var tekið að veita afburða námsmönnum fasta ár- lega styrki til fimm ára. Njóta nú 35 námsmenn heima og er- lendis slíkra „stórra styrkja“, og er upphæð hvers þeirra 34,- 000 kr. árlega. Á þessu ári nema framlög ríkissjóðs til námslána og styrkja um níu milljónum króna. Að viðbættu lánsfé því, sem áður getur og endurlánað er íslenzkum námsmönnum heima og erlendis, svo og eig- in tekjum lánasjóðs íslenzkra námsmanna, sem nú orðið nema á aðra milljón, þ. e. vöxt- um og afborgunum af eldri lánum, nema styrkir og láit alls um 14,4 milljónum króna, eða um það bil fjórtánfaldri þeirri upphæð, er þeir fengu fyrir rúmum áratug. Er hér sannarlega um mikla framför að ræða. Þórður Friðriksson hann mjög góðri konu, Giyírúnu Jónsdóttur, úr Kolbeinsstaðahrepp og settust þau að á Hellissandi og eignuðust þar heimili. Þeim varð 6 bama auðið, en 4 þeirra eru iát- in, þau sem eftir lifa eru Xngibjörg Framh. á 14. síðu Undarleg auglýsing ÞESSI undarlcga auglýs- ing birtist í gær í einu dag blaði bæjarins: Þrjár milljón ir þrjú hundruð og fimmtíu þúsund tvö hundruð sjötíu og sjö krónur 00/100. Þetta er upphæðin, sem sextug hjón geta átt á vöxtum í banka, ef þau spara samcig- inlega einn sígarcttupakka á dag frá 18 ára aldri, og leggja andvirði pakkans, kr. 21.00 á 9% vöxtu. En vissu lega geta þau notað féð til annarra og gagnlegri hluta. Verður nánar vikið að því síðar. H.G. 10. andaríkjunum M O R G undanfarin ár hefur ís- lenzk-ameríska félagið haft milli- göngu um að aðstoða unga menn og konur við að komast tU Banda- ríkjanna til starfsþjálfunar. Er þessi fyrírgreiðsla á vegum The American-Scandinavian Found- ation I New York. Höfuðtilgangur- inn með þessum ferðum er, að menn geti aflað sér aukinnar þjálfunar og kynnt sér nýjungar í starfsgrein sinni. Um margs kon- ar störf er að ræða. Á síðastliðnu ári fóru samtals sjö menn til starfs í ýmsum greinum, svo sem banka- störfum, bifreiðaviðgerðum, kjör- búðaafgreiðslu, trésmíðum og land búnaði, en mörg önnur störf koma cinnig til greina. Nauðsynlegt er, að umsækjandi hafi talsverða reynslu í starfsgrein sinni, og hann verður að hafa særai vald á enskri tungu. Að jafh- aði skulu umsækjendur ekki vera yngri en 22 ára. Starfstíminn er 12—18 mánuðir. Fá starfsmenn greidd laun, er eiga að nægja fyr- ir dvalarkostnaði, en greiða sjálfir ferðakostnað. Nánari upplýsingar verða veitt- ar í skrifstofu íslenzk-ameríska félagsins, Hafnarstræti 19, 2. hæð, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 6—7 e. h. Þess skal sérstaklega getið, að einna auðveldast mun verða að komast í ýmis konar landbúnaðar- og garðyrkjustörf, einkum á vori komanda, og þurfa umsóknir um þau störf að berast sem allra fyrst. Um flest önnur störf gildir, að svipaðir möguleikar eru á öllum tímum árs. (Frá íslenzk-ameríska félaginu). rtWWWWWWWWWW Minningarorð: Þeim er óðum að fækka, sem %iáðu hina hörðu lífsbaráttu fyrir -og eftir síðustu aldamót, þegar að harðfengi og frábær dugnað- nr var en brýnni en nú, sökum þess hve allt var frumstætt og at- vinnuhættir einhæfir. Hin þöndu ^segl árabátaflota þess tíma, sem þá sóttu sjóinn, var vissulega fög- ur sjón, þegar haldið var úr vör en þeirri siglingu fylgdi einnig tnikil áhætta og öryggisleysi, að afla björg í bú út á b.vlgjum hafs- ins. Ægir hefur löngum verið gjöf-- Till og mettað margan svangan og -um og eftir aldamótin var sultur- inn mjög rikjandi á meðal alþýðu- manna, börn og æskufólk þurra- búðanna horfðu út á hafið með mik iíli eftirvæntingu, að bátar kæmu að landi, svo mæður fengju soð- ■matínn til eldunar og bömin stóðu rörð um og biðu eftir að matseld færi fram. Þetta mun hafa haldizt fram til ársins 1930 og við margir miðaldra menn muna vel eftir, enda lífskjör mjög misjöfn og stétt 1 arskipting mikil. Slíkt var hlut- ; skipti Þórðar Friðrikssonar, sem lézt þann 9. janúar sl. á Sjúkra- liúsinu Sólvangi í Hafnarfirði. jHann var fæddur á Hellissandi 5. i sept. 1874, og mun hafa flutzt um 5 ára gamall með foreldrum sín- um að Hellnum á Arn#rstapa á Snæfellsnesi og ólst þar upp. For- eldrar hans voru Ingileif Erlings- dóttir ljósmóðir og Friðrik Sigurðs son útvegsbóndi. Um 13 ára gamall missti Þórður föður sinn og féll það í hans hlut og bróður hans að vinna fyrir heim ilinu og það sem móðir þeirra gat ! tii hjálpað. Það átti fyrir honum [ að liggja að fara til Hellissands aftur, því að xim aldamótin giftist ÞESSI undarlegi klasi af Ijósum og þráðum er líkan af innri gerð vökva. Það er til sýnis á sýningu, sem nýlega var haldin í London að tilhlutan „British Institude'* og Physics og Physical Society. En þetta model er gert eftir fyrirsögn og hugmyndum próf. Bernals. 4 23. febrúar 1963 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.