Breiðablik - 01.11.1906, Blaðsíða 14

Breiðablik - 01.11.1906, Blaðsíða 14
98 BREIÐABLIK lífsins afl og- hugsjón hæsta, helg; og einlæg, djúp og sterk. Vegna þín er ljúft að lifa, líða, vona, þrá og starfa. Eilífð er þinn undrasalur, alheimur þín handaverk. Þorsteinn Þ. Þorsteinsson. UNDRALANDID. Niðurlag. Eftir G. Guttormsson. Virtus laudatur et alget. JUVENAL. ‘‘Dygðin fær hjá lýðum lof, Eog ligrgur út á hjarni“. R eg hafði matast, gekk eg aftur út á stræti. Þá var sól gengin til viðar og myrkur yfir landinu, en borgarstrætin voru öll lýst með blysum og ljómuðu sem á degi. Er eg leit upp yfir mig, tók eg eftir því, að stálstrengir lágu upp yfir húsunum í allar áttir sem köngulóar- vefur. Heyrði eg þá menn nokkura, er á und- an mér voru, tala um prest einn og mælskumann mikinn, er þeir fóru til að hlusta á. Fylgdi eg þeim eftir. Kom eg þá brátt að höll einni fagurri og reisu- legri, og fór eg þar inn. Eg kom inn í víðan sal háræfraðan, er allur var upp- ljómaður og prýddur; var hann þiljaður innan, en þil öll og stoðir úr eik fægðri, og skornar í myndirog alls konar útflúr af hagleik miklum. En í vindaugum hall- arinnar voru krystallar með öllum litum regnbogans. Salur þessi var alskipaður sætum, og fyltist hann brátt fólki. Þá settist flokk- ur karla og kvenna á pall einn háan í enda salsins, en öldungur einn gráhærð- ur litlu neðar. En maður nokkur hár og herðabreiður með svart skegg settist við borð eitt að enda salsins. Get eg varla sagt, hvort það var borð eða skápur, en upp úr því aftanverðu lágu pípur margar, sumar digrar sem eikarbolir en þær minstu mjóar sem reyrleggir. Tók mað- ur þessi hinn svartskeggjaði að leika fingrum eftir borðinu, en fætur hans og búkur voru á sífeldu iði, eins og þegar skáld eitt slær hörpu sína, en syngur um leið hetjuljóð er sönggyðjan blæs honum í brjóst, og slær hann þá fæti við jörð eftir hljóðfallinu. — En ekki söng sá svartskeggjaði, heldur knúði hann úr borðinu söng svo fagran, að eg varð frá mér numinn. Stundum var söngurinn sem kvak hinna kátu fugla, eða sem skvaldrið í lindum þeim og lækjum, er fossa niður um þær snarbröttu hlíðar á Idafjalli. Stundum lét hann í eyrum mér líkast því sem ungur sveinn hjalaði við heitmey sína undir espitrjám í skógi úti, eða vor- blærinn skrjáfaði í titrandi laufskrúði. Þess á milli var hann sem gráti þrunginn haustnæðingur. En er minst varði brauzt hann út,sterkur og hreimmikill sem niður sjávarins, þegar Póseidon landaskelfir rótar upp djúpinu frá þess neðsta grunni, með þríforkinum mikla, en brimöldurnar freyðandi kveða kröftugum rómi. Síðan sungu karlar þeir og konur, er sátu á pallinum, en hjarta mitt gladdist við þann söng. Því mér fanst sem eg væri kominn til hinna ódauðlegu guða, þeirra, er búa á efsta tindi Ólympíuíjalls, hátt uppi í hreina himninum bláa, þar sem ekkert ófagurt er til, né nokkur sársauki,né vonzka,né dauði, heldur ríkja þeir réttlátu guðir þar í friði og fagnaði óendanlegum. Á þeirri stund hefði eg sæzt við svarinn fjandmann minn, þótt hann hefði setið um líf mitt áður; fanst mér sem eg myndi hryggjast yfir slíkum manni, ef eg fyndi hann sjúkan eða særð- an, og leggja hann á minn eiginn beð og hjúkra honum. Er söngnum var lokið, stóð upp öld- ungurinn gráhærði og hélt langa ræðu og snjalla, en þetta var efni hennar: ,,Bræð- nr mínir og systur, fagna megum við á þessu kveldi, þar sem við höfum séð ljós- an vott um velmegan þá, og framför í alls konar iðnaði, sem nú er í landi voru.

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.