Alþýðublaðið - 07.04.1963, Side 15
„Eininitt það já! Þú færð nú
að sofa á miklu öruggari stað
en þessum. Komdu. Farðu hægt
og haltu höndunum uppi."
Ég gekk í áttina til hans.
,,Stoppaðu!“ Hann starði á
skrifborðið. „Hefur þú verið að
reyna að brjóta þetta upp?“
„Nei . . Svei mér þá . . .“
„Upp að veggnum! Fljótur!“
Ég gekk- uþp að
veggnum.
„Snú
Ég sneri un- ' eegnum.
Það var í langt
augna3''
Eina hljóðið í eyrum mínum
vai 1?
legt, tætandi hljóð af byssuskoti.
Hljóðið, sem var gífurlegt í
litlu herberginu, varð til þess að
ég hrökk í kút. Ég leit yfir ixl
mér og hélt, að vörðurinn hefði
rekizt á Rimu og drepið hana.
Hann stóð í keng við skrif-
borgið. Fallega lögregluhúfan
lians var dottin á gólfið og leiddi
1 ljós sköllóttan blett í hnakk-
anum. Hann hélt hönzkunum um
magann og byssan hans lá á gólf
inu.
Farm mini r' í honum
tók að leka —o hevrðist
annar skothvellur. Ég sá leitrið
af skotinu koma handan skrif-
borðsins.
Varðmaðurinn gaf frá sér hálf
kæft óp: sams konar hljóð og box
ari gefur frá sér, þegar andstæð
ingurinn hefur hitt með verulega
góðu höggi. Svo seig hann hægt
saman og féll endilangur á gólf
ið.
Ég stóð þarna og starði með
hendurnar enn upp í loftið, svo
illa á mig kominn, að ég hefði
gatað kastað upp.
Rima rétti úr sér bak við borð-
ið. í hendinni hafði liún litla
skammbyssu. sem rauk úr. Hún
horfði kæruleysislega á varð-
manninn. Hún hafði ekki einu
sinni fölnað.
„Það eru engir peningar",
sagði hún grimmdárlega. „Skúff
an cr tóm.“
Ég heyrði varla hvað hún sagði.
Ég starði á varðmanninn,
horfði á þunnan blóstrauminn
renna úr honum út á fágað park
ettgólfið.
,,Hypjum okkur héðan.“
Æsingin í rödd honnar vakti
mig til meðvitundar.
„Þú drapst hann!!“
„Nú, hann hefði drepið mig,
ekki satt?“ Hún starði kuldalega
á mig. „Komdu, fíflið þitt Ein
hver hlýtur að hafa heyrt skot-
in!“
Hún lagði af stað yfir gólfið,
en ég greip í handlegg hennar
og snarsneri henni við.
„Hvar fékkstu þessa byssu?"
Hún sleít sig lausa.
„Ó, komdu! Þeir verða komn-
ir eftir augnablik!"
Kærulaus, skínandi aúgun i
henni skelfdu mig.
Svo heyrði ég, einhvers staðar
úti í myrkrinu, að sírena byrj-
aði að veina. Ég stirðnaði upp.
„Komdu! Komdu!“
Hún hljóp út í myrkrið, og ég
á eftir henni.
Ljós voru tekin að kvikna út
um allt hverfið. Menn hrópuðu.
Ég fann hönd hennar á liand-
legg mér, er hún ýtti mér niður
dimmt sund. Við hlupum í
blindni á meðan sírenurnar
vældu í myrkrinu.
„Hingaðí11
Hún dró mig inn í dimmt dyra
skot. Augnablik myndaði vasa-
ljósiB hcnnar smáljóspoll, síðan
slökkti hún á því. Hún dró mig
niður á bak við stóran kassa.
Við hcyrðum þung skref hlaupa
framhjá. Við heyrðum menn kall
ast á. Einhver tók að blása í sker
andi flautii, sem olli því, að taug
ar mínar tóku að titra.
„Komdu!“
Hefði hún ekki kornið til,
hefði ég aldrei komizt burtu.
Hún virtist finna það á sér,
þegar við vorum að lenda í
hættunni og hvenær óhætt var
að halda áfram.
Sem við hlupum framhjá hin
um endalausu húsum og risa-
stéiru kvikmyndatökuhúsúm,
urðu hljóðin í flautunum og rödd
unum daufari, og loks stönzuðuin
við móð og másandi í skugga af
húsi til að hlusta.
Það ríkti þögn núna að und-
anskilinni veinandi sírenunni.
„Við verðum að komast út, áð
ur en löggan kemur“, sagði
Rima.
„Þú drapst hann!“
„Ó, haltu kjafti! Við komumst
yfir vegginn fyrir endanum á
þessu sundi.“
Ég gekk með henni, þar til
við komum að tíu feta háum
veggnum. Við stönzuðum við
hann og horfðum upp eftir hon
um.
„Hljápaðu mér upp.“
Ég lét hana stíga í lófa mína
og ýtti henni upp. Hún settist
klofvega á veginn, liallaði sér
síðan fram og gæðist niður í
myrkrið.
„Það er allt í lagi. Kemstu
upp?“
Ég gekk aftur á bak, hljóp
síðan til og stökk upp. Ég greip
í brúnina, náði taki og hékk
augnablik, en dró mig síðan upp.
