Alþýðublaðið - 28.04.1963, Qupperneq 15
burtu úr búrinu sínu og gekk
hratt meðfram löngu afgreiðslu
borðinu til stúlku, er sat við stóra
vél. Hann talaði við hana. Hún
sneri sér við í stólnum að stóru
spjaldi, sem hékk á veggnum. Ég
sá hana renna fingri niður eftir
einhverju, sem virtist vera listi
af nöfnum, síðan sneri hún sér
að vélinni, þrýsti á hnappa og
eftir augnablik hallaði hún sér
fram og fékk gjaldkeranum
spjald.
Hjartað í mér lamdist. í
Ég vissi, að hún hafði verið að
vinna við sjálfvirka spjaldskrár
vél, sem gaf frá sér spjald, er á
voru letraðar allar upplýsingar
um viðskiptavininn, með því að
þrýst væri á ákveðna hnappa:
sérhver viðskiptavinur liefði sitt
númer.
Þegar þrýst væri á hnappana,
kæmi spjaldið niður í bakka.
Ég horfði á gjaldkerann skoða
spjaldið og síðan innleggsmið-
ann. Hann fékk stúlkunni spjald
ið aftur og flýtti sér aftur til
mín.
,,Það eru einhver mistök í
þessu, herra minn,“ sagði hann.
„Við höfum engan reikning með
þessu nafni. Eruð þér vissir um,
að nafnið sé rétt?“
Ég yppti óþolinmóðlega öxlum.
,,Ég gæti ekki svarið það. Það
vill svo til, að þetta er birdge-
skuld. Ég spilaði gegn ungfrú
Marschal og tapaði. Ég var ekki
með ávisanaheftið mitt. Ég lof-
aði að greiða skuldina inn í þenn
an banka. Mér skilst, að hún
skipti ekki við bankann, en þið
sendið áfram alla peninga, sem
greiddir eru inn.
Hann starði á mig.
„Það er rétt, herra minn, ef
það er okkar viðskiptavinur, sem
um er að ræða, en hún heitir
ekki Marchal. Það gæti ekki ver
ið Rima Marshall, .,c“ laust og
með tveim „11“?“
„Ég veit svei mér ekki“, sagði
ég. „Kannski væri betra fyrir
mig að ganga úr skugga um
þetta.“ Svo hélt ég áfram mjög
kæruleysislega: „Ég hef bara
ekki heimilisfang hennar. Ef til
vill getið þér látið mér það í
té?“
,Ef þér viljið skrifa utan á bréf
ið í umsjá bankans, þá skulum
við með ánægju koma því áleið-
is.“
Ég hafði verið næstum viss
um, að liann mundi svara svona,
en samt varð ég fyrir vonbrigð-
um.
„Ég geri það þá. Þakka yður
fyrir".
,,Ekkert að þakka, herra minn“.
Ég kiúkaði kolii-til hans, stakk
peningyöum aftur í veskið og
gekk b®t.
Þetta var fyrsta skrefið, Ég
vissi nú hvar skrásetnfngarspjald
ið var geymt. Nú þurfti ég að
komast að því.
Ég tók leigubíl til lítils, ó-
dýrs hótels um leið og ég var bú
inn að fá herbergið, hringdi ég
til Pacific og Uuionbankans. Ég
spurði eftir bankastjóranum.
Þegar hann kom í símanji,
kynnti ég mig sem Edward Mats
ers og spurði, hvort hann mundi
geta tekið á móti mér um klukk
an tíu næsta morgun. Ég sagði,
að ég þyrfti að ræða viðskipta-
mál við hann.
Við mæltum okkur mót klukk
an korter yfir tíu.
Það fór í taugarnar á mér að
geta ekki gert neitt meira fyrr
en næsta moi'gun, en þetta var
hlutur, sem ekki var hægt að
VÖRUHAPPDRÆTTI
SIBS
16250 VINNINGAR!
Fjórði hver miði vinnur að meðaltali!
Haestu vinningar 1/2 milljón krónur.
Lægstu 1000 krónur.
Dregið 5. hvers mánaðar.
Pórscufé
Hðnda körmiiTi og
UBiglf ngum í sveitina
Skyrtu-, úlpu- og gallabuxna-
efni. — Mikið og gott úrval.
Einnig Nagargarn með miklum
afslætti.
Verzlunin SNÚT
Vesturgötu 17.
vaða út í. Ég var mér þess mjög
meðvitandi, að fyrir þrettán ár-
um hafði lögreglan í Los Angél-
es verið á höttunum eftir manni
með lafandi augnalok og ör :á
kjálkanum. Það g..svo sem vtel
verið, að einhver skarpur, gam-
all lögreglumaður þekkti mig nú,
SMUBSTÖBII
Sætúni 4 - Sími 16-2-27
Bíllixm er smurður fljótt o? veí.
Seljum allar tegtindir af smurolíii.
- - & —j—.
[SKiPAUTGCRÐ RlKISiNSj
M. s. Esja
fer austur um land í hringferð
4. maí. Vörumóttaka á mánudag
og árdegis á þriðjudag til Fá-
skrúðsfjarðar, Reyðarfjarðar,
Eskifjarðar, Norðfjarðar, Seyðis
fjarðar, Raufarhafnar og Húsa-
víkur. — Farseðlar seidir á föstú
dag.
