Alþýðublaðið - 30.04.1963, Side 16

Alþýðublaðið - 30.04.1963, Side 16
jslendingar þekkja ekkert réttlæti í þessum málum", sagbi einn hásetinn á Milwood BLAÐAMAÐUR og ljósmynd- ari Alþýðublaðsins fóru í gær- kveldi með lóðsbátnum um borð í skozka landhelgisbrjót- inn Milwood frá Aberdeen. Tor- arinn kom á ytri höfnina rétt um klukkan tíu og var varð- skipið Óðinn skammt á undan. Þegar siglt var framhjá Ing- óífsgárði mátti sjá hundruð Reykvíkinga bíða þar eftir komu skipanna. Á Faxagarði var einnig fólk og fjöldi bif- reiða. Togarinn Milwood A-472 er þriggja ára gamalt skip, byggt árið 1960 og er 250 lestir að stærð. Fyrst hittum við að máli Le- on Carlsson, II. stýrimann á Óðni og skýrði hann svo frá, að um borð væru 7 skipverjar af Óðni en fimm af áhöfn tog- arans, tveir hásetar og þrír vélamenn. Leon var fyrirliði L þeirra varðskipsmanna um borð 'tt í togaranum. Varðskipsinenn JOHN STEPHENS létu liið bezta af skiptum sín- uni við þá menn af áhöfn tog- arans, er þeir höfðu haft samán við að sælda. Á brúarvæng varð á vegi okk- ar Jolm Stepcns, háseti á Mil-- wood, 26 ára gamall Aberdeen- búi, kvæntur og tveggja barna faðir. Kvaðst hann ekki fyrr -hafa komið til Reykjavíkur, en oft verið við veiðar hér við land. Ekki kvaðst hann hrifinn af þessu óvænta fríi, því fyrir sig þýddi það aðeins tekjumissi. Hann kvaðst ekkert vita um það hvort þeir skipverjar yrðu látn- ir bíða hér, eða fara flugleiðis heim. Aðspurður um árekstur skip anna fullyrti John Stephens, að Óðinn hefði sveigt í veg fyr- ir þá og ætti alla sök á þvi. — Varðandi það atferli skipstjóra síns, að koma sér undan sagði hann, að hann væri bara að vernda sig, og hann hefði snú- ið við vegna þess, að hann hefði ROBERT DUFF ekki viljað láta sökkva skipi sínu undan sér. John Stephens sagði að þeir væru búnir að vera fimm daga á veiðum og hefðn fengið 300 kassa. Hann sagði, að þegar varðskipið liefði komið að þeim, hefðu þeir ver- ið að taka vörpuna inn, og þurft að höggva á endavírana til að komast sem skjótast af stað. Því næst ræddum við við Ro- bert Duff, háseta, einnig frá Aberdeen. Hann fullyrti sömu- lelðis, að árekstur skipanna hefði að öllu leyti verið sök Óð- insmanna , þvi Óðinn hefði beygt í veg fyrir togarann. Varð andl þá hegðun skipstjóra síns, að reyna að skjóta sér undan réttlætinu, sagði Robert Duff, að skipstjórinn hefði auðvltað vfljað komast sem fyrst heim til Aberdeen því hann hefði vitað, að hér mundi ekki fjallað um mál hans af óvilhöllum mönn- um („ knew that he would not get a fair trial”). Sagði hann, að íslendingar þekktu ekkert réttlæti (no justice at all) í þessum málurn og hefði skip- stjóri því gert réttast í því að reyna að koma sér undan. Robert kvaðst hafa verið hér á íslands miðum með sama skipstjóra vorið 1961, en á öðru skipi. Þá hefði varðskipið Þór (skipherra Þórarinn Björnsson) tvisvar aðvarað þá um, að þeir væru fyrir innan Iínu og síðan rekið þá út fyrir ,og hefði skip- herra varðskipsins þá látið þau orð falla, að í næsta skipti mundi hann beita skipstjórann valdi („by force”). Nú væri þetta næsta skipti korrtið og lilyti skipherra þá að vera á- nægður. Báðir þessir hásetar, sem við ræddum við báru varðskips- mönnum þeim, er um borð hjá þeim voru, hið bezta orð í hví- vetna. Álþýðuflokks- félag Kópavogs ALÞYÐUFLOKKSFÉLAG Kópavogs heldur skemmti- fund í félagsheimilinu Auð- brekku 50 í kvöld kl. 20,30. 