Alþýðublaðið - 03.04.1963, Blaðsíða 8
I
f
'i
I
[
I
i
j
Gráskinna hin meiri
Gráskinna hin meiri. Þjóðsög-
ur. Útgefendur: Sigurður Nor-
dal og Þórbergur Þórðarson.
Bókaútgáfan Þjóðsaga. Prent-
smiðjan Hólar, Reykjavík
1962.
Gráskinna kom út í fjórum
heftum árin 1928, 1929, 1931 og
1936 og varð aufúsugestur víða
um land, enda góðir að henni
nautarnir — Sigurður Nordal og
Þórbergur Þórðarson. Ekki veit
ég, hvort hún hraðseldist, en nú
hefur þetta ágæta þjóðsagnasafn
verið endurprentað og við bætt
nýjum þáttum og sögum, svo að
Gráskinna hin meiri er tvö stór
bindi, sem nema samtals 750
blaðsiðum með nafnaskrá. Fyrra
bindið er gamla Gráskinna end-
urprentuð óbreytt, en síðara bind-
ið það, sem síðan hefur borið á
fjörur Sigurður og Þórbergs.
Gömlu Gráskinnu las ég forð-
um daga úti í Vestmannaeyjum
að áeggjan Sigurbjamar Sveins-
sonar, og víst er gaman að rifja
upp þau kynni. Þættir eins og
Skiptapinn á Hjallasandi, Erlend-
ur, Ferð að fjallabaki, Svartnasi,
Hesturinn í Stakkadalsós og
Bæjadraugurinn, svo og frásagan
af Árna, Guðbjörgu og Ingi-
mundi, — þetta var, er og verð-
ur ógleymanlegur lestur. Þó sæta
ævintýrin Himinbjargar saga og
Sagan af Allrabezt enn meiri tíð-
indum, einkum síðar talda sag-
an, sem er snilld og unun. En það
er lengi hægt að lofa Gráskinnu
og fyrir marga hluti. Kannski
þykir mér vænst um hana vegna
þeirrar prúðmannlegu virðingar,
sem safnendumir auðsýna heim-
ildarmönnum sínum og skrásetj-
urum þáttanna og sagnanna. Þjóð
veit, að Sigurður Nordal og Þór-
bergur Þórðarson eru í hópi rit-
færustu og orðslyngustu falend-
inga, og sannarlega dylst ekki
verklag þeirra, sem ber svip af
nosturslegri samvizkusemi, en
eigi að siður láta þeir höfundar-
einkenni heimildarmanns eða
skrásetjara njóta sín hverju sinni.
Þess vegna speglar Gráskinna
eigi aðeins hugsunarhátt, þjóð-
trú, vinnubrögð og aldarfar horf-
ins tíma, heldur einnig frásagn-
argleði, örlagaskyn, málkennd og
skáldgáfu fólksins, sem hefur
lagt af mörkum þætti, sögur og
ævintýri þessa merkilega safn-
j rits. Þjóðsögurnar eru sennilega
órækust vitni um bókmenntalega
alþýðumenningu íslendinga.
Síðara bindið sver sig greini-
lega í ætt við hið fyrra. Þar kem-
ur í leitirnar fágað listaverk, sem
heitir Bassa saga, og mikils er um
það vert, að Sigurður Nordal hef-
ur fært þættina og frásagnimar
af Þorgeirsbola til heildar og
þannig rækt sæmdarskyldu við
þennan konung íslenzkra drauga.
En satt að segja eru þættirnir
hver öðrum betri, þótt misstórir
SBGOA VBGGA OG TiLVERAN
HVOPÍ V/LTO VIELDUR Z-AUNA FUNO NINN ££>A GEVA Í
séu í fleij-i en einum skilningi.
Safnendumir temja sér sömu
starfshætti og áður. Þyki ein-
hverjum á skorta, að Gráskinna
hin meiri sé nógu efnismikil, þá
ber vis&ulega þess að gæta, hversu
fjölbreytileg hún er og trúverð-
ug. Hér sannast einu sinni enn,
að margt smátt gerir eitt stórt.
Fróðlegt er að sannfærast um
það af Gráskinnu hinni meiri, að
til hafi verið íslenzk fyndni áður
en menn hér fóru að reyna að
gera sér að atvinnu að vera
skemmtilegir. Lítið. en gott dæmi
þess er eftirfarandi frásögn Jóns
heitins Sigurðssonar alþingismanns
á Haukagili- í Hvítársíðu.
