Breiðablik - 01.11.1906, Blaðsíða 8
92
BREIÐABLIK.
myndi ekki kvartanir jafntíðar fram koma
í þeim efnum og nú á sér stað.
Það mætti alvegf eins halda því fram,að
alt, sem íslendingar nú eru að gjöra og
hugsa, sé auvirðileg uppgerð. Að hver
ein einasta tilfinning sálar þeirra, sé arg-
vítugasta fals. Að það sé ekki nokkur
einasta ærleg taug eftir í íslendings eðl-
inu. Að hver drengileg hugsan og göf-
ug, sem haldið er á lofti með oss sé sam-
an undin og fléttuð af ormahryggjum
eitraðrar eigingirni og taumlausrar
valdafíknar.
Skyldi þá augað, sem þetta þóttist sjá,
eitt vera ógallað ?
Naumast.
í söfnuði hafa menn gengið með mjög
ólíkar skoðanir. Ymsum stjórnmálaflokk-
um heyra þeir til. Sundurleitar skoðanir
hafa þeir því sem næst á öllu, eins og
mönnum er gjarnt. I þessu eina atriði
eru þeir samdóma og kunna þó að skoða
ýmislegt í sambandi við trú sína frá sjón-
armiði mjög ólíku.
Betur og betur gengur yfirleitt að sam-
rýmast í kristilegum efnum, þó stefnur sé
ólíkar í öðrum. Þroskinn hefir það í för
með sér.
Enginn þeirra manna, sem eitthvað
hefir komist áfram eða náð hefir einhverri
tign í innlendu mannfélagi, á það nokk-
uru safnaðarfylgi" að þakka. Og hinir
hafa alveg eins komist að, sem fremur
hafa verið kristindómi andvígir en hitt.
Enda ætti menn aldrei að blanda trúar-
skoðunum saman við stjórnmál. Það er
aldrei gjört nema til mesta tjóns.
Ávalt skyldi um það hugsað, að fá fær-
asta mann til opinberra starfa, og láta
hann alls ekki gjalda trúarskoðana.
Oft og tíðum er freisting all-mikil til
hins gagnstæða. Og ekki hefir hér ávalt
þeirrar varúðar verið gætt sem skyldi.
Óréttur hefir ósjaldan verið gjör með því
að gjöra menn tortryggilega sökum trú-
arskoðana. Stjór'nmálum og trúarbrögð-
um hefir á liðnum tímum verið saman
ruglað, hlutaðeigendum öllum til tjóns.
Stundum hefir sú hugsan gægst fram
hjá einstökum mönnum, að í hinum
flokknum væri allir kristindómsfjendur.
Og sá flokkurinn aftur, sem fyrir
þeirri ákæru hefir orðið, haldið því fram,
að hinum megin væri hræsnarar eintóm-
ir og ósjálfstæðurkirkjulýður,—heirnsk-
ingjar og fáráðlingar, sem leiða myndi
alls konar ófrelsi og kúgan yfir mann-
félagið, næði þeir kosning.
Hvorttveggja er fjarstæða og ósann-
indi og ruglar hugmyndum um rétt
og rangt. Það eykur flokkadrátt og
úlfúð með mönnum og kemur í veg
fyrir samúðarþel og samvinnu.
Svo verður kristindómi kent um og
skuldinni allri á hann skelt. Gott mál-
efni bíður oft tjón fyrir óviturleik blindra
fylgismanna.
Slík sár ætti allir góðir menn að
keppast við að græða. Vér þurfum um
fram alt að temja oss, að sjá sem flest
gott hver í annars garði. Og láta hvern
mann njóta sannmælis í öllu, þó hann sé
andstæðingur vor í skoðunum.
Vér höfum það fyrir satt, að þeir Vest-
ur-íslendingar, sem að kristindómi hafa
hallast, hafi gjört það af eins einlægum
hvötum yfirleitt og nokkurir menn aðrir,
— þrátt fyrir alt, sem að kann að vera.
Einlægni er þá ekki til í fari mannanna,
sé allur kristindómur þeirra hræsni.
En láta skyldi þeir þenna glámskygna
dóm sér til varnaðar verða.
Kristindóm má aldrei draga niður á
skaut flokksmálanna. Hann liggur þeim
miklu ofar og innar. I stjórnmálum og
alls konar félagsmálum leyfir hann mönn-
um að skipa hvaða flokk, sem þeim
þóknast. Hann skiftir sér ekki af skoð-
anamun og smá hnotabiti. Hann fer
ekki í manngreinarálit og gengur ekki
fram hjá neinum.
Sannur kristindómur er aldrei þröng-
sýnn, en ávalt víðsýnn. Og bjartsýnn