Alþýðublaðið - 17.03.1963, Síða 14

Alþýðublaðið - 17.03.1963, Síða 14
NINNISBLRÐ FLU€i MESSUR flugfélag íslands h.f. Millilandaflug: Gullfaxi fer til Glasgow og Kliafnar kl. 08.10 f fyrramálið. Innanlandsflug: í dag er áætlað að fljúga til Akur eyrar og Vestm.eyja. Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyr- ar. Vestm.eyja, ísafjarðar og Hornafjarðar. SSCIi* Skipadeild S. í. S. Hva^safell er í Rvík. Arnar- fell er í Middlesbrough. Jökul- fell fór 11. þ. m. frá Gloucester áleiðis til Rvíkur. Dísarfell er í Rvík. Litlafell er væntanlegt til Fredrikstad á morgun frá Kefla vík. Helagfell er væntanlegt til Reyðarfjarðar í kvöld frá Ant- werpen. Hamrafell fór 5. þ. m. frá Hafnarfirði áleiðis til Bat- umi. Stapafell fór frá Rvík í dag til Norðurlandshafna. Jöklar h.f. Drangajökull lestar á Breiða- Cjarðar- og Vestfjarðahöfnum. Langjökull fór frá Murmansk 16. 3 á leið til íslands. Vatna- jökull er á leið til London, fer þaðan 18. 3 til Rvíkur. ÝMISLEGT Minningarspjöld Sjálfsbjargar, félags fatlaðra, fást á eftir- töldum stöðum: Bókabúð ísa- foldar, Austurstræti, Bóka- búðinni Laugarnesvegi 52, Bókaverzlun Stefáns Stefáns- sonar Laugavegi 8, Verzlunin Roði Laugavegi 74, Reykjavik ur Apótek- Holts Apótek Lang holtsvegi, Garðs Apótek Hólm garði 32, Vesturbæjar Apótek. Minningarspjöld Kvenfélags- ins „Keðjan" fást hjá: Frú Jó- hönnu Fossberg, sími 12127. Frú Jónínu Loftsdóttir, Miklu braut 32, sími 12191. Frú Ástu Jónsdóttur, Túngötu 43. sími 14192. Frú Soffíu Jónsdóttur, Laugarásvegi 41, sími 33856. Frú Jónu Þórðardóttur, Hvassaleiti 37, sími 37925. í Hafnarfirði hjá frú Rut Guð- mundsdóttur, Austurgötu 10, Sími 50582. Laugarneskirkja’- Messa kl. 2 Barnaguðsþjónusta kl. 10.15 f. h. Séra Magnús Runólfsson. Neskirkja: Barnamessa kl. 10.30 Messa kl. 2. Séra Jón Tlioraren- sen. Langhollsprestakall: Barnaguðs þjónusta kl. 10.30. Messa kl. 2. Séra Árelíus Níelsson. Hallgrímskirkja: Barnaguðsþjón usta kl. 10. Messa kl. 11. Séra Sigurjón Þ. Árnason. Síðdegis- messa fellur niður. Háteigssókn: Messa kl. 2 í há- tíðasal Sjómannaskólans. Séra Sigurður Haukur Guðjónsson prédikar. Barnasamkoma kl. 10.30. Séra Jón Þorvarðarson. Dómkirkjan: Kl. 11 messa. Séra Hjalti Guðmundsson. Kl. 5 messa. Séra Óskar J. Þorláks- son. Kl. 11 barnasamkoma í Tjarnarbæ. Séra Óskar J. Þor- láksson. Kópavogskirkja: Messa kl. 2. Barnasamkoma í félagsheimil- inu kl. 10.30. Séra Gunnar Árna son. Aöventkirkjan: Kl. 5 flytur Jú- líus Guðmundsson erindi sem nefnist: „Lífið eftir þetta líf.“ Jón Jónsson og Garðar Cortes syngja tvísöng., Fríkirkjan: Messa kl. 2. Séra Þorsteinn Björnsson. Háskólakapellan: Sunnudaga- skóli er á vegum Guðfræðileild arinnar kl. 2. Öll börn á aldr- inum 4-12 ára eru hjartanlega velkomin. Kirkja Óháða safnaðarins Barna samkoma kl. 10.30 árd. Messa kl. 2 e.h. Séra Emil Björnsson. Elliheimilið'- Messa kl. 10 árdeg is. Ólafur Ólafssön kristniboði prédikar. I LÆKNAfft | Kvöld- og næturvörður L. R. í dag: Kvöldvakt kl. 18,00—00,30. Á kvöldvakt: Halldór Arinbjarn ar. Á næturvakt: Andrés Ás- mundsson. Á morgun: Kvöld- vakt: Björn Júlíusson. Nætur- vakt: Sigmundur Magnússon. Neyöarvaktin simi 11510 hvern virkan dag nema laugardaga kl. 13.00—17.00. Slysavarðstofan i Heilsuvemd- arstöðinni er opin allan sólar- ruigi — Næturlæknir kl. 18.00—08.00. _ Sími 15030. ÞETTA er Poul Qrum, sem hlótiö hefur titilinn ..höfundur ársins“ í Dan- mörku. Hlaut hann þann titil af bóksölum fyrir bókina „Biðsalur'*. SÖFN Þjóðminjasafnið og Listasafn ríkisins eru opin sunnudaga, þriðjudaga, fimmtudaga og laig ardaga kl. 13,30—16,00. SAiyiKOMUR Húnvetningafélagið: Húnvetn ingar halda umræðufund í fél- agsheimili sínu, Laufásveg 25, 19. þ. m., þriðjudag, kl. 20,30. Fundarefni verður: 1) Bókaút- gáfa. 