Alþýðublaðið - 17.03.1963, Qupperneq 3
SUMARNAMSKEID
IISLENZKRITUNGU
HASKOLI Islands gengst fyrir
sumarnámskei'öi í islenzkri tungu
og bókmenntum á komandi sumri.
Er það einkum ætlað Norðurlanda-
stúdentum í norrænum málum og
stendur yfir í sjö vikur, frá 2. á-
gúst til 19. september. Námskeið
þetta er þáttur í vaxandi samstarfi
norrænna háskóla, en að því hef-
ur Norræna menntamálanefndin
m. a. stutt öfluglega.
Ráðgerð eru árleg .sumarnám-
Aðaífundur
bifreiðasmiða
AÐALFUNDUR Félags bifreiða
smiða var haldinn 3. marz 1963.
Fráfarandi formaður, Haraldur
Þórðarson, baðst undan endur-
kjöri og var Hrafnkell Gíslason
kjörinn formaður. Aðrir í stjórn
eru: Hrafnkell Þórðarson, Magn-
ús Gíslason, Sigurður ísaksson og
Eysteinn Jónsson. 3. marz s.l. átti
Félag bifreiðasmiða 25 ára afmæli
og var þess minnst með veglegu
hófi í Þjóðleikliúskjallaranum. —
í tileíni af afmælinu var Gunnar
Björnsson kjörinn heiðursfélagi
félagsins fýl’ir vel unnin störf fyr-
ir félagið.
skeið í dönsku, norsku og sænsku,
og annast skólar hlutaðeigandi
! landa þau, en í íslenzku er ráðgert
að hafa námskeið 3. hvert ár við
Háskóla íslands. — Einnig munu
finnskir háskólar annast hliðstæð
námskeið í finnsku á ákveðnu ra-
bili. Með þessari tilhögun gæfist
hverjum stúdent í norrænum mál-
um kostur á að læra til nokkurrar
hlítar tungu þeirrar þjóðar, sem
fyrir námskeiðinu gengst hverju
sinni,, og kýnnast bókmenntum
og ýmsum þáttum öðrum í menn-
ingu hennar. Sú er von þeirra
manna, sem frumkvæði eiga að
námskeiðum þessum, að þau megi
að sínu leyti verða til eflingar
á gagnkvæmum skilningi hinna nor
rænu bræðraþjóða.
Alþingi hefur í fjarlögmu þessa
árs veitt fé til að standa straum
af kostnaði við námskeið þetta.
Tilkynning um þátttöku þarf að
berast í síðasta lagi hinn 15. maí
n. k. Hana skal senda íslcnzkunám-
skeiðinu, Háskóla íslands, Reykja-
vík. Árni Böðvarsson, cand. mag.,
Nýja stúdentagarðinum, er fram-
kvæmdastjóri námskeiðsins, og
veitir hann allar nánari upplýs-
ingar.
Sumarnámskeið í íslenzku fyrir
norræna stúdenta hafa áður verið
haldin við Háskólann, síðast sum-
arið 1959. Gekkst stúdentaráð Há-
skólans fyrir því; var námskeiðið
vel sótt og tókst hið bezta í alla
staði.
GLEYMA
VONANDI verður sú breyting
á eftir þetta, að við komumst í
nánara samband við myndlistar-
menn á Norðurlöndum, en þeir
hafa mjög sterkan félagsskap
sín á miili, sem auðveldar mjög
aukin kynni bæði á milli mynd-
listarmannanna sjálfra og fólks
af list þeirra. Myndlistarmenn
á Noröurlöndunum eiga til dæm-
is hús í bræðralöndunum, þar
sem þeir geta sýnt og dvalizt,
livenær sem er. Við höfum fram
til þessa ekki verið með í þess-
ari samvinnu, en núna eftir sýn-
ineuna í Helsinki vonumst við
til að þetta breytist. Við búum
svo langt úti í hafi, að við eig-
um alltaf á hættu að gleymast.