Á ofanverðri 19. öld var flakk-
ari, sem fór um Borgarfjörð og
víðar, er var kallaður Þorsteinn
rýjan mín. Viðumefnið fékk hann
af því, að hann hafði oft í ávarpi
við menn, er hann talaði við þá:
„Það er nú svona, rýjan mín!”
Þorsteinn hafði aldrei farið ut-
an, en lært hafði hann þá list er*-
lendra betlara að bera sig sem
aumlegast til þess að fá fólk til
að kenna í brjósti um sig.
Einhverju sinni fór Þorsteinn
til Reykjavíkur. Þegar hann kom
aftur, fór hann að segja frá þvi,
hvemig hann hefði hagað sér þar
til þess að láta gefa sér: „Eg
fór til hans Jóns Péturssonar há-
yfirdómara og laug í hann um
ætt mína, því að ég vissi, að hann
var ættfræðingur. Hann gaf mér
túmark fyrir. Hann sagði mér, að
ég skyldi finna hann Pétur bróður
sinn, því að hann væri ríkur og
vís til að gefa mér eitthvað.
Eg fór til biskupsins, en vissi
nú ekki almennilega, hvemig ég
ætti að ná fundi hans, því að ég
kom mér ekki að því að gera boð
fyrir hann. Fer ég nú að húsi
hans, sem ég fékk upplýsingar
um, hvar var, og er að tvístíga
þar fram og aftur fyrir utan eld-
húsdyrnar stundarkorn. Biskupi
hefur sennilega verið sagt til mín
eða hann séð mig, því hann kem-
ur bráðum út í dyrnar og segir:
| „Hvað ert þú að gera hérna, karl-
tetur?"
„Og það er nú sosum ekki
neitt”, svara ég.
I „Ertu svangur?” segir hann.
„Ójá, ég er svangur," segi ég.
„Jæja, komdu þá hingað inn í
eldhúsið,” segir hann.
Eg fer inn í eldhúsið og sezt
þar á bekk. Von bráðar kemur
stúlka með disk og setur á borð-
ið fyrir framan mig. Á diskinum
var smurð brauðsneið, fullt
brennivínsstaup og mark í skild-
ingum. Eg drakk úr staupinu,
stakk skildingunum upp í mig, en
lét brauðsneiðina í vasann og gaf
hana kerlingargarminum, sem ég
lá við hjá, því ég v a r ekkert
svangur.”
Loks hlýt ég að minnast á hlut
útgefanda, Hafsteins Guðmunds-
sonar, en mér er nær að ætla, að
þetta sé í tölu fegurstu og vönd-
uðustu bóka íslenzkra fyrr og síð-
ar. Svona prentvinnu sér maður
naumast hérlendis nema frá Hól-
um eða Odda, og búningur Grá-
skinnu hinnar meiri er jafnvand-
aður, hvar sem á er litið, hvergi
blettur eða hrukka.
Helgi Sæmundsson.
Aftur heim
ann og fant
TVÍTUGUR stúdent frá Suður- j
Afríku, Basil Reshane, hefur und-'
anfarið ár dvalið í Noregi og nem-.
ur dýralækningar við Oslóarhá-
skóla. í viðtali við norskan blaða-
mann, sem átti sér stað fyrir
skömmu, segir hann svo frá:
Suður Afríkubúum er það næsta
daglegt að vera teknir fastir og
varpað í fangelsi. Við kippum
okkur ekki lengur upp við það
þótt vinir okkar hverfi, sem oft
kemur fyrir. Við vitum þá, hvert
þeir hafa horfið, nefnilega í fang-
elsi eða vinnubúðir hinnar hvítu
yfirstéttar.
Sjálfur hef ég setið í fangelsi
fyrir pólitískt „afbrot“, en það
var sem betur fer ekki í langan
tíma. Við menntaskólann, sem ég
gekk í, voru oft rædd stjómmál
og það þoldu yfirvöldin ekki. —
Skólanum var lokað árið 1960.
Nokkrir nemendur voru teknir fast
ir‘, þeirra á meðal ég. En við mátt-
um reikna með þessu.
— Hvemig er áðbúnaður í fang-
elsum í Suður Afríku? .
— Klefarnir em venjulega fjór-
ir metrar á lengd og þrír á breidd.
Þeir eru ískaldir og rakir. Á gólf-
um eru strámottur, sem fangarnir
eiga að sofa á. Þeim er úthlutað
teppum, sem úa og grúa af lús.
kakkalökkum og hverskyns öðrum
óþrifum. í þessa klefa em venju
lega settir sex eða átta menn.
