Breiðablik - 01.11.1906, Síða 10
94
BREIÐABLIK
því vaxinn að hug'sa kristilega. Hún er
líka heppilega eftir tækifærinu sniðin.
Fyrirlestrar eru ávalt álitnir eitt helzta
atriðið í sambandi við hvert kirkjuþing.
Þykir sumum ofmikill tími til þeirra eyð-
ast, en hann er ávalt nokkuð naumur.
Ekki getum vér á þeirri skoðan verið. Ög
ekki er safnaðarfólk þeirrar skoðunar,
þar sem kirkjuþing er haldið. Aldrei
fylkir það eins liði og þá. I sumar var
rigningartíð um kirkjuþing og veg'ir
slæmir. En fyrirlestrar voru sóttir af
fleira fólki, en fyrir mátti koma í kirkju.
Þeir hafa vakið fólk betur til umhugsun-
ar um andleg velferðarmál en flest annað.
Erindi síra Björns um íslenzka óbil-
girni var orð í tíma talað. Það flettir ofan
af þeim íslenzka skaplesti að beita and-
stæðinga ofbeldi og yfirgangi, láta þá
eigi sannmælis njóta í nokkurum sköpuð-
um hlut, en leitast við að kæfa alla mót-
spyrnu og skoðanamun með ofstopa og
stórum höggum.
Því miður megum vér ekki rúmsins
vegna taka hér neitt upp úr fyrirlestri
þessum; en í þess staö viljum vér biðja
menn að lesa hann í samhengi og íhuga
efnið vel. Meðan verið var að prenta
hann fór blaðamensku ósóminn með oss í
algleyming og þess vegna ætti þessi al-
vöruorð að falla í góðan jarðveg. Ut af
því fann almenningur manna meira til, en
nokkuru öðru, er fyrir hefir kornið lengi.
Enda erum vér vissir um, að almennings-
álitið lætur betur til sín taka í þeim efn-
um hér eftir en hingað til.
• En í sumum atriðum hefir höf. tekið of
djúpt í árinni og með því að oss virðist
fremur dregið úr áhrifum ágætrar hug-
vekju. Vér fáum ekki séð, að jafn-mikið
kveði að illdeilum í blöðum á íslandi nú
um langan tíma og gjört er orð á. Það
er naumast sanngjarn dómur að ,,aðalein-
kenni blaðanna að heiman sé illdeilur og
frækorn þau, er þau geti sáð í hjörtu
manna aðallega þar af leiðandi frækorn
úlfúðar, sundurlyndis og mannhaturs11.
Ljótasti blettur á blaðamensku á fóstur-
jörð vorri nú nýlega, eru ofsóknir og æs-
ingar, er gjörðar voru út af störfum Til-
raunafélagsins í Rvík síðastliðinn vetur.
Hnippingunum út af sæsímanum og sím-
stauraflutningum gjörum vér ekki mikið
úr. Að öðru leyti hefir oss fundist blaða-
menska á íslandi hafa tekið stórkostleg-
um umbótum síðari ár. Svo vel er nú
ritað í íslenzk blöð og svo auðug eru þau
af alvarlegum hugleiðingum um hag
þjóðar vorrar, að oss finst gróði stórmik-
ill að lesa þau. Vér gætum ómögulega án
þeirra verið og ekki finst oss neinn megi
án þeirra vera, er fylgjast vill með í and-
legu lífi þjóðar vorrar.
Frá öðru sjónarmiði er líka mynd-
in, er fyrirlesturinn dregur upp of myrk.
Það verða fáir, sem fallast á þá setning
,,að hafi blöðin að heiman annars nokk-
ur áhrif hér, geti þau áhrif ekki verið til
annars en vekja hér og viðhalda sundr-
ung og til að koma inn óbeit á kristin-
dóminum“. Vitaskuld er það satt, að'
ýmislegt óheilbrigt og óheilnæmt flýtur
með í blöðum og tímaritum. Svo vill það
verða með öllum þjóðum. En hið góða
og heilbrigða yfirgnæfir meir og meir.
Á því finst oss nú orðið bera miklu meir
en hinu. En út af göllum og öfugstreymi
hefir síra Björn fundið svo sárt til, að það
hefir vaxið í huga hans og varpað skugga
á hina björtu hlið. Svo hefir mörgum
góðum manni og göfugum farið, sem við-
kvæmur hefir verið fyrir því, er ekki á að
vera. Enda vill hann, að þessir gallar sé
læknaðir með göfugum áhrifum og kristi-
legum á hugsanalíf þjóðar vorrar.
í heild sinni er fyrirlesturinn ágæt hug-
vekja og mjög nauðsynleg. Það munu
allir þeir kannast við, er eitthvað hafa
hugsað um íslenzka skaplesti og þá ekki
sízt þann, sem hér er um að ræða. Á-
rangurinn af lestrinum ætti að vera sá,
að vér brendunv arfasátuna á Bergþórs-
hvoli og létum slokkna til fulls í rústun-