2) Skemmtanastarf. Frum- mælandi verður Steingrímur Da víðsson, fyrrv. skólastjóri. Fjöl- mennið á fundinn og takið þátt L umræðunum. — Nefndin. Mæðrafélagskonur. Þær, sem hafa hug á að taka þátt í ensku- aámskeiði félagsins, láti vita sem fyrst. Upplýsingar í síma 24846. Kvenstúdentafélag íslands. Fundur verður haldinn í félags- heimili prentara Hverfisgötu 21 þriðjudaginn 19. marz kl. 20.30 Til umræðu verður frumvarp til laga um almannatryggingar er nú liggur fyrir alþingi. Fram- sögu hafa Jóhanna Egilsdóttir og Sigríður J. Magnússon. SPAKfVlÆLIÐ BETRI er dyggð en dýr ætt. — ísl. málsháttur. Opelverksmiðjurnar í Boch- KANKVÍSUR um tilkynntu í dag tilkomu nýrr ar bifreiðar, Opel Kadett Stati- on. Bifreið þessi, sem væntan- £ega kemur á markaðinn hér í maí, er með 4ra cylindra vél, 46 hestafla. Lengdin er 3.92 m., breidd 1.48, þyngd 720 kg., lijól- harðar 600x12. Hámarkshraði er 120 km. Brennsla áætluð 7-8 lítr ar á 100 km. ÞaS er ólíkt aff elta rollur upp um reginfjöll, effa sitja viff gluggann og gægjast út í glæstri bændahöll. Og því er ég hættur aff hugsa um heyskap nætur og daga. Ég er bóndi, sem neitar aff basla í sveit. Ég vil búa á Hótel Sögu. - KANKVÍS. Yfirmannaskipti SKIPTI á yfirmönnum varnar- liðsins á Keflavíkurflugvelli fóru fram í gærmorgun við hátíðlega athöfn. Af störfum lét Robert Moore, aðmíráll, en við tók Paul Buie, flotaforingi. Moore, aðmíráll og kona hans, Joan, hafa dvalizt hér á landi í nær tvö ár, og átt vinsældum að fagna. Hafa þau til dæmis látiö sér annt um málefni daufdumbra barna, og í fyrradag sendu þau Málleysingjaskólanum 35 þúsund krónur að gjöf. Þá hafa þau veitt litlu, blindu og daufdumhu telp- unni frá Siglufirði, Sólveigu, ó- métanlega aðstoð. Hinn nýi yfirmaður varnarliðs- ins er 54 ára að aldri. Hann kom liingað til lands s.l. sunnudag, á- samt konu sinni. Áður hefur Buie komið liingað, en það var í fyrra i með flugmóðurskipinu Wasp. BUIE MOORE ✓ Framh. af 1. síðu og borgarlögma'ður, Tómas Jóns-1 son, sagði í rabbi við blaðið, þá reyndist bærinn lélegur jarðeig- andi, og lét gott heita, þótt nókkr- ir kofar risu á braggarústum, þá afsíðis í umdæmi hans. Vegna þessa njóta þessi hús ekki almennra lóðaréttinda. Þau eru ekki tryggð, nema fáein hús, hjá húsatryggingasjóði, — talin ófull- gerð, í byggingu, og flestöll trygg- ingafélög hafa ekki séð sér fært af ýmsum ástæðum að veita þeim vernd. Milli húsa þessarra liggja traðir, mjóar, holóttar, skekktar, og illfærar allan ársins hring. — Þessar traðir eru leikvellir barn- anna, húsagarðar fólksins. Að vísu gerðu allnokkrir húsa- eigendur samning við bæinn um lóðaréttindi í 10 ár, en í sumar I mun þessi samningur falla úr gildi, og þá verður ekki séð hvað fram- undan er fyrir fólkið. Þarna hefur verið gert ráð fyrir að iðnaðar- hverfi rísi einhvern tíma á næstu árum, — en það hefur hvergi ver- ið gert ráð fyrir dvalarstöðum fyr- ir fólkið, sem nú býr þar við hin verstu kjör. Þegar samningurinn mun falla .úr gildi, geta ýtur kom- ið og rutt aleigu fólksins, lekum bárujárnshjöllum, klæddum með trétexi, á brott, vegna þess að því láðist fyrir 10 árum að sækja um lóðarétt. Og fólkið mun engra bóta geta krafizt. Að vísu er það augljóst mál, að bærinn mun aldrei fara svona að ráði sínu, til þessa mun aldrei svo hastarlega koma, en eigi að síður er þetta réttindaleysi íslenzkra borgara beizkur biti í munni. Móðir mín Guðrún Einarsdóttir andaðist þann 15. þ. m. að heimili sínu, Austurgötu 5, Hafnarfirði. Guðni Steingrímsson. Móðir mín Valgerður Jónsdóttir verður jarðsungin frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 19. marz kl. 1,30 e. h. — Blóm vinsamlega afþökkuð. Fyrir hönd vandamanna Elín Kristjánsdóttir.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.