Þetta sagði Jóhannes Jóhann-
esson, listmálari og gullsmiður, I
viðtali við blaðið í gær, en hann)
er nýkominn heiin frá norrænu j
listsýningunni í Helsinki, sem
stendur yfir þessa dagana. Þar j
eru 449 verk til sýnis frá Norð-
urlandaþjóðunum fimm, en 62
verk frá íslandi.
— Fannst þér verk íslending-
anna skera sig að einhverju leyti
úr?
— Nei, alls ekki. Mér fannst
einmitt mjög áberandi, að sami
tendensinn vera meðal lista-
manna allra þessara þjóða.
— Og hvernig er hann?
— Þarna varð vart allra mögu-
Iegra stefna, en hin non-figúral-
! íva virðist þó á sífelldri uppleið.
Það er áberandi, að þróunin stefn
I ir í þá átt.
I Á sýningunni í Gautaborg fyr-
•*
ir fimm eða sex árum voru non-
figurativar myndir í miklum
minnihluta. Nú bar mest á þeirh.
— En liljóta þær ekki að eiga
sinn hápúnkt og síðan undan-
hald eins og allt slíkt?
— Það má vel vera.
JÓHANNES JÓHANNESSON
— Hvað kemur þá?
— Það er erfitt að segja.
— Sást ydda á nokkru alveg
nýju, sem gæti verið fyrirboði
þess, sem koma skal?
— Það eí erfitt fyrir mig að
dæma um það, því að ég var
of mikið á kafi í þessu. Við unn-
um að því að koma sýningunni
upp og erum því kannski ekki
nógu skarpir dómarar.
— Er mikill áhugi fyrir mynd-
list í Finnlandi?
— Mjög mikill, að því er virð-
ist. Sýningin var vel sótt og við-
brögð fólksins góð. Finúarnir
liöfðu unnið sitt verk mjög vel,
auglýst sýninguna bæði með
blaðagreinum og auglýsinga-
spjöldum, sem fest voru upp
víðs vegar um borgina.
— Voru þá greinar um ísland
í finnskum blöðum?
— Já, Valtvr Pét”rsson skrif-
aði grein um ís’enzka myndlist,
og þótt hann hefði skamman
tíma til undirf’únings, mæltist
greinin vel fvrir.
— Sástn déma nm íslfcnzku
verkin á sýn*ngnnni í finnskiun
blöðum?
— Nei, aðe'ns fréttir, j— en
aftur á móti sá ég dóma í dönsku
blöðijnum. og voru vfirleitt
vinsamlegir. Valtvr Pétdrsson
féltk t. d. m.iög góða gagnrýni f
Aktuelt.
— F.'va málara?
— Já, áeæta málara og góða
myndhöggvnra og ark'tekta. Það
er áherandi mik'ð öf höggmynd-
um víðs vegar í borginni í görð-
um og á torgi'm. og bamk eru
margar fagrar byggingar. J
— Var kait í Helsinki?
— Já, það var 15 stiga frost
þar á sunnudaginn, en veðrið var
stillt, svo að kuldinn var ekki
napur. En við ókum út fyrir borg-
ina einn daginn, þar var kafsnjór
og við lentum í hríð.
— Og komið heim í sólskin-
ið. — H.
