Alþýðublaðið - 07.04.1963, Qupperneq 8
i
í
i
t
í
WAP f£N<jl ÉCf M\\<LA KAOPHÆ.KKUN
£F ÉG HÓTAÐ/ AD SEGJA UPP?
BREZKA stjórnin hefur að lok-
um undiiTitað dauðadóminn, sem
um langt skeið hefur hvílt yfir
ríkjasambandi Norður-Rhodesíu,
Suður-Rhodesíu og Nyasalands. N-
Rhodésíu var nýlega heimilað að
segja sig úr lögum við rikjasam-
bandlð og Nyasalandi hafði áður
verið veittur saihi réttur.
Ríkjasambandinu var ekki spáð
langlífi, þegar brezka stjómin
knúði fram stofnun þess fyrir tíu
árum þrátt fyrir mótmæli stjórn-
arandstöðunnar í Bretlandi og
fulltrúa meirihluta innfæddra
manna í hinum þrem ríkjum sam-
bandsins. Síðan Nyasaland og N,-
Rhodesía fengu sjálfsstjórn, hefur
verið ókleift að halda lífinu í ríkja-
sambandinu.
Stjórrtimar í N-Rhodesíu og Ny-
asalandi, sem styðjast við meiri-
hluta íbúanna, gerðu það að aðal-
kröfu sinni, að ríkjasambandið
yrði leyst upp.
Mörg vandamál munu rísa upp
þegar 'sambandsstjórnin verður
lögð niðúr .eins og nú er fyrirhug-
að að gera. Alls starfa 35 þús.
menn í þjónustu sambandsstjóm-
arinnar. Skipta verður 30 miUj-
arða (ísl.) króna tekjum hennar
milli rikjanna þriggja í samband-
inu, svo og útgjöldum og vinnu við
rafmagn og vatn, sem hvort
tveggja fæst frá Karibaorkuver-
inu i ánni Zambezt á landamær-
um Norður- og Suður-Rhodesíu.
Auk þess hefur sambandsstjórn-
in sinn eigin her, flugher og lög-
reglu. Heraflann skipa að miklu
leyti hvítir menn, ákveðnir menn,
sem hafa öllu að tapa, og liðsfor-
ingjarnir eru eingöngu hvítir. Ó-
líklegt er talið, að brezka stjórnin
geti koníið því til leiðar, að her-
aflanum verði skipt milli hinna
þriggja ríkja sambandsins. Talið
er, að þessi herafli verði ekki
lagður niður og stjómin í Suður-
Rhodesíu fái umráð yyfir honum.
Hve erfið vandamálin reynast
við að leysa rikjasambandið upp
er fyrst og fremst komið undir
vilja brezku stjómarinnar til þess
að notfæra sér þau völd, sem hún
ÓLAFUR BJÖRNSSON:
WINSTON FIELD
— krefst sjálfstæöis.
enn hefur í ríkjasambandinu, en
einnig er það komið undir þyí, að
hve miklu leyti Welensky, sem hef-
ur eins og fyrr segir umráð yfir
sínum eigin hersveitum, þorir að
setja sig upp á móti stjórninni í
London.
í efnahagslegu tilliti hafa rök-
semdir fylgismanna ríkjasam-
bandsins verið sannfærandi í orði
en ekki á borði. Ríkjasambandið
hefur örvað efnahagsþróunina, en
afrískir íbúar sambandsins hafa að
litlu leyti notið góðs af henni. Hún
SIGQA VIGGA OG TILVERAN
h
n
Vi
b
n
þ
1>
Þ
hi
ai
it
á-
s1
Þ
ti
u
K
Vi
ei
ri
n
sl
b.
ai
g.
R
ir
ai
u
ú
zi
sr
ú
b
n
h
H
v
F
K
v
H
u
ii
s
h
t:
a
d
h
s
s
n
e
ENN eru hafnar á Alþingi, og þá
um leið víðar, umræður um drag-
nótaveiðar, og þá að vanda í þeim
tilgangi að banna þessar veiðar.
Af blaðaskrifum má sjá að vitn-
að er til ummæla sjómanna um
skaðsemi dragnótar. Þetta kann að
vera rétt í einstökum tilfellum, en
aimennt talað eru sjómenn ekki á
þessari skoðun, og allra sízt þeir,
sem þessar veiðar hafa stundað.
