Alþýðublaðið - 21.03.1963, Qupperneq 16
I GÆR var lagt frani á AI-
þingi frumvarp um endurskipu-
lagningu Kennaraskóla íslands.
Alþýðublaðið sneri sér til dr.
Brodda Jóhannessonar, skólastj.
kennaraskólans, og spurð'i hann
nokkurra spurninga þessu lút-
andi.
— Hljóta stúdentar úr Kenn-
araskólanum sömu réttindi og
stúdentar frá verzlunarskólan-
um og mcnntaskólunum?
— Gera má ráð fyrir, að þeir
fái sömu réttindi og stúdentar
úr máladeildum menntaskól-
anna og verzlunarskólans. Ann
ars er gert ráð fyrir annarri
framlialdsdeild við skólann, sem
ætluð er kennurum, sein æskja
framlialdsnáms, og yrði þe:m
þá gefinn kostur á nokkru kjör-
frelsi í vali námsgreina. Gert
er ráð fyrir, að kennarar gæfu
komið úr starfi í þessa deild,
og myndi það nám, að mínu á-
íiti, verða sízt ómerkara en stú-
dentsnámið, þegar fram líða
stundir.
— Verður um að ræða sömu
deildaskiptingu í kennaraskólan
um og í menntaskólunum?
—Xei, hjá okkur eiga að vísu
einnig að vera tvær deildir, er
annars vegar mála- og félags-
fræðideild, hins vegar náttúru-
fræðideild.
— Hvað er gert ráð fyrir, að
nám til stúdentsprófs verði
langt í Kennaraskólanum?
— Fimm ár eftir landspróf
eða hliðstætt próf, þar sem
gerðar eru svipaðar kröfur og
til Iandsprófs.
— Bætist þannig aðeins eitt
ár við námið fyrir stúdentspróf
eftir hið almenna kennarapróf?
— Já, kennaraprófið verður
éftir sem áður í gildi, — en hafi
nemandi náð því og tilskyldri
lágmarkseinkunn á hann að
geta valið um eins vetrar fram
haldsnám undir stúdentspróf í
annarri livorri deildanna, —
eða sérnáms eftir frjálsu vali til
þess að fullkomna sig í kennslu
greinum sínum, — en það nám
mun þó ekki veita nein sérstök
réttindi.
— Er búizt við, að innan tíð-
ar verði þess krafizt, að stúdent
ar sitji tvö ár í kennaraskólan-
um til að fá kennarapróf?
— Um það hefur ekki veriff
rætt, en að því hlýtur að draga.
— Teljið þér, að þessar breyt
ingar verði til bóta?
— Vafalaust verða þær á
margan hátt mjög hagstæðar
fyrir skólann. H.
44. árg. — Fimmtudagur 21. marz 1863 — 67. tbl.
Listi Alþýðuflokksins í
Suðurlandskjördæmi
.
SKfÐAFARGJÖLD F.f.
MEÐ 25% AFSLÆTTI
HÉR birtist framboðslisti Alþýðu-
flokksins í Suðurlandskjördæmi
við alþingiskosningarnar sumarið
1963:
1. Unnar Stefánsson, viðskipta-
fræðingur, Hveragerði.
2. Magnús H. Magnússon, sím-
stjóri, Vestmannaeyjum.
3. Vigfús Jónsson, oddviti, Eyrar
bakka.
4. Þorvaldur Sæmundsson, skóla
stjóri, Vestmannaeyjum.
5. Sr. Sigurður Einarsson, skáld
í Holti.
6. Gunnar Markússon, skóla-
stjóri, Þorlákshöfn.
7. Edda Jónsdóttir, húsfru, Sel-
fossi.
8. Erlendur Gíslason, bóndi,
Dalsmynni.
9. Eggert Sigurláksson, húsgagna
bólstrari, Vestmannaeyjum.
10. Helgi Sigurðsson, skipstjóri,
Stokkseyri.
11. Guðmundur Jónsson, skósmið-
ur, Selfossi.
12. Elías Sigfússon, verkamaður,
Vestmannaeyjum.
ÆLUGFELAG Islands hefur á-
Ikveðið að taka upp sérstök skíða-
^argjöld á flugleiðinni frá Reykja
vík. til Akureyrar, ísafjarðar og
Egil í.staða. Er þetta gert- með til-
áliti til ferða skíðamanna norður
'íg vestur, þar sem lítið er um
fikíðasnjó hér á Suðurlandi, og
páskarnir framundan. Á Akureyri
verður til dæmis sérstök páska-
vika í skíðaskálanum í Hlíðar-
Irjalli, og er búi'st við miklum
Hjölda fólks þangað.
■'Þessi sérstöku fargjöld gilda til
Akureyrar og ísafjarðar á tíma-
tsilinu 1. apríl til 1. júní, en til
Egilsstaða frá 1. til 20. apríl, og
er þá miðað við Landsmót skíða-
manna, sem fyrirhugað er að
halda í Neskaupstað á þessu tíma-
bili. Skíðafargjöldin eru 25% lægri
©n venjuleg fargjöld, og er þá átt
við einmiðagjald.