lökkviliðið efl-
runavarnir
VARASLÖKKVILIÐSSTJÓRIí
Sigurður Gunnar Sigurðsson, kall
aði blaðamenn á sinn fund í gær
og sýndi þeim nýtt tæki, sem ætl
að er til að vara menn við, ef eld-
ur brýzt út. Tækiö er lítið fyrir-
ferðar, og gefur merki um hættu,
e£ hiti við þaði íer yfir 70°C. Á
þessu tæki er lítii fjöður. Ef fjöðr
in hitnar yfir 70°C, færist endi
hennar að snertu, en við það opn-
ast straumrás frá rafhlöðum að
flautu, sem gefur frá sér skerandi"
hljóð. Tæki þetta er mikið notað
í bátnum nú orðið. Skipaskoðun
|ríkisins krefst þess að þau séu í
hverjum báti og það hefur þegar
bjargað einum báti. Það var í
Hafnarfirði á gamlárskvöld síðast-
liðnu. Kviknaði þá í m. s. Víking,
sem lá þar við bryggju. Þrír dreng
ir voru þar á ferð og tók einn
þeirra cftir einkennilegu hljóði
• og er þeir athuguð betur, sáu þeir
; að reyk lagði upp úr lúkar báts-
ins on gerðu þeir þegar slökkvilið
inu aðvart. Telja má fullvíst, að
i illa hefði farið, ef tæki þetta hefði
| ekki verið í bátnum.
I Tæki þetta má einnig nota, t.
d í miðstöðvarherbergjum húsa
Má telja það jafn nauðsynlegt og
slökkvitæki, einkum í timburhús-
um, þar sem eldhætta er mjög
niikil.
Tækið á að staðsetja í miðstöðv
arklefanum, þar sem líkur eru fyr
ir að hitinn verði. mestur, en það
er undir flestum kringumstæðum
uppi við loft.
np tæki þetta notað í lokuðum
k\’ndiklefum, er vafasamt, hvort
T bess heyrizt um íbúðina. Er
’’ hægt að tengja flautuna í
fc'ramli. á 4. síðu
FYRSTI AÐALFUNDUR
TOLLVÖRUGEYMSLUNNAR
FYRSTI aðalfundur hlutafélags-
ins Tollvörugeymslan h.f., — var
haldinn í Sjálfstæð'ishúsinu
þriðjudaginn 12. þ. m., og hófst
með borðhaldi.
Fundarstjóri var kosinn Krist-
ján Jóhann Kristjánsson, forstj.
og fundarritari Helgi K. Hjálms-
son, viðskiptafr.
Formaður félagsins, Albert Guð-
mundsson, stórkaupmaður, flutti
skýrsiu um störf stjórnarinnar á
liðnu starfsári félagsins. Bárður
Daníelsson, verkfræðingur, tlutti
skýrslu um framkvæmdir þær,
sem gerðar hafa verið og er ver-
ið að framkvæma, svo og fram-
tíðarskipulag á athafnasvæði fél-
agsins við Héðinsgötu á Laugar-
nesi.
Gjaldkeri félagsins, Sigfús
Bjarnason, forstjóri, gerði grein
fyrir hag félagsins og las upp
reikninga þess.
Sigurður Magnússon, formaður
Kaupmannasamtaka íslands, tók til
máls og fagnaði þeim áfanga, sem
þegar hefur náðst. og árnaði fél-
aginu allra heilla í framtíðinni.
Að loknum þessum skýrslum,
var gengið til stjórnarkjörs.
Var fráfarandi stjórn öll ein-
Framh. á 13. síðu.
„Ég reikna
og íita” ,
RÍKISÚTGÁFA námsbóka hefur
nýlega gefið út bókina „Ég reikna
og Iita“, reikningsbók fyrlr byrj-
endur, eftir Jónas B. Jóiisson,
fræðslustjóra.
Allt efni bókarinnar er í niynd-
um og á hverri blaðsíðu eruiskýr-
ingatextar, sem gefa bending^r um
hvernig á að vinna á síðuna.
Bókin er ætluð til að æfa'börn
í að skynja stærðar- og lengdarmis-
mun, gildi talna, telja myndir og
lita þær. Og ennfremur til að læra
að þekkja tölustafi og skrifa þá.'
Henni er ætlað að udnirbúa yngstu
börnin, áður en þau fara að reikna
með tölustöfum’.
ALÞÝÐUBLAÐ10 — 17. marz 1963 3