Breiðablik - 01.11.1906, Síða 13
BREIÐABLIK
97
AST.
Æðsta sæla allra manna,
alskær sól í tímans geimi,
lífsins afl og hug'sjón hæsta,
helg og einlæg, djúp og sterk.
Þú átt alt sem augað lítur,
efst frá stjörnum, hafs að botnum,
eilífð er þinn undrasalur,
alheimur þín þín handaverk.
Hví var egfrá dular-djúpi
dreginn upp á lífsins ströndu ?
Að eins til að elska, skilja, —
ást! að geta fundið þig.
Ar var minnar æfistundar
er þú fyrsta lézt mig drekka
bikar fyltan lífs' úr lindum
Lofnarmiði á Sunnustig.
Síðan hefi’ eg drukkið, drukkið,
daga, morgna, kveld og nætur,
boðsgestur að Sjafnarsumbli,
sumar, vetur, haust og vor.
Þar eg heíi hjá þér unað,
horft á þína yndisfegurð,
leikið mér að lokkum þínum,
ljúfust stigið með þér spor.
Oft eg hefi brunnið, brunnið,
bæði’ í hjarta og sálu minni,
bálað upp í ljósum loga,
Lofn, við undra-snertingjþinn.
Titrað hafa taugar mínar
tilfinningu unaðssælli,
og í logans geislagulli
Glaðsheim lífs séð hugur minn
Þú hefir veitt frá ölduirfalda
öllu fögru líf og næring,
göfgað, blessað, hafið hærra
himni móti, land og þjóð.
Þú hefir ótal þungum stundum
þokað fjær með brosi mildu,
vakið framsókn, frelsi, krafta,
fyrirhyggju, þol og móð.
Eins og verndarvættir endur
vötðu börn sín tryggum mundum,
þannig hylurðu’ unaðsörmum
alla þá, sem treysta þér.
— Það er traustið, trygðin sanna,
töfrahöll, sem opnar þína,
tendrar vorsins eld í anda,
útilokar vetrar her.
Ei vil eg þig böndum binda,
— böndin vilja lýja’ og særa,
frjáls við mættumst fyrsta sinni,
fjöturlaus við unum bezt.
Ef að þú ert bundin böndum
burtu hverfa töfrar þínir.
Sorgir öllum fjötrum fylgja.
— Frelsi’ er allri sælu mest.
Frjáls við saman fara ætlum
fram á efstu lífsins dali,
fram og upp til öræfanna
upp í myrkblá Huldulönd.
Upp á fjallið, upp á tindinn,
efst á gljáa jökulskallann,
þar sem alt er þoku hulið
þeim, sem byggja lífsins strönd.
Þar að skilja? — Aldrei, aldrei!
Yfir hæsta jökultindinn
brosir sólarhiminn heiður,
hulin veröld opnast ný.
Upp á tindinn, saman, saman,
sumarljósi móti höldum,
Yfir þunga, þunga vegi
þokupall og myrkurský.
Út í geyminn bjarta, bláa,
berumst við á loftsins öldum,
siglum dýrum sólarknerri,
seglin fyllir hugarblær.
Minnninganna myndir kærar
munu’ í kring um okkur vaka,
alla kærstu æskudrauma
endurspegla himnasær.
Þá mun djúpa þráin fyllast,
þá mun von og löngun skoða
hugmyndanna heima víða,
hugur fyr sem óglögt sá.
Þá munu’ augun þungu opnuð
þegar sjónum skína móti
nýir himnar, nýjar jarðir, —
nýrrar ástar festing blá.
Sæl við þá í samást lifum,
sækjum hærra, dýpra, lengra.
Eilíflega lengra, lengra —
leita, finna, skilja, sjá.
Fram og upp til fullkomnunar,
fegri, dýrri myndum safna,
sem að röðull rúms og tíma
regingeislum stafar á.
Ast, eg fel þér æfi mína,
yndisfrjálsa draumabrúður,