Breiðablik - 01.11.1906, Side 3

Breiðablik - 01.11.1906, Side 3
BREIÐABLIK. 87 Að horfa á veldi sitt ganga fremur til þurðar en hitt, er engum fagn- aðarefni. Sá, er beðið hefir fjár- missu mikla, heldur fast á þeim aurum, sem eftir eru. Það er mannlegt. Svona myndi það verða fyrir oss,stæðum vér í þeirra sporum. Vér megum ekki lá þeim það svo mjög. Viðleitni auðsæ hefir fram kom- ið hin síðari ár af hálfu Dana að gjöra Islendingum til geðs. Yms- ir helztu menn danskrar þjóðar sýna meiri skilning nú á íslenzkum þörfum og framfarakröfum en átt hefir sér áður stað. Slakað hefir verið til af danskri þjóð hvað eftir annað, fyrst með löggjafarvald og fjárforráð, þar næst með núver- anda ráðherra-fyrirkomulag. Nú er öllum heimboð íslenzkra þingmanna til Danmerkur síðast- liðið sumar minnisstætt. Danir eru kunnir að einhverri mestu huglátsemi, sem til er með nokkurri þjóð, og gestrisni. Sú huglátsemi kom þá fram í fullum mæli við íslenzka þingmenn, svo ekki varð á betra kosið. Þingmannaförin hefir að ýmsu leyti haft gott í för með sér. Hún hefirvakið eftirtekt þjóðannaáís- landi. Hún hefir ef til vill opnað augu íslenzkra þingmanna fyrir margri framfara-tilraun, er gjöra mætti á Islandi. En hún ætti um leið að hafa opnað augu þjóðar vorrar allrar fyrir því, hvar fiskur liggur undir steini með Dönum. Óblandinn ofurlítilli eigingirni er naumast allur þessi kærleikur þeirra til Is- lendinga. Enda er eigingirnin of sterkur þáttur í stjórnmálaviðskift- um allra þjóða, til þess að vér get- um átt von á því. Þeir vilja draga Island inn í nánara samband við sig. Þeir vilja leggja þjóðina í deiglu danskrar alríkisheildar og bræða oss saman við hitt tinið. Að þá langi til þess er lítil furða. Völd og vegur danskrar þjóðar er þeim fyrir mestu. Sambandi við ísland vilja þeir koma svo fyrir, að þeim verði af því gróði sem mestur. Margt bendir til, að þeir sé nú farnir alvarlega um það að hugsa að færa sér íslenzkar auðsupp- sprettur miklu betur í nyt en að undanförnu. Á fiskimiðin kring um Island hafa danskir fjárafla- menn þegar komið auga, og á- líta þá sjálfsagt að færa sér land- helgi og öll hlunnindi landsbúa í nyt. Þegar sú fyrirætlan er að fram- kvæmd orðin og danskir botn- vörpungar umkringja strendur landsins, er hætt við, að einhverj- um landanum finnist hann fyrir borð borinn. íslendingar mætti þá eins vel öllum sjávarútveg hætta og leggja árar í bát. Hiðsama myndi uppi verða á tening með aðrar auðsuppsprettur, er opnast kynni, og arðsamleg fyrirtæki. Meir og meir eru þeir líklegir til að faera sig upp á mark-

x

Breiðablik

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.