Shodr
I & * * ~'" "
* SAMEINAR MARGA KOSTK ]
FAGURT ÚTUT. ORKU. TRAUSTLEIKA(
RÓMAÐA AKSTURSHÆFNI
OG LÁGT V E R Ð I •
TÉKHNESKA BIFREIÐAUMBOÐII) v
VOMAMTBJSTI T2.SÍMIJTÍSI .
Einangrunargler
Framleitt einungis úr úrvals
gléri. — 5 ára 'ábyrgð. 1
Paníið tímknlega.
Korkiðjan h.f. 0
Skúlagötu 57. — Sími 23200.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 28. apríl 1963
Afúlkínii
n nesiá ■
lilnft.vðjrú
stnfl '
getir lifað, ef eitthvað kemur
fyrir mig.“
„Þýðir það, að ég verði að bíða
þar til þú ert dáinn eða við er-
um orðin gömul, áður en við eyð-
um nokkru af þeim?“
„Heyrðu nú . . . “ Gremjan í
röddinni hljómaði meira að segja
harðneskjulega í minum eigin
eyrum. „Við eyðum peningun-
um ..."
„Fyrirgefðu. Ég spurði bara.
Það sýnist undarlegt, að við skul
um fá sextíu þúsund dollara og
samt lifa sama lífinu, vera í sömu
fötunum, aldrei fara néitt, aldrei
gera neitt, og ég get ekki einu
sinni farið með þér til New York.
Ég býst við, að ég sé ósanngjöm,
en ég get ekki með nokkru móti
skilið hvers vegna þú ert að vinna
eins og þræll daginn inn og dag-
inn út, og hvorugt okkar hefur
nokkra skemmturi af.“
Ég fann heitt blóðið stíga mér
til höfuðs. Ég missti loks stjórn
á mér.
,,í guðs bænum, Sarita!“ æpti
ég að henni. „Hættu þessu! Ég
er að reyna að byggja brú! Ég
er ekki einu sinni búinn að fá
peningana ennþá! Við eyðum
þeim, þegar ég er búinn að fá
þá!“
Það varð þögn, svo sagði hún
kaldri og liálfskelfdri röddu:
„Fyrirgefðu. Ég ætlaði ekki að
fara í taugarnar á þér.“
Á eftir fylgdi dauðaþögn. Hún
hélt áfram og áfram. Við viss-
um bæði, að hitt var vakandi,
gat ekki sofið, áhyggjufullt og
sært.
Vofa Rimu stóð á milli okkar,
ýtti okkur hvoru frá öðru, ógn-
aði hamingju okkar.
Ég varð að finna hana.
• Ég varð að losa mig við hana.
ff
II.
Ég kom á flugvöllinn í Los An-
, geles rétt eftir klukkan eitt og
tók leigubíl til Pacific og Union
bankans.
Á hven-i frístund, sem ég hafði
átt síðustu tvær vikur, og þær
voru fáar, hafði ég brotið heil-
ann um, hvernig ég ætti að hafa
heimilisfang hins bankans Rimu
út úr bankanum. Það var víst,
að Pacific og Union hlaut að
hafa heimilisfangið skráð hjá sér,
og fyrsta verk mitt var að kom-
ast að hvernig og hvar sú skrá
væri geymd.
Þegar ég borgaði billnn, létti
mér við að sjá, að þetta var stór
banki. Ég hafði óttazt, að þetta
kynni að vera lítið útibú með
fáu starfsfólki, er kynni að muna
eftir mér. En þetta var risastór
bygging með dyraverði við dyrn-
ar og stöðugan straum viðskipta-
vina út og inn.
Ég gekk í hinn stóra afgreiðslu
sal. Á báðar hendur voru rimla-
grindur, sem gjaldkerar sátu á
bak við. Við hvert afgreiðsluop
var smáhópur af fólki, sem beið.
Bak við þau sat svo fjöldi skrif-
stofumanna, önnum kafinn við
reiknivélar, ljósprentunarvélar
og slíkt. í enda salarins sá ég
glerbúr þau, sem yfirmennirnir
sátu í.
Ég geklc að einu opinu og tók
mér stöðu í röðinni. Ég muldraði
afsakanir og teygði mig og náði
í innleggsmiða á borðinu. Úr
veski mínu tók ég tíu fimm doll-
ara seðla. Eftir nokkrar mínút-
ur var aðeins einn viðskiptavin-
ur á undan mér og ég gat því
komizt að borðinu. Ég skrifaði
með upphafsstöfum efst á inn-
leggsmiðann Itita Marschal og
neðst skrifaði ég John Hamilton.
Maðurinn, sem var á undan
mér, gekk frá og ég ýtti pen-
ingunum og 'innleggsmiðanum
inri fyrir grindurnar.
Gjaldkerinn tók miðann, lyfti
gúminístimplinum, hikaði síðan
og virtist hugsi. Hann leit á mig.
Ég hallaðist upp að borðinu óg
starði í allt aðra átt, sviplaust.
„Ég held ekki, að þetta sé
rétt,“ sagði hann við mig.
Ég sneri mér að honum og
starði.
„I-Ivað eigið þér við?“
Hann hikaði, horíði aftur á
miðann og sagði síðan: „Ef þér
vilduð gjöra svo vel að bíða
augnablik . . . “
Þetta gekk, eins og ég hafði
ætlað. Hann tók miðann, fór