Við veltum okkur bæði yfir vegg
inn og létum okkur detta niður
á malarveginn, sem lá meðfram
kvikmyndaverinu.
Við gengum hratt upp á aðal
götuna. Meðfram henni stóðu bíl
ar í röðum, eign fólks, sem var
að skemmta sér í næturklúbb
handan götunnar.
„Það ætti að koma strætis-
vagn eftir svo fimm mínútur”,
sagði Rima.'
Ég lieyrði vælandi lögreglubíl
nálgast.
Rima greip í handlegginn á
mér og ýtti mér að Ford Skylin
er bíl.
„Inn með þig, fljótur".
Ég renndi mér inn \ bílinn og
hún kom á eftir mér.
Hún hafði rétt aðeins tíma til
að loka dyrunum áður en tveir
lögreglubílar komu æðandi fram
hjá og stefndú að aðalhliði kvik
myndaversins.
„Við bíðum hér“, sagði Rima.
„Það koma fleiri. Þeir mega
ekki sjá okkur á götunni."
Ég sá, að þetta var skynsam
legt, þó að mig dauðlangaði til
að hlaupa.
„Larry", sagði Rima með við
bjóði í röddinni. „Ég hefði svo
sem mátt vita, að þetta væri vit
leysa hjá honum. Þeir hljóta að
leggja peningana í bankann eða
Éetja þá í peningaskáp, þegar
þeir loka skrifstofunni.“
„Gerirðu þér ljóst, að þú lief
ur drepið mann?“ sagði ég. ,Þeir
geta sent þig í gasklefann. Snar
vitlausa tíkin þín! Það vildi ég,
að ég hefði aldrei hitt þig.“
„Það var sjálfsvöm", sagði
hún reiðilega. „Ég varð að gera
það!“
„Það var það ekki! Þú skauzt
hann með köldu blóði. Þú
skauzt hann tvisvar".
„Það hefði verið heimskulegt
af mér að leyfa honum að skjóta
mig, ekki satt? Hann var með
byssu í hendinni. Það var sjálfs
vörn“
„Það var morð!“
„Ó, haltu þér saman“.
„Ég er búinn að fá nóg af
þér. Ég vil aldrei framar sjá
þig!“
„Þú ert bleyða! Þig langaði
eins mikið í peninga eins og
mig. Þig langaði til að hafa pen
inga upp úr mér Nú þegar illa
er farið . . .“
„Kallarðu það að fara illa að
drepa mann?“
„Æ, góði þegirðu".
Ég sat kyrr og hélt fast um
stýrishjólið. Ég var ofsahræddur.
Ég sagði við sjálfan mig, að ég
hlyti að hafa verið brjálaður að
hafa bundið trúss við liana. Ef
ég kæmist burtu, skyldi ég fara
heim og hefja nám að nýju. Ég
skyldi aldrei framar gera neitt
illt af mér, svo lengi sem ég
lifði.
Við heyrðum vælið í fleiri sí
renum. Annar lögreglubíll, full
ur af óeinkennisklæddum lög-
reglumönnum, fór fr'amhjá og
nokkrum sekúndum á eftir hon
um kom sjúkrabíll.
„Þá er skrúðangan búin“,
sagðl Rima. „Komum.“
Hún fór út úr bílnum og ég
á eftir henni.
Við gengum hratt að strætis-
vagnastöðinni. Eftir tvær eða
þrjár mínútur kom vagninn.
Við settumst aftast. Enginn
skipti sér neitt af okkur. Rima
reykti og horfði út um glugg-
ann. Þegar við komum niður að
algötuna niður að höfninni, byrj
aði hún að hnerra.
FIMMTI KAFLI
I.
Skömmu eftir klukkan sjo
næsta morgun vaknaði ég af eirð
arlausum svefni, starði upp í
loftið og hugsaði til atburða,
kvöldsins áður. Mér leið iUa.
Ég hafði aðeins fengið tveggja
til þriggja tíma svefn. Mestalla
nóttina hafði ég verið að hugsg
um varðmanninn og hvernig
Rima hefði skotið hann. i
Hún hafði farið inn í herberg
ið sitt, þegar við komum heim,
og ég hafði heyrt hana hnerra
í klukkutíma, þar til mér fannst
sem hljóðið mundi gera mig vit-
lausan. Svo heyrði ég hana faríi
út, og ég gat mér þess tU að húfi
væri farin til að leita að ein'i
hverju fífli til að kaupa handá
sér skammt.
Ég var sofnaður, þegar húií
kom aftur. Ég varð var við, áð
dyrnar hjá henni voru opnaðar,
en ég var svo þreyttur, að ég
sneri mér á hina hliðina og sofn
aði aftur.
Þar sem ég lá nú í rúminu og
horfði á sólarljósið koma inni
með vindutjaldinu, velti ég þyí
fyrir mér, hvað bezt væri fyrjg
mig að gera. Ég varð að komasis
burtu úr borginni. Ég þorði ekk&
að vera þar lengur. Ég færi tijl
Rustys fengi lánað fyrir fargjalfl
inu hjá honum og færi burttíf
strax fyrir hádegið.
GRANNARNIR
5400 kr.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 7. apríl 1963 |,5 :|