Breiðablik - 01.11.1906, Side 5
BREIÐABLIK.
89
verðum vér þess áskynja, að einn
mikilsvirtur borgari þessa bæjar,
ritar blaðinu F r e e P r e s s, sem
nú er orðið eitt helzta blað í öllu
Kanada, fyrirspurn um, hvort
Kanada eigi það skilið að kallast
þjóð.
Blaðið tekur þeirri fyrirspurn
vel og svarar henni á þá leið, að í
ströng'um skilningi eig-! Kanada
það ekki skilið að nefnast þjóðar-
nafni. Land, sem eig*i hafi vald
til að breyta stjórnarskrá sinni, né
til að gjöra samninga við erlend
ríki, né til að semja eigin lögf sín
án þess að bera alt þetta undir á-
lit annarrar þjóðar og öðlast sam-
þykki hennar, áður það nái fram
að g"anga, geti eigi þjóð kallast.
En í reyndinni hafi Kanada sjálfs-
forræði.
Á pappír er það býsna tak-
markað. En í reynd og fram-
kvæmd er sem allra-minst látið á
þeim takmörkum bera, af því hús-
bóndi er vitur og hefir látið sér
margt lærast af dýrkeyptri reynslu
liðinna tíma. Hann lætur Kan-
ada naumast af öðru vita, en það
sé sjálfstætt og óháð land, þó
smám saman verði þess vart, að
hann langar til að draga í böndin
og spenna linda um dreifðar lend-
ur nokkuru fastara en áður.
Hefir sömu reglu verið fylgt í
stjórnmálum íslands af Dana
hálfu ? Er eigi dönsk stjórn oft-
ast strangari en bókstafurinn ?
Leitað að ströngustu þýðingu og
hún látin ráða ?
Neitunarvald brezkrar stjórnar
svo sem aldrei notað, heldur látið
liggja í þagnar-gildi. Neitunar-
vald danskrar stjórnar notað út í
yztu æsar, eins freklega og fram-
ast má.
Oss grunar, að Danir myndi al-
veg jafn-fúsir til að sleppa öllum
tökum á íslandi og veita því full-
komið sjálfstæði einsogtil að falla
frá neikvæðisvaldi í öllum ísl.mál-
um og heita húsbændur samt.
Oss grunar, að frá dönsku sjónar-
miðiséengu meiri fjarstæða að fara
fram á fullkominn aðskilnað, en
að fá það trygt með nýrri stjórn-
arskrá, að landi og lýð verði
stjórnað með sömu nærgætni, og
sjálfdæmi þjóðar látið jafn-óhagg-
að og gjört er af Breta hálfu í
Kanada.
Til þess það gæti orðið, þyrfti
sú stjórnarskrá að vera miklu
frjálslegri en stjórnarskrá Kanada.
Sjálfstæði Kanada er eigi svo
mjög stjórnarskrá að þakka. Það
er þeirri stjórnvizku að þakka,sem
valdinu beitir.
Oss er nær að halda, að slíka
stjórnarskrá sé ekki unt að semja,
er gefið gæti íslandi sama sjálf-
stæði undir dönskum yfirráðum og
Kanada hefir undir brezkum. Svo
gagnólíkar eru hugmyndirdanskra
manna hugmyndum Englendinga
um það, hvernig ein þjóð eigi að
beita valdi og grundvallarlögum.
Og þó mönnum tækist nú að
semja hana, myndi Danir heldur
vilja með öllu lausir vera við Is-