Breiðablik - 01.11.1906, Qupperneq 4

Breiðablik - 01.11.1906, Qupperneq 4
88 BREIÐABLIK. ið, eftir því sem tengsl yrði nán- ari, með símasambandi og marg- auknum samo-öng-ufærum. Þeim er ekki ant um að eigna sér ísland að eins að nafni. Þeir vilja eitt- hvað fá fyrir snúð sinn. Langt er frá því, að þetta sé talað af nokkuru Dana-hatri, og því síður til að æsa það upp hjá öðrum. Lyrir danskri menning og ágætum þjóðarkostum höfum vér einlæga lotning. I vorum huga er það vafasamt mjög, hvort nokkur þjóð önnur myndi betur reynast. Hlutskifti Islands myndi líkt þessu verða, hvaða þjóð sem í hlut ætti. Miklu betur myndi þjóð vorri farnast búskapur, ef hún ætti al- gjörlega með sig sjálf. Bú es betra an biðja. sé halr es heima hverr. Þótt tvær gfeitr eigi og taugreftan sal, þat’s þó betra an bæn. Svo hup"suðu forfeður vorir. Og svo ætti hvergóður Islendingur að hugsa þann dag í dag. Sannfærð- ir þykjumst vér um, að nýtt fjör og starfsþor myndi færast í þjóð vora, fengi hún sjálfstæði óskorað og þyrfti engum að lúta, nema lá- varði allraþjóða. I hættu fyrir yfirgangi annarra þjóða myndi Island eigi verða hæti framar en nú. Verndin, er Danir láta í té, er sama sem eng- in. Eitt herskip ætti íslendingar að geta eignast, sjávarútveg sín- um til verndar. Ætti þeir það sjálfir, myndi strandgæzla verða í lagi margfalt betra en nú. Sú framför í andlegu sjálfstæði, er því myndi fylgja, yrði ómetan- leg. Sjálfur að verjast og vera sá maður að geta borið hönd fyrir höfuð sér og haldið uppi rétti sín- um, án þess að þurfa að sækja til annarra, er frumskilyrði andlegs sjálfstæðis. Það er kjarni þess að vera maður. En að labba með hatt í hendi úr koti sínu, hvað lítið sem að geng- ur, upp að konungsgarði og standa þar hokinn og auðmjúkur, hrædd- og skjálfandi, þangað til einhver ölmusu-úrlausn hefir veitt verið — það gjörir ekki mikinn mann úr neinum. Að temja sér slíkt er að selja óðul sálar sinnar fyrir skarn. Drenghnokki, sem er að leik- um með öðrum börnum, og hljóð- ar upp yfir sig hvað lítið sem út af ber : ,,Hjálpaðu mér pabbi, hann Jón er að stríða mér!“ — á langt í land, þangað til hann verð- ur að manni. Ekkert barn lærir að ganga fyrr en það sleppir pils- faldi móður sinnar. Að sækja alt í kóngsgarð, hefir gjört oss að kotungum. Að hafa annað veldiað bakhjarli hefirdreg- ið kjark og þor úr lund þjóðar vorrar. Hún lærir aldrei að bjarg- ast, meðan hún heldur í svuntu- horn annarrar þjóðar. Hvað er annars þjóð ? Skilj- um vér, hvað í því orði liggur ? Meðan vér sitjum og erum að taka saman erindi þetta,

x

Breiðablik

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.