Byggingu skíðaskálans í Hlíðar-
fjalli hjá Akureyri er nú að mestu
iokið. Byggingin er hin glæsileg-
asta og má fremur nefna hana
hótel en skála. í kjallara eru 5
i'istiherbergi, gufuböð og steypi-
höð og rúmgóð snyrtiherbergi fyr
ir fkíðafólk. Þá eru þar einnig
I geymslur og kæliklefar. Á miðhæð
eru tveir veitingasalir, sem rúma
j 100 manns, lesstofa, eldhús, 6krif-
stofa og snyrting. í rishæð eru
6 gistiherbergi, 2ja og 3ja manna.
Þar eru einnig 4 liíil herbergi
með fjórum rúmum hvert, og
svefnpokarými fyrir 40—50 manns.
Skálinn stendur í 500 m. hæð yfir
sjávarmáli og þar eru skíðabrekk-
ur fyrir alla.
Eins og fyrr segir, verður sér-
stök dagskrá í skálanum um pásk-
ana, og vel til hennar vandað. —
Flugfélag íslands mun selja í einu
lagi, ferðir frá Reykjavík og viku
dvöl í skálanum. — Verð þessara
ferða er í fernu lagi:
1) 2ja og 3ja manna gistiher-
bex-gi, ferðir, fæði og kennsla
kostar 2500 krónur.
2) Gisting í 4ra manna herbergj
um (svefnpokar), fæði, ferðir cg
kennslá, 2300 krónur.
3) Svefnpokarými, ferðir, fæði
og kennsla, 2100 kr.
4) Fæði og húsnæði, en ekkl
ferðir, 1350 krónur.
í skálanum verða einnig seldar
lausar máltíðir og kaffi.
í sambandi við skíðaferðimar
til ísafjarðar, má geta þess, að í
í einu bezta skíðalandi, sem kostur
er á hér, Seljalandsdal, eiga ís-
firðingar mjög glæsilegan skála.
Hann er aðeins 4 km. frá ísafirði,
og er þar rúm fyrir 28 gesti í her-
bergjum, og einnig gott svefn-
pokarými. í skálanum er matsalur,
böð, rúmgóð snyrtiherbergi og
sængur. Einnig vei-ður hægt að fá
herbergi í kaupstaðnum.
Er ekki að efa, að skíðamenn
munu notfæra sér þessar ferðir
félagsins, þar sem svo lítið er um
skíðasnjó hér á Suðui-landi.
Sig/f í
strand
BÁTURINN MÁNI HU 5
strandaði skammt undan
bænum Skeggstöðum á Skaga
um klukkan 20 í gærkvöldi.
Dimmviðri var. og rann bát-
urinn upp á flúð. Bátar frá
Höfðakaupstað komu til að
veita bátnum aðstoð sína og
tókst fljótt og vel að koma
Mána aftur á flot.
Skipstjóri á bátnum er
Gunnar Sveinsson. Ekki hef-
ur verið rannsakað til
fulls, hvort báturinn hcfur
skemmst að einhverju ráði,
en vitað er, að hann lekur
ékki.
SPILAKVOLD verður í Iðnó
annað kvöld kl. 8,30 stund-
víslega. Sigurður Ingimund-
arson alþingismaður flytur
ávarp. Flokksfólk er hvatt
til þess að fjölmenna og taka t
með sér gesti.
LÉZT Á SLYSA-
VARÐSTOFUNNl
VEGNA fyrirspurna, sem Al-
þýðublaðinu hafa borizt um mann
nokkurn, sem fannst ósjálfbjarga
í Kleppsholti síðast liðinn laugar-
dag, og lézt á slysavarðstöfunni þá
um kvöldið, hefur blaðið súnið sér
til fuUtrúa lögreglustjóra, og feng
ið eftirfarandi upplýsingar.
Maður þessi fannst, eins og fyrr
segir, í Kleppsholti, og var hann þá
drukkinn. Lögreglan flutti hann í
fangageymsluna við Síðumúla. —
Maðurinn var blautur og illa til
reika og var færður úr utanyfir-
flíkum og vafinn inn í teppi. Hann
sofnaði síðan og virtist líða vel.
Þegar leið á kvöldið, var því veitt
eftirtekt, að maðurinn var eitthvað
veikur. Var hann þá fluttixr á
slysavarðstofuna, þar eem hann
lézt skömmu síðar, og mun bana-
meinið hafa verið heilablóðfall. —
Var þetta ungur maður, sem hafði
verið nokkuð óreglusamur, og leg-
ið í influenzu nokkru áður en
þetta var.
MAGNUS H. MAGNUSSON
MILANO: — Comet-flugvél Saud,
konungs í Saudi-Arabíu fórst í
Ölpunum, nálægt landamærum
Ítalíu, á miðvikudag. 19 menn vora
í vélinni og fórust þeir allir. Flug
vélin hafði flutt Saud, konung, frá
Genf til Nice og fór aðra ferð til j
þess að flytja annað fólk ú'r fylgd |
arliði hans, en rakst þá a háan
fjallstind, sem er í 10 þús. feta
hæð.
HLERAÐ
Blaðið hefuv hlerað
AÐ Ragnhildur Helgadóttir
muni ekki gefa kost á sér
til framboðs við Alþingis-
kosningarnar í vor.