Alþýðublaðið - 03.04.1963, Síða 1
44. árg. — Miffvikudagur 3. apríl 1963 — 78. tbl.
UNNID DAG OG
NÓTT í VERINU
■ '•
NÚ ER LÍF í tuskunum i Þarláks-
höfn. Þar Ianda nú 12 — 15 báfcar
með fullfermi hver. XJnnið er frá
klukkan 6 á morgnana til 3 ma
nætur, — ogr alla nóttina er fiski
ekifi til Reykjavikur og Hafnar-
fjarðar, því ekki hefst untlan afi
gera að aflanum í Þorlákshöfn.
Fyrstu bátar komu að um kl. 6 í
gærkvöldi, en alls voru bátar a®
tinast að fram til klukkan nin í
gærkvöldi. í gær virðist hafa verifi
einn mesti afladagur í sögu Þor-
lákshafnar, og var ekki nakvæm-
lega vitað nm aflann, sem á land
barst í gærkvöldi, en fróðir menn
töldu, að hann færi langt fram úr
þvi, sem áður hefur þekkzt í sögtt
þorpsins.
Seinni hluta dags í gær var þeg-
ar orðið ljóst, að ekki var hægt afi
taka við öllum aflanum í Þorláks-
höfn, svo menn unnu að þvf bráð-
an bug að ná í vörubifreiðir til
þess að aka aflanum til Reykjavjk-
ur og Hafnarfjarðar. Var leifcafi
eftir bílum á Selfossi, í Hvera-
gerði og jafnvel um alla Árnes-
sýsiu.
200 manns vinna í landi við að
gera að fiskinum og verka hann,
en samt var mikill haugur af fiski
eftir niðri í aðgerðarsal þegar
íyrstu bátar komu að landi, svo
alltaf hleðst meira og meira upp,
— jafnvel af aflanum, sem heima-
bátar einir leggja á land.
Dauðaslys í
Hafnarfirði
ÞA© hörmulega slys varð í Hafn-
arfirði í fyrradag, að mjölpoka-
stæða hrundi á 13 ára pilt
og klemmdi hann upp að
færibandi með þeim afleiöingum,
að hann höfuðkúpubrotnaði og
lézt á Landspítalanum í Reykja-
vík síðdegis í gær. Pilturinn hét
Ingvar, sonur hjónanna Jólínu
Ingvarsdóttur og Sigurðar Áma-
SIFELLDIR
KIPPIR Á
SIGLUFIRÐI
Siglufirði í gær.
SÍÐAN jarðskjálftarnir urðu hér
sl. fimmtudag, hafa fundizt jarð-
hræringar af og til. — í gærdag
fannst kippur, sem var svo harður,
að diskar og glös glömruöu á borð-
um. Um kl. 9.30 í morgun fannst
annar kippur, og fylgdu honum
nokkrar drunur.
Nú er áætlað að opna skarðið.
og hefur bærinn samþykkt að taka
þátt í helming kostnaðarins. Að-
éins er beðið eftir skipun frá vega-
málastjóra um að hefja starfið.
J. M.
sonar, Hólabrant 12, Hafnarfirði.
Ingvar vann í verksmiðjunni
Lýsi og mjöl f Hafnarfirði og var
hann að láta mjölpoka á færiband,
þegar slysið varð. Pokastæða, sem
var aftan til hliðar við piltinn,-
hrundi þá skyndilega og kastaðist
Ingvar að færibandinu.
Hann missti þegar meðvitund,
enda mikið skaddaður á höfði ,og
var hann þegar fluttur á Landspí-
talann í Reykjavik, Þar lézt hann,
eins og fyrr segir, um fimm-leytið
í gærdag.
Ingvar var einn þriggja systkina.
MEISIARAR
í GÆRKVÖLDI hélt' íslandsmót
1. deildar í handknattleik áfram
að Hálogalandl. Víkingur sigraði
FH 29:21, og er Fram þar með
íslandsmeistari 1963. — Auk þess
sigraði Þróttur ÍR, og verða því
KR og Þróttur að Icika. aukaleik
um það, hvort færist niður í 2.
deild.
ÞAÐ er svo mikið að gera
í Vestmannaeyjum, að bát-
arnir þaðan geta ekld land-
að þar lengur. Þeir verða að
fara til Þorlákshafnar, sem
er næsta höfn og landa þar.
i
Einn þessarra báta er Gjaf-
ar, en skiþstjóri á honum er
Rafn Kristjánssoh, frá Flat-
ey á Skjálfanda. Við hittum
Rafn niður á bryggju I Þor-
lákshöfn í gær rétt eftir að
Gjafar var lagstur að með
um 25 tonn af mjög stórum
og fallegum þorski.
Rafn skipstjóri var í hínu
bezta skapi, og sagðist ekki
hafa verið á vertíð þegar
aflinn hefur verið eins góð-
ur og nú í ár, — en hann hef
ur verið skipstjóri á Gjaf-
ari síðan báturinn var keypt
ur til landsins fyrir rúmnm
tveimur og hálfn ári. Gjafar
er 120 tonna bátur. Hann hef
ur veitt ágætlega í vetnr, og
verið bæði á sfld, þorski eg
nú síðast á netum í níu
daga. Afli Gjafars þessa niu
daga hefur verið rúm 180
tonn, sem má telja mokafla.
Á sfldinni frá áramótum og
þangað til hana var ekki leng
ur að fá, fékk Gjafar rúmar
16 þúsund tunnur og var
einn af hæztu bátum. Hann
aflaði 200 tonn í þorskauet.
Rafn sagðist ekki muna
aðra eins tíð og verið hefur
upp á síffkastið, — hlýindi,
sólskin og spegilsléttur sjór.
Aðspurður um hvernig
honnm Iftizt á vertíðina, sagð
ist hann vera mjög bjart-
sýnn, sennilega yrði þetta
efn með þeim allra beztu ver
tíðum, sem hann hefur verið
á sjónum, og þó hefur hann
róið til fiskjar frá því hann
man eftir sér.
Sjö netabátar eru gerðir út frá
Þorlákshöfn í vetur. Þeir hafa all-
ir veitt ágætlega, og er Friðrik
hæstur með 457 tonn, svo Páll 371,
Guðbjörg 358, Þorlákur II. 291,
Þorlákur 330, Klængur 318, og ís-
leifur 235 tonn. Einnig hefur lagt:
upp í vetur í Þorlákshöfn Leo frá
Vestmannaeyjum og hefur hann,
lagt á land 233 tonn, en auk þess
hefur hann farið stundum með
aflann til heimahafnar.
í fyrradag byrjuðu Vestmanna-
eyjabátar að leggja upp afla sinn
í Þorlákshöfn, og lögðu þá fjórir
bátar upp með þennan afla:
Glitfaxi NK 19 tonn, Björg SU
36 tonn, Rán SU 19 tonn og svo
Iæo með yfir 20 tonn.
FRAM ÍSLANDS