Yfirleitt munu sjómenn vera þeirr
ar skoðunar, að net séu hættuleg-
asta veiðarfæri, sem við höfum
þótt staðreynd sé, að þau verðum
við að nota til þess að fá afla. Hóf-
RÚSSNESKUR ' skurðlæknir
gerði nýlega mikinn hjartaskurð á
sjúklingi einum. í nítján mínútur
var blóðrásin til heilans stöðvuð,
en á meöan fékk heilinn blóð frá
sérstöku tæki, sem smíðað hefur
verið í þessu augnamiði. Uppskurð
urinn var gerður til að fjarlægja
meðfæddan hjartakvilla. Þetta
mun vera í annað skipti, sem
þessi læknir framkvæmir slíkan
uppskurð.
leg takmörkun á þeim veiðum mun
þó vera skynsamleg cins og öllum
stórvirkum veiðarfærum, þar á
meðal dragnótinni og botnvörp-
unni. Settar reglur á síðan að
sjá um, að haldnar séu betur en
gert hefur verið.
Svo virðist, þegar menn tala um
að friða fiskstofninn, vilji þeir
gjarnan gleyma, að við lifum á
því að drepa fisk — og það, sem
alira mest.
Að þessu athuguðu ætti það að
vera helzta rannsóknarefnið, hvern
ig er hagkvæmast að veiða fiskinn,
hvaða veiðarfæri skilar mestum
afla, miðað við tilkostnað og gæði
og þá líka í hvaða veiðarfæri hent
ugast er að veiða hverju sinni, til
þess að nýta vinnuaflið og vinnslu
stöðvarnar í landi.
Með þetta í huga, er dragnótin
eitt allra hagkvæmasta veiðarfæri,
sem við eigum völ á. Það ber því
að nota hana eins mikið og frek-
ast verður við komið. Takmörkun
hennar ætti fyrst og fremst að bein
ast að möskvastærð, en hún hefur
nú þegar verið aukin mikið frá
því, sem áður var.
Eitt af því versta við dragnót-
ina telja þeir, sem á móti henni
eru, vera það, að hún spilli botn-
gróðri, og þá er oft sérstaklega
talað um Faxaflóa. Þessu vil ég
svara því: í fyrsta lagi er ekki
hægt að veiða með dragnót á
stærra svæði en sem svarar um
5% af Faxaflóa.' Þannig er hann
nú friðaður. í öðru lagi er það
svo, að geri vestanstorm og sjó,
rótast sandurinn meira og minna
til í öldur og hryggi. Enda mun
sú raunin, að á sand- og leirbotni
þeim, sem dragnótin er mest dreg
in á, er alls enginn gróður og
hefur aldrei verið.
Allar helztu fiskveiðiþjóðir veiða
fyrst og fremst með botnvörpu og
dragnót, af því þetta eru hagkvæm
ustu veiðarfæri, sem til eru. Vafa
laust er þessu eins farið hér við
land. Við eigum því að stórauka
notkun þessara veiðarfæra. Ef
menn óttast að gengið sé of ná-
lægt stofninum, má takmarka veið
arnar. Ekki með því að taka upp
óheppilegri veiðarfæri, heldur með
því að friða viss svæði alveg eða
á vissum tímum, svo og með
möskvastærðinni. En að sjálfsögðu
á þetta að fara eftir mati fiski-
fræðinga, en ekki þingmanna á
atkvæðaveiðum.
Fiskveiðar verða okkar lifibrauð
í næstu framtíð. Þess vegna þurf-
um við að skipuleggja þær sem
allra bezt. Eitt helzta vandamál
fiskveiðanna er veiðarfærakostn-
aðurinn. Hver bátur þarf, eins og
nú háttar, að eiga mörg og dýr
veiðarfæri, sem flest eru notuð
stuttan tíma hverju sinni. Nú virð
ist þó hilla undir, að stærri skipin
fari að stunda nótaveiðar allt ár-
ið. Eins þyrfti að stefna að því,
að minni skipin gætu komizt af
með sem allra fæst veiðarfæri og
þá helzt ekki fleiri en eitt til tvö.
Margt mun órannsakað á því
sviði hvað hægt er að gera til
verndar fiskstofninum og sýnist
þar sitt hverjum. Því er jafnvel
haldið fram, að svartfuglinn einn
drepi meira af fiski en allur flot-
inn. Rannsókn á þessu og mörgu
fieiru er löngu tímabær. En síð-
ust allra friðunar- og verndarráð-
stafana hlýtur það að verða, að
við hættum að veiða fiskinn.
Kort: Ríkjasamband Mið-Afríku: ?
og Nyasaland.
0
3 31. marz 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