Breiðablik - 01.11.1906, Side 16

Breiðablik - 01.11.1906, Side 16
IOO BREIÐABLIK gys að tnér, því að þessir ódauðlegu guð- ir þínir eru nú löngu dauðir, og enginn trúir á þá framar nema skrælingjar. Sið- ur vor er miklu betri og fegurri, þar sem vér trúum á guð einn réttlátan og misk- unnsaman“. „Fagurþykir mér siður yð- var og átrúnaður“, mælti eg, ,,en þér farið líkt með hann og gull yðvart, er þér geymið í læstum járnskápum, en látið einskisverðar druslur ganga mannaámilli í þess stað. Átrúnaðinn og siðinn gull- fagra geymið þér harðlæstan í hjörtum yðrum, en notið í hans stað hversdagssið nokkurn ófagran og illan. Þykir mér því land þetta undarlegt mjög“. Þannig mælti eg, en hann svaraði engu og var hugsi. Komum við nú brátt að höll þeirri aftur, er eg hafði etið í, en hann fór með mér inn í höllina miðja að herbergi einu litlu. Voru veggir þess úr járngrindum, en sveinn lítill stóð þar í einu horninu. Við stigum inn í herberg- ið, en sveinninn lokaði dyrum þess. Þá kom fyrir atburður nokkur kynlegri en alt það, er eg hafði áður séð og heyrt í landi þessu, því húsið tók að síga niður hægt og hægt, — alt nema herbergið litla, er við sátum í. Það stóð kyrt, en gólf eftir gólf í húsinu færðist niður fyrir okkur. Tók mig þá að svima, en köld- um svita sló um mig allan. En í því vaknaði eg á sjávarströndinni,þar sem eg lagðist til svefns í gærkveldi. Hafði eg velt mér til hliðar í grasinu svo að eg var allur rennvotur af næturdögginni. Endir. Frá Vínarborg ritar herra stjórnarráð, J. C. Poestion, oss, að hann sé heim kominn heill á hóíi úr Is- lands ferð sinni, hafi skemt sér hið bezta, verið ágætur sómi sýndur og litist betur bæði á land og þjóð, en hann hafi áður gjört sér í hugarlund. Má sjálfsagt búast við því, að hann riti um þá ferð sína og hafi margt og mikið fróðlegt og nytsamt að segja, bæði um land og þjóð. Hug- leiðingar erlendra Islands-vina um hagi og háttu þjóðar vorrar eru ávalt velkomnar. Herra Poestion leggur mikið kapp á að kynna sér þanti skerf, sem Vestur-Islendingar leggja til ísl. bókmenta, ekki síður en bókmentir fósturjarðar vorrar. Um það efni ætlar hann sér að rita og er nú að safna til þess. Viljum vér því skora á alla Vestur-Islend- inga, sem eitthvað hafa látið eftir sig prenta, að senda honum eitt eintak, svo hann geti fengið yfirlit yfir hið litla bókmentalíf, sem . risið hefir upp með Islendingum hér í útlegðinni. Utan á bréf til hans er ritað: Regierungsrat J. C. Poestion Marc Aurel Strasse I Vienna, Austria. Kosninga úrslit í Bandaríkjum hafa hin heppilegustu orðið. Óhug miklum myndi hafa slegið yfir land alt, hefði miljónamaðurinn ófyrir- leitni, Hearst, náð kosningu til ríkisstjóraem-bættis í New York- ríki. Eigin flokksbræðrum hans, demókrötum, er það til hróss, að þeir gengu í lið með andstæð- ingum sínum til að fella hann. Blöð hans—og þau eru mörg—eru full æsinga og ofstækis og þykja eitt hið ömurlegasta teikn á þjóðlífshimni Bandamanna. Pá eru úrslitin í Norður-Dakota ánægjuleg fyrir Islendinga. Þeir Elís Thorwaldson, Gunn- laugur Pétursson, Magnús Brynjúlfsson og Jón Johnson voru allir kosnir í Pembina County. Flytjum vér þeim öflum hugheilar hamingjuóskir. I Cavalier County var Pétur Johnson einnig kos- inn og Gunnar Olgeirsson í McLean Co. Aftur náðu þeir Skúli Skúlason og Eggert J. Erlends- son ekki kosning. Heillavænlega framför teljum vér það, hve vel það hefir komið í ljós við þessar kosningar, að kjósendur láta sér um hugað um að skipa hæf- ustu mönnum í embætti, án tillits til, hvaða flokk þeir fylla. Þegar flokkur heflr lengi verið við völd, fer hann oft að ota fram lélegum mönnum. Og þá má ekki blint flokksfylgi aftra kjósendum frá að taka í tauma og segja: Hingað og ekki lengra! BREIDABLIK. Mánaðarrit til stuðnings íslenzkri menning-. Fridrik J. Bergmann, ritstjóri. Heimili 259 Spence Strreet, Winnipeg. Telephone 6345. Ólafur S Thorgeirsson, útgefandi. Heimili og afgreiðslustofa blað sins 678 Sherbrooke Str., Winnipeg, Canada. Telephone 4342. Verð : Hver árg. 1 doll. Hvert eintak 10 cts. — Borgist fyrirfram. Prentsmidja Ólafs S. Tiiorgeirssonar.

x

Breiðablik

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.