— Hvernig var mataræðið?
— Það vom þrjár máltíðir á
dag. Maísgrautur til morgunverð-
ar. í hádegisverð era maís og
baunir, og í kvöldmat baunir. Mat
urinn er alltaf kaldur og venjulega
hálfúldinn.
— Hvað er það versta við fang-
elsin í Suður Afríku?
— Þau em mannskemmandi.
En hvítu mennimir lita ekki á
okkur sem menn. Við erum að
þeirra dómi þrælar, — ódýrt
vinnuafl. Það má kannske segja,
að það versta sé að fara inn í klef-
ana aftur eftir að maður hefur
fengið að fá sér friskt loft. Við
urðum að standa allsnaktir upp
við vegg og láta rannsaka okkur,
þannig að verðirnir geti talið sig
örugga um, að ekki verði gerð
tilraun til flótta. Þetta allt er mjög
niðurlægjandi fyrir mannlegar
verur, segir Basil.
• — Hvað Viltu. segja fleira um
þetta?
— Oft urðum við að hlaupa milli
fangavarðanna, sem létu höggin
dynja miskunnarlaust á bökum,
handleggjum og rifbeinum okkar,
þá var freistingin stundum mikil
að svara fyrir sig. Eitt vil ég und-
irstrika umfram annað: Hvítingj-
um í Suður Afríku skal aldrei tak-
ast að yfirbuga okkur, jafnvel
þótt fangelsin versni um allan
helming og aftökum fjölgi. Við er-
um farhir að sætta okkur við fang-
elsanir og handtökur sem daglegt
brauð. Það er ekki lengur íiægt
að hræða okkur. í fangelsunum
lærum við „hagnýt stjómmál“.
Þar fáum við menntun okkar. Fang
elsin gera okkur enn sannfærðari,
harðari af okkur og ákveðnari í að
sigra í þeim orustum, sem fram-
undan eru. Þeldökkir Afríkubúar,
sem nú sitja í fangelsum verða
leiðtogar frjálsrar Suður Afriku,
lands, sem veitir bæði hvítum og
þeldökkum jafnrétti.
— Hvað starfa foreldrar þínir?
— Faðir minn Sanders, starfar
i húsgagnaverksmiðju. Móðir mín,
Esther, er til aðstoðar hjá hvitri
fjölskyldu. Að auki á ég svo þrjá
bræður og eina systur.
— Hvaða matar neyttuð þið oft-
ast?
— Ég er frá fátæku heimili, en
að vísu búa allir þeldökkir við
slæm kjör í Suður Afríku. Okkar
mataræði var líkt því sem það er
hjá flestum. Á sunnudögum svo
lítil tilbreyting í mat, þá veitum
við okkur þann munað að neyta
kjöts. Annars borðuðum við mais
og baunir hvern einasta dag. —
Mais og baunir, maís og baunir
.... Einnig borðuðum við ávexti. i
Fæðan er mjög einhliða, því við
erum elcki vel stæð.
— Þar sem þú býrð nálægt sjó,
neytið bið þá ekki fiskjar líka?
— Fiskurinn var yfirleitt of
dýr fyrir okkur. Við keyptum þó
fisk einu sinni í mánuði, jafnvel
þótt pabbi þyrfti að fá fisk oftar.
Hann vinnur erfiðisvinnu og verð-
ur því að hafa kjarngóðá fæðu til
að ha’da kröftum.
— Hvað höfðuð þið stóra íbúð?
— Tvö herbergi. Tvö lítil her-
bergi handa sjö manna fjölskyldu.
— Hverjar eru tekjur foreldra
þinna?*
— Árslaun föður míns era um
22 þúsund krónur. Tekjnr móður
minnar fyrir heimilisaðstoð eru
Þýzkir
í vikunni sem leið dvöldu hér
á landi tveir Þjóðverjar frá
Slésvík-Holstein. Komu þeir til
íslands í tilefni af Þýzkalands-
kynningu þeirri, sem Æskulýðs-
ráð Reykjavíkur efndi til.
Þjóðferjarnir heita Gimíher
Martens og séra Kraft. Starfa
þeir báðir mjög að æskulýðs-
málum í heimalandi sínu. Mart-
ens er formaður æskulýðssam-
bands Slésvík-Holsten, sem tel-
ur 236 þús. meðlimi, sem til-
heyra 16 æskúlýðssamböndum.
Martens og séra Kraft hafa
báðir heimsótt ísland áður,
komu þeir hingað haustið’ 1960.
] - ...........................
3 3. apríl 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