1. Kvikmyndasýning. 2. Stutt ávörp flytja: Emil Jónsson, ráðherra. Guðm. í. Guðmundsson ráðherra. Ólafur Ólafsson Iæknir. 3. Dans. Fjölmennið. NEFNDIN. ♦WVWWWWVWVmWMW 44. árg. — ÞriSjudagur 30. apríl 1883 — 88. tbl. KEFLAVÍK, NJARÐVÍK, REYKJAVÍK, VESTMANNAEYJAR, AKRANES. SILDVEIÐIN þessa dagana er sáralítil. Eru 70 bátar á síldveiðum nú, og eftir því, sem einn heim- ildarmaður blaðsins úti á iandi segir um ástandið, þá snúast þelr eins og liundur í bandi hver um annan á miðunum og fæstir ,á köst. Þá sjaldan, sem eitthvað v iið ist, geta þeir vart komið því á land, því allstaðar er verið að verka fisk. Eftir því, sem blaðið bezt veit, fengu þessir bátar afla í gær: — Steingrímur Trölli: 835 tunnur, Kópur 600, Ófeigur II. 400, Höfr- ungur II. 400, Stapafell 2Q0 Guð- mun'dur Þórð f’son 500, Sæfari 300, Akraborg 300, Ólafur Tvlagn- ússon 150, Garðar 450 og Gullfaxi 450 tunnur. Gæftir hafa verið sæmilegar. Flestir bátarnir eru á miðunum út af Akranesi, en í gær köstuðu nokkrir bátar á svokölluðum „For um“, þriggja tima siglíngu frá Reyk.javík. Hæstur síldarbáta frá því síldln. kom við Akranes, er nú Kópur fró Keflavík með 4000 tunnur, sem er ágætur afli á ekki lengri tíraa. Hefur hann fengið góð köst frá því síldin kom, — fékk t. il gitd fyrstur báta við Akranes. Veiði netabáta í Vestmannacvj- um hefur verið sáralítil að und- anförnu og sömu sögu er að segja um línubáta. Afli netabáta í K -fla vik hefur aftiir á móti verið dá- góður upp á síðkastlð. í gær fékk t. d. Ingiber Ólafsson 20 tonn. í gær fóru á síldveiðar frá Kefla vík og Njarðvíkum þessir bátar: Jónas Jónasson, Sigurkarfi, Vonin, Árni Þorkelsson og Gunnólfur. —. Ekki var vitað til þess að neinn þeirra hefði fengið afla í gær. awwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwv VEIZLUKAF ÉIÐNÓ 1. MAÍ FULLTRÚARÁÐ Kvenfélags Alþýðuflokksins gengst fyrir veizlukaffi í Iðnó 1. maí. Þetta kaffi er orðinn fastur liður í hátéðahöldunum 1. maí, mjög vinsælt og frægt fyrir það, live allar veiting- ar eru rausnarlegar. — Má segja, að borðin svigni undan kræsingunum. Húsið er opn- að kl. 2,30 svo að það passar vel fyrir þá, sem sækja úti fundinn á Lækjantórgi að fara beint yfir í Iðnó og fá sér kaffi, þegar fundinum er lokið. *^wwwwwwwwwwó»wwwwwwwwwwww%wwwwwwww UM BORÐI MILWOOD ÞESSI MYND er tekin skömmu efiir <að Mihvood kom hér á ytri höfnina. Sá á hvíta samfestningnum er fyrsti vélstjóri togarans, í lúg unni er Leon Carlsson, II. stýrimaöur á Óöni, cn hann sighli togaranum til Reykja- víkur. Tollvörður snýr baki í myndavélina. Myndin er 'ek in í klefa skipstjórans á Mil- wood.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.